Morgunblaðið - 18.05.1988, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1988
Málningar-
límbönd
ÁRVÍK
ÁRMÚLI 1 -REYKJAVÍK- SlMI 667222 -TELEFAX 687295
Rofmagns
oghand-
Ijrnarar
Liprirog
handhægir.
Lyftigeta:
500-2000 kíló.
Lyftihæð upp í
6 metra.
Mjóar aksturs-
leiðir.
Veitum fúslega
allarupplýsingar.
BÍLDSHÖFÐA 16 SÍMI:6724 44
Sannsögli o g sannleikur
eftir Guðmund Heið-
ar Frímannsson
Sannindi verða til þegar orð og
setningar vísa til einhvers í veröld-
inni, ósannindi þegar ekkert sam-
svarar þeim. Sannsögli er mikil
dyggð og maður iðkar hana, þeg-
ar maður veit að maður segir satt,
en lýgur þegar maður veit að
maður segir ósatt. Það er mikil-
vægt að átta sig á að sambandið
á milli sanninda og sannsögli'velt-
ur á vitneskju. Það er meira en
hugsanlegur möguleiki að ýmis-
legt, sem ég taldi vera satt og
sagði eftir beztu vitund reynist
vera ósatt. Sömuleiðis að lygi
reynist vera sannindi. Það er á
hinn bóginn æskilegt og gott að
sannsöglin og sannindin fari sam-
an. Það breytir þó engu um verkn-
aðinn og dyggðina eða löstinn,
sem í honum felst. Lygi er jafn-
mikill löstur, þótt hún reynist vera
sönn.
Það, sem hér hefur verið sagt,
eru sjálfsögð sannindi og þarf
ekki sérstaklega mikla skarp-
skyggni til að sjá þau og skilja.
En samt sést mönnum stúndum
yfir þau.
Mikið hefur verið deilt um svo-
kallað Tangen-mál, um frammi-
stöðu fréttastofu Ríkisútvarpsins
og skýrslu Þórs Whiteheads og
sýnist sitt hveijum um þessi efni.
Ein rökin, sem notuð hafa verið
gegn skýrslu Þórs hljóða einhvem
veginn svona: Dag Tangen gat
ekki fært sönnur á mál sitt um
leynilegt samband Stefáns Jóh-
anns Stefánssonar við bandarísku
leyniþjónustuna og fréttastofan
gerði mistök; sannindin í málinu
eru hins vegar svipuð því, sem
hann taldi vera og hafa komið
fram í skjölum, sem birzt hafa í
Helgarpóstinum; það er ámælis-
vert, svo ekki sé meira sagt, að
Þór Whitehead skuli ekki hafa
tekið tillit til þessa. Honum bar
fræðimannsskylda að skoða öll
hugsanleg skjöl um málið. (Sjá til
dæmis grein Þorleifs Friðriksson-
ar hér í blaðinu 27. apríl sl.)
Þessi rök eru röng vegna mun-
arins á sannindum og sannsögli.
Tangen-málið snýst um sann-
sögli; öjj fréttamennska byggir á
henni. Öll gögn í því máli hljóta
að lúta að því hvaða gögn líklegt
„Tangen-málið snýst
um sannsögli; öll
fréttamennska byg-gir
á henni. Öll gögn í því
máli hljóta að lúta að
því hvaða gögn líklegt
sé að Tangen hafi haft
fyrir sér og hvaða
gögn fréttastofan hef-
ur haft.“
sé að Tangen hafi haft fyrir sér
og hvaða gögn fréttastofan hefur
haft. Hvorl til eru gögn, sem
varða þetta mál og varpa á það
ljósi, en þeir, sem hlut eiga að
máli, vissu ekki af, segir ekki
nokkum skapaðan hlut. Það varð-
ar einungis sannindin, ekki sann-
söglina. Það er því villandi, svo
vægt sé til orða tekið, að telja það
blett á fræðimannsheiðri Þórs
Whiteheads að hann hafí ekki
fjallað um öll þau gögn þessa
máls, sem hafa birzt, eftir að
fréttimar vom sagðar í Ríkisút-
varpinu.
Eg hef enga vitneskju til að
meta sannindi þessa máls um
samband Stefáns Jóhanns Stef-
ánssonar við Bandaríkjamenn á
árunum eftir seinni heimsstyijöld-
ina og ég veit ekki, hvort nokkur
er í aðstöðu til þess. En einn liður-
inn í að komast að þeim sannind-
um er að átta sig á skoðunum,
markmiðum og mati allra þátttak-
enda þeirra atburða, líka Stefáns
Jóhanns Stefánssonar, til að
skilja, hvað vakti fyrir þeim. Það
er dómgreindarleysi að kokgleypa
allt, sem Bandaríkjamenn segja
um þessi efni, jafnvel þótt það
standi í leyniskýrslum.
í Iokin er rétt að taka_ fram,
hvað ég hef ekki sagt. Ég hef
ekki sagt neitt um frammistöðu
fréttastofu Ríkisútvarpsins, nóg
hefur verið sagt um hana nú þeg-
ar; ekki neitt um skýrslu Þórs
Whiteheads um Tangen-málið, ég
hef ekki lesið hana í heild; né
heldur um fræðimannsheiður
hans að öðru leyti, enda ekki þörf
á því. Ég hef einungis bent á að
ofangreind rök leiða ekki til þeirr-
ar niðurstöðu, sem þeim er ætlað.
