Morgunblaðið - 18.05.1988, Side 26

Morgunblaðið - 18.05.1988, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1988 FUNDUR FULLTRUA RIKISSTJORNAR OG VERKALYÐSSAMBANDA Mikilvægt að taka á vandamálunum - segir Ásmundur Stefánson, forseti ASÍ Fundur ráðherra og fuUtrúa vinnumarkaðarins í Borgartúni 6 í gær. Morgunblaðið/Einar FaJur Engín ákveðin nið- urstaða af fundinum - segir Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra „Við lýstum okkur reiðubúna til þess að ganga til viðræðna við ríkisstjórnina nm þau vandamál sem við er að etja og það kom reyndar fram hjá ráðheminum á fundinum að þeir væru sam- mála um að kjarasamningarnir á liðnum vetri væru ekki orsök þeirra vandamála, sem þeir standa frammi fyrir f dag,“ sagði Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýðusambands íslands, eftir fund hans og forsvarsmanna landssambanda ASÍ, með ráð- herrum I gær. „í samræmi við það mat þykir mér eðlilegt að menn skoði hvað sé hægt að gera í sambandi við það í fyrsta lagi hvemig hægt sé að tryggja rekstrargrundvöll útflutn- ingsatvinnuveganna til frambúðar og í öðru lagi hvemig koma eigi á betra jafnvægi hvað varðar það rmsluástand sem hér hefur verið. þriðja lagi þurfum við auðvitað í kjölfar þessar gengisfellingar að fjalla um það með hvaða hætti kaupmáttur launafólks verði tryggður við þessar breyttu aðstæð- ur,“ sagði Ásmundur. Hann sagði að það væri mjög SAMBAND fiskvinnslustöðvanna er reiðubúið til samstarfs við stjómvöld og verkalýðshreyf- ingu til að vinna að lausn þeirra erfiðu vandamála, sem við blasa, segir í samþykkt sem stjórn Sam- bands fiskvinnslustöðvanna gerði í gær. í samþykktinni segir ennfremur: Stórlækkað verð á íslenskum sjávarafurðum á erlendum mörkuð- um knýr þjóðina að snúa bökum saman til að yfirstíga þá erfíðleika. Þrátt fyrir leiðréttingu á gengi um helgina er enn tap á fískvinnslu. Ekki er enn ljóst, hvort víxlhækk- anir verðlags og kaupgjalds geri áhrif gengisbreytingarinnar að engu. Fullt traust er borið til aðila TILLÖGUR þær um ráðstafanir í efnahagsmálum, sem Fram- sóknarflokkurinn lagði fram í rikisstjórninni fyrir helgina, eru í 22 liðum. Fyrsta tillagan er um að gengið verði fellt um t.d. 15% og á blaðamannafundi sagði Steingrimur Hermannsson ut- anríkisráðherra að þessi tala væri byggð á útreikningum Þjóð- hagsstofnunar um raunhækkun gengis og ástand atvinnuveg- anna, og mat framsóknarmanna á þvi hvernig hægt sé að skapa svigrúm til nauðsynlegra hliðar- ráðstafana. Næstu þijár tillögur eru um að frysta álagningu á vörur og hækkun þjónustu, þ.á.m. opinberri þjónustu, til áramóta, svo og að banna hækk- un raforkuverðs til áramóta og að ríkissjóður yfírtaki skuldir Rarik og Orkubús Vestflarða. Þá er lagt er til að rauð strik mikilvægt nú að tekið yrði á því skipulagsleysi sem ríkt hefði í ijár- festingum og tekið yrði á fjár- magnsmarkaðinum, sem enginn virtist geta sljómað. Þannig að far- ið yrði í gegnum þau atriði, sem allir væru sammála um að þyrfti að taka á. Það að krukka í kaupið kynni ekki góðri lukku að stýra. Skemmst væri að minnast reynsl- unnar frá 1983, þegar þeir báru byrðamar, sem einungis unnu eftir töxtunum, meðan aðrir gátu tekið sitt með launaskriði. Slíkur mis- skiptingarleikur væri engin lausn, heldur væru menn ef til vill að búa til erfíðari vandamál en þau sem þeir væru að leitast við að leysa. Aðspurður um þær stéttir sem enn er ósamið við, sagði Ásmund- ur: „Ég held það skipti miklu máli og menn séu sammála um að reynt verði að flýta þeim samningavið- ræðum, sem þar fara fram, þannig að