Morgunblaðið - 18.05.1988, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1988
Starfsfólk
óskast
ýmist í fullt starf
eða hlutastarf
Öldrunarlækningadeild.
HjúkrunarfræÓingar
Óskum eftir hjúkrunarfræðingum til starfa á öldr-
unarlækningadeildir Landspítalans, nú þegar eða
eftir samkomulagi. Um er að ræða allar vaktir,
einnig fastar kvöldvaktir.
Sjúkraliðar
Óskum eftir sjúkraliðum til starfa á öldrunarlækn-
ingadeildir Landspítalans á allar vaktir, nú þegar
eða eftir samkomulagi.
Aðstoðarfólk
Óskum eftir aðstoðarfólki við aðhlynningu á allar
vaktir, nú þegar eða eftir samkomulagi.
Nánari upplýsingar veitir Guðrún Karlsdóttir,
hjúkrunarframkvæmdastjóri, sími 29000-582.
RÍKISSPÍTAIAR
LANDSPÍTAUNN
Þrjúþúsund
sjotiu og fjorir
starfsmenn
óska eftír samstarfí víð þig
Vífilsstaðaspítali
Sjúkraliðar
Óskum eftir að ráða sjúkraliða til starfa, nú þeg-
ar eða eftir samkomulagi. Um er að ræða allar
vaktir, einnig fastar næturvaktir. Athugið sérstök
launakjör á hjúkrunardeildum.
Hjúkrunarfrceðingar
Óskum eftir að ráða hjúkrunarfræðinga á nætur-
vaktir, nú þegar eða eftir samkomulagi. Athugið
sérstök launakjör.
Hjúkrunarfrxðingar
Óskum eftir að ráða hjúkrunarfræðinga til sumar-
afleysinga, starfshlutfall eftir samkomulagi.
Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarframkvæmda-
stjóri í síma 42800.
RÍKISSPÍTALAR
STARFSMANNAHALD
Islenskur danshöfundur
hlýtur 1. verðlaun í Osló
Dómnefndin einhuga um valið
HLÍF Svavarsdóttur, danshöf-
undur og listdansstjóri Þjóðleik-
hússins, hlaut á laugardag fyrstu
verðlaun í norrænni samkeppni
danshöfunda, sem haldin var í
Osló. Verðlaunin hlaut Hlíf fyrir
dansverk sitt „Af mönnum“ sem
er samið við tónlist Þorkels Sig-
urbjörnssonar byggðri á ljóði
Matthíasar Johannessens „Borg-
in hló“. Orn Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri íslenska dans-
flokksins, sem sæti átti í dóm-
nefnd, sagði dómara hafa verið
einhuga um valið á verki Hlífar.
Að sögn Amar kom „Af mönn-
um“ og flutningur þess John Perciv-
al, alþjóðlegum dómara og for-
manni dómnefndar, mjög á óvart.
Sagði Percival að verkið félli mjög
vel að tónlistinni en hvorutveggja
var fmmflutt. Verkið væri frá-
bmgðið hinum verkum í keppninni
þar sem það byggði að litlu leyti á
frásögn og væri því ekki leikrænt
heldur samanstæði það eingöngu
af dansi og .tónlist. Percival er
umhugað að koma „Af mönnum" á
framfæri í Bretlandi og mun í því
skyni birta greinar og gagnrýni um
það m.a. í The Times. Dómnefnd
samkeppninnar skipaði einn dómari
frá hverju Norðurlandanna auk
Hlíf Svavarsdóttir, höfundur
verðlaunadansins „ Af mönnum“.
Percivals.
Hlíf Svavarsdóttir sagðist að von-
um ánægð með verðlaunin, sem
hefðu komið sér mjög á óvart. Verð-
launin, sem kallast Petmshku-
verðlaunin, vom veitt í fyrsta sinn
og hlaut Hlíf veglega Petmshku-
styttu til eignar. Auk þess mun eitt
ópemhúsanna fjögurra á Norður-
löndunum bjóða Hlíf að setja „Af
mönnum" eða nýtt verk á svið.
Kemur í ljós í september hvaða hús
þáð verður en í kjölfar verðlaunanna
var Hlíf boðið að semja verk fyrir
Finnska þjóðarballettinn. Þá verður
„Af mönnum“ sýnt á Listahátíð 7.
og 8. júní næstkomandi í Reykjavík.
Verkiá sagðist Hlíf hafa samið
sérstaklega fyrir keppnina og Lista-
hátíð. „Titillinn segir mikið um
verkið, sem flallar um hóp fólks og
spuminguna hvetjir þora að skera
sig úr hópnum. Hver og einn getur
túlkað dansinn eins og hann vill en
það fallega við ballettinn er að hver
hefur frelsi til þess. Þá var sam-
vinna okkar Þorkels mjög skemmti-
leg,“ sagði Hlíf.
