Morgunblaðið - 18.05.1988, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 18.05.1988, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1988 63* fatím FOLK I GUÐJÓN Guðmundsson, leikmaðurinn knái hjá Víði, féll út af listanum yfír þá leikmenn sem hafa skorað tvö mörk úr vítaspym- um í leik í 1. deild - þegar við sögðum frá þeim í gær. Guðjón vann það afrek í leik gegn Akra- nesi 1986. ■ AUSTURRÍKISMENN lögðu Ungveija að velli, 4:0, í vináttu- landsleik í knattspymu í Búdapest í gærkvöldi. 5000 áhorfendur sáu Rupert Marko skora þrjú mörk, en Ralph Hasenhuettl bætti þvi flórða við. íslendingar, sem töp- uðu, 0:3, fyrir Ungverjum á dögun- um, leika í riðli með Austurríkis- mönnum í undankeppni HM- keppninnar. ■ RUUD Gullit, og félagar hans hjá AC Mílanó, unnu öruggan sig- ur, 3:2, yfir Manchester United í vináttulandsleik á Óld Trafford í gærkvöldi. Pietro Virdis og Claudio Borghi, tvö, skomðu mörk ítölsku meistarana. Jesper Olsen og Brian McClair skoruðu mörk United á síðustu tíu m(n. leiksins. ■ IAN Rush tryggði heimsliðinu í knattspymu sigur, 2:1, yfir lands- liði írlands í Dublin í gærkvöldi. Margir bestu leikmenn írlands gátu ekki leikið vegna meiðsla. ■ SKOTLAND og Kólumbía gerðu jafntefli, 0:0, á Hampden Park í gærkvöldi. Skotar hafa gert þijú markalaus jafntefli í síðustu fimm landsleikjum sínum. Þeir voru nær sigri i gærkvöldi. Carlos Hoyos, vamarmaður Kól- umbíu, átti skot á stöngina á eigin marki og þá skallaði Mo Johnston, leikmaður með Nantes, knöttinn á stöngina á marki Kólumbíu rétt fyrir leikslok. Skotar mæta Eng- lendingum í næstu viku og síðan leikur England gegn Kólumbíu. ■ SPÁNSKA útvarpið sagði frá því í gærkvöldi að Jose Luis Nunez, forseti Barcelona, ætlar að kaupa spánska landsliðsmenn fyrir 387 millj. ísl. kr. - fyrir næsta keppnistímabil. Þrír leikmenn hjá Real Sociedad eru undir smá- sjánni. Markaskoarinn mikli, Jose Bakero, sem skoraði sautján mörk sl. keppnistímabil, Tziki Begui- ristaini og vamarmaðurinn Luis Lopez Rekerte. Þá hefur spánski landsliðsmaðurinn Eloy Olaya hjá Sporting Gijon einnig verið nefnd- ur. Það er greinilegt að Barcelona ætlar sér að koma upp öflugu liði undir stjóm Johan Cruyff, fyrir næsta keppnistímabil. ■ FRANZ Beckenbauer, lands- liðseinvaldur V-Þýskalands, sagði frá því í gær að það borgaði sig ekki að byggja v-þýska landsliðið of mikið upp á leikmönnum sem leika fyrir utan V-Þýskalands. „Það er allt í lagi að tveir til þrír leikmenn leika hveiju sinni í lið- inu,“ sagði Beckenbauer. Margir snjallir leikmenn leika með erlend- um liðum, eins og Klaus Allofs, Mareseille, Rudi Völler, Róma, Thomas Berthold, Veróna og þá er Lothar Matth&us á leið til Inter Mílanó og Andreas Brehme hefur hugsað sér til hreyfings. Einhveijir þessara leikmanna verða að víkja, ef Beckenbauer stendur við orð sín. ■ MANUEL Femandes, fyrr- um landsliðsmaður Portugals, var í gær ráðinn sem eftirmaður Mal- colm Allison hjá