niðurstaða fáist sem fyrst. Sam- anburðaríþróttin er alltaf dálítið erfíð og kannski ekki hægt þess vegna að setja niður fastar og ein- hlítar viðmiðunartölur í því sam- bandi." vinnumarkaðarins að endurmeta sameiginlega þá breyttu stöðu, sem þjóðarbúið er nú í. Það er lífsnauðsyn fyrir byggð í þessu landi að ná árangri í barátt- unni við verðbólguna. Það verður að endurmeta allar flárfestingar og minna má á, að engin framkvæmd er svo nauðsyn- leg á íslandi að ekki megi fresta henni. Minnkandi þensla, Iækkun á er- lendum lántökum og endurskipu- lagning vaxtakerfis eru forsendur þess að verðbólgan minnki. Jöfnuður í utanríkisviðskiptum og hallalaus rekstur útflutningsat- vinnuveganna eru markmið, sem engin ríkisstjóm getur litið framhjá. verði afíiumin, laun í fískvinnslu og önnur laun sem Verkamanna- sambandið hefur samið um verði hækkuð til samræmis við nýgerða kjarasamninga verslunarmanna og kjaraskerðing tryggingarþega, bamabóta og einstæðra foreldra verði bætt. Þijár tillögur miða að afnámi vísitöluviðmiðana. Þar er lagt til vísitölubinding nýrra lána, samn- inga og launa verði bönnuð með lögum. Lánskjaravísitala af eldri húsnæðislánum afnumin og vextir hækki í 5% á almennum lánum og 3% á félagslegum lánum, og lári- skjaravísitala af húsnæðislánum viðskiptabanka verði afnumin. Jafnframt er lagt til að öllum eldri skuldbreytingalánum atvinnuveg- anna verði breytt í gengistryggð lán. Til að styðja við útflutnings- og samkeppnisgreinar er lagt til að FORMENN stjórnarflokkanna héldu í gær fund með fulltrúum landssambanda verkalýðsfélaga í framhaldi af samþykkt rikis- stjórnarinnar um viðræður við aðila vinnumarkaðarins i fram- haldi af gengislækkuninni á mánudag. Þorsteinn Pálsson for- sætisráðherra sagði eftir fund- inn að engin skýr svör eða niður- staða hefði fengist á fundinum, enda ekki verið ætlast til þess, en metið yrði hvort skipa ætti viðræðunefndir til að skoða mál- in betur. Þorsteinn sagði við Morgunblaðið að á fundinum hefðu fyrst og fremst verið rædd þau þijú atriði sem ríkis- stjómin samþykkti að óska eftir viðræðum um. Þetta væro spum- ingar um rauð strik, um hvort unnt sé að ljúka þeim kjarasamningum, sem ólokið er, á sömu nótum og þeim samningum sem lokið hefur verið við, og loks spuming um meðferð lánskjaravísitölu. Ýmis önnur atriði um almenna efnahags- stjóm hefðu auðvitað komið upp í umræðunum en engin niðurstaða hefði fengist á fundinum og engin skýr svör. Ríkisstjómin hefði útaf fyrir sig ekki farið fram á slíkt heldur viljað varpa fram spuming- um á fundinum og kanna viðhorf og vilja. dregið verði úr bindiskyldu bank- anna í Seðlabanka og ijármagnið verði notað til rekstrarlána. Þá er tillaga um að Seðlabanki ákveði vaxtamun og vexti fyrst um sinn og dráttarvextir verði lækkaðir. Verðbréfasjóðir verði skyldaðir til að hafa ákveðna lausaflárstöðu, til dæmis með kaupum ríkisskulda- bréfa, kaupleiga verði aðeins heimil til atvinnuvega, lagt verði gjald á nýja mannvirkjagerð og lán stöðvuð til nýrra fiskiskipa. Jafnframt er lagt til að dregið verði úr erlendum lánum til opinberra framkvæmda en heimiluð verði aukin erlend lán- taka vegna skuldbreytinga. Að lokum er lagt til að Byggða- stofnun verði efld og aðstoði dreif- býlisverslun, að Jöfíiunarsjóður ráð- stafi 50% til jöfnunar og búhátta- breytingu verði hraðað með bráða- birgðafjármögnun á umsamdri að- stoð. Þegar Þorsteinn var spurður hvort sérstök mál hefðu verið til umræðu, svo sem kjaradeilan í ál- verinu, sagði hann að Öm Þor- steinsson, formaður Málm- og skipasmiðasambandsins