Morgunblaðið - 18.05.1988, Síða 33

Morgunblaðið - 18.05.1988, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1988 33 glist ar, en það dugir samt ekki til að snúa dæminu við. Auk þess getur áhugi á list átt það til að minnka með vaxandi velmegun. Þess eru dæmi, að fagrar listir blómstri í hallæri. Hvað sem því líður, hneig- ist afkoma listamanna yfirleitt til að versna með vaxandi framleiðslu- kostnaði og meðfylgjandi sam- drætti eftirspumar eftir list. Af þessu stafar eilífur efnahags- vandi leikhúsa, listasafna og tónlist- arhúsa í einkaeign. Það er þess vegna ekki tilviljun, að Þjóðleik- húsið, listasafnið og sinfóníuhljóm- sveitin eru ríkisstofnanir, heldur beinlínis lífsnauðsyn. Svipuðu máli gegnir annars staðar í Evrópu. í Bandaríkjunum eru viðhorfin þó önnur. Þar njóta tónlistarhús og leikhús, þar á meðal óperuhús, tak- markaðrar fyrirgreiðslu ríkis og sveitarfélaga, en áhugasamir ein- staklingar og fyrirtæki fylla skarðið með fijálsum framlögum. III. Leikhús og bændabýli Hvers vegna kýs ríkisvaldið að veija fjármunum skattgreiðenda til að styrkja hljómsveitir, leikhús, listasöfn, búgreinar og bændabýli, sem færu um koll á fijálsum mark- aði? Svarið er einfalt, en liggur þó ekki í augum uppi. Við verðum að Þorvaldur Gylfason gæta að því, að atvinnuvegir eiga ekki allír jafngreiðan aðgang að fjárhirzlum ríkisins. Ef hjólbarða- verkstæði eða blómabúðir ættu við sams konar efnahagsvanda að stríða og landbúnaður og listræn starfsemi, er ekki líklegt, að ríkið hlypi undir bagga. Misgreiður að- gangur ólíkra atvinnugreina að sameiginlegum sjóðum landsmanna leiðir hugann að því, hvort land- búnaður og list séu einhvem veginn öðruvísi en aðrar starfsgreinar. Hér liggur hundurinn grafinn. Landbúnaður og list eru yfirleitt talin hafa sérstakt gildi fyrir menn- inguna og lífið í landinu vegna þess, að miklu fleiri njóta ávaxta land- búnaðar og listrænnar starfsemi en þeir, sem kaupa lambakjöt eða leik- húsmiða. (Svipað á raunar við um íþróttir og vísindi, en þær greinar eiga þó ekki við sams konar efna- hagsvanda að etja.) Miklum meiri hluta þjóðarinnar er það væntan- lega mikils virði, að í landinu skuli vera blómleg byggð og fjölskrúðugt menningarlíf. Skattgreiðendur á höfuðborgarsvæðinu eru því yfir- leitt fúsir til að stuðla að eðlilegu jafnvægi í byggð landsins, jafnvel þótt þeir njóti þess ekki sjálfír í sama mæli og sveitafólk. Og skatt- greiðendur úti á landi eru líka yfír- leitt fúsir til að stuðla að öflugu menningarlífí í landinu, jafnvel þótt þeir njóti þess ekki sjálfír í sama mæli og íbúar Reykjavíkur og ná- grennis. Þess vegna styrkir ríkið listir og landbúnað. IV. Aðstoð ríkisins En það er ekki sama, hvað hlut- imir kosta. Ríkisstjórnin hyggst samkvæmt fjárlögum veija um 3,2 milljörðum króna á þessu ári í niður- greiðslur landbúnaðarafurða og uppbætur á útfluttar landbúnaðar- afurðir. Að vísu em niðurgreiðslur og útflutningsuppbætur ekki alveg sambærilegar, því að neytendur njóta niðurgreiðslna yfírleitt í enn ríkari mæli en bændur, en þá má ekki heldur horfa fram hjá því, að niðurgreiðslur em á endanum sóttar í vasa neytenda sjálfra með skatt- heimtu. Niðurgreiðslur landbúnað- arafurða em stundum