Morgunblaðið - 30.03.1988, Síða 26

Morgunblaðið - 30.03.1988, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1988 Byggðastof nun: 20 milljónir til hlutafjárkaupa í fóðurstöðvum Á FUNDI stjórnar Byggðastofnunar á mánudag- samþykkti stjóm stofn- unarinnar að veita forstjóra heimild til þess að lána allt að 20 milljón- um króna til aðila sem hafa áhuga á leggja hlutafé í fóðurstöðvar í loðdýrarækt. Á fundinum vom einnig afgreidd lán og heimildir til lánveitinga samtals að upphæð 255,9 milljónir. Fyrir stjóminni lá erindi frá ríkis- stjóminni varðandi lausn á vanda refabænda. Þar er farið fram á að stofnunin breyti veittum lánum til stöðvanna í hlutafé og taki auk þess l.in að upphæð 30—50 mkr. og leggi fram hlutafé í fóðurstöðvum fyrir loðdýr. Byggðastofnun yrði síðan gert kleift að selja hlutabréfin nýjum aðilum í loðdýrarækt. „Stjóm stofnunarinnar telur heppilegra að leita fyrst og fremst eftir beinni þátttöku aðila sem hafa tengst fóðurframleiðslunni, en úti- lokar alls ekki beina þátttöku Byggðastofnunar til að leysa vanda stöðvanna. Litið er á þessa ákvörðun sem fyrsta skrefið til að renna styrk- ari stoðum undir fóðurframleiðsluna, en jafnframt er talið mikilvægt að aðlaga loðdýraræktina aðstæðum á skinnamörkuðum. Áfram verður unnið að málefnum fóðurstöðva í stofnuninni," segir í frétt frá Byggðastofnun. Greiðslufjárörðugleikar í útgerð og fiskvinnslu vaxið mjög að undan- fömu og stofnuninni borist fjölmörg erindi þar að lútandi. Á fundinum vom afgreidd lán og lánsheimildir til nokkurra fyrirtækja í þessum greinum. Þau helstu eru: Heimaskagi hf. á Akranesi, 15 mkr., Haföm hf. á Akranesi, 20 mkr., Hraðfrystihús Ólafsvíkur hf., 10 mkr., Sæfang hf. á Grundarfirði, 10 mkr., Kaupfélag Dýrfirðinga hf. á Þingeyri, 30 mkr., Þormóður rammi hf. á Siglufírði, 20 mkr., Hraðfrystihús Ólafsfjarðar hf., 10 mkr., Hraðfrystihús Stöðvarfjarð- ar hf., 15 mkr., og Fiskiðjan hf. í Vestmannaeyjum, 15 mkr. Þá var forstjóra veitt heimild til að lána Eldey í Gerðahreppi 15 mkr. Á fundinum voru samþykktar lánsheimildir vegna skipaviðgerða í innlendum skipasmíðastöðvum að upphæð 31,8 mkr. Ýmsar aðrar lán- veitingar vom afgreiddar á fundin- um, bæði í sjávarútvegi og öðrum greinum, þar sem um var að ræða lægri upphæðir. Borgarráð: Lengri opnunar- tími sundstaða BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu íþrótta- og tómstundaráðs um breytingar á vaktafyrir- komulagi starfsmanna á sund- stöðum. Breytingamar hafa í för með sér breytta og lengri opnun- artíma, sem eftirleiðis verða þeir sömu allt árið. Framvegis eru sundstaðir opnir milli kl. 7 og 21 frá mánudegi til föstudags en miðasalan lokar kl. 20.30. Á laugardögum er opið milli kl. 7.30 og_18 en miðasalan lokar kl. 17.30. Á sunnudögum er opið milli kl. 8 og_18 en miðasalan lokar kl. 17.30. Ákveðinn fyrirvari er gerður á opnunartíma Sundhallar- innar, vegna æfinga, móta og styttri opnunartíma á sunnudögum. Á eftirtöldum hátíðis- og frídög- um er opið milli kl. 8 og 18, en miðasalan lokar kl. 17.30; skírdag, annan í páskum, sumardaginn fyrsta, uppstigningardag, annan í hvítasunnu og frídag verslunar- manna. Á laugardag fyrir páska er opið milli kl. 7.30 og 18 en miða- Þýfið að mestu fundið Rannsóknarlögregla ríkisins hefur haft upp á flestum þeim skartgripum, sem stolið var frá Hermanni Jónssyni úrsmið að- faranótt laugardagsins 12. mars síðastliðinn. Eins og greint var frá j Morgun- blaðinu var rúða brotin í Úraverslun Hermanns Jónssonar 1 Veltusundi þessa nótt. Þá létu vegfarendur greipar sópa og var skartgripum að verðmæti um 6-700 þúsund krónur, stolið. Fjölmörg vitni voru að þjófnaðinum og var þjófunum bent á að