Morgunblaðið - 30.03.1988, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1988
Kápa bókarinnar sem út er kom-
in hjá Mál og menningu og hefur
að geyma fimm fyrstu bækur
Þórarins Eldjárn.
Fimm verk
Þórarins
Eldjárns
í einni bók
ÚT ER komin hjá Máli og menn-
ingu Stórbók með verkum Þórar-
ins Eldjáms. Hér er að finna i
einu bindi 5 fyrstu bækur Þórar-
ins, en sumar þeirra hafa verið
ófáanlegar um skeið. Þetta era
ljóðabækuraar Kvæði, Disn-
eyrímur og Erindi, smásagnasaf-
nið Ofsögum sagt og skáldsagan
Kyrr kjör.
Alveg síðan Kvæði komu út fyrst
1974 hafa verk Þórarins notið mik-
illa vinsælda, og það er von forlags-
ins að þessi útgáfa geti enn stækk-
að lesendahóp hans. Verkin eru ljós-
prentuð eftir frumútgáfum og því
eru líka í þeim skemmtilegar mynd-
skreytingar Sigrúnar Eldjárn. Þess
má geta að Háskólakórinn er um
þessar mundir að flytja Disneyrím-
ur við tónlist Áma Harðarsonar.
Hugmyndin með stórbókum Máls
og menningar er að gera mikið les-
efni aðgengilé'gt á góðu verði, og í
þessu tilviki geta menn fengið 5
bækur á sama verði og eina stönd-
uga bók fyrir síðustu jól. Áður eru
komnar í þessari röð Stórbók Þór-
bergs Þórðarsonar, Matur og
drykkur eftir Helgu Sigurðardóttur,
Sögur og ævintýri eftir Astrid Lind-
gren og Sögur íslenskra kvenna
1879—1960. Stórbók Þórarins Eld-
jáms er 487 bls. að stærð og unnin
í prentsmiðjunni Odda hf.
(Fréttatilkynning)
Grásleppu-
vertíðin
að hefjast
Sijrlufirði.
GRASLEPPUVEIÐIN er aðeins
að byija og undanfaraa daga
hafa þeir bestu komið með upp
undir 4 tunnur af hrognum úr
róðri. Grásleppukarlamir hér
era sæmilega ánægðir með þetta.
Karlamir fá töiuvert af þorski í
netin og virðist vera að lifna yfír
þorskveiðinni en hún hefur verið
ákaflega treg í vetur. Virðist þorsk-
urinn vera seinna á ferðinni en
hann er vanur.
m.i.
RITVÉLAR
REIKNIVÉLAR
PRENTARAR
TÖLVUHÚSGÖGN
Gallerí Svart á hvítu:
„Ólíkar vinnuað-
ferðir sameinast
í hverju verki“
Norski grafíklistamaðurinn Yngve
Zakarias opnar sýningu um páskana
Norski myndlistarmaðurinn
Yngve Zakarias opnar sýningu
á verkum sinum í Galleríi Svörtu
á hvítu næstkomandi laugardag,
2. apríl. Yngve Zakarías er af
mörgum talinn ( fremstu röð
norskra myndlistarmanna samt-
ímans, en á þessarí sýningu sýn-
ir hann málaðar trérístur og
grafíkverk.
Yngve Zakarias hefur dvalið hér
á landi undanfamar vikur við
kennslu í Myndlistar- og handí-
ðaskóla íslands. Yngve er fæddur
1957 og að mestu sjálfmenntaður
myndlistarmaður; hann hefur und-
anfarín ár verið búsettur í Berlín
og vakið mikla athygli fyrir trérist-
ur sínar, tréþrykk og grafíkverk.
Síðastliðið vor hélt hann stóra sýn-
ingu í Norræna húsinu, en sýning-
in í Gallerí Svörtu á hvítu er helg-
uð afrakstri dv'alar hans hérlendis
að þessu sinni. 1 samtali við Morg-
unblaðið sagði Yngve að þetta
væri í fyrsta sinni sem hann tæki
að sér kennslu við listaskóla og
hefði þessi reynsla verið sér mjög
lærdómsrík. „Vegna kennslunnar
hef ég þurft að skilgreina mína
eigin myndlist og koma í orð því
sem ég hugsa um verkin mín. Um
leið hef ég notað tækifærið til að
tjá þessa reynslu í myndverkum
og það em verkin sem ég sýni
núna. Þetta er nokkurs konar
myndræn skilgreining á r.iinni eig-
in myndlist. Þá má einnig líta á
þessa sýningu sem undanfara
stærri sýningar síðar á þessu ári
eða næsta. Þetta eru litlar myndir
en í þeim eru fólgnar hugmyndir
að stærri verkum," sagði Yngve
Zakarias.