og aðal- trúnaðarmaður ÍSAL, hefði komið inn á þá deilu en hún hefði ekki verið rædd sérstaklega af hálfu „Þess var ekki að vænta að þessi fundur leiddi til þeirrar niðurstöðu að öll vandamál væru leyst. Þama skiptust menn á skoðunum, lýstu mati sínu á stöð- nnní og hugmyndum um hvað væri tíl ráða. Menn ganga óbundnir tíl þessara viðræðna," sagði Jón Baldvin Hannibalsson, fjármálaráðherra, eftir fund for- ystumanna aðildarflokka ríkis- stjómarinnar með forsvars- mönnum verkalýðshreyfingar- innar i gær. Hann sagði að ríkisstjómin hefði lagt áherslu á hvemig koma mætti í veg fyrir víxlverkunaráhrif verð- lags og kauplags, möguleikann á að minnka greiðslubyrði skulda þegar verðbólga færi vaxandi og hvort þess væri að vænta af hálfu þeirra sem eiga ógerða kjarasamn- inga að þeir beittu sig sjálfsaga og héldu sig í stórom dráttum innan marka þeirra kjarasamninga, sem þegar hefðu verið gerðir. Það væri augljóst að ef ógerðir kjarasamn- ingar færo langt umfram þá samn- inga sem fyrir væro leiddi það að lokum til uppsagnar og nýrra samn- inga. Það þýddi að gengisfellingin, sem hefði þann tilgang að auka tekjur og greiðslugetu fískvinnsl- unnar, lynni út í sandinn og menn stæðu í sömu sporom og áður, en þó með hærri verðbólgu og í verri aðstöðu. Jón Baldvin sagði að hjá verka- lýðshreyfíngunni hefði komið fram sú skoðun að orsaka vandans væri ekki bara að leita í kaupinu og um það væru aðilar sammála. Því væri ástæða til þess að ræða fleiri at- riði. Forsvarsmenn þeirra lands- sambanda ASÍ, sem ósamið væri við, hefðu haft nokkuð góð orð um hóflega kjarasamninga. Þó hefði ríkisstjómarinnar heldur kjaramál aimennt gagnvart samningum sem ólokið væri. Þorsteinn svaraði því sfðan neitandi hvort ríkisstjómin fyrirhugaði að grípa inn í þessa deilu en sagði að stjómin fylgdist mjög nákvæmlega með deilunni þar sem hún væri mjög alvarleg og ef verkfall skylli á hefði það mjög miklar afleiðingar í för með sér. komið skýrt fram að sama viðmiðun gæti ekki átt við í öllum tilvikum og menn gætu ekki svarað því fyrir- fram hvort kröfugerð breyttist vegna verðhækkana í kjölfar geng- isbreytingarinnar. Spumingunni hefði því ekki verið svarað með ótví- ræðum hætti. Gert væri ráð fyrir að viðræðum yrði haldið áfram á næstunni í smærri hópum og leitað yrði eftir skýrari svörom bæði við þessum spumingum og öðrom. Aðspurður sagði Jón Baldvin að mikið lægi við leysa kjaradeiluna í álverinu í Straumsvík, fresturinn til þess væri stuttur og ef semdist myndi það auðvelda gang þeirra viðræðna við verkalýðshreyfínguna, sem framundan væro. Sjómenn munu krefjast hærra fiskverðs „ÞAÐ ER þóst að sjómenn munu gera kröfur um hækkun fisk- verðs tíl jafns við launaþróunina í landinu. Það verður þó á bratt- ann að sækja af hálfu sjómanna, miðað við þessa gengisfellingu og stöðu sjávarútvegsins í dag, að fá þá leiðréttingu á fiskverði sem við tefjum okkur þurfa,“ sagði Óskar Vigfússon, formað- ur Sjómannasambands íslands. Óskar sagði ennfremur að þau mistök ríkisstjómarinnar, að frysta fískverð í vetur, ykju enn á vand- ann, sérstaklega þegar almenn launaþróun í landinu væri borin saman við launaþróun sjómanna, eftir þessa vertíð þar sem sjómenn hefðu komið út með kauptrygging- una eina saman. Samband fiskvinnslustöðvanna: Reiðubúnir í samstarf um lausn vandans Tillögur framsóknarmanna um efnahagsráðstafanir: Lagt til að afnema vísitölubind- ingar og frysta álagningu Orsaka vandans er ekki einungis að leita í kaupinu - segir Jón Baldvin Hannibalsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.