Morgunblaðið - 30.03.1988, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1988
Japanir vilja draga úr inn-
flutningi frá Suður-Afríku
Viöskipta- og iðnaðarráöherra Japana hvatti í gær til þess að lands-
menn drægju úr innflutningi frá Suður-Afríku. Japanir urðu í fyrra
helzta viðskiptaþjóð Suður-Afríku og þykir japönskum ráðamönnum
það ekki eftirsóknarverð nafnbót. Er yfirlýsing ráðherrans sögð
endurspegla afstöðu ríkisstjórnarinnar til viðskiptanna við Suður-
Afríku.
Porvígismenn í stáliðnaði í Japan
sögðu í gær að smám saman yrði
dregið úr innflutningi á málmgrýti
og koxi frá Suður-Afríku. Þeir
sögðu að ákveðið hefði verið að
minnka innflutning þaðan áður en
tilmælin hefðu borizt frá ráðherran-
um.
Japanir fluttu í fyrra 5,5 milljón-
ir tonna af járagrýti frá Suður-
Afríku, sem samsvarar 5% ársnotk-
unar þeirra, og á flmmtu milljón
tonna af koxi.
AIRBUS A320 ÍNOTKUN
Jacques Chirac, forsætisráðherra Frakklands, flytur
ávarp við afhendingu fyrstu farþegaþotunnar af gerð-
inni Airbus A320, sem er tæknilega fullkomnari en
aðrar þotur í áætlunarflugi. Franska flugfélaginu Air
France var afhent þotan við hátíðlega athöfn á Char-
les de Gaulle flugvellinum í París á mánudag. Verður
hún tekin í notkun 18. apríl á flugleiðum milli Frakk-
lands og Vestur-Þýzkalands. Keyptar eða pantaðar
hafa verið 483 þotur af gerðinni A320 hjá Airbus,
fransk-evrópsku flugvélaverksmiðjunum. Þar af hefur
Air France keypt 25 og látið taka frá 25 að auki.
Með Chirac eru Jacques Douffíagues, samgönguráð-
herra, (í miðjunni) og Jacques Friedmann, forseti Air
France, (t.h.) á myndinni.
Uppstokkun á kínversku stjórnkerfi:
Tíu þúsund starfs-
menn fluttir í von
um aukin af köst
Peking, Reuter.
KÍNVERSK stjórnvöld sögðu fyrr í vikunni frá miklum breytingum
sem fyrirhugaðar eru á stjórnkerfi landsins. Markmið breytinganna
er meðal annars að reyna að auka afköst í stjómkerfinu en ráðu-
neyti verða sameinuð og stofnanir lagðar niður. Alls mun uppstokk-
unin ná til fjórtán stofnana og um 10.000 starfsmanna en engum
verður þó sagt upp. í stað þess verða starfsmennirnir fluttir til í
kerfinu, annaðhvort til annarra stofnana eða sjálfstæðra fyrirtækja.
Stjómmálaráðsmaðurinn Song
Ping skýrði frá þessari ákvörðun á
hnu árlega þingi kínverska kom-
inúnistaflokksins síðastliðinn
mánudag en þessar ráðstafanir
munu hafa bein áhrif á marga þá
2.900 fulltrúa sem þar sitja. Song
sagði þessa endurskipulagningu
nauðsynlega eftir umbætur í efna-
hagslífínu undanfarin níu ár. Fyrir-
hugað væri að leggja niður 14
stofnanir, þar með talin nokkur
ráðuneyti, og í staðinn setja á
laggimar 10 nýjar. Hann sagði
veikleika núverandi stjórnkerfis
vera orðna áberandi, enginn að-
skilnaður ríkis og fyrirtækja væri
til staðar, stofnanir væru yfirmann-
aðar og afköst of lítil.
Þessar breytingar væru nauðsyn-
legar til þess að tryggja þær fram-
farir sem náðst hefðu í efnahagslíf-
inu og á stjómmálasviðinu.
Ráðuneyti sameinuð
Breytingamar ná aðallega til
þeirra þátta kínversks efnahagslífs
sem hvað höllustum fæti standa,
það er á sviði orkumála, samgöngu-
mála og framboði á hráefnum. Fjar-
skiptamálaráðuneytið, járnbrauta-
ráðuneytið og ríkisflugfélagið
CAAC verða lögð niður og í staðinn
myndað eitt samgöngumálaráðu-
neyti.
Einnig verða lögð niður ráðu-
neyti kola-, olíu- og lq'amorkumála
og myndað sameiginlegt orkumála-
ráðuneyti. Fulltrúar vestrænna olíu-
fyrirtækja eru þó með efasemdir
um gagnsemi þessara breytinga.
Þeir segja Kínveija skorta heildar-
stefnu í orkumálum en draga í efa
að uppstokkun á skrifræðinu muni
leysa nokkum vanda. „í staðinn
fyrir nokkur orkumálaráðuneyti
sem beijast hvert við annað munu
mismunandi deildir í einu stóru
ráðuneyti takast á um hið takmark-
aða framboð," sagði sérfræðingur
í olíumálum við Reuters-fréttastof-
Framboðslisti stjórnarinnar
gagnrýndur
Það bar einnig til tíðinda á þing-
inu að nokkrir þingfulltrúar lýstu
yfir andstöðu við stjómina fyrir
atkvæðagreiðslu. Það hefur áður
komið fyrir að atkvæði hafi verið
greidd gegn tillögum en ekki að
menn hafi gert grein fyrir andstöðu
sinni í viðveru erlendra blaðamanna
og annarra gesta. Verið var að
kjósa í sjö þingnefndir og stóðu
flmm menn upp og gagnrýndu
framlagðan lista stjómarinnar.
