Morgunblaðið - 24.03.1988, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 24.03.1988, Qupperneq 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1988 Minning: Ragnar Krístjánsson fv. yfirtollvörður Fæddur 1. mars 1917 Dáinn 13. mars 1988 í dag kveðjum við frá Dómkirkj- unni í Reykjavík Ragnar Kristjáns- .son tollvörð frá Miðseli, en hann andaðist 13. mars sl. eftir langa og stranga sjúkdómslegu. Kynni okkar Ragnars hófust fyr- ir 17 árum þegar ég kom á heimili hans til að biðja um hönd eldri dótt- ur hans. Spor ungra manna á slíka fundi geta eflaust verið þung og ekki laust við kvíða í bijósti þegar svo mikil bón skal upp borin. En kvíðinn í mínu bijósti reyndist ástæðulaus og var strax afmáður enda eignaðist ég góðan vin á sömu stundu. Mér var strax vel tekið af íjölskyldunni og ekki síst tengda- móður minni, frú Jóhönnu Jóhanns- dóttur, sem hefur stýrt heimili þeirra hjóna af röggsemi og miklum höfðingsskap alla tíð. Þau hjón áttu 6 mannvænleg böm, sem öll eru vaxin til manns og flutt úr foreldrahúsi. Bamaböm- in eru nú 10. Lífsbaráttan hjá Ragn- ari var hörð eins og tíðkaðist á þeim tímum kreppu og vanefna, en honum tókst snemma á búskapará- rum þeirra hjóna að byggja fjöl- skyldu sinni myndarlegt hús við Seljaveg í Reykjavík, næst við hlið- ina á húsi foreldra sinna, þar sem fjölskyldan átti sitt fallega og hlýja heimili alla tíð síðan. Ragnar var því sannur Vesturbæingur í húð og hár og mátti aldrei heyra á það minnst, að flytja af Seljaveginum, þar sem hann bjó alla sína ævi. Frá Seljaveginum gat hann horft út á Faxaflóann og fylgst með skipa- ferðum og fleiru, sem heillaði þar, enda var hafið honum mjög hugleik- ið í leik sem starfí. Ragnar eyddi allri sinni starfsævi sem tollvörður, að mestu á skipavakt Tollgæslunn- ar í Reykjavík, alls 45 árum. Og oftar en ekki var vinnudagurinn mjög langur, því mikið þurfti til að fæða og klæða stóran bamahóp á þeirra tíma mælikvarða, auk þess sem þau hjónin hlúðu að foreldrum Ragnars af alúð og kostgæfni síðustu ár þeirra og fleirum, sem dvöldu á heimili þeirra í lengri eða skemmri tíma. Minningar bamanna em þannig mjög tengdar föðumum, sem var farinn til vinnu áður en þau vöknuðu að morgni og enn ókominn þegar móðirin bauð þeim góða nótt að kvöldi. En þau sakna góðs föður, föður, sem unni þeim vel og naut samvemstundanna með þeim þegar þær gáfust og hafði gaman af að gleðja þau. Stórar vom þær stundir á sunnudögum þegar mamma Bíbi klæddi bömin í sparifötin og pabbi bauð þeim í gönguferð niður að höfn til að skoða skipin og annað, sem vakti aðdáun þeirra. Á sama hátt sakna bamabömin nú afa Ragnars sárt og finna fyrir tómleika á Seljaveginum, þar sem þau vom alltaf mjög velkomin og gátu treyst því að afí væri tilbúinn að leika við þau. Þá var líf og fjör og stutt í hlátrasköllin svo glumdi í. „Dömurnar", en svo nefndi Ragnar gjaman dætur okkar þijár, minnast nú með þakklæti sunnu- dagsmorgnanna þegar afí kom og bauð þeim í ökuferð niður að tjöm eða til að ganga um fjömrnar í nágrenninu þar sem hann naut sín vel og hafði frá mörgu að segja. Fjögur ár em nú liðin síðan