Setubal. KNATTSPYRNA ÍR og Selfoss ríða á vaðið Ilandsmótið í 2. deild karla í knattspymu 1988 hefst í kvöld með leik IR og Selfoss á gervigras- inu (Laugardal kl. 20.00. Einn leik- ur verður á morgun, en þá leika UBK og FH. KNATTSPYRNA / 1. DEILD (SL-DEILD) Valsmenn fá ekki völl til að leika á gegn Leiftri „VIÐ erum aft vinna á fullu til að leysa þetta mál. Þaft er þegar Ijóst, að leikur Vals og Leifturs fer ekki f ram á fimmtudagskvöld, eins og til stóft. Valsmenn fá ekki völl tilaft lefka á gegn Leiftri þetta kvöld," sagfti Helgi Þorvalds- son, formaður Mótanefndar KSÍ í viðtali vift Morgunblaðið í gœrkvöldi. Helgi sagði að grasvöllur Vals- manna að Hlíðarenda væri ekki tilbúinn. „Þá getur leikurinn ekki farið fram á grevigrasvellin- um í Laugardal, þar sem Ármann og Hafnir leika þar í 4. deild. Til greina kom að leika leikinn á malarvellinum að Hlíðarenda, en að því getur ekki orðið. Starfs- menn Laugardalsvallarins, sem sjá um viðhald á knattspymuvöll- um í Reykjavík, sögðu að þeir gætu ekki komið maiarvellinum í keppnishæft ástand fyrir fimmtu- dag. Það þarf að slóðadraga völl- inn, bleyta hann upp og valta," sagði Helgi Þorvaldsson. „Við munum reyna að koma leikn- um á - eins fljótt og unnt er,“ sagði Helgi. HANDKNATTLEIKUR / JÚGÓSLAVÍA Nú sr endanlsga ljóst að Kuzmanowski, til hægri, mun ekki kljást við Þorg- ils Óttar og félaga í Seoul í haust. HANDBOLTI / LANDSLIÐIÐ Bogdan „njósnar“ á Júgóslavíumótinu BOGDAN Kowalczyk, lands- liðsþjálfari íhandknattlelk, fer til aft fylgjast meö Júgó- slavíumótinu, sem hefst 26. þessa mánaðar í borginni Skopje. Bogdan er nú í Póllandi og fer þaðan beint á mótið. Hann kemur til íslands 3. júní og æfíng- ar landsliðsins heflast á ný 10. júní. Þátttakendur á Júgóslavíumótinu að þessu sinni verða m.a. Júgósla- var, Sovétmenn og Svíar, en allar þessar þjóðir em í riðli með íslend- ingum á Ólympíuleikunum í Seoul. Kuzmanow- ski örugg- legaekki meðíSeoul Ivan Snoj heldurenn ívonina um að Isakovic og Vujovic fái að leika þó þeir fái ekki að taka þátt í Júgóslavíumótinu LANDSLIÐSMENNIRNIR þrfr, sem nýlega voru settir í bann vegna slagsmála í deildarleik í Júgóslavíu, verða ekki meft landsliði þjóftarinnar á Júgó- slavíumótinu í handknattleik, sem hefst 26. þessa mánaftar. Ivan Snoj, formaður landslifts- nefndar handknattleikssam- bands Júgóslavíu, greindi Morgunblaðinu f rá þessu í símtali í gœr. Mile Isakovic, Veselin Vujovic og Slobodan Kuzmanowski verða illa íjarri góðu gamni. Mótið er liður í undirbúningi landsliðsins fyrir Ólympíuleikana í haust, en þar em Júgóslavar í riðli með íslending- um. Snoj sagði í'samtali við Moigun- blaðið 7. maí síðastliðinn, eftir að þeir vom dæmdir í bann: „Ég er búinn að senda þessum þremur leik- mönnum bréf þar sem ég bið þá um að mæta til leikja landsliðsins í Júgóslavíumótinu, sem hefst 26. þessa mánaðar, þrátt fyrir bannið. Við getum ekki án þeirra verið.