Morgunblaðið - 18.05.1988, Page 42

Morgunblaðið - 18.05.1988, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1988 Akranes: Atak við fegrun í bæjarlandi Akraness Morgunblaðið/Björn Sveinsson Anna Ingólfsdóttir sögumaður ásamt dýrunum sem ætla að gerast söngvarar í Brimaborg. Brúðuleikhús sýn- ir á Egilsstöðum ^ Egilsstöðum. ^ Á EGILSSTÖÐUM eru nú sýning- í undirbúningi er hin árlega hreinsunarherferð i bæjarlandi Akraness og munu bæjaryfir- völd beita sér fyrir átaki við hreinsun þess nú síðari hluta maímánaðar. Starfsmenn bæjarins fóru fyrir nokkru í kynningarferð um hluta bæjarlandsins til að gera sér grein fyrir ástandinu og kom þá m.a. í ljós að á annað hundrað númers- lausar bifreiðir voru á vegi þeirra auk margra óþrifalegra lóða. Ljóst er því að af nógu er að taka vilji menn fegra. Bæjarstarfsmennimir tóku myndir af öllum bílhræjunum og sendu þær inn á borð bæjar- ráðs. Að sögn eins þeirra sem fóru í umrædda herferð tóku menn með sér eina filmu til myndatökunnar en þegar upp var staðið þurfti gott betur. Nú hefur forráðamönnum þess- ara bíla og annars þess drasls, sem á vegi bæjarstarfsmanna varð, verið sent bréf og þeir hvattir til að fjarlægja það innan ákveðinna tímamarka. Að öðrum kosti verði það gert á kostnað eigenda. Gísli Gíslason bæjarstjóri sagði í sam- tali við fréttaritara að það væri engin nýjung hjá Akraneskaup- stað að fara slíka herferð, það væri árviss viðburður. Því væri þó ekki að neita að fjöldi númers- lausra bíla væri mun meiri en ver- ið hefur undanfarin ár. Fólk á Akranesi er áhugasamt um að hafa hreint í kringum sig og því á ég von á að það verði fljótgert að koma ástandinu í eðlilegt horf að nýju, sagði Gísli að lokum. - JG Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Gísli Gíslason bæjarstjóri á Akra- nesi með myndir sem teknar voni af bílhræjum í bæjarlandi Akra- ness. ar á brúðuleikhúsi í gangi. Það er hópur áhugafólks sem fékk lítinn sal hjá Safnastofnun Austur- lands og setti upp brúðuleikrit byggt á sögunni um Brimaborgar- söngvarana úr Grimmsævintýr- um. Þetta er í fyrsta sinn sem heima- menn setja upp brúðuleikhús og vek- ur þetta framtak mikla kátínu hjá yngstu borgurunum sem fæstir hafa átt þess kost að kynnast þessu list- formi áður. Hinn litli salur, sem sýningamar fara fram í, býður upp á að áhorfend- ur verði virkir þátttakendur í sýning- unni með aðstoð sögumanns og for- söngvara. Þessir framtakssömu ein- staklingar sem að sýningunni standa hafa unnið alla undirbúningsvinnu við uppsetningu, smíðað leiksvið, saumað tjöld og brúður og samið handrit auk söngtexta og laga sem eru mörg. Sögumaður er Anna Ing- ólfsdóttir. Að loknum sýningum hér á Egils- stöðum, sem þegar eru orðnar fleiri en ráðgert var í upphafi, verða sýn- ingar á nærliggjandi fjörðum. - Björn Margrét Kristjánsdóttir fiðlu- leikari. Burtfarartón- leikar í Tón- listarskólanum Tónlistarskólinn í Reykjavík heldur tvenna tónleika í vikunni. Fyrri tónleikamir verða fimmtu- daginn 19. maí í húsnæði skólans að Laugavegi 178 og hefjast kl. 20.30. Margrét Kristjánsdóttir, fiðlu- leikari flytur verk eftir J.S. Bach, Haydn, Beethoven, Saint-Saéns og Hallgrím Helgason. Catherine Will- iams leikur með á píanó og strengjasveit skólans aðstoðar. Stjómandi strengjasveitarinnar er Guðný Guðmundsdóttir. Tónleik- amir eru burtfararpróf Margrétar frá skólanum. Síðari tónleikamir verða föstu- daginn 20. maí á sama stað og þeir fyrri og heíjast kl. 18.00. Flutt verður raftónlist og em höfundar nemendur á 2. ári tón- fræðadeildar skólans. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum heimill. (Fréttatilkynning) riNISSAN Yertu NISSAN PATHFINDER Nissan megin við stýrið í ár IFINDER t/ NISSAN SUMHV • Kraftmikil 2,4 eða 3ja lítra vél. • Aflstýri. • Lúxusinnrétting. • Fimmgíra beinskiptur eða NISSAN SUNNY COUPÉ • Glæsileg innrétting. • Kraftmikill: 1500ccog 1600 cc fjölventla vél. • Beinskiptureða sjálfskiptur. • Aflstýri. NISSAN MICRA • 1000cc4rastrokka vél. • Beinskiptur 4ra — 5 gíra. • Framhjóladrifmn. • Eyðslugrannur með afbrigðum. • Betri smábíll finnst varla. sjálfskiptur, hátt og lágt drif. • Kosinn jeppi ársins af tímaritinu „Four Wheeler". • Fjölskyldubíllinn með möguleikana. • 4ra, 5 gíra beinskipting eða • 3ja dyra — 4ra dyra — 5 dyra. sjálfskipting. • Þrjár vélastærðir: 1300, 1500, • Aflstýri. 1600 cc. — fjölventla. NISSAN SUNNY WAGON 4WD. • 5 dyra. • 5 gíra beinskipting með fjórhjóladrifshnappi. • Aflstýri. NISSAN PRAIRIE 4WD. • Sérstaklega lipur. • Kraftmikil 2000 cc vél. • Hæð milli gólfs og lofts 1,4 m. • 5 gíra beinskiptur. • Aflstýri. Nokkrum gerðum af NISSAN óráðstafað á eldra gengi Ingvar Helgason hf. Sýningarsalurinn, Rauðagerði Sími: 91 -3 35 60

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.