Ragnar kenndi sér þess mejns er að lokum dró hann til dauða. í veik- indum sínum naut hann fádæma góðrar umhyggju Jóhönnu, eigin- konu sinnar, sem stóð við hlið manns síns sem klettur í ölduróti og sýndi mikið hugrekki og ósér- hlífni, þó svo að hún hafi sinn eigin kross að bera. Síðasta árið lá leið Ragnars oft upp á Landakotsspítala á deild 2-B, þar sem hann naut góðrar aðhlynn- ingar og mikillar alúðar hjúkmnar- fólks deildarinnar. Fæmm við að- standendur viðkomandi nú innileg- ustu þakkir fyrir. Eg tel mig geta sagt fyrir hönd allra tengdabama Ragnars, að hann var góður tengdafaðir og kveðjum við hann nú með þökk og söknuði. Ég votta tengdamóður minni og bömum þeirra og ástvinum öllum innilega samúð. Megi guð styrkja þau á erfíðri stundu. En þó að þagni hver kliður og þó að draumró og friður leggist um allt og alla, ber hjarta manns svip af sænum, sem sefur framundan bænum með öldur, sem óralangt falla. Því særinn er veraldarsærinn, og sjálfur er vesturbærinn heimur, sem kynslóðir hlóðu, með sálir, sem syrgja og gleðjast, og sálir, sem hittast og kveðjast á strönd hinnar miklu móðu. (Tómas Guðmundsson, í vesturbænum. ) Halldór Jóhannsson Ragnar Kristjánsson tollvörður lést á Landakotsspítala 13. mars sl. sjötíu og eins árs að aldri. Lauk þar erfíðri glímu við óvæginn sjúk- dóm sem háð var af þrautseigju og æðruleysi hins lífsreynda manns. Ragnar var borinn og bamfædd- ur Reykvíkingur. Hann fæddist 1. mars 1917 á Laugavegi 37. Foreldr- ar hans voru Kristján Guðmundsson verkamaður frá Kirkjubóli í Dýra- fírði og Björg Magnúsdóttir frá Miðseli við Seljaveg í Reykjavík. Björg og Kristján voru dugnaðar- og sómamanneskjur, vel látin af öllum er þekktu þau. Kristján var fróðleiksfús að eðlisfari og lagði sig einkum eftir þjóðlegum fróðleik af ýmsu tagi. Tveim ámm eftir að Ragnar fæddist fluttist Qölskyldan búferl- um að Miðseli og þar ólst Ragnar upp við gott atlæti og umhyggju foreldra sinna. Hann lauk skyldu- námi í Reykjavík svo sem lög gerðu ráð fyrir en fór síðar í Samvinnu- skólann og lauk þaðan prófi með góðum vitnisburði árið 1939. Það átti þó ekki fyrir honum að liggja að stunda verslunar- eða skrifstofu- störf. Atvikin höguðu því svo að hann réð sig hjá Tollgæslunni í Reykjavík árið 1942 og þar vann hann óslitið alla sína starfsævi upp frá því. Þegar Ragnar var að alast upp bjó íslensk alþýða við þröngan kost og barðist bókstaflega við að hafa í sig og á. Kaupið var lágt og vinna lá ekki á lausu eftir að kreppan mikla hélt innreið sína um miðjan íjórða áratug aldarinnar. Árið 1943 urðu þáttaskil í lífi Ragnars er hann kynntist eftirlif- andi konu sinni, Jóhönnu Jóhanns- dóttur frá Þórshöfn. Jóhanna er mikil ágætiskona eins og hún á ættir til. Foreldrar hennar vom Jóhann Tryggvason, verslunarstjóri og hreppstjóri á Þórshöfn um langt árabil, og kona hans Jónína Krist- jánsdóttir frá Seyðisfirði, valinkunn sæmdarhjón og vel metin í sínu byggðarlagi. Jóhanna og Ragnar byijuðu bú- skap sinn í Miðseli og þar fæddist elsta bam þeirra. Foreldrar Ragn- ars gáfu þeim hjónum í brúðargjöf lóð úr landi Miðsels, Seljaveg 