gefa sig fram við rann- sóknarlögregluna. Það gerðu þeir hins vegar ekki, en lögreglunni tókst að hafa uppi á þeim. Nú er meirihluti þýfisins kominn til skila. sala lokar kl. 17.30. Á aðfangadag og gamlársdag er opið milli kl. 7 og 12, en miðasala lokar kl. 11.30, nema ef þessa daga ber upp á laug- ardag eða sunnudag. Á eftirtöldum hátíðisdögum og frídögum eru sundstaðir lokaðir: Nýársdag, föstudaginn langa, páskadag, frídag verkamanna 1. maí, hvítasunnudag, 17. júní, jóla- dag og annan í jólum. Morgunblaðið/Ámi Sæbérg Davíð Oddson borgarstjóri, Birgir H. Sigurðsson skipulagasfræðingur, Málfríður Kristiansen arki- tekt og Þorvaldur S. Þorvaldsson forstöðumaður Borgarskipulags framan við hverfakort fyrir borgarhluta 4. Reykjavík: Fyrsta hverfakortínu dreift til borgarbúa KORTI yfir hverfaskjpulag fyrir borgarhluta 4, Laugarnes, Læki, Kleppsholt, Laugarás, Sund, Heima og Vogahverfi verður dreift til íbúa hverfisins á næstunni. Er þetta fyrsta hverfakortið sem dreift er en borginni hefur verið skipt í níu hverfi og mun Borg- arskipulag Reykjavíkur vinna hverfaskipulag fyrir hvert þeirra á næstu tveimur árum. Hverfaskipulag er nýtt skipulagsstig milli aðalskipulags og deiliskipulags, þar sem íbúum er gefinn vísbend- ing um hvað borgaryfirvöld hyggjast framkvæma á næstu 3-5 árum. „Ég hef veitt því athygli að borgarbúar sýna kynningu á aðal- skipulagi borgarinnar sára lítinn áhuga en á fundi með íbúum í borgarhluta 4, þar sem hverfa- skipulagið var kynnt, var fullt út úr dyrum," sagði Davíð Oddsson borgarstjóri. Hlutverk hverfa- skipulagsins er að stuðla að sam- vinnu milli borgarbúa og skipu- lagsyfirvalda um gott og raun- hæft skipulag og ennfremur að safna saman á eitt auðlesið kort öllum helstu upplýsingum um skipulagsþætti og framkvæmdir í hveijum borgarhluta. Davíð sagði að augljóslega þyrfti að endumýja og breyta í gömlum hverfum í samræmi við kröfur hvers tíma. Hlutverk borg- aryfirvalda er að sjá til þess að breytingamar skaði ekki næsta mann eða breyti heildarsvipmóti borgarhlutans. Á hverfafundi með íbúum borgarhluta 4 með höfund- um skipulagsins komu fram at- hugasemdir og ábendingar sem hafðar voru til hliðsjónar þegar lokaúrvinnsla skipulagsins hófst. Þorvaldur S. Þorvaldsson for- stöðumaður Borgarskipulags sagði að hjá Borgarskipulagi væri nú þegar kominn góður upplýs- ingabanki er varðar hugsanlegar breytingar í hverfinu. „Þessar upplýsingar munu spara íbúum mikið umstang ef þeir vilja breyta gömlu húsnæði. Nú geta þeir skoðað hvaða markmið hafa verið sett með skipulagi í borgarhlutan- um,“ sagði Þorvaldur. „Hverfa- skipulag borgarhluta 4 hefur þeg- ar sannað gildi sitt því eftir fund- inn með íbúunum sjáum við merki þess að þeir taka tillit til markmið- anna og sækja um leyfi til breyt- inga á húsum sínum í samræmi við þau.“ Tillaga að hverfaskipulagi borgarhluta 5, Háaleiti, Hvassa- leiti/ Fossvogi, Blesugróf, Búsat- aðahverfi, Kringlunni og Múlum, er þegar vel á veg komin og er áætlað að halda fund með íbúum borgarhlutans um miðjan næsta mánuð. Tillögur um nýskipan húsnæðislánakerfisins: Skuldabréfaskipti í stað beinna lána til íbuðakaupa Gildandi reglur um forgangsröðun verði afnumdar VINNUHÓPUR um almenna húsnæðislánakerfið hefur skilað álitsgerð tíl félagsmálaráðherra sem felur annars vegar í sér úttekt á almenna húsnæðislánakerfinu og hins vegar tillögur um breytingar á því. Að mati vinnuhópsins veldur núverandi lánakerfi ekki hlutverki sínu þar sem það skapar umframeftirspurn og leiðir til biðraðar eftir lánum og spennir upp fasteignamarkaðinn. í álitsgerðinni eru settir fram þrír kostir um framtíðarskipan húsnæðislánakerfisins og er einnþeirra, að