Höfundur er við framhaldsnám
í heimspeki í Skotlandi.
Bláfjöll;
Skíðamenn fóru
milljón ferðir í vetur
ÞRÁTT fyrir lítinn snjó í Blá-
fjöllum framan af vetri var áð-
sókn skiðafólks með mesta móti.
Sjaldan hefur verið hægt að hafa
lyftur opnar jafnoft og á nýliðn-
um vetri.
RITVELAR
REIKNIVÉLAR
PRENTARAR
TÖLVUHÚSGÖGN
SJÓMENN - ÚTGERÐARMENN
Til sölu systurskip Reykjaness GK19
Umsögn Magnúsar Guðmundssonar eiganda
og skipstjóra Reykjaness:
„Báturinn hefur góða sjóhæfni, hann er góður á
móti, í lensi og reki. Hann er stöðugur og með
mikiö dekkpláss."
Báturinn er úr stáli 9.9 tonn, hentugur til línu-,
neta- og handfæraveiða.
Báturinn er tilbúinn til innréttingar og vélarísetn-
ingar. Veiðiheimild fylgir bátnum.
Nánari upplýsingar veitir Karl Olsen í síma
92-14175 og eftir kl. 17 í síma 92-12334.
Vélsm. Ol. Olsen hf.
Sjávargötu 28
260 Njarðvík.
Að sögn Þorsteins Hjartarsonar,
fólkvangsvarðar í Bláfjöllum, ræður
helgarveðrið mestu um aðsóknina.
Hefur það verið með besta móti í
vetur, og aðsóknin í samræmi við
það. Teljarar í lyftum á vegum Blá-
fjallanefndar sýna að skíðafólk hef-
ur rennt sér um milljón sinnum nið-
ur brekkur Bláfjallanna.
Þessi mikla aðsókn hefur gefið
af sér tekjuafgang, sem þeir Blá-
fjallamenn vonast til að geta notað
til þess að byggja aðstöðuna enn
frekar upp. Síðastliðinn vetur leigði
Bláfjallanefnd lyftur skíðadeilda
Fram og Armanns og vonast er til
að lyfta Breiðabliks fáist með sama
hætti næsta vetur. Hugmyndin er
svo að reisa bamalyftu, samskonar
þeirri nýju, í Suðurgilinu svonefnda.
Þorsteinn Hjartarson segist vera
sannfærður um það, að enn fleiri
komi til með að leggja leið sína í
Bláfjöll eftir því sem aðstaðan
byggist upp.
Morgunblaðið/Sverrir
Lögreglan kannar ljósastaurinn, sem féll í höfuð konu á sunnudag.
Ljósastaur féll á konu
LJÓSASTAUR í Hljómskála-
garðinum brotnaði á sunnudag
og féll á konu. Hún var flutt á
slysadeild, en mun ekki vera al-
varlega slösuð.
Óhappið varð skömmu fyrir kl.
18 á sunnudag. Konan var á gangi
í Hljómskálagarðinum, eftir Tjam-
arbakkanum austanverðum. Þá
brotnaði skyndilega ljósastaur við
bakkann. Hann féll á konuna og
kom í höfuð hennar. Lögregla og
slökkvilið var kallað á vettvang og
var konan flutt á slysadeild, þar sem
gert var að sámm hennar.
Talið er að ljósastaurinn hafi
brotnað vegna ryðs eða tæringar.
HITACHI
KCrlNN© .
w/vff neim stspk
KRINGLUNNI -SÍMI (91)685868
Erlendum
ferðamönn-
umfækkaði
íapríl
ERLENDUM ferðamönnum fækk-
aði um 1.250 í aprílmánuði sé hann
borinn saman við aprílmánuð i
fyrra. Hins vegar varð aukning á
fjölda eriendra ferðamanna fyrstu
þijá mánuðina og þvi stendur
nokkurn veginn sama tala beggja
megin ef fyrstu fjórir- mánuðir
áranna 1987 og 1988 eru bornir
saman.
Hjá Ferðaþjónustu bænda sagði
Páll Riehardsson, framkvæmdastjóri,
að í verkfallinu hefði lítið verið að
gera og ætti Ferðaþjónusta bænda í
erfiðri samkeppni við sólarlandaferðir
íslendinga.
Hjá Konráð Guðmundssyni hótel-
stjóra á Hótel Sögu fengust þær upp-
lýsingar að margir gestir hefðu af-
pantað í apríl.
Taldi hann að reksturinn á hótelinu
yrði ekki búinn að jafna sig fyrr en
um 20. maí.
Jónas Hvannberg hótelstjóri á
Holiday Inn sagði að gestum hefði
fækkað á meðan verkfallið stóð en
nú væri allt komið í eðlilegt horf.
Hjá Bifreiðastöðinni Hreyfli og
Bifreiðastöð Reykjavikur var minna
að gera meðan á verkfallinu stóð en
nú virðist allt komið í lag aftur.