Morgunblaðið - 24.03.1988, Síða 65

Morgunblaðið - 24.03.1988, Síða 65
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1988 65 Hildur og Hulda syngja lag Geirmundar Valtýssonar með Stefáni Hilmarssyni. HULDA OG HILDUR Syngjandi tvíburasystur Héldu einhveijir að tjölmiðlar myndu missa áhuga á Söngvakeppni evrópskra sjónvarps- stöðva, þegar forkeppni Sjónvarps- ins væri afstaðin...Að minnsta kost í bili? Öðru nær, ballið er rétt að byija. Tvíburasystumar Hildur og Hulda Ragnarsdætur sungu bak- raddir í lagi Geirmundar Valtýsson- ar sem teflt var fram í keppni Sjón- varpsins síðastliðinn mánudag. Stefán Hilmarsson þandi einnig raddböndin í laginu, sem og í sigur- lagi Sverris Stormsker. Þess skal getið að séra Hjálmar Ragnarsson - afkomandi Bólu-Hjálmars - samdi textann við lag Geirmundar. Hildur og Hulda spjölluðu stutt- lega við Fólk í fréttum morguninn fyrir keppnina. Þær vildu engu spá um úrslitin, voru með dálítinn fiðr- ing í maganum en sögðu líðanina þó vel bærilega. „Við þekkjum aðra keppendur ekkert, enda var hvert lag unnið fyrir sig,“ segir Hildur. „Reyndar hittist allt liðið í kokkteil fyrir útsendingu í kvöld. En það verður líka í eina skiptið sem allir hittast." Vinnan við lagið gekk mjög hratt að sögn Huldu. „Við vorum beðnar um að koma í prufu fyrir rúmum mánuði, hún gekk ágætlega og við lukum okkar þætti í laginu á nokkr- um klukkutímum. Þegar við komum til sögunnar var Stefán búinn að syngja inn á band og næstúm full- klára sinn hlut. Búningamálin voru það eina sem tók mikinn tíma. Við völdum sjálfar fötin sem við notum í keppninni, fengum að ráða öllu nema litnum á þeim. Þetta kostaði heilmikið búðaráp og enn meiri pen- inga.“ Tvíburasystumar Hildur og Hulda segjast vera úr söngelskri fjölskyldu. Þær eru Skagfirðingar, en fluttu til Stykkishólms um það leyti sem þær lærðu að lesa. „Það er mikið sungið heima, við vorum í smá hljómsveit í Stykkishólmi og höfum náttúrulega sungið í kór. En aldrei áður í sjónvarpi," segir Hildur og bætir við að þeim systrum sé ekkert alltof vel við myndavél- amar. Þegar hér er komið fer sjö ára dttir Hildar, íris Björg Símonar- dóttir, að ókyrrast. „Ég spila nú dáldið á flautu..." Skálafell mmm Morgunblaðið/Sverrir Tvíburasysturnar Hulda og Hildur Ragnarsdætur ásamt dóttur Hild- ar, írisi Björgu Símonardóttur. Módelsamtökin sýna vortiskuna frá „Grattan" vörulistanum, Hverfisgötu 105 Gestum er bent ó að koma tímanlega til að tryggja sér þœgileg sœti. KVSkO Hljómsveitin KASKÓ byrjar kl. 21:00. - Dansstemmningin er mikil ó Skólafelli. *IHl(anfBlL» Frftt inn fyrir kl. 21 -.00 - Aðgangseyrir kr. 300 eftir kl. 21:00. &Hefst kl. 19.30^ * Páskaegg Matarvinningar Aðalvinningur aö verðmœti kr. 100 þús. Heildarverðmœti vinninga á 3ja hundrað þús. kr r TEMPLARAHOLLIN , Eiríksgötu 5 — S 20010 l ELGIN FRAMUNDAN föstudags-og laugardagskvöld ásamtsöngvurum og hljóðfæra leikurum skemmta gestum Broadway af sinni alkunnu snilld. Verð aðgöngumiða með glæsilegum kvöldverði kr. 3.200.- 'iðasala og borðapantanirdaglega frá kl. 9-19ísíma 77500. íukasýning miðvikudagfyrir skírdag. á HLJOMSVEITIN VE RÐIR LAGAIVIIM A leikur fyrir dansi. viðW 4W£S ^ursn^ý^r. -Surfanrfr .':' Veitingastjórar Ath.: Leigjum út Símonarsal, sem tekur 40-50 manns, til einkasamkvæma Jana Guðrún Boröapantanir Geirsdóttir Ólafsdóttir ísíma 17759.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.