Morgunblaðið - 30.03.1988, Síða 58
58
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1988
stundum margslungin.
TM Reg. U.S. Pat. Oft — all rights reserved
© 1986 Los Angeles Times Syndlcate
m
& m--
Xí * / > \ h
/i •
Vv- V \\\
t V rV rn/h,-
-/ ^ i//.
. / i lJi {■v; ■ .’r. -
Fái ég ekki þann sem ég
elska, bið ég Guð fyrir
þeim manni!
HÖGNI HREKKVÍSI
Gróðasj ónarmiðin í öndvegi
— meira um bölið
Velvakandi góður.
Alltaf fjölgar afvötnunarstofn-
unum og alltaf lenda fleiri og fleiri
í því að eyðileggja líf sitt og eitra
með áfengum drykkjum. Böl
áfengisins nær inn í allar raðir
landsmanna á einhvem hátt. Ríkið
selur áfengi og telur það sér til
tekna um leið og það verður að
sjá fyrir þeim sem hafa orðið ör-
magna í stríði sínu við áfengið.
Borgar þetta sig fyrir ríkið? Borg-
ar sig fyrir ríkið að selja þetta eit-
ur sem sviptir svo ótal marga
manndómi? Menn og konur sem
gætu lyft þjóðinni til mikilla dáða
ef þau höfnuðu áfenginu og gengju
í að tileinka sér það besta sem
reynsla áranna og aldanna hafa
bent á? Viðvörunin sem mann-
bótamenn allra alda hafa lagt svo
mikla áherslu á. Það er talað um
fræðslu. Er hún ekki daglega fyrir
Mark takandi á marki?
Kæri Velvakandi.
I dálki þínum nýlega birtist grein
eftir Gunnlaug Sveinsson, rithöf-
und, þar sem sett er fram sú hug-
mynd að íslendingar leggi niður
gjaldmiðilinn krónu og taki upp í
stað þess dal, — svokallaðan Nor-
dal.
Mér finnst hugmynd Gunnlaugs
góðra gjalda verð, en vil benda á
að miklu nær væri að taka upp
mörk í staðinn fyrir dal og krónu.
Af þessu yrði mikill sparnaður því
þá yrði hægt að kalla ellilífeyrir
„ellimörk" og ríkissjóð „mark-
leysu“. Má benda á í þessu sam-
bandi að þýska markið er einn stöð-
ugasti gjaldmiðillinn og ekki þurft
að gera á markinu uppskurð, eins
og á hinni sjúku íslensku krónu og
skera af því núll. Þá hafa Finnar
einnig notað mörk með góðum
árangri í Finnlandi, nefna jafnframt
heilt landsvæði Finnmörk. Þá yrði
líka loksins hægt að skilja hugftakið
„að mark sé á einhveiju takandi".
Enda yrði örugglega meira mark
takandi á markinu, en krónunni eða
Nordalnum.
Virðingarfyllst,
Ottó Lindenbrock,
jarðeðlisfræðingur.
Okeypis ferðabæklingar
Erlendir vinir mínir, sem hér
voru á ferðalagi í fyrrasumar, kom-
ust einhvers staðar yfir fyrirtaks
góðan upplýsingabækling um ís-
land á ensku. Bæklingurinn heitir
Around Iceland og var honum
dreift ókeypis til erlendra ferða-
manna. í honum voru upplýsingar
um Island, fróðleikur um ferða-
mannastaðina, um sögu landsins
og margt fleira. Nú hafa þessir
erlendu vinir mínir beðið mig að
senda þeim nýjasta bæklinginn
fyrir þetta sumar, en vandinn er
bara sá að hann er hvergi fáanleg-
ur.
Eg las í Morgunblaðinu nýlega
að verið var að hæla bæklingi sem
heitir Land, en sá bæklingur er
seldur ferðamönnum, ekki afhent-
ur ókeypis. Getur einhver upplýst
mig um það hvort og hvenær bækl-
ingurinn Around Iceland kemur á
markað og hvar verður hægt að
fá hann?
Stella
augum? Hættan og flök mannlífs-
ins eru vegvísar sem við ættum
að taka alvarlega. Og þrátt fyrir
þetta hafa jafnvel þeir, sem hafa
svarið þess eið á Alþingi að bæta
þjóðlífíð, komnir í fylkingarbijóst
til að bæta við þessi ósköp. Þú
veist um böl þinna bræðra — en
bætir við. Og loka augunum fyrir
reynslunni. Hvemig líta þessir
menn á eiðstafinn? Er hann
kannski ekki til þess að taka hann
alvarlega? Og enn er áfenginu
mælt bót. Merkur vísindamaður
hefir sagt: Bentu mér á eitt dæmi
um það að áfengið hafi orðið til
góðs og ég skal koma með hundr-
að þar sem það hefír orðið bölvald-
ur hverrar þjóðar. Sumir byija sína
drykkju á fíkti en það fíkt getur
orðið afdrifaríkt. Sumir til að efla
kjarkinn. I endurminningum segir
Jóhannes glímukappi Jósefsson:
Eg fékk snemma óbeit á víni og
ég hefí aldrei séð mann drekka í
sig kjark nema til að verða sér til
skammar. Hann segir ennfremur:
Eg gerði méc grein fyrir því að
þau afreksverk, sem við ætluðum
okkur að vinna á lífsleiðinni, yrðu
ekki unnin í fylliríi. Hann þekkti
lífið vel, hafði margt séð og farið
víða. Og hann er ekki einn um
þetta.
Og enn er verið að bæta við.
