Morgunblaðið - 30.03.1988, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1988
Valur Arnþórsson, stjórnar-
formaður Sambandsins:
Ekki SÍS að fjalla
um brottvikninguna
STJÓRN Sambandsins fjallaði á
fundi sinum í gær meðal annars
um uppsögn Eysteins Helgason-
ar og Geirs Magnússonar, for-
stjóra og aðstoðarforstjóra Ice-
land Seafood. Valur Arnþórsson
telur það ekki i verkahring
stjórnar Sambandsins að fjalla
um það mál, en stjórnin var þó
sammála um að hraða bæri
samningum við þá um starfs-
lokalaun. Hann sagði uppsögn
þeirra vera á ábyrgð stjórnar
lceland Seafood og uppsögnin
yrði ekki dregin til baka.
Inn á fundinn barst bréf frá
Eysteini Helgasyni, fyrrum for-
stjóra Iceland Seafood, varðandi
uppsögn hans úr starfi án fyrir-
vara. Vegna þess samþykkti
stjómin eftirfarandi: „í tilefni af
bréfí Eysteins Helgasonar, fyrrver-
andi forstjóra Iceland Seafood
Corporation, dagsettu 27.3. 1988,
ályktar stjóm Sambands íslenzkra
samvinnufélaga fyrir sitt leyti, að
hið fyrsta verði lokið samningum
við hann og aðstoðarforstjóra fyrir-
tækisins um starfslokalaun
þeirra."
Valur Amþórsson sagði, að það
væri ekki í verkahring stjórnar
Sambandsins að fyalla um mál
Eysteins. Honum og Geir hefði
verið vísað úr starfí og því yrði
ekki breytt. Aðspurður hvort við-
hlítandi skýring á brottvísun þeirra
hefði fengizt, sagði Valur: „Guðjón
B. Ólafsson hefur starfað lengi
fyrir samvinnuhreyfinguna og hef-
ur gert það af miklum dugnaði og
skilað miklum árangri. Eysteinn
Helgason hefur unnið býsna lengi
fyrir samvinnuhreyfínguna og tók
meðal annars við Samvinnuferðum
í heldur slæmu rekstrarástandi og
skilaði þeim mjög vel af sér. Hann
hefur starfað með ágætum árangri
fyrir hreyfínguna. Eg sagði það í
samtali við sjónvarpsstöð, það lítið
ég vildi segja um þessi mál á þeim
tíma, að ég liti svo á, að því miður
hefði gerzt þama eins og oft vildi
verða, að tveir góðir menn deildu.
Það getur verið út af fyrir sig næg
ástæða fyrir því að menn geta
ekki verið lengur saman í störfum
ef þeim semur ekki. Meirihluti
stjómar Iceland Seafood mat það
svo að lokum að það væri óhjá-
kvæmilegt að segja þeim upp störf-
um, Eysteini og Geir. Guðjón hefur
tilgreint opinberlega nokkrar
ástæður fyrir því, að hann taldi
nauðsyn bera til að skipta um for-
ystu í fyrirtækinu, en stjóm Sam-
bandsins hefur ekkert kafað í það
mál og leggur ekki dóm á það út
af fyrir sig. Það er meirihluti
stjómar Iceland Seafood, sem tek-
ur þessa ákvörðun og ber ábyrgð
á henni.“
FORMAÐUR og varaformaður
Kennarasambands Islands munu
ganga á fund fjármálaráðherra f
dag og eftir þann fund ætlar KÍ
að meta stöðuna f samningavið-
ræðunum við rfkið. Samninga-
nefndir þessara aðila funduðu f
gær og var þar skoðaður ákveðinn
umræðugrundvöllur sem ríkið
hefur lagt fram.
Svanhildur Kaaber formaður KÍ
sagði við Morgunblaðið í gær að
rúmar 3 vikur væru síðan beðið var
um viðtal hjá fjármálaráðherra en
svar hefði fyrst komið í gærmorgun.
Svanhildur sagði að staðan yrði met-
in eftir fundinn með fjármálaráð-
herra og samninganefnd ríkisins til-
kynnt um niðurstöðuna á fundi í dag.
Málflutningur hefst í dag fyrir
félagsdómi í staðfestingarmáli KÍ um
lögmæti verkfallsboðunar sambands-
ins en málið var þingfest í gær.
Kennarasambandið heldur því fram
að kosið hafi verið um verkfalls-
boðun, samkvæmt lögum um um
kjarasamninga opinberra starfs-
manna, og sagðist Svanhildur Kaa-
ber vilja ítreka að stjóm KÍ væri
þess fullviss að fyllilega löglega hefði
verið staðið að málinu og væri því
kappsmál að þetta gengi sem fyrst
fyrir sig.
Indriði H. Þorláksson formaður
samninganefndar ríkisins segir lögin
kveða mjög skýrt á um það að það
sé verkfallsboðun, en ekki heimild
til verkfallsboðunar, sem lögð er
undir atkvæðagreiðslu, en samninga-
nefndin lítur svo á að atkvæða-
greiðslan hafi verið um verkfalls-
heimild.