Þessi mótmæli eru af sumum vest-
rænum stjómarerindrekum taiin
hafa verið skipulögð fyrirfram í
þeim tilgangi að sýna fólki fram á
að þingið geti verið vettvangur mis-
munandi skoðana. Mun erfiðara
myndi reynast fyrir þingfulltrúa að
andmæla mikilvægum stjómarmál-
um.
Reuter
Það bar meðal annars til tíðinda á hinu árlega þingi kinverska komm-
únistaflokksins að í fyrsta skipti í sögu hans andmæltu nokkrir þing-
fulltrúar tillögum frá stjóminni. A myndinni má sjá konu sem fyrst
varð til að sitja hjá við atkvæðagreiðslu er þingið hófst síðastliðinn
mánudag. Síðar sama dag stigu nokkrir þingfulltrúar í ræðustól og
létu í ljós skoðanir er bmtu í bága við hina opinbem stefnu.
Frakkland:
Fulltrúi Afríska þjóðar-
ráðsins myrtur í París
Útsendarar Suður-Afríku sakaðir um ódæðið
DULCIE September, forstöðu-
kona skrifstofu Afríska þjóðar-
ráðsins, ANC, í París, var myrt
í gærmorgun. Að sögn lögreglu
fannst sundurskotið lík hennar á
fjórðu hæð fyrir framan skrif-
stofu samtakanna í hrörlegu húsi
í tíunda hverfi Parísarborgar.
Talsmenn ANC saka stjómvöld í
Suður-Afríku um að standa að
baki morðinu.
Lögreglustjóri á morðstaðnum
segir að Dulcie September hafí orð-
ið fyrir fímm riffilskotum þegar hún
kom til að opna skrifstofuna milli
klukkan 9 og 10 í gærmorgun.
Starfsmaður í húsinu fann líkið og
kallaði á lögreglu. Ekkert sást til
morðingjans og nágrannar urðu
ekki varir við skothvelli.
Afríska þjóðarráðið stendur fyrir
skæruhemaði og skemmdarverkum
gagnvart stjómvöldum í Suður-
Afríku. Þar í landi hafa samtökin
verið bönnuð f 28 ár.
Gjaldkeri samtakanna, Maurice
Cukierman, sagði í gær að Dulcie
September hefði fengið morðhótan-
ir undanfama átta mánuði.
Hin látna var fulltrúi Afríska
þjóðarráðsins í Frakklandi, Belgíu
og Lúxemborg. Hún var eini starfs-
maður skrifstofunnar sem á ættir
að rekja til Suður-Afríku, hinir eru
Dulcie September. Reuter
allir Frakkar. Dulcie September var
gerð útlæg frá Suður-Afríku árið
1963 og starfaði hún í Frakklandi
frá árinu 1984. Hún var á fímm-
tugsaldri og vel þekkt í Frakklandi
fyrir baráttuna gegn kynþátta-
stefnu stjómar Suður-Afríku.
Talsmenn Afríska þjóðarráðsins
í Lusaka, þar sem aðalbækistöðv-
amar eru, sökuðu stjómvöld í Suð-
ur-Afríku um að standa að baki
morðinu. Þeir hvöttu ríkisstjómir
landa heims til að láta til skarar
skríða gegn útsendurum Suður-
Afríku.
Danir milli þrí-
tugs og fertugs:
Sjálfsmorð
algengasta
dánarorsökin
SJÁLFSMORÐ eru nú al-
gengasta dánarorsök Dana á
aldrinum milli þrítugs og fer-
tugs. Sjálfsmorðum fer al-
mennt fjölgandi í Danmörku,
og ef yngstu aldurshóparnir
eru undanskildir, látast tveim-
ur og hálfu sinni fleiri af völd-
um sjálfsvíga en umferðar-
slysa. U.þ.b. 1500 Danir falla
ár hvert fyrir eigin hendi, en
sjálfsmorðstilraunir eru
sennilega tiu sinnum fleiri.
Þetta kemur fram í bókinni
„Sjálfsmorð og sjálfsmorðstil-
raunir", sem kom út í Danmörku
síðastliðinn mánudag. Höfundar
hennar eru þjóðfélagsfræðingur-
inn Unni Bille-Brahe og geð-
læknamir Gertrud Krarup, Bent
Nielsen og August G. Wang.
Höfundamir segja, að rangt
væri að gera lítið úr þessu
vandamáli nú um stundir, og það
sé í hrópandi mótsögn við þá
kenningu, sem fram hefur komið
hvað eftir annað í alþjóðlegum
könnunum á seinni árum, að
hvergi sé betra að lifa í heimin-
um en í Danmörku. Þar að auki
hefur ítrekað komið fram í könn-
unum á vegum Evrópubanda-
lagsins, að Danir séu mjög án-
ægðir með lífíð.
Höfundamir segja, að ekki
hafi tekist að fínna neina ein-
hlíta skýringu á þessari þver-
sögn.