Morgunblaðið - 18.05.1988, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1988
29
Bandaríkin:
Meese rekur
talsmann sinn
Ræðuritarmn segir upp
Washington. Reuter.
EDWIN Meese, dómsmálaráð-
herra Bandaríkjanna, hefur
komið af stað deilum vegna
brottfarar tveggja æðstu manna
dómsmálaráðuneytisins úr starfi.
Meese rak Terry Eastland, tals-
mann sinn, á mánudag þar sem
hann taldi Eastland ekki hafa varið
sig nógu harkalega. William
Schambra, helsti ræðuritari ráð-
herrans, mislíkaði brottrekstur
Eastlands og sagði upp starfí í
mótmælaskyni.
Eastland og Schambra bætast
því í hóp háttsettra manna, sem
hafa yfirgefið dómsmálaráðuneytið
nýlega. Flóttinn hófst 29. marz
síðastliðinn er Amold Bums, að-
stoðardómsmálaráðherra, William
Weld, deildarstjóri í sakamáladeild,
og flórir aðstoðarmenn þeirra sögðu
af sér. Sögðust embættismennimir
óttast að áframhaldandi vera Meese
í starfi skaðaði starfsemi ráðuneyt-
isins og hnekkti orðstír þess.
James McKay, sérstakur sak-
sóknari, rannsakar nú fjármál
Meese, meinta hlutdeild hans í
hneykslismáli, sem kennt er við
Wedtech-samsteypuna og aðild
hans að samningi um lagningu olíu-
leiðslu fyrir íraka, þar sem milljarð-
ur dollara, eða 43 milljarðar
íslenzkra króna, var í húfí.
McKay hefur sagt að hann skorti
sönnunargögn til þess að ákæra
Meese. Hins vegar er hermt að frá
McKay sé að vænta óvæginnar
skýrslu um ráðherrann og umsvif
hans. Búist er við að McKay vísi
skýrslu sinni og niðurstöðum til sið-
gæðisstofnunar stjómarinnar og
láti hana dæma um hvort og þá
hvaða málagjöld Meese beri.
Ronald Reagan, Bandaríkjafor-
seti, lýsti því yfir í gær að hann
bæri fiillt traust til síns gamla vin-
ar og ráðgjafa, EMwins Meese.
Forystugrein í Jerusalem Post
Venjum okkur af
bandarískri hjálp
Taiwan verði fyrirmynd
„VIÐ sjáum hliðstæður í samskiptum Taiwan og Bandaríkjanna
annars vegar og svo sambandi ísraels og Bandaríkjanna hins veg-
ar, en íbúar Taiwan voru svo heppnir, að Bandarikin tóku Kina
síðan framyfir þá. ísrael er i svipaðri stöðu nú. Við ættum að
fara fram á það við George Shultz, utanríkisráðherra, að dregið
verði úr efnahagsaðstoð Bandaríkjanna við okkur á næstu fimm
árum. Þetta gefur okkur tækifæri til að endurskipuleggja efna-
hag okkar á skilvirkan hátt og endurreisa stolt okkar með þvi
að verða þeim óháð. Við verðum vinir áfram, en við verðum ekki
beiningamenn.“
Þetta segir Stef Wertheimer í orðið lýsandi fyrirmynd um allan
ritstjómargrein í afmælisútgáfu heim fýrir að hika ekki við að taka
ísraelska blaðsins Jerusalem Post, áhættuogtefladjarfttil vinnings.
í tilefni 40 ára afmælis Ísraelsrík- Wertheimer segir, að þessar hlið-
is. Wertheimer segir í upphafi stasður séu ekki algerlega sam-
greinarinnar að Taiwan hafi þegið bærilegar, vegna þess að útgjalda-
fjárhagsaðstoð frá Bandaríkjunum byrði Israela til vamarmála sé slík
frá lokum síðari heimsstyijaldar. að hún muni áfram útheimta stuðn-
Síðan hafí staðan breytzt þegar ing Bandaríkjamanna. ísraelar eigi
Richard Nixon, forseti Banda- enn í stríði við Arabalönd sem hafi
ríkjanna, og Heniy Kissinger fóru ekki lært að sameiginleg vandamál
að snúa sér að kommúnista-Kína. veiði ekki leyst með stríði. Á hinn
Kínveijar hafi krafizt þess að bóginn verði ísraelum að lærast
Bandaríkjamenn létu Taiwan róa. að friður komist ekki á með stríði.