skoðaðar sem fjárhagsaðstoð við fátæk heimili og áttu rétt á sér fyrr á öldinni, en þær orka tvímælis í allsnægtaþjóð- félagi nútímans, þar sem ríkið býr yfir miklu hagkvæmari og öflugri aðferðum til tekjujöfnunar á sviði ríkisfjármála og tryggingamála. Hvað sem því líður, nemur upp- hæð þessara útgjalda í ár meira en 50.000 krónum á hveija fjögurra manna fjölskyldu í landinu öllu, ef allt er talið, og næstum 900.000 krónum á hveija fjögurra manna fjölskyldu í dreifbýli. Þetta em fjall- háar fjárhæðir. Það er hægt að færa þung rök fyrir því, að miklu minna fé dygði til að halda eðlilegu jafnvægi í byggð landsins. Niður- greiðslur hafa að vísu hækkað minna en þjóðarframleiðsla undan- gengin ár, en þær em tiltölulega miklu hærri í ár en árin næst á undan vegna þess, að ríkisstjómin vildi draga úr áhrifíim matarskatts- ins nýja á verð hefðbundinna land- búnaðarafurða. Auk þess er rétt að taka það fram, að háar útflutn- ingsbætur má að nokkm leyti rekja til þess, að verið er að fækka í sauð- fjárstofni landsmanna, svo sem nauðsyn krefur. Það er líka eftirtektarvert í þessu samhengi, að ríkisvaldið hyggst samkvæmt sömu fjárlögum veija um 400 milljónum króna til að styðja listræna starfsemi á þessu ári, en hér er átt við framlög ríkis- ins til leikhúsa, listasafna, tónleika- halds og fleira af svipuðu tagi. Þessi fjárhæð nemur um 6.700 krónum á hveija fjögurra manna fjölskyldu í landinu. Þetta er smá- ræði í samanburði við landbúnaðar- útgjöldin. Til frekari glöggvunar má geta þess, að öll framlög ríkis- ins til menningarmála á þessu ári munu eiga að nema um 800 milljón- um króna samkvæmt fjárlögum, eða liðlega 13.000 krónum á hvert heimili í landinu, en framlög ríkisins til búnaðarmála í heild munu eiga að nema um 5,1 milljarði króna, eða 85.000 krónum á hvert heimili. V. Eðlileg hlutföll? Er eðlilegt, að ríkið veiji marg- falt meira fé í landbúnað en list? Þessari spumingu verður hvert okk- ar að svara fyrir sig. Það er til dæmis trúlegt, að bændur og lista- menn hafi ólíka skoðun á málinu. En við neytendur? Hvað á okkur að fínnast? Við eigum engra beinna hagsmuna að gæta sem framleið- endur og styrkþegar. En við emm neytendur í víðari skilningi en vant er, því að við kaupum ekki aðeins lambakjöt og leikhúsmiða (langt undir kostnaðarverði að vísu og borgum skatta til ríkisins til að jafna metin), heldur njótum við þess líka í sameiningu, þegar land- búnaður og list fá að blómstra. Eða hvemig ætli þjóðinni liði í landinu, ef leiklistin, myndlistin, tónlistin og landsbyggðin væm í niðumíðslu? Sanngjöm og skynsamleg skoð- un okkar á því, í hvaða hlutföllum ríkið eigi helzt að styrkja landbúnað og list, hiýtur því að ráðast af öðm og meira en þröngum eigin hags- munum. Við hljótum líka að taka tillit til þess, hversu mikils virði við teljum framlag landbúnaðar og list- ar til þjóðlífsins í landinu. Höfundur er prófessor i þjáð- hagfræði við Háskóla íslands. Viðejrj- sumar Þessi lyfjaglös eru meðal um fjögur hundruð smáhluta, misheil- legra, sem fundust við uppgröftinn í Viðey í fyrra. í einu glasanna hefur varð- veist svartur vökvi, sem lyktar af tjöru. Morgunblaðið/Sverrir skráðir en það er einungis helming- ur þess sem