Morgunblaðið - 30.03.1988, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 30.03.1988, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1988 51 Mynd til heiðurs höfund- um héraðssöngs Amesinga Selfossi. Byggðasafninu á Selfossi var nýlega afhent samfelld mynd af Eiríki Ejnarssyni frá Hæli og Sigurði Agústssyni frá Birt- ingaholti, höfundum hins dáða héraðssöngs Arnesinga: Þú Ar- nesþing. Eiríkur Einarsson, höfundur ljóðsins, var fæddur á Hæli í Gnúp- verjahreppi 2. mars 1985. Hann var lögfræðingur að mennt og starfaði lengst á vegum Lands- bankans. Fyrst sem útibússtjóri á Selfossi í 12 ár og eftir það full- trúi í aðalbankanum í Reykjavík. Auk þess var hann þingmaður Arnesinga í 18 ár. Hann var þeg- ar á yngri árum þekktur hagyrð- ingur, ekki síst á Alþingi. Síðar kom í ljos að hann átti í fórum sínum allmikið ljóðasafn. Stuttu áður en hann lést féllst hann á ^ríkurföiiarssoii ...V fnills'li -g * ‘ $>Í0m\''ar\iiisíssc'i í 'Zjjwk-lltSty. ^ dSltTÍ !I«HJttfí Myndin af Eiriki frá Hæli og Sigurði í Birtingaholti sem er til sýnis á Byggðasafni Árnessýslu á Selfossi. að kvæði eftir hann kaemu út í bók sem kunningjar hans og venslamenn sáu um en sjálfur var hann þá farinn að heilsu. Bók þessi heitir Vísur og kvæði og kom út í desember 1951. Fyrsta ljóðið í þessari bók heitir Vísur gamals Árnesings og hefst á þessum orð- um: Þú Arnesþing ég elska nafnið þitt. Eiríkur lést 13. nóvember 1951. Sigurður Ágústsson tónskáld er fæddur í Birtingaholti í Hruna- mannahreppi 13. mars 1907. Hann lauk gagnfræðanámi í Flensborgarskóla 1924 og var bóndi í Birtingaholti 1934-1964 og býr þar enn. Sigurður hefur verið skólastjóri og kennari við barna- og gagnfræðaskóla á ýms- um stöðum í sýslunni. Frá barns- aldri hefur tónlistin verið hans aðaláhugamál sem hann hlaut nokkra menntun í á unglingsárum. Sjálfsnám hefur þó orðið honum einna drýgst. Hann hefur verið organisti í kirkjum og stjórnandi kóra víða í sýslunni í meira en hálfa ölji. Eftir Sigurð eru til hin ýmsu tónverk, bæði fyrir einsöng og kóra í fimm útgefnum bókum. Einnig hefur Sigurður samið söng- texta sem víða eru þekktir. Sigurð- ur hlaut heiðursviðurkenningu fyr- ir tónlistarstorf úr Minningarsjóði Egils Gr. Thorarensens 1969. Myndinni af þeim Eiríki og Sig- urði er ætlað að vekja athygli safn- gesta Byggðasafnsins á skáldverki þeirra sem, eins og segir í kynn- ingu, er orðið eitt dáðasta söngv- erk kóra í sýslunni. Sig. Jóns. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson. Eiríkur Bogason, Örlygur Jónasson, Gísli Júliusson og Jón Örn Arnar- son. Á myndina vantar Ágúst Valfells sem var meðal framsögumanna. Orkumál á Suðurlandi: Nauðsynlegt að jafna orkuverðið Selfossi. VEGNA þess hversu beinn hlutur Rafmagnsveitna ríkisins er lítill í raforkuverði er ekki álitlegt að fara út í dýrar framkvæmdir á línum til dæmis til Þorlákshafnar til að anna miklum sjódælingum vegna fiskeldis. Þvi lengri sem nýtingartíminn er því minni verð- ur hlutur RARIK. Þetta kom fram í máli Örlygs Jónassonar rafveitu- stjóra á Suðurlandi á fundi á Hellu um raforkumál 19. mars. Miðað við 8 þúsund klukkustunda notkun á ári er hlutur RARIK 10,1%, Landsvirkjunar 63,6%, Söluskattur er 20% og í tap á línum fara 6,4% af verðinu. Auk Örlygs höfðu fram- sögu á fundinum, sem fjallaði um raforkumál á Suðurlandi, Gísli Jú- líusson, deildarverkfræðingur hjá Landsvirkjun, Eiríkur Bogason Vest- mannaeyjum, Jón örn Arnarson Sel- fossi og Ágúst Valfells. Gísli sagði að raforkuverð kæmi til með að lækka fram að aldamótum Hjónaminning: Sólveig Sigurðar- dóttir, Hallgrím- ur Guðmundsson Amma, Sólveig Sigurðardóttir, og afi, Hallgrímur Guðmundsson, á Bjarkó eins og þau voru alltaf-köll- uð eru nú látin með stuttu millibili. Ég varð ekki undrandi er ég fékk fregnir af láti ömmu 17. nóvember ’87, því hún var búin að liggja á sjúkrahúsi í marga mánuði og betj- ast löngum og erfiðum bardaga við sjúkdóm þann sem dró hana svo til dauða. Er ég fékk fregnir þann 12. mars sl. var mér brugðið, afi var dáinn. Hann sem alltaf var svo hress, að hann skyldi fara svo skyndilega. Að vísu vissi ég að hann hefði verið lagður inn á sjúkrahús tveimur dögum fyrr, svona er þetta stundum, það er oft lítill fyrirvari þegar kallið kemur. Það eru margar ljúfar minningar sem leita í hug