Morgunblaðið - 18.05.1988, Side 35

Morgunblaðið - 18.05.1988, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1988 35 Vordagar á Varmá: Karlakórinn Stefn- ir í Arbæjarkirkju Mosfellsbœ. Menningarmálanefnd Mos- fellsbæjar lætur ekki deigan síga og áfram er haldið sam- kvæmt upphaflegri áætlun og hafa lesendur Morgunblaðsins getað fylgst með þessu í frétt- um á undanförnum vikum. Um fyrstu helgina í maí var samkvæmt áætlun haldin sýning í Hlégarði á listaverkum í eigu Mosfellsbæjar. Mönnum þótti ein- sýnt að safna þessu öllu á einn stað svo bæjarbúar færu ekki í neinar grafgötur með hvað til væri. Þessi listaverk eru dreifð í skólum bæjarins og víðar en einna mest ber á verkum Guðmundar frá Miðdal. Þar ber hæst högg- myndir Guðmundar sem hann gerði í tilefni af Ólympíuleikunum í Helsinki og verðlaunaskjalið sem fylgir. Höggmyndimar eiga að prýða íþróttahúsið þegar það er fullbúið og þetta er gjöf frá ekkju Guðmundar, frú Lydíu Pálsdóttur Einarsson, og fjölskyldu þeirra hjóna. Gjöfin var afhent við vígslu íþróttahússins og Gísla Halldórs- syni var falið að gera ráð fyrir myndunum við hönnun húsanna og hafa verðlaunagripimir verið í hans vörslu síðan að þeir voru afhentir. Föstudaginn 13. maí héldu svo kóramir Mosfellskórinn og Rey- kjalundarkórinn söngskemmtun í Hlégarði og var þar húsfyllir. Þeir skiptu með sér tímanum og söng Reykjalundarkórinn fyrir hlé ein níu lög en Mosfellskórinn sex í seinni hlutanum en síðan sungu báðir kóramir saman í lokin. Mosfellskórinn hefir sér til aðstoð- ar litla hljómsveit en auk þess spilar söngstjórinn undir á píanó í nokkrum lögum. Þá syngur Helgi R. Einarsson einsöng með Mosfellskómum og dóttir hans Kristjana leikur á flautu. Að allra mati vom þetta glanshljómleikar þar sem bæði gestir og kórfólkið skemmti sér vel en undirritaður gat ekki þegið hið góða boð um að vera viðstaddur og kannað þetta af eigin reynd, enda ekki neinn listdómari. Það má með sanni segja að kórsöngur er með afbrigðum út- breiddur og vinsæll meðal íslend- inga og þá einkum í Mosfellsbæ en eins og áður hefir komið fram eru starfandi meir og minna 5 kórar í bænum og má það teljast gott. Era samtals um 250 manns Karlakórinn Stefnir. og þar er meðtalinn bamakórinn í Varmárskóla. Bamakórinn hyggur á ferð til Frakklands seinna í vor en lúðra- sveit Varmárskóla fer til Aust- urríkis um svipað leýti. Stjómend- ur þessara sveita era Guðmundur Ómar sem stjómar bamakómum en Birgir Sveinsson skólahljóm- sveitinni en hann er jafnframt formaður menningarmálanefnd- ar. Karlakórinn Stefnir í Kjósar- sýslu hefir nú lokið hefðbundnum söngskemmtunum sínum í hérað- inu og lauk vertíðinni með vel heppnaðri ferð til Austurlands. Þar var sungið bæði á Egilsstöð- um og á Norðfírði eða í Nesi eins og maður lærði að kalla þennan ágæta stað er ég var í skóla. Lokaverkefni karlakórsins er svo söngskemmtun í Arbæjarkirkju á miðvikudagskvöldið, þann 18. maí. Spyija mætti hvers vegna þar, en svarið er einfalt. Fyrir örfáum áram var öll byggð austan Elliðaáa og þar með talið Árbæj- arhverfi í Lágafellssókn í Mos- fellssveit. Þar telja Mosfellssveit- armenn sig eiga nokkur ítök en svo sem menningarleg og enn era kórmenn í Stefni sem búa í þess- ari gömlu sókn og þess vegna ekki úr vegi að koma þar fram og bjóða þar með þessum ná- grönnum okkar uppá nokkra til- breytingu í tilveranni þar neðra. Stjómandi kórsins er nú Láras Sveinsson trompetleikari en und- irleikari frú Jónína Gísladóttir. Friðbjöm Jónsson er einsöngvari en auk þess grípa einstakir