Morgunblaðið - 18.05.1988, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1988
63*
fatím
FOLK
I GUÐJÓN Guðmundsson,
leikmaðurinn knái hjá Víði, féll út
af listanum yfír þá leikmenn sem
hafa skorað tvö mörk úr vítaspym-
um í leik í 1. deild - þegar við
sögðum frá þeim í gær. Guðjón
vann það afrek í leik gegn Akra-
nesi 1986.
■ AUSTURRÍKISMENN lögðu
Ungveija að velli, 4:0, í vináttu-
landsleik í knattspymu í Búdapest
í gærkvöldi. 5000 áhorfendur sáu
Rupert Marko skora þrjú mörk,
en Ralph Hasenhuettl bætti þvi
flórða við. íslendingar, sem töp-
uðu, 0:3, fyrir Ungverjum á dögun-
um, leika í riðli með Austurríkis-
mönnum í undankeppni HM-
keppninnar.
■ RUUD Gullit, og félagar hans
hjá AC Mílanó, unnu öruggan sig-
ur, 3:2, yfir Manchester United í
vináttulandsleik á Óld Trafford í
gærkvöldi. Pietro Virdis og
Claudio Borghi, tvö, skomðu mörk
ítölsku meistarana. Jesper Olsen
og Brian McClair skoruðu mörk
United á síðustu tíu m(n. leiksins.
■ IAN Rush tryggði heimsliðinu
í knattspymu sigur, 2:1, yfir lands-
liði írlands í Dublin í gærkvöldi.
Margir bestu leikmenn írlands
gátu ekki leikið vegna meiðsla.
■ SKOTLAND og Kólumbía
gerðu jafntefli, 0:0, á Hampden
Park í gærkvöldi. Skotar hafa
gert þijú markalaus jafntefli í
síðustu fimm landsleikjum sínum.
Þeir voru nær sigri i gærkvöldi.
Carlos Hoyos, vamarmaður Kól-
umbíu, átti skot á stöngina á eigin
marki og þá skallaði Mo Johnston,
leikmaður með Nantes, knöttinn á
stöngina á marki Kólumbíu rétt
fyrir leikslok. Skotar mæta Eng-
lendingum í næstu viku og síðan
leikur England gegn Kólumbíu.
■ SPÁNSKA útvarpið sagði frá
því í gærkvöldi að Jose Luis
Nunez, forseti Barcelona, ætlar
að kaupa spánska landsliðsmenn
fyrir 387 millj. ísl. kr. - fyrir næsta
keppnistímabil. Þrír leikmenn hjá
Real Sociedad eru undir smá-
sjánni. Markaskoarinn mikli, Jose
Bakero, sem skoraði sautján mörk
sl. keppnistímabil, Tziki Begui-
ristaini og vamarmaðurinn Luis
Lopez Rekerte. Þá hefur spánski
landsliðsmaðurinn Eloy Olaya hjá
Sporting Gijon einnig verið nefnd-
ur. Það er greinilegt að Barcelona
ætlar sér að koma upp öflugu liði
undir stjóm Johan Cruyff, fyrir
næsta keppnistímabil.
■ FRANZ Beckenbauer, lands-
liðseinvaldur V-Þýskalands, sagði
frá því í gær að það borgaði sig
ekki að byggja v-þýska landsliðið
of mikið upp á leikmönnum sem
leika fyrir utan V-Þýskalands.
„Það er allt í lagi að tveir til þrír
leikmenn leika hveiju sinni í lið-
inu,“ sagði Beckenbauer. Margir
snjallir leikmenn leika með erlend-
um liðum, eins og Klaus Allofs,
Mareseille, Rudi Völler, Róma,
Thomas Berthold, Veróna og þá
er Lothar Matth&us á leið til Inter
Mílanó og Andreas Brehme hefur
hugsað sér til hreyfings. Einhveijir
þessara leikmanna verða að víkja,
ef Beckenbauer stendur við orð
sín.
■ MANUEL Femandes, fyrr-
um landsliðsmaður Portugals, var
í gær ráðinn sem eftirmaður Mal-
colm Allison hjá Setubal.
