Morgunblaðið - 18.05.1988, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1988
Studebaker Erskine 1930.
Fyrsti eigandi Ólafur Magnússon í Fálkanum.
Fyrsta ferð á þjóðhátíðina á Þingvöllum 1930.
Kálfuppgerður.
Chrysler Windsor árg. 1947. Kon-
súlsbíll. Fyrsti eigandi Ludvig Storr. Konungleg
drossía í góðu lagi.
Af sérstökum ástæðum verða þessir öldnu
höfðingjar frá fyrri tíð seldir ef um semst. Aðal-
atriðið er að flytja þessa bíla óskemmda inn í
framtíðina. Þetta er líka mjög góð fjárfesting.
Upplýsingar milli kl. 17 og 18 í símum
686644 og 626644.
óskast
ýmist í fullt starf
eéa hlutastarf
Kópavogshæli
Þroskaþjálfar
Óskum eftir að ráða deildarþroskaþjálfa til starfa
við sundlaug Kópavogshælis. Starfshlutfall sam-
komulagsatriði. Vinnutími breytilegur.
Starfið felst í vatnsmeðferð, skipulagningu og leið-
beiningu við sundlaug í nánu samstarfi við annan
þroskaþjálfa.
Þroskaþjálfar
Óskum eftir að ráða deildarþroskaþjálfa á deild
5 og 9 sem fyrst. Starfshlutfall samkomulagsatriði.
Starfið felst í því að stjórna daglegum rekstri
deildarinnar.
Boðið er upp á stuðning og faglega ráðgjöf með
yfirþroskaþjálfa, sálfræðingum og öðrum fagaðilum.
Nánari upplýsingar veitir yfirþroskaþjálfi, sími
41500.
RÍKISSPÍTALAR
KÓPAVOGSHÆU
Itbnica
UBIX
UÓSRITUNARVÉLAR
Staða íslenskrar fiskversl-
unar í Bandaríkjunum
Washington, frá fvari Guðmundssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
Á þessari öld hafa fiskkaupmenn
á íslandi orðið ríkir og farið á haus-
inn til skiptis vegna framleiðslu
sinnar. Þessar staðreyndir bar á
góma er íslendingar og vinir þeirra,
sem sóttu ársþing Fiskifélags Banda-
ríkjanna (NFI) í New York á dögun-
um hittust. Það var sama við hvem
var talað, Magnús Gústafsson, for-
stjóra Coldwater, Othar Hansson,
eða Erling Hulgaard, fiskifulltrúa
Dana í New York, sem veit meira
um íslenska fiskverslun en allir land-
ar hans samanlagðir. Sigurður Mark-
ússon hjá Sambandinu lagði orð í
belg um leið og hann gekk framhjá
í morgunkaffinu. Sigurður stóð þó
ekki lengur við að þessu sinni en til
að minna okkur á, að verðbólgan á
íslandi væri versti vágestur landsins
og hennar vegna gætu íslendingar
ekki hagnast á fiskverslun einsog
aðrir.
Horft til baka
Þess var og minnst í kaffinu, að
á þessari öld hefðu þáttaskil orðið ör
í fískverslun landsmanna. í upphafi
og á fyrsta fjórðungi aldarinnar var
„lífið eintómur saltfiskur". Ungir og
gamlir í sjávarþorpum íslands risu
árla úr rekkju, þegar þurrt var, til
að breiða saltfisk á reit.
Næst kom að því, að fiskur sem
áður „fór í salt“ var nú geymdur á
ís og settur í seinfara togara, sem
ösluðu 5-6 daga siglingu, með V3
af ís og 2/3 af fiski, í lestinni, suður
Pentlandsfjörð til Grimsby og Hull.
Svo kom síldin fyrir norðan og villt-
ist einu sinni alla leið inn í Hvalfjörð
og fyllti hann. Þá var mikij síldar-
verksmiðja reist í Örfirisey. i heims-
styijoldinni hélt lífið á íslandi áfram
að vera ísfiskur. Þá var sagt: „íslend-
ingar veiða fiskinn, Bretinn borðar
hann og Kaninn borgar.“ Við þetta
misstum við hlutfallslega jafnmarga
menn í sjóinn, við að ösla suður um
Pentland með ís og físk til Bretans,
eins og Bandaríkjamenn við að
stríða.
Þess var og minnst, að fyrsta fisk-
farminum, sem sendur var til Banda-
ríkjanna, var snúið aftur til íslands.