21. Þætti það ekki lítil búbót á nútíma mælikvarða. Á þeirri lóð byggðu þau af mikilii atorku og þrautseigju þriggja hæða reisulegt hús og settu þar saman bú. Ragnar og Jóhanna eignuðust sex mannvænleg böm sem öll em á lífí. Þau era: Jóhann Kristján deildarstjóri hjá Eimskip, kvæntur Guðnýju S. Þorleifsdóttur, Nína Björg hárgreiðslumeistari, gift Halldóri Jóhannssyni verkfræðingi, Gunnar skrifstofumaður hjá Eim- skip, kvæntur Margréti Ingvars- dóttur, Auður hjúkmnarfræðingur, Ragnar starfsmaður hjá Eimskip, kvæntur Ragnheiði H. Jónasdóttur og Jón verslunarmaður sem býr með Guðrúnu Guðmundsdóttur. Fimm af sex bömum þeirra Jó- hönnu og Ragnars fæddust á sjö ára tímabili svo að nærri má geta að ekki var um það að ræða hjá þeim að vinna bæði utan heimilis eins og nú tíðkast. Það útheimtir mikla atorku og ómælda þolirimæði að koma sex bömum vel á legg og til manns. Hvort tveggja tókst þeim hjónum Jóhönnu og Ragnari mæta- vel. Ragnar vann við tollgæsluna að segja mátti nótt sern nýtan dag. Iðulega fór hann til vinnu sinnar í bítið á morgnana áður en bömin vöknuðu og kom heim síðla kvölds þegar þau vom sofnuð. Þær vom ófáar aukavaktimar sem Ragnar tók í tollinum. Þegar þetta starf allt er haft í huga er það með ólík- indum að honum skyldi takast að byggja eigin höndum sumarbústað handa fjölskyldunni að Reykjum í Mosfellssveit. Til þess notaði hann um tíma hveija tómstund er gafst. Ragnar átti ekki bíl þegar bústaður- inn var í byggingu. En hann lét það ekki aftra sér. Hann tók elstu böm- in með sér á hjólinu í veg fyrir rút- una sem flutti þau upp í Mosfells- sveit. Og Ragnar stóð ekki einn í þess- ari lífsbaráttu. Jóhanna kona hans var honum styrk stoð og hjálpar- hella til hinstu stundar þótt hún gengi ekki heil til skógar hin síðari ár og væri oft sárþjáð. Hún er fork- ur duglegur og hafði hinar bestu forsagnir um heimilishald og upp- eldi bamanna sem að miklu leyti hvíldi á hehnar herðum. Heimilið að Seljavegi 21 er ekki einungis fallegt heimili sem ber vott um góðan smekk húsmóðurinnar, held- ur líka og umfram allt gott heimili, athvarf bömum og heimilsföður — orðlagt fyrir gestrisni og myndar- skap. Um þetta er Undirrituðum kunn- ugt af eigin reynslu. Ólöf Jóns- dóttir sem var hjá þeim hjónum í fímm ár sagði mér eitt sinn að betra heimili og elskulegri manneskjur en þau hjón gæti hún naumast hugsað sér, enda lítur hún á sig sem fósturdóttur þeirra. Það segir og sína sögu um þetta heimili að böm- in drógu það við sig að fara alfarin úr föðurgarði þótt uppkomin væm og vom tíðir gestir á heimili for- eldra sinna eftir að þau höfðu fest ráð sitt. Öll vom þau óþreytandi í umhyggju sinni meðan á veikindum Ragnars stóð og síðustu sólarhring- ana viku þau varla frá dánarbeði hans. Ragnar var hæglátur maður og hógvær hversdagslega, dulur að eðlisfari og sagði fáum hug sinn allan. Á hinn bóginn glaður og reif- ur á góðra vina fundum og læddi útúr sér spaugilegum sögum þegar sá gállinn var á honum. Hann hafði og lifandi áhuga á stjómmálum og lúmskt gaman, á stundum, að stæla við kunningjana um pólitík. Ragnar var mikill náttúmunnandi