Eða gera tilraun til þess og þar
eru auðvitað gróðasjónarmiðin í
öndvegi. Því er haldið fram að
þeir séu óteljandi sem nú hugsi sér
til hreyfíngs og ná í umboð út um
allar jarðir til bjórsölu hér. Sem-
sagt, það eru því miður svo marg-
ir sem hugsa sér að græða á
breyskleika bróður og systur. Því
bjórinn er ekkert annað en áfengi
— eitur, seindrepandi eitur eins og
einn kunningi minn sagði sem
hafði kynnst honum. Sem sagt, það
eru ótal hendur á lofti til að auka
við afvötnunarstaðina, og svo er
þetta talið kristið land .. .
Árni Helgason
Víkverji skrifar
Nýlega birtist reiðilegt bréf í
Velvakanda vegna aðstöðunn-
ar á Bakkastæði, það er bílastæð-
inu, sem Reykjavíkurborg lét gera
við höfnina. Þá kvartaði bréfritari
einnig undan viðmóti eins þeirra,
sem annast innheimtu á gjöldum
hjá þeim er nota stæðið. Víkveiji
hefur lagt bíl sínum á þetta stæði
frá því að það kom til sögunnar.
Ekki getur hann kvartað undan
starfsmönnunum þar. Þvert á móti
finnst Víkveija að þeir sinni starfi
sínu af skyldurækni. Hitt tekur
Víkveiji undir að það var furðulega
illa gengið frá stæðinu.
Fyrir framan innheimtuskúrinn
við Tryggvagötu hefur verið staðið
þannig að verki, að beint við dyrnar
á skúrnum er lægð og þar myndast
pollur til óþæginda fyrir alla. Þá
eru engar gangbrautir á stæðinu
og allar leiðir fyrir gangandi út af
því eru ófullgerðar. Eins og fram
hefur komið kostar nú 3000 kr. á
mánuði að geyma bíl á þessu stæði.
Ættu borgaryfirvöld að sjá til þess
að meðal fyrstu vorverkanna verði
að bæta úr því sem betur má fara
á stæðinu, sem hundruð manna
nota á hvetjum degi. Til dæmis
mætti setja hlið á girðinguna út á
hafnarbakkann, þannig að þeir, sem
vildu, ættu auðveldara með að
ganga á bakkanum til og frá bíla-
stæðinu.
Umferðarhnúturinn sem oft
myndast í Tryggvagötunni er
með leiðinlegri kreppum í höfuð-
borgarumferðinni og er þá mikið
sagt. Á dögunum sat Víkeiji í bif-
reið með manni, sem hefur bíla-
stæði við Hafnarhúsið í Tryggva-
götunni. Ókum við eftir Skúlagöt-
unni og þegar komið var að Seðla-
bankahúsinu náði bílaröðin úr
Tryggvagötunni þangað. Þá sagði
sá sem ók Víkveija, að hann myndi
aka fram hjá Morgunblaðsihúsinu
í Aðalstræti á leið sinni á bílastæð-
ið við Hafnarhúsið. „Ætlarðu ekki
Tryggvagötuna?" spurði Víkveiji.
„Nei, ég er alveg hættur að fara
þá götu nema í neyð,“ sagði bílstjór-
inn, „það tekur mig skemmri tíma
að fara Lækjargötuna og síðan
Pósthússtræti, Austurstræti og
Aðalstræti heldur en að fara eftir
Tryggvagötunni í stæðið mitt.“
Víkveija þykir best þegar hann
er að fara með bíl í Morgunblaðs-
húsið að losna við að fara þessa
leið um Pósthússtræti og Austur-
stræti vegna þess hve langan tíma
það tekur. Þóttu honum þetta því
mikil tíðindi, að menn kysu þann
krók frekar heldur en að aka eftir
Tryggvagötunni. Sýnir þessi litla
saga líklega betur en flest annað í
hvílíkt óefni umferðin er komin í
þessum hluta borgarinnar.
Um Tryggvagötuna fer stór
hluti þeirra sem eru á leið á
milli austur og vestur hluta borgar-
innar. En starfsemi við götuna
sjálfa kallar einnig á mikla umferð.
Þannig eiga margir erindi til emb-
ættis tollstjóra og í skattstofuna.
Einnig er Eimskip með skrifstofur
sínar þama og þá eru gjaldheimtan
og sjúkrasamlagið stofnanir, sem
margir þurfa að heimsækja. Ekki
má gleyma Hafnarhúsinu og mat-
sölustöðunum eða Bæjarins bestu,
þar sem oft er löng biðröð. Er oft
erfítt að komast á bíl út úr Bakka-
stæði vegna þess hvernig bifreiðum
er lagt við matsölustaðina. Hefur
Víkveiji oft undrast að lögreglan í
miðbæjarstöðinni þar rétt við hlið-
ina skipti sér ekki af framferði bif-
reiðastjóra á þessum slóðum. Þá
hefur tilkoma Bakkastæðis leitt til
þess að þeim hefur fjölgað mjög,
sem ganga yfir Tryggvagötuna upp
í bæinn. Hafa gangandi vegfarend-
ur forgang, þegar þeir fara yfir á
merktri braut.
Ætlunin er að gjörbreyta um-
ferðaræðum á þessum slóðum.
Ættu borgaryfírvöld að hefja þær
framkvæmdir sem allra fyrst.. Einn-
ig má huga að því, hvort ekki sé
tímabært að flytja einhveijar þeirra
opinberu stofnana, sem hafa aðset-
ur við Tryggvagötuna og finna þeim
stað, þar sem auðveldara og fljót-
legra er að komast að þeim.
4-