kór- menn inní er þurfa þykir. Það verður óneitanlega gaman að sjá hvemig viðbrögð fólks í Árbænum verða er gamli kórinn kemur í heimsókn. í framhaldi af þessu má nefna að Stefnir var stofnaður þann 19. janúar 1940 og var upp- haflega blandaður kór og hafði það aðalverkefni að syngja í Lága- fellskirkju. Fljótlega skiptist þetta í kirkjukór og karlakór og hefir verið svo síðan. Árið 1990 verður því stórt ár í Mosfellsbæ þegar bæði karlakórinn og Ungmenna- sambandið getur minnst tíma- móta. Kórinn verður fimmtugur en Ungmennasambandið getur haldið uppá fímmtugsafmælið á landsmótum UMFÍ, en þá unnu heimamenn hér þetta mót með glæsibrag. Það verður gaman að sjá hina nýju veglegu kirkju í Árbænum og fá tækifæri til þess að hitta fólkið sem þar býr. - JMG Utanríkisráðherra: Utflutning’sleyfi fyrir frystar sjávar- 1 afurðir veitt aðilum utan sölusamtaka 15 umsóknir liggja þegar fyrir STEINGRÍMUR Hermannsson ut- anríkisráðherra hefur ákveðið að veita aðilum, utan sölusamtaka, leyfi til að flytja frystar sjávaraf- urðir á Bandaríkjamarkað að upp- fylltum ákveðnum skilyrðum. Iceland Seafood Corporation: Magnús G. Friðgeirsson ráðinn framkvæmdastjóri Á stjórnarfundi á mánudag í Iceland Seafood Corporation, sölufyrirtækis Sambandsins í Bandarikjunum, var Magnús G. Snjóflóð í Gilsfirði Miðhúsum. SNJÓFLÓÐ féll í Gilsfirði sl. sunnudag rétt innan við klettinn Drifanda á svokölluðu tjald- stæði. Flóðið er að sjá 40—50 m breitt og lá það niður á þjóðveg. Samkvæmt upplýsingum frá Hálldóri Gunnarssyni bónda í Gils- fjarðarmúla er það nær árviss við- burður að snjóflóð falli þama og stundum eru þau seinna á ferðinni en núna. Á laugardag og sunnudag var hér hlýtt veður og rennur fönn sem er efst í fjallinu af stað niður snarbratt fjallið. Snjóflóðið var á annan metra á þykkt þar sem það stoppaði að mestu við vegarbrúnina og á veginn komu einstaka snjó- boltar og nógu stórir til þess að valda tjóni á minni bílum. — Sveinn Friðgeirsson, framkvæmda- stjóri Búvörudeildar Sambands- ins, ráðinn forstjóri fyrirtækis- ins. Hann mun hefja störf þegar í þessum mánuði, en framan af sumri mun hann einnig gegna starfi framkvæmdastjóra Bú- vörudeildar, þar til nýr hefur verið ráðinn. Magnús G. Friðgeirsson er 37 ára gamall. Hann lauk prófi frá Samvinnuskólanum 1971 og stundaði síðan nám við London School of Foreign Trade og lauk þaðan prófi í viðskipta- og stjóm- unarfræðum. Árið 1973 hóf hann störf hjá Sjávarafurðadeild Sambandsins og starfaði þar í 10 ár að sölumái- um sjávarafurða, síðari árin mest við skreiðarviðskipti. Hann var ráðinn framkvæmdastjóri Búvöra- deildar 1983. Magnús var formaður Starfs- mannafélags Sambandsins í 3 ár og síðan fulltrúi starfsmanna í stjóm Sambandsins um skeið. Magnús er kvæntur Sigrúnu Davíðsdóttur skurðhjúkrunar- fræðingi og eiga þau þijú böm. (Fréttatilkynning) Ráðherra kynnti í gær kröfur sem ráðuneytið mun gera til væntan- legra útflytjenda. Viðskiptaráð- herra veitti sex fyrirtækjum leyfi, sem rann út um síðustu mánaðar- mót, til útflutnings á Bandaríkja- markað í nóvembermánuði sfðast- liðnum, skömmu áður en utanrík- isráðuneytið fékk umsjón með út- flutningsmálum. Einungis tvö fyr- irtækjanna hafa nýtt sér heimild- ina. Að sögn Steingríms Her- mannssonar liggja fyrir beiðnir frá niu fyrirtækjum til viðbótar um útflutningsleyfi. Verður farið með umsóknir þeirra samkvæmt nýju reglunum og einnig þurfa fyrirtækin sex að uppfylla skilyrði þeirra til að leyfi þeirra fáist end- umýjuð. Steingrímur Hermannsson sagðist hafa haft náið