Indriði sagði að meginkeppikeflið
væri í sjálfy sér ekki að fyrirhugað
verkfall KÍ nái ekki fram að ganga,
heldur að fá skýrt fram það grund-
vallaratriði í lögunum að ekki væri
hægt að framselja heimild til verk-
fallsboðunar. Og ef það yrði niður-
staða dómsins, að atkvæðagreiðslan
hefði í reynd verið um verkfalls-
boðun, þá væri það viðunandi niður-
staða.
Morgunblaðið/Ami Sæberg
Stjórn Sambandsins og Guðjón B. Ólafsson forstjóri við upphaf stjórnarfundarins í gærmorgun.
Stjórn Sambands íslenzkra samvinnufélaga:
Agreiningurinn um laun
Guðjóns að fullu skýrður
Laun hans og launahlunnindi um 90 milljónir á 6 árum
Forustumenn KÍ hitta
fjármálaráðherra í dag
STJÓRN Sambandsins lýsti því
yfir í ályktun á fundi sínum í
gær, að hún teldi að ágreiningur
í launa- og kjaramálum Guðjóns
B. Ólafssonar, fyrrverandi for-
stjóra Iceland Seafood og núver-
andi forstjóra Sambandsins, hefði
verið að fullu skýrður. Stjórnin
fagnar samstöðu um lausn málsins
innan stjórnar Iceland Seafood og
lýsir yfir trausti sínu á stjórnend-
um Samvinnuhreyfingarinnar. Á
síðustu 6 árum Guðjóns B. Ólafs-
sonar hjá Iceland Seafood námu
laun hans og launahlunnindi 2,3
milþ'ónum dala um 90 milljónum
króna. Auk þess greiddi fyrirtæk-
ið um 8 milljónir króna inn á
llfeyrisreikning Guðjóns allan
þann tíma, sem hann vann hjá
fyrirtækinu.
Stjóm Sambandsins hlýddi í upp-
hafi fundar síns á skýrslur Geirs
Geirssonar, endurskoðanda Sam-
bandsins, og Sigurðar Markússonar,
framkvæmdastjóra Sjávarafurða-
deildar, um ágreining þann, sem ver-
ið hefur í stjóm Iceland Seafood
Corporation um laun Guðjóns B. Ól-
afssonar. Guðjón var viðstaddur
skýrsluflutninginn, en er stjómin hóf
umljöllun um málið vék hann af
fundi. Að tilefni þessa hefur stjómin
sent eftirfarandi ályktun frá sér:
„Stjómin harmar mjög þann ágrein-
ing sem verið hefur í Iceland Seafood
Corp. og fagnar því að full samstaða
náðist í stjóm fyrirtækisins á fundi
hennar þann 23.3. 1988 um lausn
þessa ágreinings. í því sambandi er
lögð áherzla á, að stjóm Iceland
Seafood Corp. hefur fulla ábyrgð og
vald í málinu sem í hvetju öðru mál-
efni fyrirtækisins, enda rétt kjörin
stjóm í sjálfstæðu fyrirtæki skráðu
í Bandaríkjunum. Stjóm Sambands-
ins telur að ágreiningur í launa- og
Iq'aramálum fyrrverandi forstjóra
fyrirtækisins hafi að fullu verið
skýrður.
Stjómin leggur áherzlu á fulla
samstöðu um úrlausn á viðfangsefn-
um Sambandsins og samvinnuhreyf-
ingarinnar, en framundan bíða mörg
erfið verkefni vegna óhagstæðra ytri
skilyrða í rekstri atvinnufyrirtækja.
Treystir stjómin forstjóra og fram-
kvæmdastjóm sambandsins, svo og
öðrum stjómendum hreyfingarinnar,
til þess að hafa öfluga forustu um
úrlausn þeirra verkefna." Ályktun
þessi var samþykkt samhljóða.
Valur Amþórsson, formaður
stjómar Sambandsins, kynnti þessi
mál á blaðamannafundi í gær. Hann
sagðist ekki telja nauðsynlegt að
leggja opinberlega fram skýrslur
þær, sem gerðar hefðu verið vegna
ágreiningsins um laun Guðjóns. Ekki
hefði verið um flárdrátt eða neitt
þvílíkt að ræða, heldur aðeins ágrein-
ing um útreikning á launahlunnind-
um. Á síðustu 6 árum sínum hjá
fyrirtækinu hefðu laun Guðjóns að
meðtöldum launahlunnindum verið
2,3 milljónir dala, nálægt 90 milljón-
um króna. Ágreiningurinn hafi verið
um 500.000 til 600.000 dala greiðsl-
ur, 20 til 24 milljónir króna, í launa-
hlunnindi á þessum tíma. Að auki
hefði fyrirtækið lagt um 200.000
dali, um 8 milljónir króna, inn á
lífeyrisreikning Guðjóns frá upphafí
starfa hans þar. Valur kvaðst ekki
vilja leggja mat á það hve skaðleg
launadeilan hefði verið fyrir ímynd
Sambandsins, en hún hefði ekki ver-
ið heppileg. Greinilegt væri að heppi-
legast hefði verið að gera ítarlegan
skriflegan launasamning við Guðjón
til að fyrirbyggja mögulegan ágrein-
ing um túlkun.