KNATTSPYRNA
ÍR og Selfoss
ríða á vaðið
Ilandsmótið í 2. deild karla í
knattspymu 1988 hefst í kvöld
með leik IR og Selfoss á gervigras-
inu (Laugardal kl. 20.00. Einn leik-
ur verður á morgun, en þá leika
UBK og FH.
KNATTSPYRNA / 1. DEILD (SL-DEILD)
Valsmenn fá ekki völl til
að leika á gegn Leiftri
„VIÐ erum aft vinna á fullu til
að leysa þetta mál. Þaft er
þegar Ijóst, að leikur Vals og
Leifturs fer ekki f ram á
fimmtudagskvöld, eins og til
stóft. Valsmenn fá ekki völl
tilaft lefka á gegn Leiftri þetta
kvöld," sagfti Helgi Þorvalds-
son, formaður Mótanefndar
KSÍ í viðtali vift Morgunblaðið
í gœrkvöldi.
Helgi sagði að grasvöllur Vals-
manna að Hlíðarenda væri
ekki tilbúinn. „Þá getur leikurinn
ekki farið fram á grevigrasvellin-
um í Laugardal, þar sem Ármann
og Hafnir leika þar í 4. deild. Til
greina kom að leika leikinn á
malarvellinum að Hlíðarenda, en
að því getur ekki orðið. Starfs-
menn Laugardalsvallarins, sem
sjá um viðhald á knattspymuvöll-
um í Reykjavík, sögðu að þeir
gætu ekki komið maiarvellinum í
keppnishæft ástand fyrir fimmtu-
dag. Það þarf að slóðadraga völl-
inn, bleyta hann upp og valta,"
sagði Helgi Þorvaldsson.
„Við munum reyna að koma leikn-
um á - eins fljótt og unnt er,“
sagði Helgi.
HANDKNATTLEIKUR / JÚGÓSLAVÍA
Nú sr endanlsga ljóst að Kuzmanowski, til hægri, mun ekki kljást við Þorg-
ils Óttar og félaga í Seoul í haust.
HANDBOLTI / LANDSLIÐIÐ
Bogdan „njósnar“
á Júgóslavíumótinu
BOGDAN Kowalczyk, lands-
liðsþjálfari íhandknattlelk,
fer til aft fylgjast meö Júgó-
slavíumótinu, sem hefst 26.
þessa mánaðar í borginni
Skopje.
Bogdan er nú í Póllandi og fer
þaðan beint á mótið. Hann
kemur til íslands 3. júní og æfíng-
ar landsliðsins heflast á ný 10.
júní.
Þátttakendur á Júgóslavíumótinu
að þessu sinni verða m.a. Júgósla-
var, Sovétmenn og Svíar, en allar
þessar þjóðir em í riðli með íslend-
ingum á Ólympíuleikunum í Seoul.
Kuzmanow-
ski örugg-
legaekki
meðíSeoul
Ivan Snoj heldurenn ívonina um að
Isakovic og Vujovic fái að leika þó þeir
fái ekki að taka þátt í Júgóslavíumótinu
LANDSLIÐSMENNIRNIR þrfr,
sem nýlega voru settir í bann
vegna slagsmála í deildarleik í
Júgóslavíu, verða ekki meft
landsliði þjóftarinnar á Júgó-
slavíumótinu í handknattleik,
sem hefst 26. þessa mánaftar.
Ivan Snoj, formaður landslifts-
nefndar handknattleikssam-
bands Júgóslavíu, greindi
Morgunblaðinu f rá þessu í
símtali í gœr.
Mile Isakovic, Veselin Vujovic
og Slobodan Kuzmanowski
verða illa íjarri góðu gamni. Mótið
er liður í undirbúningi landsliðsins
fyrir Ólympíuleikana í haust, en þar
em Júgóslavar í riðli með íslending-
um.
Snoj sagði í'samtali við Moigun-
blaðið 7. maí síðastliðinn, eftir að
þeir vom dæmdir í bann: „Ég er
búinn að senda þessum þremur leik-
mönnum bréf þar sem ég bið þá
um að mæta til leikja landsliðsins
í Júgóslavíumótinu, sem hefst 26.
þessa mánaðar, þrátt fyrir bannið.
Við getum ekki án þeirra verið.“
Bogdan Kowalczyk.
