Morgunblaðið - 18.05.1988, Qupperneq 54
54
fclk í
fréttum
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1988
LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR
Galdur leikhússins
og börnin
í gegnum „göngin“ var haldið úr ævintýralandi i málningarland.
Töfraklút er sveiflað yfir höfðinu
til að komast inn í ævintýra-
land þar sem menn geta flogið,
breytt sér í hreindýr, galdrað og
farið ofan í sjóinn eins og ekkert
sé. í ævintýralandinu er alltaf dag-
ur. Þaðan er skriðið gegnum dimm
göng inn í málningarland. Ekkert
heyrist annað en tónlist og sull í
vatninu sem penslamir eru skolaðir
í. Hópur sex ára bama málar litrík-
ar myndir úr ævintýralandinu á
langan renning á gólfinu. Það er
nóg að gera í leiksmiðju bamanna
hjá Leikfélagi Reykjavíkur.
Þijár konur vinna með bömunum
í leiksmiðjunni, þær Asdís Skúla-
dóttir leikari og leikstjóri, Soffía
Vagnsdóttir tónlistarkennari og
Margrét Ámadóttir leikari sem
undanfarin ár hefur unnið með
spænska leikhópnum „Els Come-
diants" er hingað kom á Listahátíð
1980.
Að sögn Ásdísar hefur Leikfélag
Reykjavíkur haft samvinnu við
Melaskóla um þessa tilraun að
bamaleiksmiéju. Nemendur úr sex
ára bekkjum skólans hafa komið í
Iðnó nokkra föstudagseftirmiðdaga
í vor. „Fyrstu skiptin byijuðum við
leikhússtundina á að segja börnun-
um ævintýri og álfasögur en höfum
nú breytt til, reynum að komast inn
í veruleika þeirra."
„Við tölum um land þar sem
bæði er skemmtilegt og leiðinlegt,
gleði og sorg. En þetta er líka
ævintýraland þar sem sitthvað ger-
ist sem er ómögulegt í verunni,"
segir Ásdís. ímyndunarafl bam-
anna er virkjað með því að fá þau
til að mála myndir af því sem á sér
stað í ævintýralandinu. Vitaskuld
speglast vemleiki þeirra í hug-
myndafluginu og myndimar em
margar mjög skemmtilegar. Þegar
þau em búin að mála syngur Soffía
með þeim en í lokin fara þau í bún-
inga og prófa að standa á sviði.
Við viljum eiga rólega stund með
bömunum í leikhúsinu, nóg er af
glummganginum úti fyrir.“
••
Oðru vísi barnaleikhús
Að sögn Hallmars Sigurðssonar
leikhússtjóra Leikfélags Reykjavík-
ur er leiksmiðjan tilraun til að taka
bamaleikhús öðmm tökum en venja
er til. „Við viljum skoða á því fleiri
hliðar en stórar leiksýningar þar
sem böm em aðeins áhorfendur,
og leitast við að opna leikhúsið fyr-
ir hugmyndum ungra áhorfenda.
Samvinna við böm á að vera sjálf-
sagður hlutur fyrir leikara sem oft-
ar en ekki setja sig í ákveðnar stell-
ingar þegar leikið er fyrir þennan
hóp. Hlutverk leiksmiðjunnar er
meðal annars að vinna gegn hneig-
ingum til að tala niður til bama og
vantreysta skilningi þeirra. Oftast
em þau einmitt næmari áhorfendur
en fullorðnir."
„Við emm að þreifa okkur áfram
með þetta starf en sennilega verður
til leikverk í tengslum við það og
vonandi sýning næsta vetur," segir
Hallmar. „í haust getum við byggt
á reynslunni sem við öðlumst þessar
vikumar og vonir standa til að
starfíð með bömunum verði fjöl-
breyttara í framtíðinni. Nú styttist
í að Leikfélagið flytjist í Borgarleik-
húsið en við sem vinnum hjá LR
teljum að í þvi húsi eigi ekki einung-
is að fara fram miðasala á daginn
og leiksýningar að kvöldlagi. Við
viljum bjóða upp á meira, ekki síst
fyrir böm.“
Hallmar ræddi um nauðsyn þess
að skapa mótvægi við flóð útlends
skemmtiefnis. „Mikið af bamaefni
sjónvarpsstöðvanna til að mynda
,Það sem geríst í ævintýralandi fer frá höfðinu til handarinnar og með penslinum niður á blaðið,“ var
sagt við börnin.
er flutt á erlendum málum og mnn-
ið úr framandi menningammhverfí.
Við þurfum að halda fram íslenskri
menningu gegn þessu.“
„Bömum hefur oft á tíðum verið
lítið sinnt af listamönnum þjóðar-
innar, þeim mun meira með mis-
góðu innfluttu efni. Krakkar sem
aðeins alast upp við bíóferðir og
að horfa á sjónvarp fara á mis við
galdur leikhússins. Helsta hráefni
þess er ímyndunaraflið en obbi inn-
flutts efnis er mikið matreiddur, á
vissan hátt lamandi. Við viljum
hvetja til sköpunar og vonum að
leiksmiðja bamanna sé leið til þess."
Morgunblaðið/Þorkell
Sex ára börn úr Melaskóla með Ásdísi Skúladóttur í Iðnó. Þar hefur
leiksmiðja barnanna veríð starfrækt til reynslu í vor. Liklegt er að
til verði bamaleikrit næsta vetur f tengslum við starfið.