Morgunblaðið - 24.03.1988, Page 76

Morgunblaðið - 24.03.1988, Page 76
upplýsingar um vörur og pjónustu. ÞEGAR MESTÁ REYNIR FERSKLEIKI FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 60 KR. Horfur versna á saltfisk- markaði HORFUR fara versnandi í sölu á saltfiski, eins og á öðrum fisk- mörkuðum íslendinga, að sögn Magnúsar Gunnarssonar for- stjóra Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda. Hann sagði, að þrýstingurinn á mörkuðunum fylgdi í kjölfarið á verðlækkun á frystum fiski og ferskum ásamt undirboðum Norðmanna á hefð- bundnum mörkuðum Islendinga i og betri samkeppnisaðstöðu þeirra í Evrópu vegna tollfrelsis norska saltfisksins hjá Evrópu- bandaiaginu. Magnús sagði, að Norðmenn hefðu átt miklar birgðir af saltfiski um síðustu áramót, einkum vegna lokunar á Brasilíumarkaði. „Þeir hafa nú lagt aukna áherslu á sölu á hefðbundnum mörkuðum okkar í Evrópu, meðal annars með því að bjóða fískinn á lægra verði en við, og stefna að auka markaðshlutdeild sína þar mjög mikið. Ofan á þetta ' bætist að við erum með óhagstæð- ari kjör á saltfíski en Norðmenn inn í Evrópubandalagið þar sem við þurfum að greiða 5% toll af okkar kvóta en þeir hafa tollfíjálsan kvóta hjá EB,“ sagði Magnús. Bjórinn í neðri deild: Fjögnrra atkvæða 'meirihluti Bjórfrumvarpið var samþykkt með 21 atkvæði gegn 17 að við- höfðu nafnakalli i neðri deild Alþingis í gær. Frumvarpið á eftir eina umræðu í þingdeildinni og þijár í efri deild, en þar verð- ur það væntanlega tekið fyrir eftir páska. Þingflokkar Alþýðuflokks, AI- þýðubandalags, Borgaraflokks, FVamsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks í þingdeildinni klofnuðu í afstöðu til málsins í atkvæða- iðslunni. Sama má raunar segja 5m þingmenn Kvennalista þar eð einn þingmaður hans, sem mættur var á fundinum, „gekk út“ eins og það heitir á þingmáli, til að ,jafna“ stöðu fylkinga vegna fjarveru ann- ars þingmanns, sem var andvígur bjórnum. Sjá nánar á þingsíðu, bls. 41. Morgunblaðið/Ragnar Axelsson Hvalurinn í fjörunni í Eyvindarfirði. Blaðamaður Morgunblaðsins stendur á skepnunni og í baksýn má sjá þyrluna sem flutti Morgun- blaðsmenn á staðinn. Þetta var eina færa leiðin þvi ófært var á sjó og vélsleðaferð hefði tekið heilan dag. 18 metra langur búrh valur á Ströndum FULLVAXIÐ búrhveli fannst dautt og strandað norður í Eyvindarfirði á Ströndum í gær. Það voru sjómenn sem urðu varir við dýrið I fjörunni, en ekki reyndist unnt að komast að því frá sjó vegna brims og boða. Morgunblaðsmenn fóru í þyrlu norður í Eyvindarfjörð í gær til þess að skoða hvalinn og mynda hann. Búrhvalurinn er um 17 til 18 metra langur, en stærri gerast búrhvalir ekki. Auðséð var á Eyvindarfjarðarhvalnum að þar er gamalt dýr en óvíst er hvort það hefur drepist úr elli eða farið sér að voða með því að gleypa trossur eða aðra hluti af manna völdum í sjónum. Hvalafræð- ingar óttast mjög slíka aðskotahluti í lífriki hvalanna. Skriður kominn á viðræðurnar á Akureyri: Lokalota samninganna hefst væntanlesa í dag Frá Huga ólafssym, blaðamanni Morgunblaðsins á Akureyri. FULLTRÚAR vinnuveitenda og um 40 verkalýðsfélaga innan VMSÍ hófu að ræða mikilvæg- ustu ágreiningsatriði sín í einni stórri nefnd um kvöldmatarleyt- ið í gær í Alþýðuhúsinu á Akur- eyri. Viðræður stóðu enn yfir