minn, en mig lang- ar með örfáum orðum að minnast þeirra. Amma var fædd 15. sept- ember 1908 á ísafirði, afi var fædd- ur 19. janúar 1905 á Sleggjulæk í Stafholtstungum. Þau bjuggu öll sín hjúskaparár á Akranesi og stunduðu ýmis störf. Það var í mörg hom að líta hjá þeim því heim- ilið var stórt. Þau eignuðust sjö börn: Guðrúnu Kristínu, sem þau misstu unga, Ingu Lóu, Sigurð Hafstein, Guðmund Jens, Hallgrím Þór, Jónas Braga, og Pétur Sævar. Amma átti Gunnar Líndal Jónsson áður en hún giftist afa þann 29. mars 1935. Þau ólu einnig upp dótturdóttur sína, Sólveigu Höllu. Að endingu langar mig með þess- ari litlu kveðju að þakka ömmu og afa allar samverustundir sem ég átti með þeim. Guð blessi minningu þeirra. Alla Minning: Jón Eiríksson Ytri-Njarðvík Fæddur 28. febrúar 1921 Dáinn 22. mars 1988 Kveðja frá barnabörnum í dag kveðjum við afa okkar, Jón Eiríksson, hinstu kveðju en hann lést á sjúkrahúsinu í Keflavík h’inn 22. mars síðastliðinn. Þegar við setjumst niður til að minnast afa okkar koma margar góðar minningar upp í huga okkar, sem seint eða aldrei munu gleym- ast. Öll hændumst við að honum strax í æsku og minnumst góðmennsku hans og hjálpfýsi, þar sem hann var alltaf fyrstur til að rétta okkur hjálparhönd þegar eitthvað bjátaði á. Aldrei minnumst við neinnar raunastundar þar sem afi var ekki tilbúinn til hjálpar með hlýja brosið sitt, já, hann vildi allt fyrir okkur gera. Afi var mjög barngóður og börn- in í nágrenninu hændust að honum og kölluðu hann líka afa og var hann mjög ánægður með það. Þrátt fyrir veikindin sem hijáðu hann síðustu árin þá stóð hann sem klettur, eins og ekkert væri að, brosti bara og beið betri tíðar. Þó að kveðjustundin sé sár þá huggum við okkur við allar þær góðu stundir sem við áttum með honum og þökkum við sérstaklega fyrir þær. Minningin um afa mun lifa í hjörtum okkar í dag og alla daga. Elsku amma, við vottum þér, ættingjum og vinum okkar dýpstu samúð. Megi minningin um afa veita okkur styrk á þessari sorgar- stundu. Með söknuði, Nonni, Magnea, Rannveig, Jenný, Harpa, Óli, Ásta, Siggi, Gulli, Rannveig og Gígja. og samkeppnisstaða íslands varðandi orkufrekan iðnað batnaði vegna hækkandi verðs í nágrannalöndum. Hann sagði að fyrirtæki sem notuðu eina gígavattstund eða meira gætu fengið afslátt á orkuverði og slíkur afsláttur hefði verið veittur til fisk- vinnslustöðva. v Eiríkur Bogason sagði nauðsyn- legt að verðleggja raforkuna í virkj- unum því milliliðir í orkukaupum þyrftu að kaupa orkuna á 13% hærra verði vegna spennunnar, sem hún væri afhent á, að ósk seljanda, sem ekki gæti afhent á annarri spennu. Þetta ylli fjórfalt meira flutningstapi en annars væri. Hann sagði að orku- salan í Vestmannaeyjum væri þannig að 50% væri á afltaxta, 24% til al- mennra nota og 23% væri beiri raf- hitun. Erfítt væri að koma til móts við iðnaðinn vegna þess hversu afU taxtar væru stór hluti sölunnar. Raf- veita Vestmannaeyja gæti ekki jafn- að kostnað fyrirtækja í sjávarútvegi til jafns við fyrirtæki á höfuðborgar- svæðinu sem fengju orkuna 20% ódýrari. Hann benti á að með því að auka flutningsgetu mætti auka orkunotkun og einnig mætti jafna orkuverð með jöfnun á heildsölu- verði. Jón Orn Arnarson benti á að jafna ætti orkuverð í landinu með því að sameina orkuveitur og' allur orku- geirinn yrði látinn leysa málið, líka hitaveitur. Landsvirkjunargjaldskrá yrði sú sama fyrir alla byggðalqarna í landinu, orkuverð lækkaði til RA- RIK og þeirra sem dreifðu orku í dreifbýli, Landsvirkjun tæki á sig* orkutap á línum, verðjöfnunargjald mætti leggja á hitaveitur ef viðun- andi lán fengjust. Jón sagði að ein- hver munur mætti vera á milli staða svo þeir héldu sérstöðu sinni að ein- hveiju leyti. Ágúst Valfells fór nokkrum um þá möguleika sem eru fyrir hendi á orkufrekum iðnaði og hvað hefði runnið úr höndum íslendinga á und- anfomum árum fyrir rangar ákvarð- anir og seinagang í kerfinu. „Við verðum að vera rösk að vinna að málum og taka ákvarðanir," sagði Ágúst og benti á að miðað við að það fengjust 14 mills fyrir kílóvattið í orkufrekum iðnaði töpuðust 7000 ' dollarar með hveiju glötuðu mega- vatti. — Sig. Jóns. Blóma- og skreytingaþjónusta ® hvertsem tilefnið er. ^ GLÆSIBLÓMID GLÆSIBÆ, Álíhcimum 74. sími 84200
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.