fyrir liggur. Rissblokk munks í Viðeyjarklaustri? Markverðasti fundurinn frá síðasta sumri er tvímælalaust fimm » axtöflur í leðurhylki sem tímasett- ar hafa verið til 15. eða 16. aldar. Handritafræðingar í Ámastofnun hafa ráðið í hluta af letrinu en ekki hefur fengist samhengi í textann. Viðgerð vaxins fellst í því að láta töflumar liggja í bleyti í eitt ár. . Þessi fundur er einstakur á Norð- urlöndum að sögn Margrétar. Vax- töflumar voru rissblokkir síns tíma. Á þær var skrifað með oddmjóu verkfæri, svo nefndum stíl en vaxið að því búnu flatt út aftur. Áður hafa fundist töflur af þessu tagi, en vaxið hefur alltaf verið eytt og allt letur því farið forgörðum. Töfl- umar em ein besta vísbendingin um að klaustrið hafi verið á þessum stað. Á þeim hefur greinst íslenska, þýska og latína en á þessum tíma var latína ekki á færi annarra en kirkjunnar manna. Að sögn Margrétar em nær óþijótandi verkefni í Viðey fyrir fomleifafræðinga. Ætla mætti að eyjan hafí byggst innan við öld eft- ir landnám Ingólfs í Reykjavík. Hún benti á að ekki hefðu verið gerðar neinar gróðurfarsrannsóknir í eynni, en út frá fijókomagreiningu geta fomleifafræðingar fengið nákvæm- ar upplýsingar um hvenær búskapur hófst á viðkomandi stað og hvers eðlis hann hefur verið. Til dæmis mætti athuga hvort og hvenær bygg var ræktað í Viðey en fijókorna- greining á Reykjavíkursvæðinu bendir til þess að þar hafi bygg verið ræktað á fyrstu öldunum eftir landnám. Af sama toga em rannsóknir á mold úr þeim mannvirkjum sem grafin em upp. í moldinni má greina skordýr sem þrífast á fólki og fylgja því við hvert fótmál. Þannig er hægt að segja til um hvort og jafn- vel hvenær búið var á hveijum stað. Efnagreiningar og aðrar kostnað- arsamar rannsóknir em sjaldnast á færi þeirra sem vinna að uppgreftri fomminja hérlendis. Sagði Margrét að oft yrði að stóla á velvilja vísinda- manna í öðmm löndum sem tilbúnir væm að láta tæki sín og vinnu í té endurgjaldslaust vegna áhuga þeirra á landi og þjóð. Bein og sýni úr Viðey hafa til að mynda verið send til Þýskalands og Bandaríkjana til greiningar. Teikning af fyrirhugaðri vatnsrennibraut við sundlaugina í Laugardal. Borgarráð: Vatnsrennibraut í Laugardal Aætlaður kostn- aður um 10 millj. BORGARRÁÐ hefur samþykkt til- lögu byggingardeildar borgar- verkfræðingfs, að vatnsrennibraut, sem reisa á við grunnu sundlaug- ina í Laugardal. Áætlaður kostn- aður við vatnsrennibrautina sjálfa, er um 7 milljónir króna en kostnaður við undirstöður, frá- gang og uppsetningu er um 3 milljónir króna. Vatnsrennibrautin er um 80 metra löng og er meðalhalli hennar 1/10. Hún er gerð úr lituðu trefjaplasti og em fyrstu 30 metramir lokaðir með gegnsæu plasti. Stigi og stigahús em úr jámi og er húsið gleijað. Vatns- dælur em undir stigahúsinu, sem soga vatn úr lauginni og dæla því Morgunblaðið/Bjami Framkvæmdir við vatnsrennibrautina í Laugardal eru hafnar og er þegar búið að grafa grunn fyrir væntanlegt stigahús. upp í brautina. Hægt er að stjóma vatnsmagninu, en hraði fólks í braut- inni er meðal annars háður því. Gert er ráð fyrir að vatnsrenni- brautin verði tilbúin til notkunar í lok júní. r

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.