Morgunblaðið - 24.03.1988, Page 71

Morgunblaðið - 24.03.1988, Page 71
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1988 71 Morgunblaðið/Ól.K.M. Félagsmiðstöðin Vitinn er til húsa að Strandgötu 1 Hafnfírsk æska eignast Vita NÝ félagsmiðstöð fyrir hafnf- irska unglinga var tekin í notk- un á sunnudag og nefnist hún Vitinn og er til húsa að Strand- götu 1, þar sem áður var veit- ingahúsið Skiphóll. Tæplega 300 manns mættu á opnunina en alls sóttu félagsmiðstöðina heim um 1000 manns fyrsta opnunardaginn Forstöðumaður félagsmiðstöðv- arinnar er Margrét K. Sverris- dóttir og er hún eini starfsmaður- inn i fullu starfi, enn sem komið er. Auk hennar starfa 6 manns í hlutastörfum á kvöldin. Húsnæðið er um 500 fermetrar á tveimur hæðum. Á þeirri neðri er fundasalur, fatahengi og skrif- stofa forstöðumanns en á efri hæð hússins er stór salur þar sem er dansgólf og billjardborð. Þá eru einnig sjónvarpsherbergi, æfinga- aðstaða fyrir hljómsveitir og her- bergi þar sem hægt er að láta fara vel um sig. Margrét sagði starfið þegar komið í fullan gang. „Ég er mjög ánægð með Vitann, það eina sem skyggir á er þjónusta Pósts og síma,“ sagði Margrét. „Ég sótti um síma þann 15. febrúar og hef enn ekki fengið hann. Það er óþol- andi óöryggi sem fylgir því að vera með fleiri hundruð unglinga í húsinu en engann síma.“ Það er óneitanlega glæsilegt um að litast í Vitanum þar sem gólfin eru lögð marmara. Kostnaður við félagsmiðstöðina er um 40.000 á fm. Ungur gestur nælir sér í smáköku á opnun Vitans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.