Morgunblaðið - 18.05.1988, Blaðsíða 49
rpr Iam si ínioAnii'sivfíTM (íinA.iaHUOaON
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1988
8*
49
Athuga-
semd við
athuga-
semd land-
læknis
Á laugardaginn gerði landlæknir
athugasemd við frásögn mína í
Morgunblaðinu 10. maí. Hann segir
rétt frá í öllum aðalatriðum. Ég vil
þó gera athugasemd við þau um-
mæli hans að ég hafi „laumast í
gögn er lágu á borði fyrir framan
ritara". Og á þetta að vera eftir
minni eigin sögn. Nú lýsir orðalagið
að „laumast í“ eitthvað einhvers
konar pukri og leynd, ber jafnvel
keim af því að stelast í eða hafa
rangt við. En þetta var ekki þann-
ig. Það þurfti ekki að laumast neitt.
Trúnaðarmálagögnin voru á af-
greiðsluborðinu, ekki fyrir innan
það. Þeir sem erindi eiga á skrifstof-
ur telja ósjálfrátt að öllum sé guð-
velkomið að kynna sér það sem ligg-
ur á afgreiðsluborði. Er algengt að
fólk gluggi í slíkt dót meðan það
bíður afgreiðslu. Hins vegar geri
ég ráð fyrir að fólki bregði í brún
og hrökkvi frá, er það áttar sig á
því að það er að skoða leyndarmál,
sem það hafði ekki búist við að
rekast á undir slíkum kringumstæð-
um. Annars ber að fagna þessari
athugasemd. Hún staðfestir sögu
mína og vitnar um sanngirni og
heiðarleika landlæknis. Ég hef svo
• hyggju að skrifa seinna geysi-
margar greinar sem gætu komið
landlækni og embætti hans smá-
vegis við. Og tel ég víst að hann
geri athugasemdir við þær allar.
Slík skrif og gagnskrif gætu jafn-
vel vakið Læknafélagið upp af
sínum móralska dauða. Af öllu sam-
an gæti svo almenningur dregið
geysi gagnlega Iærdóma.
Sigurður Þór Guðjónsson
Fermingfar á
Vestfjörðum
Ferming í Þingeyrarkirkju
hvítasunnudag, 22. maí, kl. 10.30.
Prestur sr. Gunnar Eiríkur
Hauksson. Fermd verða:
Amheiður Ingibjörg
Svanbergsdóttir
Vallargötu 6
Gunnar Borgþór Sigurðarson
Brekkugötu 46
Halldóra Laufey Sigurðardóttir
Hrunastíg 4
Hjalti Antonsson
Brekkugötu 18
Hrafnhildur Skúladóttir
Hlíðargötu 44
Sigurður Marteinn Magnússon
Hlíðargötu 22
Sigurveig Steinarsdóttir
Fjarðargötu 53a
Svanfríð Dögg Línadóttir
Aðalstræti 49.
Ferming í Flateyrarkirkju
hvitasunnudag, 22. maí, kl. 14.
Prestur sr. Gunnar Eiríkur
Hauksson. Fermd verða:
Guðríður Pétursdóttir
Brimnesvegi 28
Ingvi Hrafn Oskarsson
Drafnargötu 6
Ómar Örn Magnússon
Grundarstíg 4
Róbert Reynisson
Ólafstúni 9
Sesselja Lind Magnúsdóttir
Vífilsmýrum, Mosvallahreppi
Stefán Steinar Jónsson
Brimnesvegi 8
Þuríður íris Reynisdóttir
Sólvöllum, Flateyri.
RITVÉLAR
REIKNIVÉLAR
PRENTARAR
TÖLVUHÚSGÖGN
Þú Byrjar Snemvia
Við getum hjálpað þér.
í Síðumúlanum er málningarvöruverslun, þar sem
persónuleg þjónusta og fagleg ráðgjöf hefur verið
á oddinum frá upphafi,
jafnt fyrir atvinnumenn
og þá sem hjálpa sér sjálfir.
Við eigum ótrúlegt úrval
af málningarvörum, gólfefnum, parketi,
veggfóðri, jám- og smávöru auk allra efna
og áhalda til að vinna verkið.
Að velja réttu efnin og vinna vel úr þeim,
- þar kemur okkar reynsla þér til góða.
(Oitui
Síðumúla 15, sími (91)-84533
- RÉTTl LmjRINN!