samráð við fulltrúa sölusamtaka og leyfishafa um setn- ingu reglnanna og kvaðst merkja af viðbrögðum þeirra við niðurstöðunni að þeir væru nokkuð sáttir við hana. í ráði er að taka hinar nýju reglur til endurskoðunar að ári liðnu, á grandvelli þeirrar reynslu sem fæst á tímabilinu. „Með því er ekki verið að hóta því að þessu verði kollvarpað þá,“ sagði ráðherra. „Það kann vel svo að fara að menn vilji breyta ein- hveiju í þessum reglum en ég held, að eftir að þetta skref er stigið, verði ekki aftur lokað fyrir útflutning af- urða á Bandaríkjamarkað." Meðal skilyrða sem sett verða fyr- ir veitingu útflutningsleyfa era að gæðaeftirlit verði í samræmi við regl- ur sjávarútvegsráðuneytisins. Ríkis- mat sjávarafurða mun hafa umsjón með eftirlitinu og gefa út vottorð fyrir útfluttar sjávarafurðir nema útflytjandi reki löggilta eftirlitsdeild. „Við viljum ekki að slys spilli fyrir heildarhagsmunum á markaðnum og ég vona að þess sé þama vandlega gætt að héðan fari ekki lélegar afurð- ir,“ sagði utanríkisráðherra. Ákvæði er í reglunum um að Ot- flytjendum sé óheimilt að nota vöra- merki sem líkjast vöramerkjum ann- arra íslenskra útflytjenda og sagði ráðherra það ákvæði sett af gefnu tilefni; borið hafi á því að tilraunir til að líkja eftir þekktum vöramerkj- um hafi valdið raglingi á markaðn- um. Þá er ákvæði um að SH og sjáv- arafurðadeild SÍS hafí, eftir sem áður, einkarétt á að flytja út fram- leiðslu fyrirtækja innan sinna vé- banda. „Ég hygg að aðilar að stóra samtökunum hafí skuldbundið sig til að selja aðeins fyrir milligöngu þeirra en við viljum ekki stofna til frum- skógarhemaðar og ég vil ekki að þessi samtök sem ég tel að hafi gegn mjög mikilvægu hlutverki fyrir þjóð- arbúið verði brotin niður vegna skammsýnna sjónarmiða," sagði ut- anríkisráðherra um þetta ákvæði. Væntanlegir útflytjendur þurfa að veita utanríkisráðuneytinu upplýs- ingar um söluverð, magn, kaupanda, framleiðanda, söluskilmála og fleira og mun þurfa að leita heimildar ráðu- neytisins fyrir sérhverri sendingu. Að sögn utanríkisráðherra mun þar þó vera nánast um formsatriði að ræða, uppfylli útflytjendur hin al- mennu skilyrði. Utflutningur frystra sjávarafurða: 15 hafa sótt um leyfi 15 FYRIRTÆKI hafa þegar sent erindi til utanríkisráðuneytisins um að þeim verði veitt leyfi til að flytja frystar sjávarafurðir á Bandaríkjamarkað. 6 fyrirtækj- Siglufjörður: Mikið landað af rækju Siglufirði. TVEIR bátar lönduðu hér rækju Þá landaði Stapavíkin í gær 100 í gær og tveir i fyrradag. Þórður tonnum af þorski og Sigluvíkin 170 Jónsson EA landaði 15 tonnum tonnum af grálúðu. Bátar hafa að- og Sæljón SU 11 tonnum í fyrra- eins reynt fyrir sér með handfæram dag og Súlan EA landaði 17 tonn- og afar Ktið fiskast. um í gær og Þorlákur SE 7 tonn- Matthías anna fengu í nóvembermánuði leyfi frá viðskiptaráðherra, sem annaðist útflutningsmál á þeim tíma, til að stunda slíkan útflutn- ing i hálft ár en önnur nfu hafa haft samband við utanríkisráðu- neytið og lýst áhuga á útflutningi. Óll þessi fyrirtæki þurfa að upp- fylla þau skilyrði sem kveðið er á um í nýsettum reglum utanríkisráðu- neytisins. Fyrirtækin níu era: Asiaco hf., Fisktækni hf., Luna Seafood hf., Naskó hf., Andri hf., Seifur hf., R. Hannesson hf., Marfang hf. og ís- lenska Markaðsfélagið hf.. Fyrirtæk- in sex sem fengu leyfí viðskiptaráð- herra era: íslenska útflutningsmið- stöðin hf., íslenskur gæðafiskur hf., Vogar hf., G. Ingason hf., Marbakki hf. og Stefnir hf..

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.