“ Bogdan Kowalczyk. íslendingar tóku þátt í Júgóslavíu- mótinu í fyrra — unnu þá eftir- minnilegan sigur á Júgóslövum. Nú er og ömggt að Kuzmanowski leikur ekki á Ólympíuleikunum. Hann er á leið til herskyidu, sem hann mun gegna í eitt ár. Notar til þess hluta tímans sem hann var dæmdur í bann [hann fékk tveggja ára keppnisbann]. Snoj segist hins vegar enn halda í vonina um að Isakovic og Vujovic leiki í Seoul þó enn sé ekkert hægt að fullyrða í því efni. Hann segir að ekki verði nóg að fá þá í landsliðið á ný rétt fyrir leikana. Þeir verði að fá að taka þátt i undirbúningi liðsins af fullum krafti. Án þeirra or ongln von um verftlaunaswtl Hann bætti við: „Landsliðsþjálfar- inn og ég emm sammála um að án þeirra getum við ekki gert okkur neinar vonir um verðlaunasæti í Seoul." Japanir era nú staddir í Júgóslaviu, og mæta þeir heimamönnum ( vin- áttulandsleikjum næstu daga. Síðan tekur Júgóslavíumótið við og eftir það endurgjalda Júgóslavar heim- sókn Japana. FRJÁLSAR / VORMÓTÍR Guðmundur vann Kaldalshlaupið GUÐMUNDUR Sigurðsson, UMSK, sigraði í Kaldalshlaup- inu á Vormóti ÍR í gærkvöldi, en hlaup þetta er yfirleitt há- punktur mótsins. Guðmundur hljóp 3.000 metrana á 8:46.0 mín. Bestum árangri á mótinu náði Gunnlaugur Grettisson, ÍR, í hástökki. Fór yfír 2.08 og fékk for- láta farandabikar, sem Isspor gaf. Gunnlaugur reyndi við 2.13 m en felldi þá hæð. Pétur Guðmundsson, kúluvarpi, keppti ekki á mótinu, eins og ráð- gert hafði verið, vegna meiðsla. Guðmundur Karlsson, FH, náði ágætis árangri í sleggjukasti. Sigr- aði með 58.54 m kasti. Þá má geta þess að í 400 m hlaupi sigraði Gunn- ar Guðmundsson, UIA, á 50.94 sek. og hafði nokkra yfirburði. Kaldalshlaupið er minningarhlaup um Jón Kaldal, ÍR, sem var fremsti hlaupari íslands og Norðurlanda um árabil. Glæsilegan farandbikar af- henti Steinar Kaldal, sonarsonur Jóns. Nú var keppt um Kaldals- bikarinn í sjötta sinn og var þetta í annað sinn sem Guðmundur Sig- urðsson sigrar. Hann hlaut bikarinn einnig til varðveislu 1986. Már Hermannsson, UMFK, sem nú varð annar, á 8:47.2 mín., sigraði I fyrra. Hörkukeppni var á milli þeirra í gærkvöldi og tryggði Guðmundur sér sigur með miklum spretti Quftmundur Slgurftsson. síðustu 40 metrana. Þriðji í hlaup- inu varð FH-ingurinn Jóhann Ingi- bergsson á 8:52.0 fa&mR FOLK ■ CARDIFF varð bikarmeistari Wales í gærkvöldi, með því að vinna Wrexham, 2:0, í úrslitaleik. Alan Curtis og Jimmy Gillingan skor- uðu mörk Cardiff. ■ BOSTON CeHdc mátti þola tap, 109:118, fyrir Atlanta Hawks í flórða leik liðanna í úrslitakeppni NBA. Staða liðanna er nú jöfn, 2:2. ■ STEVE Archibald, sem hefur verið meiddur að undanfömu, mun í kvöld leika með Balckburn seinni leikinn gegn Chelsea ( baráttunni um 1. deildarsæti í Englandi. Chelsea vann fyrri leikinn, 2:0. Uppselt er á leik Middlesbrough og Bradford. 28 þús. áhorfendur verða í kvöld á heimavelli „Boro“ - sem tapaði fyrri leiknum, 1:2.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.