Morgunblaðið - 18.05.1988, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1988
25
Könnun flugráðs:
Hentugast að gera vara-
flugvöll fyrir farþega-
þotur á Egilsstöðum
Húsavík efst á blaði miðað við þarfir herflugsins
SAMKVÆMT niðurstöðum starfs-
hóps sem flugráð skipaði til að
gera tillögur um staðsetningu
varaflugvallar yrði lenging flug-
brautarinnar á Egilsstöðum væn-
legasti kosturinn miðað við far-
þegaflug milli landa. Varaflug-
velli fyrir herflugvélar
Morgunblaðið/KGA
Hluti þeirra er hlutu Fréttamannastyrk íslandsdeildar Norðurlandar-
áðs 1988, f.v.: Björn Vignir Sigurpálssson blaðamaður, Sigmundur
Ernir Rúnarsson fréttastjóri, Axel Ammendrup fréttamaður, Elías
Snæland Jónsson aðstoðarritsfjóri og Fríða Björnsdóttir ritstjóri. Á
myndina vantar ÓLaf K. Magnússson blaðaljósmyndara og Óðinn
Jónsson fréttastjóra.
Sjö íslendingar hlutu Nor-
ræna fréttamannastyrkinn
SJÖ íslenskir fréttamenn hlutu flölmiðla; Óðinn Jónsson frétta- ar, Grænland og Álandseyjar.
Norræna fréttamannastyrkinn
1988 á mánudag. Fengu allir
þeir sem um sóttu, styrk, og er
fjöldi þeirra svipaður og verið
hefur. Alls hafði íslandsdeild
Norðurlandaráðs 50.000 krónur
sænskar til úthlutunar og hlýtur
hver fréttamaður því rúmlega
7.100 skr. Þá hefur Norðurland-
aráð staðið að útgáfu bæklinga
með hagnýtum upplýsingum fyr-
ir þá sem flytjast milli Norður-
landa.
Fréttastyrkinn hlutu: Björn
Vignir Sigurpálsson blaðamaður, til
að kynna sér kauphallarviðskipti,
einkum starfsemi hlutabréfamark-
aða á hinum Norðurlöndunum; Sig-
mundur Ernir Rúnarsson frétta-
stjóri, til að kynna sér finnskt sam-
félag og vinna að gerð heimildar-
myndar um finnskt atvinnulíf og
menningu, þá sérstaklega menn-
ingu Sama; Elías Snæland Jónsson
aðstoðarritstjóri, til að kynna sér
áhrif siðareglna blaðamanna í Dan-
mörku, Noregi og Svíþjóð á störf
stjóri, til að kynna sér menningar-
samstarf á Norðurlöndum á vegum
Norðurlandaráðs og bókaútgáfu á
Norðurlöndum, áherslu og mark-
aðssetningu; FVíða Bjömsdóttir rit-
stjóri, til að kynna sér útgáfu blaðs
leigjendasamtakanna í Svíþjóð og
starfsemi samtakanna, einnig starf-
semi sænska blaðamannafélagsins;
Axel Ammendrup fréttamaður, til
að kynna sér útgáfu á fréttum og
fræðsluefni fyrir _ sykursjúka á
Norðurlöndum og Ólafur K. Magn-
ússon blaðaljósmyndari, til að
kynna sér skipulagningu og tölvu-
væðingu á fréttamynda- og filmu-
safni við Aftenposten.
Við sama tækifæri og styrkveit-
ingamar vom kynntar, var sagt frá
nýútkomnum bæklingum með hag-
nýtum upplýsingum fyrir fólk sem
flyst milli Norðurlanda, um réttindi
þess í því landi er flust er til. Þeg-
ar em komnir út bæklingar með
upplýsingum um Danmörku, Noreg,
Svíþjóð og Finnland og era væntan-
legir bæklingar um ísland, Færeyj-
Bæklingamir em á máli þess lands
sem kynnt er en fyrirhugað er að
þýða þá á önnur mál. Þeir liggja
frammi í Háskóla íslands, Norræna
húsinu og verða einnig til sölu í
bókabúðum.