Sjö dansarar koma fram í „Af
mönnum"; Birgitte Heide, Guð-
munda Jóhannesdóttir, Helena Jó-
hannsdóttir, Helga Bernhard,
Katrín Hall, Lára Stefánsdóttir og
gestadansaramir Patrik Dady og
Hany Hadaya. Sjö manna hljóm-
sveit undir stjóm Jóhanns G. Jó-
hannssonar leikur undir dansinum,
en á samkeppninni var tónlistin
flutt af segulbandi. Búningana
hannaði Sigrún Úlfarsdóttir og em
þeir saumaðir í saumastofu Þjóð-
leikhússins.
Tel meiri þörf á starfs- ^
kröftum mínum hjá ASI
- segir Lára V. Júlíusdóttir, sem lætur af störfum sem
aðstoðarmaður félagsmálaráðherra
LÁRA V. Júlíusdóttir lögfræð-
ingur hefur verið endurráðin
lögfræðingur Alþýðusambands
íslands. Lára hefur verið aðstoð-
armaður Jóhönnu Sigurðardótt-
ur félagsmálaráðherra síðastlið-
ið ár.
„Mín bíða ótal verkefni hjá Al-
þýðusambandinu. Ég tel að það sé
að mörgu leyti meiri þörf á mínum
starfskröftum hjá ASÍ en í félags-
málaráðuneytinu, þó að vissulega
sé best að aðstoðarmaður ráðherra
starfi út tímabil ráðherra," sagði
Lára aðspurð um ástæður endur-
ráðningarinnar. Hún sagði að geng-
ið hefði verið á eftir sér að koma
til starfa hjá ASÍ að nýju og að
leitað hefði verið til sín með ýmis
smáverkefni. Ekki væri hægt að
sinna þessum tveimur störfum
samtímis og því hefði hún ákveðið
að skipta.
Lára mun hefja störf síðsumars.
Hún lauk lögfræðiprófi frá Háskóla
íslands 1977 og starfaði við almenn
lögfræðistörf og kennslu fram til
1982 er Mn tók við starfi lögfræð-
ings ASÍ. Frá júlí 1987 hefur Lára
starfað sem aðstoðarmaður félags-
málaráðherra og mun gegna þeirri
stöðu allt þar til hún hefur störf
hjá ASÍ.
Akranes:
U ndirbúningnr að gjaldheimtu
á Yesturlandi í fullum gangi
FYRR í vetur var skipuð nefnd
innan samtaka sveitarfélaga á
Vesturlandi sem gera á tillögur
um hvernig gjaldheimtu á Vest-
urlandi verði best komið fyrir í
kjölfar staðgreiðslukerfis skatta.
í þessari nefnd eiga sæti Sturla
Böðvarsson, bæjarstjóri Stykkis-
hólmi, Gísli Gíslason, bæjarstjóri
Akranesi, og þeir Marteinn Valdi-
marsson, Búðardal, og Eyjólfur
Torfi Geirsson, Borgarnesi. Nefndin
hefur unnið að tillögugerð og nú
hafa verið lögð fram drög að samn-
ingi við fjármálaráðuneytið þar sem
gert er ráð fyrir að reknar verði
allt að sjö útstöðvar á Vesturlandi,
þannig að hver útstöð verði tiltölu-
lega sjálfstæð innheimtueining og
miðist við ákveðið þjónustusvæði.
Gísli Gíslason, bæjarstjóri á
Akranesi, sagði í samtali við frétta-
ritara að nefndin gerði ráð fyrir að
samkomulag tækist við ríkisvaldið
á næstu dögum og hæfist þá starf-
ræksla gjaldheimtanna um næstu
áramót. Að sögn Gísla hefur nefnd-
in lagt áherslu á að rekstur verði
sem hagkvæmastur og unnt verði
að nýta starfsmenn sveitarfélaga
og þann búnað sem sveitarfélögin
hafa fest kaup á. Gert verður ráð
fyrir að innan gjaldheimtunnar
STOFNUN Sigurðar Nordals
gekkst nú á laugardaginn fyrir
umræðufundi undir yfirskrift-
inni: „Á íslensk menning framtið
fyrir sér?“ Þetta var fyrsta opin-
bera verkefni stofnunarinnar, en
að sögn forsvarsmanns hennar
er hlutverk hennar að efla kynn-
ingu á íslenskri menningu og
rannsóknum hvarvetna i heimin-
um.
Fundurinn var haldinn í Odda,
verði innheimta á tekjuskatti, eign-
arskatti, útsvari og aðstöðugjöldum
og að einnig verði mögulegt að
gjaldheimtan sjái um innheimtu
fasteignaskatta. —JG
hugvísindabyggingu Háskóla ís-
Iands, og sóttu hann um 60 manns.
Páll Skúlason prófessor stjómaði
fundinum og hófst hann með tveim-
ur erindum sem þau Gerard Lemar-
quis og Mary Guðjónsson fluttu en
síðan voru almennar umræður.
Að sögn Úlfars Bragasonar hjá
stofnun Sigurðar Nordals er ýmis-
legt á döfinni í sumar og m.a. von
á erlendum gestum á ráðstefnu sem
haldin verður í lok júlí í sumar.
Stofnun Sigurðar Nordals:
Umræðufundur um
íslenska menningu