íslendingar tóku þátt í Júgóslavíu-
mótinu í fyrra — unnu þá eftir-
minnilegan sigur á Júgóslövum.
Nú er og ömggt að Kuzmanowski
leikur ekki á Ólympíuleikunum.
Hann er á leið til herskyidu, sem
hann mun gegna í eitt ár. Notar
til þess hluta tímans sem hann var
dæmdur í bann [hann fékk tveggja
ára keppnisbann]. Snoj segist hins
vegar enn halda í vonina um að
Isakovic og Vujovic leiki í Seoul þó
enn sé ekkert hægt að fullyrða í
því efni. Hann segir að ekki verði
nóg að fá þá í landsliðið á ný rétt
fyrir leikana. Þeir verði að fá að
taka þátt i undirbúningi liðsins af
fullum krafti.
Án þeirra or ongln von um
verftlaunaswtl
Hann bætti við: „Landsliðsþjálfar-
inn og ég emm sammála um að
án þeirra getum við ekki gert okkur
neinar vonir um verðlaunasæti í
Seoul."
Japanir era nú staddir í Júgóslaviu,
og mæta þeir heimamönnum ( vin-
áttulandsleikjum næstu daga. Síðan
tekur Júgóslavíumótið við og eftir
það endurgjalda Júgóslavar heim-
sókn Japana.
FRJÁLSAR / VORMÓTÍR
Guðmundur vann
Kaldalshlaupið
GUÐMUNDUR Sigurðsson,
UMSK, sigraði í Kaldalshlaup-
inu á Vormóti ÍR í gærkvöldi,
en hlaup þetta er yfirleitt há-
punktur mótsins. Guðmundur
hljóp 3.000 metrana á 8:46.0
mín.
Bestum árangri á mótinu náði
Gunnlaugur Grettisson, ÍR, í
hástökki. Fór yfír 2.08 og fékk for-
láta farandabikar, sem Isspor gaf.
Gunnlaugur reyndi við 2.13 m en
felldi þá hæð.
Pétur Guðmundsson, kúluvarpi,
keppti ekki á mótinu, eins og ráð-
gert hafði verið, vegna meiðsla.
Guðmundur Karlsson, FH, náði
ágætis árangri í sleggjukasti. Sigr-
aði með 58.54 m kasti. Þá má geta
þess að í 400 m hlaupi sigraði Gunn-
ar Guðmundsson, UIA, á 50.94 sek.
og hafði nokkra yfirburði.
Kaldalshlaupið er minningarhlaup
um Jón Kaldal, ÍR, sem var fremsti
hlaupari íslands og Norðurlanda um
árabil. Glæsilegan farandbikar af-
henti Steinar Kaldal, sonarsonur
Jóns. Nú var keppt um Kaldals-
bikarinn í sjötta sinn og var þetta
í annað sinn sem Guðmundur Sig-
urðsson sigrar. Hann hlaut bikarinn
einnig til varðveislu 1986. Már
Hermannsson, UMFK, sem nú varð
annar, á 8:47.2 mín., sigraði I fyrra.
Hörkukeppni var á milli þeirra í
gærkvöldi og tryggði Guðmundur
sér sigur með miklum spretti
Quftmundur Slgurftsson.
síðustu 40 metrana. Þriðji í hlaup-
inu varð FH-ingurinn Jóhann Ingi-
bergsson á 8:52.0
fa&mR
FOLK
■ CARDIFF varð bikarmeistari
Wales í gærkvöldi, með því að vinna
Wrexham, 2:0, í úrslitaleik. Alan
Curtis og Jimmy Gillingan skor-
uðu mörk Cardiff.
■ BOSTON CeHdc mátti þola
tap, 109:118, fyrir Atlanta Hawks
í flórða leik liðanna í úrslitakeppni
NBA. Staða liðanna er nú jöfn, 2:2.
■ STEVE Archibald, sem hefur
verið meiddur að undanfömu, mun
í kvöld leika með Balckburn seinni
leikinn gegn Chelsea ( baráttunni
um 1. deildarsæti í Englandi.
Chelsea vann fyrri leikinn, 2:0.
Uppselt er á leik Middlesbrough
og Bradford. 28 þús. áhorfendur
verða í kvöld á heimavelli „Boro“ -
sem tapaði fyrri leiknum, 1:2.