Suðurland:
Danir gera kvikmynd um
leiðtogafund í Höfða
f slenskir leikarar hugsanlega í mörgum hlutverkanna
DANSKI kvikmyndaleikstjór-
inn Saren Kragh-Jacobsen hef-
ur fengið styrk frá Dönsku
kvikmyndastofnuninni til 10
daga handritsvinnu á íslandi
vegna kvikmyndarinnar „Hús-
vörðurinn og heimsástandið“.
Hún á að fjalla um húsvörð
Höfða við vinnu í kjallara húss-
ins þegar leiðtogar Banda-
ríkjanna og Sovétríkjanna hitt-
ast á hæðinni fyrir ofan hann.
Utanhússatriði kvikmyndarinn-
ar verða tekin upp hérlendis
og er áætlað að um mánuð taki
að kvikmynda þau. Innanhúss-
atriðin verða hins vegar kvik-
mynduð í Danmörku.
Soren Kragh-Jacobsen hefur
m.a. gert kvikmyndimar „Viltu
sjá sæta naflann minn?“,
„Gúmmí-Tarsan“ og „Skugginn
af Emmu“. Hann sagðist vonast
til að íslenskir leikarar yrðu í
mörgum hlutverkanna i „Hús-
vörðurinn og heimsástandið".
Einnig væri möguleiki á tækni-
samvinnu íslenskra og danskra
kvikmyndagerðarmanna við upp-
tökur kvikmyndarinnar hérlendis.
Ef allt gengi að óskum myndu
Danska kvikmyndastofnunin og
Metronome framleiða kvikmynd-
ina en Metronome hefði fj'ármagn-
að fjórar af kvikmyndum hans.
Saren Kragh-Jacobsen sagðist
hafa fengið hugmyndina að þema
kvikmyndarinnar þegar leiðtogar
stórveldanna hittust í Reykjavík
haustið 1986. í kvikmyndinni
heyrði húsvörður Höfða allt sem
á milli leiðtoganna færi í gegnum
pípulagnir hússins. Húsvörðurinn
ætti hins vegar erfitt með að
skilja samtalið vegna vankunn-
áttu í ensku. Þegar húsvörðurinn
næði loks inntaki samtalsins
kæmist hann að þeirri niðurstöðu
að leiðtogamir treystu ekki hvor
öðrum og ættu því við sama
vandamál að stríða og hann og
eiginkona hans.
Sairniingamir
samþykktir
Selfoasi.
FIMM verkalýðsfélög á Suður-
landi samþykktu nýgerða kjara-
samninga á fundum í gærkvöldi.
Eitt félag, Bjarmi á Stokkseyri,
heldur fund um samningana á
annan í páskum.
Hjá verkalýðsfélaginu Þór á Sel-
fossi voru 22 meðmæltir samningn-
um, 12 á móti og 4 seðlar auðir.
Hjá Boðanum í Þorlákshöfn var 21
með, 3 á móti, 2 seðlar auðir og 1
ógildur. Á fundi Bárunnar á Eyrar-
bakka sögðu 17 já, 1 nei og 1 seð-
ill var auður. í Víkingi í Vík í Mýr-
dal var samningurinn samþykktur
með 8 samhljóða atkvæðum. Hjá
Rangæingi í Rangárvallasýslu var
samningurinn samþykktur með 28
atkvæðum gegn 3 og 2 seðlar voru
auðir. Þar féll Iðjusamningurinn á
jöfnum atkvæðum meðal þeirra sem
eru í verksmiðjustörfum.
Á Stokkseyri verður samningur-
inn borinn upp eftir að rætt hefur
verið við vinnuveitendur nánar um
sératriði varðandi orlofs- og sjúkra-
sjóð, unglingakaup og kaffitíma á
kvöldin.
Sig. Jóns.
Framsókn og Fram-
tíðin samþykktu
SAMNINGAR vinnuveitenda og
verkalýðsfélaga, sem undirritaðir
voru á Akureyri, voru samþykktir
í Verkakvennafélaginu Framsókn
í Reykjavík með 115 atkvæðum
gegn átta og i Verkakvennafélag-
inu Framtíðinni i Hafnarfirði með
50 atkvæðum gegn 24.
í Framsókn eru um 3.200 félags-
menn, en tæplega 700 í Framtíðinni.
Þá voru samningamir samþykktir
á almennum félagsfundi í Verkalýðs-
félaginu á Kópaskeri með 17 atkvæð-
um gegn einu I gær. Önnur félög á
Norðurlandi munu hins vegar flest
bíða með að kjósa um samningana
þar til eftir páska, en frestur til þess
rennur út þann 12. apríl næstkom-
andi.