Og það kom fyrir, að farmur af fryst-
um fiski lá í vörugeymslu í New
York í nokkur ár áður en honum var
ekið á haug. En svo vann Jón Gunn-
arsson „ísbjöminn" og varð, að verð-
leikum, þjóðhetja er hann gerði
þorsk- og ýsuflökin íslensku eftir-
sóknarverð og verðmikil í Ameríku.
Og lffið á íslandi varð nú nærri því
eintómur freðfiskur, fiök og blokkir
þegar frá leið með aðstoð yngis-
meyja frá Ástralíu, Englandi og vfðar
að.
Þetta dugði vel á meðan dalurinn
var gullsígildi. En svo fór að að
harðna á dalnum. Nýtt ævintýri í
fisksölu íslendinga er í uppsiglingu
og það gengur vafalaust vel að
minsta kosti á meðan sterlingspundið
og markið eru í hágengi og jenið er
eftirsótt sem gull.
Harðnandi samkeppni
í gæðafiski
íslenski fiskurinn hefir enn yfir-
höndina sem gæðafískur og það
tekur vafalaust langan tíma að
hnekkja þeirri trú. En samkeppnin
fer harðnandi bæði frá Bandaríkja-
mönnum sjálfum, Kanadamönnum
og öðrum. Það hefír oft sýnt sig,
að gæðavara heldur velli þótt sam-
bærileg vara komi á markaðinn.
Má í því sambandi minna á, að
skoskur reyktur lax fær hæsta verð
á markaðnum, í Bandaríkjunum og
víðar, þrátt fyrir að annar reyktur
lax frá öðrum löndum sé eins góður
að dómi sérfræðinga. Sama er að
segja um aðrar matvörur, sem hafa
Morgunblaðið/Bjami
Vigdis Finnbogadóttir forseti íslands, Davíð Oddsson borgarstjóri, Matthías Á. Mathiesen samgönguráð-
herra og föruneyti skoðuðu framkvæmdir í Viðey á mánudag. Hér eru þau í risi stofunnar.
Viðey:
Húsin tekin í notkun á af-
mæli Reykavíkurborgar
STEFNT er að því að taka Viðeyjarkirkju og Viðeyjarstofu i notk-
un á ný á afmæli Reykjavíkurborgar þann 18. ágúst. Endurgerð
stofu og kirkju miðar vei, að sögn sr. Þóris Stephensen staðar-
haldara. Vegleg bryggja hefur verið steypt upp og nýr bátur
verður í ferðum milli lands og eyjar í sumar. 1 Viðeyjarstofu verð-
ur í framtíðinni veitingasala og ráðstefnuaðstaða.
Á mánudag heimsótti Vigdís
Finnbogadóttir forseti íslands Við-
ey í fylgd Davíðs Oddssonar borg-
arsstjóra, borgarráðs og nefndar
um endurbætur á Bessastöðum.
Skoðuðu gestimir framkvæmdir í
eynni, fornleifauppgröft Árbæjar-
safns norðan Viðeyjarstofu og
nutu veitinga í veðurblíðunni.
Undanfarin tvö ár hefur verið
unnið að endurbyggingu Viðeyjar-
stofu, en til þess þurfti að rífa
innan úr húsinu gólffjalir og múr-
húð og endurbæta innviði alla.
Múrverki er lokið og liggur næst
fyrir að mála, leggja gólfín og búa
stofuna húsgögnum.
Sr. Þórir sagði að sú hugmynd
hefði komið fram að búa viðhafn-
arstofu á jarðhæð hússins með
húsgögnum frá tíma Skúla fógeta.
Þeirra yrði væntanlega flestra að
leita út fyrir landssteinana því
slíkir munir hefðu sjaldnast verið
varðveittir hér á landi.
Viðeyjarkirkja er næstelsta
kirkja landsins en geymir elstu
upprunalegu innréttinguna. Hóla-
dómkirkja er eldri að árum en þar
er endurgerð innrétting. Arkitekt
Viðeyjarkirkju var að líkindum
Georg David Anton lærisveinn
danska hirðarkitektsins Eigtved
höfundar stofunnar. Eigtved var
þekktasti arkitekt Dana á þeirri
tíð og hafði teiknað meðal annars
Amalienborg, konungshöllina í
Kaupmannahöfn.
Altari kirkjunnar, predíkunar-
stóll og kirkjubekkir hafa verið
fjarlægðir til viðgerðar í landi.
Fyrir vígsluna í sumar á að kaupa
til kirkjunnar lítið færanlegt pípu-
orgel sem getur einnig nýst til
tónleikahalds í Viðeyjarstofíi.