í sýningarskrá fyrir sýninguna
í Norræna húsinu sagði Michael
Glasmeier m.a.:„Zakarias notar
ekki tréristuna lengur sem fjölföld-
unarmiðil heldur er þrýstiflöturinn
sjálfur orðinn listaverkið. Lista-
maðurinn vinnur ekki lengur með
hlutina í spegilmynd, svo að þá
mætti kalla lágmyndir úr tré sem
bera^ merki áleitni í lit og tré.“
„Ég nota fræsara við gerð tré-
ristuverkanna. Með þeirri tækni er
kleift að rista línur fíjálst og hratt.
Það má líkja þessari aðferð við
„Með fræsaranum má rista línur fijálst og hratt“. Yngve Zakar-
ias að störfum.
teikningu með kúlupenna í þykkan
pappír. Ég hef þróað þessa aðferð
sjálfur og veit ekki til að aðrir
noti hana. Hugmyndin að nota tré-
ristuna sem sjálft listaverkið er
nýleg, áður var ætíð tekið þrykk á
tau eða pappír. Þetta eru því nokk-
urs konar málverk í tré. Réttara
væri að segja að þessi verk tengi
saman málverk, skúlptúr og grafík.
ólíkar vinnuaðferðir sameinast í
einu verki," sagði Yngve Zakarias.
Yngve Zakarias hélt héðan til
Bandaríkjanna og Mexíkó sl. laug-
ardag til að vera viðstaddur opnun
sýningar á norskri nútímalist. Verk
þriggja núlifandknorskra myndlist-
armanna, Yngve Zakarias, Bard
Breivik og Jan Groth voru valin
ásamt verkum Edvards Munch á
sýningu í Centro Cultural Arte
Conteporaneo i Mexíkóborg. Sýn-
ing Yngve Zakarias í Gallerí Svörtu
á hvítu er opin til 12. apríl.
„Klippimyndir“
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Það hefur ekki farið mikið fyrir
Gallerí 15 á Skólavörðustíg, frá því
að það var opnað í haust. Það er
þó nauðsynlegt, að slíkir sýningar-
salir marki sér ákveðna stefnu
strax í upphafí til að komast á blað,
og ekki ætti honum að verða skota-
skuld úr því að vera með regluleg-
ar sýningar miðað við allan mynd-
listarmannafjöldan og sýningar-
gleðina hér í borg. Þetta nefni ég
héma, vegna þess að helst skrifar
maður einvörðungu um sýningar í
sýningarsölum, sem eru vel virkir
í athafnasemi sinni.
— Það er ung listspíra, Hrafn-
hildur Sigurðardóttir að nafni,
sem um þessar mundir og fram til
30. mars kynnir þar 18 klippimynd-
ir. Þessar myndir eru unnar í sér-
stakri aðferð, sem kennd er í MHÍ
og byggist á því að losa um form-
rænar, skapandi kenndir nemenda
og þroska tilfinninguna fyrir innra
samspili línu, lita og forma á mynd-
fletinum.
Sennilega væri réttara að nefna
þetta „samsetningar" (collage), því
að skærin eru síður en svo aðal-
verkfærið hér, heldur hendumar,
sem gjaman rífa niður formin og
raða þeim upp, þar til rétta samræ-
mið er fundið hveiju sinni.
Yfírleitt ná flestir nemendur
þekkilegum árangri í þessu undir
leiðsögn kennara, og sumir ágæt-
um, en hér er fyrst og fremst stílað
á þjálfun og mikilvæga undirstöðu-
þjálfun vel að merkja: En hins veg-
ar er sýnu vandasamara að ná úr-
skerandi persónulegum tökum á
tækninni.
Þetta tekst Hrafnhildi t.d. ekki
nema í nokkmm tilvikum, svo sem
í myndunum „Skíma" (8), „Klippi-
mjmd“ (14) og „Óveður" (18), sem
allar lifa sínu eigin lífi, meðan flest-
ar hinna virka sem réttar og slétt-
ar æfíngar...
RISS OG LITUR
í Hafnargalleríi á efri hæð Bóka-
verslunar Snæbjamar eru fram til
30. marz til sýnis 45 riss- og pastel-
myndir eftir Óskar Theódórsson.
Þetta eru létt pennastrik, sem
bera vott um vissa hæfíleika en
ennþá nokkuð ómótaða og þannig
dreifír gerandinn áhrifunum full
stefnulust um allan myndflötinn.
Línan er strangur húsbóndi og ekki
nóg að hún sé létt og leikandi held-
ur þarf hún einnig að geta verið
þanin og stælt. Hér vantar t.d.
