Morgunblaðið - 18.05.1988, Page 60
60
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1988
Sólheimar í Grímsnesi:
Landgræðsluátak og fjáröflun
Selfossi.
ÍBÚAR á Sólheimum i
Grimsnesi munu á næstunni
bjóða fólki þátttðku i land-
græðsluátakinu Gefum
landinu lit, með þvi að kaupa
lúpínurætur sem stungnar
hafa verið upp og pakkað í
plastpoka.
Landgræðsluátak þetta er
einnig Qáröflun fólksins vegna
byggingaframkvæmda á Sól-
heimum en þar hefur mikil upp-
bygging átt sér stað. Lúpínuræ-
tumar eru stungnar upp í brekk-
unum á Sólheimum og víðar þar
sem mikið er um lúpínu. Rótun-
um er pakkað í plastpoka og
þannig gengið frá pakkningun-
um að rætumar haldist sem
heillegastar. Með í pakkanum
er lítill tréspaði sem nota á við
gróðursetningu.
í hveijum pakka em tíu rótar-
hnyðrjur sem tilbúnar em til út-
plöntunar. Á pokann utan um
rætumar em letraðar leiðbein-
ingar og bent á að lúpínan sé
sérlega hentug til að bæta jarð-
veg og hefta uppblástur. Fólki
er bent á að velja sér opið land,
holt eða mel, til gróðursetning-
ar. Landið þarf að vera lokað
fyrir sauðfé og ekki skal velja
þjóðgarða eða annað friðað land.
Lúpínupakkamir verða boðnir
til sölu dagana fyrir hvítasunnu
og seldir á fjölfomum stöðum.
Morgunblaðið/Siguröur Jónsson
Unnið við að stinga upp lúpinurætur í einni brekkunni við Sól-
heima.
Hver pakki kostar 500 krónur
og vonast Sólheimafólkið til þess
að pakkamir og landgræðsluá-
takið fái góðar viðtökur. „Nú
klæðum við landið blátt," sagði
einn vistmannanna þar sem
hann vann við að pakka lúpín-
unni.
Sig. Jóns.
Gefum landinu lit,“ stendur á
pökkunum. Hér er ein pökkun-
arstúlkan með tilbúinn pakka.
gróður
osmjE
MOSAEYÐANDI!
JARÐVEGSBÆTANDI!
Gróöurkalk er ætlaö til
notkunar fyrir gras,
grænmeti, runna og
limgerði. Þaö stuölar að
jafnari sprettu og heldur
mosa og varpasveif-
grasi í skefjum.
Gróðurkalk eykur
uppskeru garöávaxta
og skerpir vöxt lauftrjáa.
Gróöurkalk er hagstæð
blanda af fínni mélu og
grófari kornum sem er
þjál í meðförum og
auðveld í dreifingu.
Fínmalaö kalkið hefur
strax áhrif en gróf
kornin leysast upp
smátt og smátt og
stuðla að langtímaverk-
un kalksins.
I grasgarða og limgerði
er best að dreifa og
blanda kalkinu í
gróðurmoldina við
sáningu eða
gróðursetningu. Gott er
að dreifa kalkinu vor
eða haust og raka það
vel ofan í grassvörðinn
með hrífu.
Grænmetisgarða er
hentugast að kalka á
vorin eða á haustin.
Best er að blanda
kalkinu*vel í gróður-
moldina um leið og
garðurinn er unninn.
N "
hættu á kláöa þarf ekki
að kalka kartöflugarða
nema þeir séu mjög
súrir. Ekki er heldur
ráðlegt að kalka
skrautrunna sem þurfa
súran jarðveg.
Nánari upplýsingar um
Gróðurkalk oq notkun
þess er að finna í
bæklingi sem þú færð
ókeypis á útsölustöðun-
um.