Togveiðar
bannaðar í
Reykjafjarð-
arál og á
Strandagruimi
Sjávarútvegsráðuneytið hefur
að tUlögu Hafrannsóknastofnun-
ar gefið út reglugerð um bann
við togveiðum með botn- og flot-
vörpu í Reykjafjarðarál og á
Strandagrunni frá og með 14.
mai sl. til 30. september nk., seg-
ir í fréttatilkynningu frá sjávar-
útvegsráðuneytinu.
Atlantshafsbandalagsins yrði hins
vegar best fyrir komið á Húsavík
að mati hópsins. Miðað við núver-
andi vélakost Flugleiða þyrfti að
lengja þær flugbrautir sem til
greina koma i öllum tilvikum.
Endumýjun á þotum félagsins í
Atlantshafsfluginu gæti þýtt að
flugbrautirnar á Akureyri og Eg-
ilsstöðum þjónuðu hlutverki vara-
flugvalla með tiltölulega litlum
breytingum.
Flugráð á eftir að fjalla um niður-
stöður skýrslunnar. Við umfjöllun í
ráðinu verður væntanlega tekið tillit
til fleiri forsenda en liggja til gmnd-
vallar skýrslunnar, svo sem kostnað-
ar við gerð mannvirkja, kaupa á
landi, aðstöðu til þjónustu við far-
þega og þróunar í flugi ísjendinga
og annarra til landsins. í tillögu
starfshópsins um varaflugvöll fyrir
her- og farþegaflug er ekki tekið til-
lit til kostnaðar en sá þáttur var
hafður til hliðsjónar þegar þarfir far-
þegaflugsins eins vom skoðaðar.
Starfshópurinn kannaði fimm
staði fyrir varaflugvöll, Blönduós,
Sauðárkrók Akureyri, Húsavík, Eg-
ilsstaði og Hornafjörð. Að jafnaði em
veðurfarsskilyrði best á Egilsstöðum
þegar Keflavíkurflugvöllur lokast. Á
Sauðárkróki er vindasamara en á
öðmm stöðum sem kannaðir vom
og fylgni milli hvassviðris í Keflavík
og þar. Mörgum hefur þótt fysileg-
ast að staðsetja varaflugvöllinn á
Sauðárkróki en starfshópurinn virð-
ist hafa komist að annarri niður-
stöðu.
Starfshópurinn byggði könnun
sina fyrst og fremst á þeirri forsendu
að varaflugvöllur yrði að þjóna jafnt
herflugi og farþegaflugi en skoðaði
einnig þarfir íslensks millilandaflugs
sérstaklega. Herflugið krefðist flug-
brautar sem væri 3000 metra löng
með akstursbrautum og flugvéla-
stæðum í samræmi við kröfur Atl-
antshafsbandalagsins. Fyrir þær
flugvélategundir sem Flugleiðir nota
nú í Atlantshafsfluginu nægir hins-
vegar 2400 metra löng flugbraut.
Endumýi Flugleiðir vélakost
þeirra og taki í notkun tveggja
hreyfla Boeing 767 þotur á Atlants-
hafsflugleiðinni yrði væntanlega að-
eins þörf á 2050 metra langri flug-
braut. Á Akureyri er malbikuð flug-
braut 1940 metra löng og á Egils-
stöðum em framkvæmdir hafnar við
malbikaða flugbraut sem verður um
2000 að lengd.
Á gmndvelli þess að þörf sé fyrir
stóran varaflugvöll sem henti jafnt
herflugi og farþegaflugi mælir
starfshópurinn með nýrri flugbraut
á Húsavík vestan þjóðvegarins.
Suðurendi yrði til móts við enda
núverandi brautar en norðurendinn
skammt frá Æðarfossum í Laxá, ein-
um besta laxveiðistað í ánni. Flug-
brautin lægi yfir spmngið hraun og
ryðja þyrfti birkiskóg en að öðm leyti
telur starfshópurinn skilyrði ákjósan-
leg í Aðaldal til að gera fullkominn
varaflugvöll.
Samkvæmt lauslegri áætlun sem
. Matthías Á. Mathiesen samgöngu-
ráðherra lagði fram á þingi í vetur
kostaði um 100 milljónir króna að
lengja Akureyrarflugvöll og gera
hann þannig úr garði að stærstu
þotur Flugleiða gætu notað hann sem
varaflugvöll. Sambærilegur kostnað-
ur vegna breytinga á nýju flugbraut-
inni á Egilsstöðum væri um 127
milljónir króna. Árið 1986 áætlaði
flugmálanefnd að það kostaði tæpar
200 milljónir á verðlagi þess tíma
að gera varaflugvöll fyrir íslenskar
þotur á Sauðárkróki.