áherslur og stefnufestu í upp-
byggingu myndheildar.
Fyrir vikið og einnig vegna of
margra mynda á veggjunum verður
útkoman ekki sem skyldi.
Það skiptir mjög miklu máli fyr-
ir sýningarsalinn, sem er með lofs-
verða kynningu á myndlist ungs
listafólks, að vanda til sýninga
hvað ytri umgjörð áhrærir. Ekki
með íburði heldur einungis form-
festu og einfaldleika og er þessi
sýning gott dæmi um það að hér
hafí sitthvað farið úrskeiðis í þeim
efnum'...
Feilnótur í „merki-
legum tónleikum“
Athugasemd við grein Jóns Asgeirssonar
eftírHalldór
Haraldsson
Bandaríski píanóleikarinn Fred
Kameny lék hið mikla píanóverk
Oliviers Messiaens, „Tuttugu ásýndir
Jesúbamsins" („Vingt Regards sur
l’Enfant — Jésus"), á tónleikum í
Norræna húsinu hinn 20. mars sl.,
en það verður að teljast bæði mikið
afrek og viðburður í tónlistarlífinu
hér. Ber að þakka Musica Nova sér-
staklega fyrir það að standa að þess-
um merku tónleikum.
í grein sinni hér í blaðinu 23.
mars sl. segir Jón Ásgeirsson m.a.
eftirfarandi: „. . . verður að telja
vera nokkur tíðindi, því varla er
þess von að íslenskir píanistar
muni leggja út í flutning þessa
verks, fyrst þeir hafa ekki enn
reynt sig við Messiaen, eftir því
sem tónleikahald þeirra segir til
Halldór Haraldsson
um.“
Hér vegur Jón að okkur íslenskum
pianistum af furðulegri vanþekkingu
og slær um leið heldur slæma feil-
nótu. Það er mér fjarri skapi að svara
gagnrýni, en þegar þannig er fullyrt
um kollegana og undirritaðan þar
með, gat ég ekki orða bundist, þó
ekki væri til annars en að reka af
okkur slyðruorðið. Ég vil fræða Jon
Ásgeirsson á því, að Edda Erlends-
dóttir lék 15. þáttinn úr „Tuttugu
ásýndum Jesúbamsins", „Le baiser
de l’Enfant — Jésus", á tónleikum
fyrir nokkmm ámm á Kjarvalsstöð-
um. Undirritaður lék „Ile de Feu“
og „Neumes rythmiques" eftir Mess-
iaen á tónleikum hér heima og á
hinum Norðurlöndunum fyrir 15
ámm. Þorkell Sigurbjömsson lék
píanóhlutverkið í „Kvartett fyrir
endalok tímans", sem er talsvert að
vöxtum, á tónleikum í Bústaðakirkju
fyrir nokkmm ámm. Þá má sérstak-
lega nefna, að hinn ungi og efnilegi
GuðmundurMagnússon lék tvo þætti
úr „Tuttugu ásýndum Jesúbamsins"
á tónleikum í London sl. sumar, sem
haldnir vorti á ráðstefnu Evrópusam-
bands píanókennara, þ.e. 10. þáttinn,
„Regard de PEsprit de joie“, og 11.
þáttinn, „Premiére communion de la
Vierge", en sá fyrri er einn af erfíð-
ustu þáttum verksins. Þetta lék Guð-
mundur af glæsibrag og miklu ör-
yggi, eins og (slenskir tónlistarmenn
sem viðstaddir vom geta borið vitni
um. Síðast en ekki síst hafa allmarg-
ir nemendur við Tónlistarskólann í
Reykjavík leikið verk eftir Messiaen,
bæði í tímum og haft á efnisskrá á
lokatóhleikum sínum, stundum þætti
úr „Jesúbarninu" og sumar prélúdí-
umar, sem em bæði merkileg tónlist
og sumar erfíðar í flutningi. Um
fleira vil ég ekki fullyrða, en vafa-
laust má bæta við þessa upptaln-
ingu. Oft heyrast einn eða fleiri
þættir úr „Jesúbarninu" á tónleikum
píanóleikara erlendis, en það er mjög
sjaldgæft að píanóleikarar leiki allt
verkið á tónleikum. E.t.v. er þess
ekki langt að bíða, að einn úr hópi
íslenskra píanista fínni hjá sér köllun
til að leggja út í stórvirkið.
Áðumefndar fullyrðingar gagn-
• rýnanda stærsta dagblaðs landsins
um íslenska píanóleikara bera vott
um fljótfæmi og slæleg vinnubrögð.
Eitt símtal gæti nægt til að hafa það
sem sannara rejmist.
Höfundur er píanóleikari.