Morgunblaðið - 24.03.1988, Side 74

Morgunblaðið - 24.03.1988, Side 74
74 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1988 MILLTEX innimálning með7eða20%gljáa-BETT vatnsþynnt plastlakk með 20 eöa 35% gljáa - VITRETEX plast- og mynsturmálning - HEMPELS lakkmálning og þynnir- CUPRINOLfúavarnarefni,gólf-og húsgagnalökk, málningaruppleysirofl. - ALCRO servalakk og spartl - MARMOFLOR gólfmálning- BREPLASTA spartl og fylliefni - Allar stæróir og gerðir afpenslum, rúllum, bökkum, límböndum ofl.ofl. Kynnió ykkur verðiö og fáið góó ráö í kaupbæti. uennct oy við&afd eiytta, Litaval SÍÐUMÚLA 32 SÍMI 68 96 56 KNATTSPYRNA Valsmenn lentu ekki í kjafti hákarlanna Eg er nokkuð ánægður með leik okkar. Við sluppum lif- andi frá baráttunni við hákarlana, Miami Jaws," sagði Hörður Helgason, þjálfari Islandsmeist- ara Vals, eftir að þeir höfðu gert jafntefli, 0:0, við Miamiliðið á Jamakíu. „Jón Gunnar Bergs og Siguijón Kristjánsson voru nær búnir að skora í leiknum. Guðmundur Baldursson átti mjög góðan leik í markinu og varði tvisvar sinnum glæsilega," sagði Hörður. Hörður sagði að ferðin hafí geng- ið vel og væri létt yfír mönnum. Valur og Miami Jaws eru jöfn að stigum, með þijú stig eftir tvo leiki. „Við leikum á morgun (í dag) gegn meistaraliði Jamaíku, Maddha. Leikurinn verður kl. 14, sem er mjög slæmur tími fyrir okkur. Hér er 35 stiga hiti á þess- um tíma. Það er ljóst að við verð- um að vera með margar vatns- fötur meðfram köntunum - til að kæla okkur í þessum heita leik," sagði Hörður. HANDKNATTLEIKUR / SVÍÞJÓÐ Þorbergur AAalstolnuon og markvörðurinn Anders Köhlevik hafa leikið mjög vel með Saab í siðustu leikjum. Hér fagna þeir sigri yfir Vaxjö um sl. helgi. „Þetta var mikill slagsmálaleikur" - sagði Þorbergur Aðalsteinsson, eftirað Saab hafði lagt Vikingarna ígærkvöldi, 22:21 „ÞESSI sigur er stórkostlegur og lofar góðu um framhaldið," sagði Þorbergur Aðalsteins- son, eftir að Saab hafði lagt Vikingarna að velli, 22:21, á útivelli ígœrkvöldi. Leikurinn var í úrslitakeppninni um sœti í „Allsvenskan." Við náðum að skora sigurmarkið á sfðustu sek. leiksins. Per Wahlborg fór inn úr homi og skor- aði. Hann var búinn að stíga niður þegar hann skoraði, en dómaramir Braumann og Elíasson „lokuðu" augunum fyrir því. Við stigum trillt- an stríðsdans um gólfíð. Þetta var mikill slagsmálaleikur - líktist oft hnefaleikakeppni. Við vomm reknir af leikvelli tíu sinnum og tveir fengu að sjá rauða spjald- ið. Fjórir leikmenn Vikingama vora reknir af leikvelli," sagði Þorbergur sem var tekinn úr umferð frá byij- un leiksins. „Mikael Kozak elti mig eins og skuggi, en ég náði þrisvar að rífa mig lausan og skora með gegnum- broti. Spennan var mikil í leiknum. Við voram yfír, 12:9, í leikhléi. Undir lokin var jaftit á öllum tölum, eða frá 18:18.“ Þorbergur, sem er kallaður: íslenska eldflallið, í sænskum blöð- um, hefur leikið mjög vel með Saab að undanfömu, þrátt fyrir að vera tekinn úr umferð í öllum leikjum Saab-liðsins. IFK Malmö, Þorbjöm Jensen og Gunnar Gunnarsson, máttu sætta sig við tafntefli, 27:27, gegn Frö- lunda í Malmö. „Við leikum gegn Malmö á heima- velli á sunnudaginn og hefur sá leikur mikla þýðingu fyrir okkur. Staða okkar verður sterk ef okkur tekst að leggja lærisveina Þorbjöms að velli," sagði Þorbergur. Fyiri undanúrslitaleikimir, í keppn- inni um sænska meistaratitilinn, fóra fram í gærkvöldi. Sænska meistaraliðið Redbergslid lagði Ystad að velli, 25:20, í Gautaborg og í Stokkhólmi áttust við Cliff og Drott. Cliff mátti þola tap á heima- velli, 21:22.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.