Morgunblaðið - 18.05.1988, Page 64

Morgunblaðið - 18.05.1988, Page 64
Nýtt numer 692500 SJOVÁ H löföar til fólksíöllum starfsgreinum! MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 60 KR. Afleiðing gengisfellingarinnar: Bensín- og olíu- verð hækkar í dag Á FUNDI verðlagsráðs í gær var heimiluð hækkun á verði fljótandi eldsneytis, þ.e. bensíns og olíu. Hækkunin, sem er vegna gengis- fellingar krónunnar, tekur gildi f dag. Bensín hækkar um 2,4%. Blýlaust 92 oktan bensín hækkar úr 33,50 kr í 34,30 kr lítrinn, eða um 2,39%. 98 oktan Super bensín hækkar úr 34,90 kr í 35,70 kr lítrinn, eða um 2,29%. Dísilolía hækkar úr 10,20 kr í 10,90 kr lítrinn, eða um 6,86%. Gasolía hækkar úr 8,20 kr í 8,90 kr lítrinn, eða um 8,54%. Svart- olía hækkar úr 5.900 kr í 6.600 kr tonnið, eða um 11,86%. Ástæða þess, hve mismiki! hækk- unin er á tegundunum er mismun- andi vægi innkaupsverðs í útsölu- verðinu. Innkaupsverð er hlutfalls- lega lægst í útsöluverði bensíns, aðr- ir þættir verðsins eru fastar stærðir sem breytast ekki vegna gengisfell- ingarinnar. Hækkunin á svartolíu er að hluta vegna hærra innkaupsverðs. Þær birgðir sem til eru í landinu voru keyptar á gamla genginu, en mest af bensínbirgðunum á þó eftir að greiða og verða þær þvf greiddar á nýja genginu. Hins vegar hafa toll- ar og aðflutningsgjöld þegar verið greidd af bensínbirgðunum sam- kvæmt gamla genginu og hafa því ekki áhrif til verðhækkunar nú. Væru bensínbirgðir landsmanna keyptar í dag á Rotterdamverði og á núgildandi gengi, væri bensín- verðið um 36 krónur lítrinn, að sögn Georgs Ólafssonar verðlagsstjóra. Bensín hækkaði síðast í verði þann 12. maí sl. um 5% og var sú hækkun vegna hærra innkaupsverðs og breytingar yfir í blýlaust bensín. Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra koma til fund- ar með verkalýðsleiðtogum sfðdegis f gær, en fundurinn var haldinn f Borgartúni 6. Fundað um efnahagsmálin FORMENN stjómarflokkanna þriggja ræddu í gær við aðila vinnumarkaðarins um stöðu mála í kjölfar gengisfellingarinnar á mánudag. Að þeirra sögn fékkst engin niðurstaða á fundinum. Frekari fundarhöld um stöðu efnahagsmálanna og aðgerðir verða næstu daga en ríkisstjómin ætlar að grípa til efnahagsað- gerða fyrir mánaðamótin. Sjá nánar á bls. 26 og 27. Húsavík: Gaf út reikninga fyrir óunnin verk MEINT fjársvik manns á Húsavík eru nú til rannsóknar hjá lög- reglu. Maðurinn er talinn hafa framvísað reikningum fyrir verk sem aldrei voru nnnin og falsað undirskrift manna á reikningana. Talið er að hann hafi með þessum hætti náð til sfn háum fjárhæðum. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins hefur maðurinn starfað sjálfstætt og tekið að sér ýmis bygg- ingaverkefni, meðal annars fyrir Kaupfélag Þingeyinga. Hann mun hafa framvfsað reikningum á skrif- stofu kaupfélagsins fyrir verk, sem aldrei vom unnin. Reikningamir vom greiddir, þar sem undirskriftir deild- arstjóra vom á þeim, en þær er maðurinn talinn hafa falsað. Menn frá Rannsóknarlögreglu ríkisins fóm til Húsavíkur í síðustu viku og yfirheyrðu ýmsa aðila, meðal annars starfsmenn hinna ýmsu deilda Kaupfélagsins. Amar Guð- mundsson, deildarstjóri hjá Rann- sóknarlögreglunni, vildi ekki gefa neinar upplýsingar um málið í gær, en neitaði ekki að mál þessa eðlis væri í rannsókn þar. Stjómendur ÍSAL óttast langa framleiðslustöðvun Kostnaður við