Morgunblaðið - 30.03.1988, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1988
45
TIL UMHUGSUNAR
eftirÁstríði
Karlsdóttur
I dag, 30. mars, ei-u liðin 39 ár
síðan samþykkt var á alþingi inn-
ganga Islands í hernaðarbandalagið
NATO. Þótti þá mörgum sem vegið
væri aftan að landsmönnum, því
þjóðin var aldrei spurð. Ekki ætla
ég að tíunda þessa ljótu sögu um
landsölumenn nema lítillega, því
það hafa margir gert með sinni rit-
leikni bæði í ' bundnu máli og
óbundnu. En ég ætla að benda á
nokkur atriði svona til umhugsun-
ar. Þegar sjálfstæði Islands var við-
urkennt 1918, var lýst yfir ævar-
andi hlutleysi landsins auk þess
vopnlaus þjóð. En það hefur margt
farið í annan veg. Margir stjórn-
málamenn hafa lýst yfir að aldrei
skuli erlendur her vera hér á frið-
artímum en orðið friðartímar hafa
vafist fyrir þeim mörgum eftir geð-
þótta hvers og eins.
í síðari heimsstytjöldinni her-
námu Bretar landið en 1941 tóku
bandarískar hersveitir við og sitja
hér enn. Þegar reiknað var með að
herinn hyrfi héðan í styrjaldarlok
höfðu þeir það ekki í huga og árið
1945 fóru Bandaríkjamenn fram á
herstöð til 99 ára. Á þeim tíma
þótti ekki pólitískur möguleiki á því
að Islendingar léðu máls á því og
var þessum tillögum hafnað að
sinni. Keflavíkursamningurinn var
gerður 1946 og Bandaríkjaher fékk
þá takmarkaða aðstöðu á Keflavík-
urflugvelli. Eitthvað af þeirra her
fór í bili en hinn hlutinn skipti um
föt og látið var heita svo að flugfé-
„Ekki vantar heldur að
fégráðugir Islendingar
hafa notfært sér skjót-
fenginn gróða á her-
bröltinu, og hermangs-
gróða hefur verið dælt
inn í Iandið.“
lagið ótengt hemum ræki flugvöll-
inn. Þetta var þó eftir á að hyggja
augljóslega bráðabirgðaráðstöfun
af hálfu Ameríkana og senniiega
þeirra íslenskra stjómmálamanna
sem með þeim störfuðu á bak við
tjöldin. I stað þess að fá umsvifa-
laust opinber yfirráð yfir íslensku
landi til hemaðarumsvifa gerðu
Bandaríkjamenn augljóslega áætl-
un með nokkmm hægvirkari að-
ferðum. Þegar tekist hafði að
magna hysteríu kaldastríðsins sem
vesturveldin stóðu einkum fyrir
þótti sumum pólitíkusum orðið
óhætt 1949 að láta til skarar skríða.
Eftir nokkrar utanstefnur og leyni-
makk í Pentagon sáu þessir íslensku
ólánsmenn til þess að íslandi var
troðið inn í NATO 30. mars 1949.
Þessar örlagaríku ráðstafanir vom
gerðar að þjóðinni forspurðri og
vöktu geysileg andmæli. Til þess
að fá þessu framgengt í eigin röðum
þurftu þessir forkólfar þó samþykki
og lýsa því yfir að enginn her yrði
hér á friðartímum, og 1951 birtist
hér bandarískur her fyrirvaralaust
og án ófriðartilefnis og hefur setið
hér síðan í skjóli hagsmunatengsla
hans við íslenska aðila sem að her-
inn hefur unnið leynt og ljóst að
því að efla. Ekki vantar heldur að
fégráðugir Islendingar hafa notfært
sér skjótfenginn gróða á herbrölt-
inu, og hermangsgróða hefur verið
dælt inn í landið.
Hvert hemaðarmannvirkið á fæt-
ur öðm hefur verið reist og eða
áform um að reisa og endurnýja.
Ætla ég að nefna örfáar fram-
kvæmdir sem nú em í fullum gangi:
Uppbygging stjómstöðvar, radar-
stöðvar í hvem landsfjórðung,
Helguvíkurframkvæmdir, íbúða-
húsabyggingar og síðast en ekki
síst ísland er orðið aðili að kjarn-
orkuáætlunamefnd NATO, fleira
mætti telja upp.
Öllum lesandi mönnum ætti að
vera ljóst að hætta sem stafar af
hverskyns hermangi og sjá að eina
raunsæja vömin.er hlutleysi og að
ísland standi utan við allt hemaðar-
brölt því við viljum líka geta kallað
okkur sjálfstæða þjóð. Markmiðið
er að losna við erlendan her úr
landinu sem er á allan hátt hættu-
legri þjóðinni en nokkuð annað.
Markmiðið er einnig að losna úr
kverkataki hemaðarbandalagsins
NATO. Í tilefni af þessu halda her-
stöðvaandstæðingar 30. mars bar-
áttusamkomu á Hótel Borg í kvöld
og er fólk eindregið hvatt til að
mæta þar til þess að sýna þar vilja
sinn og samstöðu. Kjörorðið er her-
laust og hlutlaust ísland, ísland úr
NATO herinn burt.
Höfundur er týúkrunarfræðingur
og húsmóðir.
Waldorfsalat er víða orðinn ómiss-
andi hluti af hátíðamatnum, enda
bragðast það einstaklega vel með
fugla-, nauta- og svínakjöti, fyrir utan
hreindýrakjötið.
Við mœlum með þessari uþþskrift
úr tilraunaeldhúsinu okkar:
Waldorfsalat.
2 dósir sýrður rjómi — '/4 tsk salt —
70 g sellerí — 300 g grœn vínber —
2 grœn eþli — 50 g valhnetukjamar.
Bragðbœtið sýrða rjómann með
saltinu. Skerið selleríið í litlarþunnar
rcemur, helmingið vínberin og fjar-
lœgið steinana, skerið eþlin í litla
teninga og saxið valhnetukjamana.
Blandið þessu saman við sýrða
rjómann í þeirri röð sem það er talið
upp.
Fyrir utan bragðið hefur sýrði
rjóminn þann kost að í hverri
matskeið eru aðeins 28 hitaeiningar!
Lítið atvinnuleyndarmál í lokin.
Setjið sýrðan rjóma í súpuna (ekki í
tcerar súpur) og sósuna, rétt áður en
þið berið þœr á borð. Það er málið.
Gleðilega hátíð.
Gleðjið með blómum um
páskana.
OPIÐ ALLA DAGA TIL 21.
VIÐ MIKLATORG
SÍMI22822
í BREIÐHOLTI
SÍMI 76225