og nátt- úmskoðari á yngri ámm. Hann lagði þá ósjaldan leið sína á fjöll í nágrenni Reykjavíkur með vinum og frændum og minntist þessara ferða síðar með óblandinni ánægju. Ragnar lifði fyrst og fremst fyrir fjölskyldu sína og undi sér best hjá henni. Hún saknar hans nú sárt, ekki síst bamabömin tíu er hann sýndi svo mikla ást og umhyggju. En það má vera þessari ágætu fjöl- skyldu huggjin harmi gegn að Ijúf- ar minningar um látinn ástvin lifa. t Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir og afi, JÓN EIRÍKSSON, Klapparstig 12, Njarðvík, andaðist í sjúkrahúsi Keflavíkur þriðjudaginn 22. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Rannveig Guðmundsdóttir, Sveinbjörg Ormsdóttir, Eyrún Jónsdóttir, Magnús Daníelsson, Halla Jónsdóttir, Böðvar Halldórsson, Guðmunda Jónsdóttir, Guðmundur Ólafsson, Sigrún Jónsdóttir, Eyjólfur Guðlaugsson. og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaöir og afi, RAGNAR KRISTJÁNSSON fyrrum yfirtollvörður, Seljavegi 21, sem lést sunnudaginn 13. mars sl., verður jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni fimmtudaginn 24. mars kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélag íslands. Jóhanna Jóhannsdóttir, Jóhann Kristján Ragnarsson, Nina Björg Ragnarsdóttir, Gunnar Ragnarsson, Auður Ragnarsdóttir, Ragnar Ragnarsson, Jón Ragnarsson, Guðný S. Þorleifsdóttir, Halldór Jóhannsson, Margrét Ingvarsdóttir, Ragnheiður Hjarðar, Guðrún Guðmundsdóttir og barnabörn. t Elskuleg móðir mín, dóttir, amma og systir, - VILBORG SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR Ijósmóðir frá Garði, Háaleitisbraut 48, er lést 18. mars, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudag- inn 25. mars kl. 15.00..Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á Krabbarrfeinsfélag íslands. Kristín Aradóttir, Einar Benedíktsson, Hrund Kolbeinsdóttir, Pótur Einarsson, Lára Einarsdóttir, Sigurveig Einarsdóttir, Guðbjörg Einarsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GEORG SKÆRINGSSON, Skólavegi 32, Vestmannaeyjum, sem andaðist í Vífilsstaðaspitala miðvikudaginn 16. mars verður jarðsunginn frá Landakirkju, Vestmannaeyjum, kl. 14.00 laugar- daginn 26. mars. Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda. Sigurbára Sigurðardóttir. t Faðir minn, BALDVIN NILSEN, andaðist aðfaranótt mánudags á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum. Jarðarförin fer fram föstudaginn 25. mars kl. 14.00 frá Landa- kirkju, Vestmannaeyjum. F.h. annarra vandamanna, Jóhanna Stella Baldvinsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir og afi, UNNSTEINN GUÐMUNDSSON pipulagningamaður, Breiðási 5, Garðabæ, verður jarðsunginn á morgun, föstudag, kl. 13.30 i Garöakirkju. Elmbjörg Kristjánsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Við þökkum auðsýnda samúö og vinarhug við andlát og útför JÓNS EIRÍKSSONAR skipstjóra frá Sjónarhóli. Elrfkur Jónsson, Guðný Stefánsdóttir, Anna M. Jónsdóttir, Hjalti Sigfússon, Svala Jónsdóttir, Bragi Friðþjófsson, Stefanía Halldórsdóttir, börn og barnabörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.