gangsetningu skiptir milljónahundruðum SnþÍsSu væri^æ^hvort viljinn Forsetinn hittir Dukakis FORSETI íslands, Vigdís Finnbogadóttir, mun hitta Dukakis rikisstjóra Massae- husetts og væntanlegan for- setaframbjóðanda demó- krata, f ferð sinni til Banda- ríkjanna, sem hefst f dag. Forseti og Dukakis munu hittast á íslandskynningu, sem Útflutningsráð íslands stendur að ásamt fyrirtækjum í Boston, 23. maí næstkomandi. Um 500 manns hefur verið boðið til kynningarinnar, en þar verður sýndur íslenskur fatnaður og boðið upp á íslenskan mat, sjáv- arafurðir og lambakjöt. í RAGNAR Halldórsson, forsljóri ÍSAL, kveðst óttast að álverið stöðvist í langan tfma ef til boð- aðs verkfalls starfsmanna þess kemur á miðnætti á föstudag. Stöðvunin færi þó eftir því hvað langan tíma það tæki að gera nýjan samning eftir að verkfall væri skollið á. Ekki kvaðst hann gera ráð fyrir algjörri stöðvun tjpramleiðslunnar en það tæki einhveijar vikur að koma starf- seminni í gang og kostnaðurinn við það ylti á milljónahundruð- um. Hann sagði að þegar komið væri fram á elleftu stundu í samningagerð, eins og nú væri, þá gæti brugðið til beggja vona um framhaldið. Stuttur fundur var í gær í vinnudeilunni í álverinu þar sem vinnuveitendur lögðu fram tilboð sem samninganefnd starfsmanna hafnaði. Annar fundur hefur verið boðaður á morgun. Öm Friðriksson, aðaltrúnaðar- maður starfsmanna álversins, sagði að tilboðinu hefði verið hafn- að vegna þess að það hefði í heild verið lakara en tilboð sem sett var fram í lok apríl. Hann sagði að starfsmenn vildu fá sömu með- höndlun á samningnum og gert var við síðustu samningsgerð þeg- ar tillit var tekið til meðaltals- launaskriðs sem aðilar voru sam- mála um útreikning á. Þessu hefðu vinnuveitendur alfarið hafnað. Hann kvaðst ekki hafa mikla trú á því að samningar næðust nema veruleg afstöðubreyting yrði hjá viðsemjendum þeirra. Að öllu óbreyttu stefndi í stöðvun álvers- ins. Om sagði að starfsmenn hlytu að vera tilbúnir að taka afleiðing- um stöðvunar, annars hefðu þeir ekki boðað vinnustöðvun til að reyna á slíkt. Jakob R. Möller, fulltrúi ÍSAL í samninganefnd vinnuveitenda, sagði það ekki rétt að tilboðið sem lagt var fram í gær væri Iakara en fyrra tilboð. Það hefði verið mat þeirra að tilboðið væri á svip- uðum nótum og gerst hefði í samn- ingum að undanfömu og ívið hærra en áður hefði verið boðið. Jakob kvaðst trúa því að báðir aðilar vildu ná saman, þó svo mik- ið bæri á milli, en það réðist á Niðurstöður samræmdu prófanna: Islenskueinkunnin einum hærri en í fyrra NIÐURSTÖÐUR samræmdu próf- anna liggja fyrir og voru i gær sendar skólum á landsbyggðinni. Skólar á höfuðborgarsvæðinu fá niðurstöðuraar sendar i dag. Ekki liggur fyrir úttekt á árangri nem- enda en þó virðist sem einkunnir séu hærri í greinum sem gáfu lág- ar einkunnir í fyrra. Meðaltalsárangur nemenda í íslensku virðist vera einum heilum hærri en var í fyrra þegar meðaltal- ið var 4,8. Þetta kom í ljós þegar kannað var úrtak 500 nemenda og við fyrstu athugun virðist danska vera heldur lægri en var í fyrra. Á skrifstofu samræmdra prófa lágu. ekki fyrir neinar aðrar upplýsingar varðandi prófin nema hvað stærð- fræðin þótti frekar þung og að kenn- arar voru yfirleitt ánægðir með próf- ið í ensku. Nánar verður unnið úr niðurstöðum prófanna næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.