HEILDSÖLUDREIFING:
SEMENTSVERKSMIÐJA RÍKISINS
SÆVARHÖFÐA 11,112 REYKJAVÍK. SÍMI: 91-83400
MÁNABRAUT, 300 AKRANES. SÍMI: 93-11555
KALMANSVÖLLUM 3, 300 AKRANES. SlMI: 93-13355
Krystyna Cortes og Helgi Maronsson.
Tónleikar í f s-
lensku óperunni
TÓNLEIKAR verða haldnir í ís-
lensku óperunni fimmtudaginn
19. mai nk. Það er tenórinn Helgi
Maronsson úr Njarðvík sem flyt-
ur þar gamlar ítalskar aríur, Ijóð
eftir Beethoven og Hugo Wolf
og óperuariur eftir Donizetti,
Bellini, Puccini, Flotow og Verdi.
Helgi hélt burtfarartónleika vorið
1987 frá Tónlistarskóla Njarðvíkur
þar sem Ragnheiður Guðmunds-
dóttir hefur verið kennari söng-
deildar undanfarin 10 ár. Undirleik-
ari Helga á þessum tónleikum er
Krystyna Cortes. Krystyna réðst
sem undirleikari við söngdeild skól-
ans sl. haust og hefur verið ómetan-
leg lyftistöng fyrir deildina, því þar
fer vanur undirleikari einsöngvara,
kóra og einleikshljóðfæra.
Tónleikamir í Islensku óperunni
heQast kl. 20.30. Miðar fást í Bóka-
búð Keflavíkur, Eymundsson og við
innganginn.
(Fréttatílkynnmg)
Landsþing JC
í Hafnarfirði
27. LANDSÞING JC-íslands
verður haldið i Hafnarfirði dag-
ana 19. — 23. maí n.k. Það er
JC-Hafnarfjörður sem sér um
framkvæmd þingsins, en þing-
haldið sjálft fer fram á Hótel
Loftleiðum.
Kjörorð þingsins eru “ferðaþjón-
usta - framtíðarsýn", og verður
aðaláhersla lögð á að ræða ferða-
þjónustu innanlands. Einnig verða
á dagskránni ræðukeppni, nám-
skeið og svonefndir sviðafundir, auk
skemmtikvölda.
Þingið verður sett í Vfðistaða-
kirkju föstudaginn 19. maí og lýkur
með hófi í Glæsibæ hinn 23. maí.
Búist er við að fjöldi þátttakenda
verði á bilinu 250 — 300 manns.
(Úr fréttatiliiynningTj)
í Víðistaðakirkju fer setningarathöfn landsþings JC-íslands fram.
Kaupfélag Þingeyinga:
Samþykkt tillaga
um hámarkslaun
Á AÐALFUNDI Kaupfélags Þing-
eyinga þann 8.maí 8.1. var sam-
þykkt tillaga í kjaramálum, þess
efnis að stefnt verði að þvi að
hæstu laun verði aldrei hærri en
fjórföld lágmarkslaun.
Tillaga Kaupfélags Þingeyinga
hljóðaði á þessa leið: „Aðalfundur
Kaupfélags Þingeyinga haldinn
8.maí s.l. beinir því til Vinnumála-
sambands samvinnufélaganna og
S.Í.S. að vinna af fullri einurð gegn
því hrikalega launamisrétti sem nú
er orðin staðreynd á íslandi. Unnið
verði að þvf að hæstu laun verði aldr-
ei hærri en fiórföld lágmarkslaun.
Fundurinn felur fulltrúum sfnum á
aðalfundi S.Í.S. 1988 að koma mál-
inu á framfæri."
Verslunarmannafélag Húsavíkur
hefur lagt fram hliðstæðar tillögur
og er í þeim gert ráð fyrir einum
20 flokka launastiga fyrir allt launa-
fólk f landinu þar sem bil milli launa-
flokka yrði 7-8% og mánaðarlaun í
efsta þrepi jafngildi sem næst 4,3
mánaðarlaunum í _ lægsta þrepi.
Verslunarmenn á Húsavík taka það
jafnframt fram að ekki sé ástæða
til að hækka laun f landinu almennt
en draga heldur úr launamisrétti.