á miðnætti I nótt, en þá var búist við að fljótlega yrði gert hlé á þeim og hafist handa á ný klukk- an 9 í dag. Viðmælendur Morg- unblaðsins töldu víst að lokalota viðræðnanna mundi hefjast eftir hádegi í dag þó að menn vildu engu spá um hvort samningar tækjust um helgina. Fjölda minniháttar mála var ræddur í undirnefndum í gær, viflræður voru hafnar um starfsaldur- hækkanir og breytilegan vinnu- tíma og búist var við að síðasta stóra ágreiningsatriðið, launalið- „Sorpsprenging“ á Suðumesjum _ Grindavík. „ Aukning á sorpi á Suðurnesj- um var 31% hjá sveitarfélögun- um og 20% hjá varnarliðinu á síðasta ári og jaðraði það við sprengingu. Þetta þýðir að Sorp- eyðingarstöð Suðurnesja er full- lestuð 3 árum fyrr en upphaflega var áætlað og með sama áfram- -^Jialdi stefnir í veruleg vandræði með sorpeyðingu á Suðurnesjum nema að stöðin verði stækkuð eða ný og stærri byggð,“ segir Eiríkur Alexandersson, fram- kvæmdastjóri Sorpeyðingar- stöðvar Suðurnesja. I skýrslu stjómar kemur fram að helstu ástæður fyrir þessari aukningu eru í fyrsta lagi að al- mennar neysluvenjur hafa breyst mjög ört að undanfömu og valdið því að sorp frá íslenskum heimilum er meira en annars staðar þekkist í heiminum. í öðra lagi hefur sorp- magn frá Grindavík aukist verulega eftir að sorphaugunum þar var lok- að og í þriðja lagi hefur verið betri flokkun á rusli með tilkomu nýs urðunarstaðar. — Kr. Ben. imir, yrði lagt á borðið í dag. Stóra nefndin, sem skipuð var fjórtán fulltrúum frá sjö hópum verkalýðsfélaganna og álíka mörg- um fulltrúum vinnuveitenda ræddi um sex atriði sem enn var ágrein- ingur um eftir viðræður undimefnd- anna fjögurra sem skipaðar voru við upphaf samningaviðræðnanna í fyrradag. Þessi atriði era desember- uppbót, starfsaldurskerfí, lífaldurs- kerfí, námskeiðsálag, fatapeningar og vinnutímafyrirkomulag. Víglundur Þorsteinsson, sem sæti á í samninganefnd vinnuveit- enda, sagði aðspurður að hann teldi ekki að neinar óeðlilegar tafír hefðu orðið á viðræðunum á Akureyri. Hann sagði að ef það tækist að afgreiða ágreiningsatriðin sex í nótt væri hægt að setja upp samn- ingsdrögin og hefja lokalotuna um hádegið. Víglundur sagðist ekki geta spáð um hvenær samningar tækjust, en sagðist ekki vilja trúa öðra en það yrði nú í vikunni. Þóra Hjaltadóttir, formaður Al- þýðusambands Norðurlands, sagði að launaliðimir yrðu að vera komn- ir upp á borðið ekki síðar en um hádegið í dag. Hún sagði að viðræð- umar hefðu alls ekki gengið hægt miðað við þann fjölda aðila sem tækju þátt í Akureyrarviðræðunum. Þóra sagði að um 8 þúsund manns væru í þeim 8 félögum sem tækju þátt í yfírvinnubanni AN, sem hófst í gær. Hún sagði að vegna sérsamn- inga næði yfírvinnubannið þó ekki til alls þessa fjölda, en það hefði áhrif frá Hvammstanga til Þórs- hafnar. Bjöm Grétar Sveinsson, vara- formaður Alþýðusambands Austur- lands, sagði að saman hefði dregið í viðræðum um starfsaldurskerfi, einu af helstu ágreiningsatriðunum, en enn væru menn þó að ræða um aldursþrep, en ekki prósentur á milli ára. „Þessi fræga lokatöm hefst líklega á morgun, en ef ekki semst fyrir helgi hef ég enga trú á að samningum verði slitið vegna skorts á hótelrými á Akureyri. Við erum orðin býsna hreyfanleg."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.