HÁSKÓLI ÍSLANDS
Endurmenntunarnefnd og Reiknistofnun
TÖLVUNÁMSKEIÐ
VORIÐ1988
UNIX KYNNING
6.-8. júní
kl. 13:15-17:00.
Kr. 8000.-
(Notuð er HP 9000/840 tölva, nýt-
ist í öllum Unix kerfum.) Þessi kynn-
ing er ætluð þeim sem hafa nokkra
reynslu af tölvuvinnu og forritun
(einhverju stýrikerfi).
WORD ritvinnsluforritið
(fyrir Macintosh) 24.-27. maí kl.
8:30-12:00. Kr. 8000.-
Þetta er þróað ritvinnslukerfi með
fjölbreytta möguleika á uppsetn-
ingu texta. Hentug fyrir Macintosh
notendur sem skrifa bækur eða
langargreinar.
WORKS
(fyrir Macintosh) 6.-9. júní kl. 16:
00-19:00.
Kr. 8000.-
ORÐSNILLD (Wordperfect fyrir
pc tölvur) 24.-27. maí kl. 8:30-12:00.
Kr. 8000.-
Þetta er þróað ritvinnslukerfi með
fjölbreytta möguleika á uppsetn-
ingu texta og til þess að flytja gögn
í prentsmiðju. Hentugt fyrir þá sem
skrifa bækur eða langar greinar.
WORD RITVINNSLUFOR-
RIT (fyrir pc tölvur) 1 .-4. júní kl.
8:30-12:00. Kr. 8000.-
FORRITUN í DBASE111+ (pc
tölvur) 24.-27. maíkl. 13:00-17:00.
Kr. 8000.-
Forkröfur: Þekking á skráavinnslu
ídBase III+.
EXCEL (fyrir Macintosh) 27.-30.
júníkl. 15:00-19:00.
Excel töflureiknirinn er eitt öflug-
asta hjálpartæki Macintosh not-
andans og hefur bæði gagnagrunn
og forritunarmál.
PAGE MAKER (fyrir Macin-
tosh) 13.-16. júní.
TÖLVUNOTKUN (pctölvur).
45 stunda námskeið, 30. mai til 30.
júní. Kennt verður þrjú kvöld íviku,
3 tíma í senn, kl. 19:30-22:30.
Kennd helstu atriði í notkun IBM-
pc og sambærilegra tölva: Einföld
ritvinnsla (Ritstoð), töflureiknir
(Multiplan), og skráavinnsla í
dBase+ auk stýrikerfisins MS-DOS.
Kr. 17.500.-
Unnt er að sækja hvern einstakan
af þremur hlutum þessa síðast
talda námskeiðs ef forkröfur eru
uppfylltar.
MULTIPLAN (fyrir pc tölvur) 2.,
6., 8. og 9. júní kl. 19:30-22:30.
Kr. 6800.-
MS-DOS stýrikerfið (fyrir pc
tölvur): 13. og 15. júní kl. 19:30-
22:30.
Kr. 3500.-
Forkröfur: Nokkur reynsla og skiln-
ingur á tölvunotkun, t. d. ritvinnslu
eða tölvureikni. Fjallað um skrár,
afrit og vélbúnað.
SKRÁAVINNSLA í dBase
111+ (fyrir pc tölvur) 16.-30. júní
sbr. lýsingu á námskeiði um tölvu-
notkun.
Kr. 12000.-
Forkröfur: Veruleg reynsla og skiln-
ingur á tölvunotkun, bæði ritvinnslu
og töflureikni (í stað töflureiknis
dugar þekking á forritunarmáli eða
öðru skráavinnslukerfi).
Námskeiðin fara fram í Odda við
Suðurgötu eða í húsnæði Reikni-
stofnunar.
Skráning á námskeiðin er á aðal-
skrifstofu Háskólans, s. 694306.
Nánari upplýsingar eru veittar á
skrifstofu endurmenntunarstjóra
Háskólans í s. 23712 og 687664.
Athugið að starfsmenntunarsjóðir BSRB og BHM og Verzlunarmannafélag Reykjavíkur styrkja
sína félagsmenn á þessi námskeið.