í stað beinna lána til íbúðarkaupa verði tekið upp kerfi skuldabréfa- skipta, það er kerfi svokallaðrar húsbréfamiðlunar. Húsbréfakerfíð felur í sér að Mð- hefði talið þessa leið álitlegasta þeirra þriggja leiða, sem bent var á í álitsgerðinni um framtíðarskipan hins almenna húsnæðislánakerfis. arkaupandi gefur út skuldabréf fyrir láni því sem hann fær hjá seljanda. Þessu bréfí má síðan skipta fyrir ríkistryggt og markaðshæft húsbréf. Að mati vinnuhópsins mundi þetta kerfí stuðla að mun víðtækari fjár- mögnun og meiri innri fjármögnun en verið hefur svo og að verulegri lækkun útborgunarhlutfalis. Einnig myndi það tengjast núverandi til- högun með auðveldum hætti og gæti átt þátt í þv( að eyða núver- andi biðröð eftir lánum fyrr en ella. Að sögn Kjartans Jóhannssonar al- þingismanns, sem stjómaði starfi vinnuhópsins, er þetta fyrirkomulag vel þekkt erlendis, til dæmis í Dan- mörku, og hefur reynst vel. Kjartan sagði ennfremur að vinnuhópurinn Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra sagði á fundi með fréttamönnum, þar sem niöurstöður vinnuhópsins voru kynntar, að álits- gerðin væri unnin sem undirstöðu- gagn til frekari umfjöllunar um skip- an húsnæðislánakerfísins og næsta skrefíð yrði að skipa nefnd til að gera endanlegar tillögur í þeim efn- um. Kvaðst félagsmálaráðherra gera sér vonir um að takast mætti að leggja fram og samþykkja ný hús- næðislög fyrir næstu áramót. Þær ráöstafanir sem vinnuhópur- inn álítur að gera þurfi, hver svo sem framtíðarskipan lánamálanna verður eru eftirfarandi: í fyrsta lagi, að útl- ánsvextir byggingarsjóðs ríkisins verði látnir fylgja vöxtum á lántökum sjóðsins, en skattaívilnanir auknar til að vega upp á móti áhrifum vaxta- hækkunar á greiðslubyrði. Upp verði teknar vaxtabætur í skattakerfinu, háðar vaxtastigi og tengdar tekjum eða eignum og komi þær í stað niður- greiðslu vaxta í húnæðislánakerfínu og húsnæðisbóta og vaxtaafsláttar í gildandi skattalögum. Þessar að- gerðir muni draga úr óþarfa eftir- spum eftir lánum úr sjóðnum og styrkja fjárhagsstöðu hans, en jafn- framt tryggja að opinber stuðningur skili sér til þeirra sem þörf hafa fyr- ir hann. í öðru lagi að gildandi regl- ur um forgang8röðun við lánaúthlut- un verði afnumdar, enda hafí þær óæskileg áhrif á Mða- og lánsfjá- reftirspum og séu hæpnar frá félags- legum sjónarmiðum. I þriðja lagi að tenging lánsréttar við greiðslur lífey- ri8iðgjalda verði afnumin svo og tenging lánsréttar við skuldabréfa- kaup lífeyrissjóða. Almennt skulda- bréfaútboð leysi af hólmi heildar- samninga við lífeyrissjóðina um skuldabréfakaup. Þeir tveir kostir um framtíðarskip- an húsnæðislánakerfisins, sem vinnuhópurinn setur fram auk skuldabréfaskiptanna, sem áður var getið, eru eftirfarandi: Lánsloforða- kerfi, fastar lánsfjárhæðir. Eftir þær ráðstafanir sem um getur hér að framan verði núverandi kerfi haldið í megindráttum þannig að áfram verði byggt á lánsloforðum og föstum lánsfjárhæðum, en kerfíð endurbætt með lækkun lánsfjárhæða, aukinni fjárútvegun og styttingu endur- greiðslutíma á lánum til íbúðaskipta. Vinnuhópurinn telur ekki að jafn- vægi náist með þessari aðferð. Ann- ar kostur er breytilegar lánsfjár- hæðir. Þessi leið felur í sér sömu aðgerðir og í lánsloforðakerfínu með því fráviki, að lánsfjárhæðir verði breytilegar eftir því sem útlánageta leyfir og lánveitingar háðar raun- verulegum fasteignaviðskiptum en ekki óskum um þau. Hópurinn telur þessa leið Kklegri til að leiða til jafn- vægis en lánsloforðakerfið, en (þessu fælist hins vegar mikil lækkun láns- fjárhæða og óvissa fyrir fólk ( fast- eignaviðskiptum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.