Morgunblaðið - 30.03.1988, Side 44

Morgunblaðið - 30.03.1988, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1988 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Áriö framundan hjá Hrút í dag ætla ég að flalla um árið framundan hjá Hrúts- merkinu (20. mars — 19. apríl). Þar sem einungis er hægt að athuga afstöður á Sólina þegar skoða á merkið í heild sinni verður eftirfar- andi umfjöllun takmörkuð. Hún miðar einungis við grunneðli og lífsorku en ekki aðra þætti stjömukortsins, s.s. Tungl, Merkúr, Venus, Mars, Rísandi og Miðhimin. Tvöhorn Segja má að árið skipti í tvö hom. Þeir sem eru fæddir framarlega í merkinu, eða fram til 2. apríl, mega búast við viðburðaríku ári, en hjá hinum verður orka ársins rólegri. Segja má þó að orka sumarsins bjóði þeim sem eru fæddir frá 16,—19. apríl upp á ýmsa möguleika. Af plánet- unum fímm sem við skoðum verða þrjár sterkar, eða Sa- túmus, Uranus og Neptúnus, en Júpíter og Plútó verða rólegri. Markviss nýsköpun ■ Lykilorð fyrir þá sem eru fæddir fram til 24./25. mars er markviss og uppbyggileg nýsköpun. Á næsta ári verða bæði Satúmus og Uranus í spennuafstöðu við Sól þeirra. Spennandi vinna Satúmus kallar yfirleitt á vinnu. Þörf fyrir raunveru- legan árangur og aukið raun- sæi. Úranusi aftur á móti fylgir óróleiki og þörf fyrir nýjungar, spennu, aukið sjálfstæði og breytingar. ‘ Þegar þeir lenda báðir saman myndast sterk orka sem get- ur kallað á átök en jafnframt mikil afköst. Hrútum gefst nú kostur á að gera raun- hæfar breytingar og verða sjálfstæðari. Lykilorð eru vinna og álag samhliða nýj- um og spennandi verkefnum. Vinna Þeir Hrútar sem eru fæddir frá 25.-26. mars takast ein- ungis á við Satúraus á næsta ári, á vormánuðum 1989. Það verður tími vinnu og álags, reglu og raunsæis. Skipulögð óvissa j Þeir Hrútar sem eru fæddir frá 27. mars til 2. apríl þurfa hins vegar að takast á við Satúmus og Neptúnus, sem verður að teljast mótsagna- kennd orka. Ef viðkomandi ná ekki jafnvægi og geta ekki fært hana í afmarkaðan farveg er hætt við að um togstreitu og baráttu verði að ræða. Sem dæmi má nefna að reynt er að skipuleggja en skipulagið gufar upp, út- koman verður skipuiagt „kaos“. Barátta getur einnig legið í aðstæðum sem kalla á regiufestu en jafnfrmt sveigjanleika. Raunsæi og jarðbundin viðhorf geta rek- i' ist á andleg og trúarleg við- horf o.s.frv. Andlegt raunscei Satúmus og Neptúnus sam- an geta einnig skapað and- legt raunsæi. Orka Neptún- usar víkkar sjóndeildarhring- inn og opnar augun fýrir list- um og trúarlegum málefnum. Orka Satúrnusar gefur hins vegar raunsæja og „kalda“ sjón sem tryggir sterkt jarð- samband. Það má því segja að þessir Hrútar geta á næsta ári starfað af raunsæi , að málum sínum jafnhliða sem andlegur sjóndeildar- hringur þeirra víkkar. Hagstœðar breytingar Þeir sem eru fæddir í lok merkisins fá í sumar 1988 meðbyr til að breyta til og verða sjálfstæðari án þess að þurfa að setja iíf sitt í upp- .nám. TOMMI OG JENNI GRETTIR DYRAGLENS fVRSTA SÖGU-j PROFIÐ /MITT EK J EN ÉG GET EKKI iMUNAÐ hvenær orrustan vie> HASTINQS VAS? FERDINAND SMAFOLK TOPAV, 50PMIE, U/e'RE 60IN6 TO TEACH you HOW TO PIVE... í dag ætlum við að kenna Ég er námfús, frú. þér dýfingar, Soffía. Ég læt mig vaða! Hvenær eru Ólympiuleikar? næstu BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson „Vertu viðbúinn!" er líklega besta heilræði sem hægt er að gefa nokkrum bridsspilara. Eða hversu marga samninga hafa menn ekki borið sagnhafa á silf- urfati með því að hika og tvísfíga á úrslitastundu? Við þessu er aðeins eitt ráð, að hugsa fram í tímann og vera við öllu búinn þegar á hólminn er komið. Suður gefur; allir á hættu. Norður ♦ KG103 VD5 ♦ Á1073 4 852 Vestur Austur 4ÁD6 4 752 V G106 V K98432 ♦ G982 ♦ 4 4 643 0 „ 4K97 Suður 4 984 VÁ7 ♦ KD65 4ÁDG10 Vestur Norður Austur Suður — — — 1 grand Pass 2 lauf Pass 2 tíglar Pass Pass 3 grönd Pass Pass Eftir 16—18 punkta grand- opnun og hálitaspumingu norð- urs verður suður sagnhafi í þremur gröndum. Vestur hittir á eitrað útspil, hjartagosa. Sagnhafí leggur drottninguna á, kóngurinn frá austri og suður dúkkar. Lítið hjarta til baka, ásinn .. . og vestur skríður und- ir feld. Aðrir við borðið undrast heimsku hans að afblokkera ekki strax, „eins og hlýtur að vera augljóst", en vestur er óvart að hugleiða allt annað. Það er komið á hreint að sagnhafí á 3—2 í hálitunum og því átta spil í laufí og tígli. Þar gæti hann tekið átta slagi strax ef hann á tígulhjónin og ÁKG eða ÁDG í laufí. Eftir þessar hugleiðingar setur vestur loks hjartatíuna undir ásinn. Sagnhafi arkar af stað, spilar tígulkóng og drottningu ... en staldrar við þegar GOSINN kemur óvænt frá vestri!! „Greini- lega annar á ferð,“ hugsar sagn- hafí, og yfírdrepur með ás til að tryggja sér þijár innkomur á tlgul. Það kom síðan á daginn að þær tvær innkomur sem hann átti voru nóg til að veiða lauf- kónginn, en EKKI EIN. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Hollenski stórmeistarinn Jan Timman var í frábæru formi á mótinu í Linares um daginn. f þessu endatafli hafði hann svart og átti leik gegn enska stórmeist- aranum John Nunn. 30. - Rxb3!, 31. axb3 - Hal+, 32. Kcx2 (Auðvitað ekki 32. Kb2?? - H8a2 mát) - Hc8+, 33. Bc4 — Hxcl+, 34. Kxcl — dxc4, 35. g4 - cxb3+, 36. Kb2 - Bc6, 37. Kxb3 — Hb8 og svartur hefur unnið peð fyrir ekki neitt. Lokin tefldi Timman óaðfinnanlega og Nunn varð að gefast upp eftir 15 leiki til viðbótar. Eftir frammi- stöðu hans i Linares var hann talinn vera kominn með yfir 2.700 skákstig, en hann stóð sig illa á Euwe-mótinu I Amsterdam [ marz og tapaði þar 25 stigum. Aðeins fíórir skákmenn hafa verið með yfír 2.700 skákstig á lista FIDE frá því mælingar hófust. Það eru Fischer, Kasparov, Karpov og Tal, en sá síðastnefndi var aðeins eitt stigatímabil (12 mánuði) með 2.705 stig.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.