„Þetta var fyrir tíu ámm. Taiw- En með því að Bandaríkjamenn
anska þjóðin var sár og kommún- dragi úr efnahagsaðstoðinni muni
istamir himinlifandi af því að þeim það stuðla að meiri og fjölþættari
hafði tekizt að fá Bandaríkin til framleiðslu og þetta gæti orðið til
að viðurkenna þá sem fulltrúa hins að ýta undir samvinnu á sviði efna-
eina raunverulega Kína. En þó að hagsmála við arabíska nágranna.
Taiwanar væru ekki aðeins von- Greinarhöfundur kveðst telja að
sviknir, heldur hafi þeir einnig ta- Shultz hafi fullan skilning á þeim
lið að með þessu hafí þeir beðið ávinningi sem af þessu yrði. Wert-
álitshnekki, hefur þeim tekizt heimer rifjar upp grein sína í sama
smátt og smátt að sameina krafta blaði fyrir tveimur árum, og kveðst
sína með það að markmiði að verða hafa lfkt ástandi ísraela við það
samkeppnisfærir á heimsmörkuð- að þeir væru eins konar eiturlyfja-
um og þar með sjálfstætt ríki.“ neytendur, í stöðugri vímu banda-
Meðan Bandaríkin voru að veita rískrar hjálpar. Lækningin væri
fiármunum til Taiwan hafí eyjar- einfaldlega sú að venja ísraela
skeggjar ekki verið í stakk búnir smátt og smátt af „eitrinu".
til að standa á eigin fótum, heldur „Aðeins á þann hátt,“ segir
Wertheimer áfram. Það hafí ekki Wertheimer „getum við í samein-
verið fyrr en Bandaríkjamenn ingu, þjóðir þessa heimshluta,
ákváðu að snúa við þeim bakinu, tiyggt og byggt varanlegan frið,
að þeir hafí tekið nýja stefnu og sem grundvallast á sjálfstæði og
orðið efnahagslega sjálfstæðir. Þeir því glæsilega fordæmi, sem Taiwan
hafi viljað lifa af og Taiwan hafi hefur gefið okkur."
HiTACHI ÖRBYLGJUOFNAR
vandaðir — öruggir — ódýrir
>»/#RÖNNING
%//f// heimilistæki
KRINGLUNNI - SÍMI (91)685868
Aðná
fót-
festu
Snáðinn á
myndinni
heldur
traustataki
umfótinná
styttunni
meðan hann
lætur sig
sígatiljarð-
ar. Styttan
er í ahnenn-
ingsgarði í
Brussel og
er vinsæit
hjá yngri
kynslóðinni
aðklifraá
henni.
Hermannaveikin:
Tveir menn
hafa látist
London. Reuter.
ANNAR starfsmaður brezka
ríkisútvarpsins (BBC) lézt í gær
úr hermannaveiki, að sögn heil-
brigðisyfirvalda. Alls veiktust um
80 menn af veikinni i og við út-
varpshús BBC og lézt sá fyrsti í
siðustu viku.
Starfsmaður BBC sem lézt í gær
var 53 ára aðstoðarframkvæmda-
stjóri. Hann hafði umsjón með rekstri
upptökusala BBC. í síðustu viku lézt
63 ára ræstingarstjóri BBC.
Tannlæknadeild Guy’s-sjúkra-
hússins í suðurhluta London var opn-
uð í gær, en veira, sem veldur her-
mannaveiki, fannst f skolvatni tann-
læknastóla þar fyrir helgi. Yfírmenn
sjúkrahússins sögðu að sótthreinsun
væri að fullu lokið og verið væri að
rannsaka með hvaða hætti veiran
komst í vatnið.
Opið alla. virka daga
frá kl.09.00-18.00
og laugardaga
frá kl. 10.00-16.00
Attkl TILBOÐ ÞETTA STENDUR FRAM
YFIR NÆSTU HELGI.
innréttingoþjónuslon
Smlðjuvcgi 10- 202Kópavogl - Símar 77100-70S00
Vegna fyrirhugaðra breytinga í sýningarsal
okkar bjóðum við allar eldhús- og baðinnrétt-
ingar í sýningarsal
okkar með
40% afslætti.