Morgunblaðið - 20.05.1988, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.05.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1988 17 Söltunarstöð Olafs Henriksen, en hann var einn af landnemum norskum, sem settist að í Siglufirði á fyrstu áratugum aldarinnar. en árið sem leið allmikið á 9. hundr- að, og eftirtektarvert er það, að enn stórstígari hafa þó verið á sama tíma útsvarsupphæðir í Hvanneyr- arhreppi, því að árið 1910 voru útsvörin 4.630 krónur, en í haust sem leið 40.170 krónur; er þetta að mestu leyti greitt í kauptúninu, og sýnir því gjaldþolið greinilega. Einnig má geta þess, að löngu áður en nokkur síldveiði byijaði, voru þar 5—6 hundruð manns aðkomandi, sem unnu ýmiss konar vinnu bæði á sjó og landi fyrir hátt kaup. Til dæmis um það, hve mikill sjávarút- vegur er þaðan rekinn, má geta þess, að þaðan ganga vélbátar frá Isafírði, Húsavík, Húnaflóa, Skaga- fírði og fleiri stöðum. Af öllu þessu má sjá, hvílík nauðsyn er á, að yfír- valdið sé ætíð við höndina eða þar á staðnum. í greinargerðinni fyrir frum- varpinu er engin áætlun um kostn- aðinn, sem þetta hefur í för með sér, og býst ég við, að háttvirtir deildarmenn muni telja það allveru- legt atriði. Að vísu sést á sjálfu frumvarpinu, að ætlast er til, að bæjarfógetinn hafi 2.000 króna árs- laun. 1.000 krónur eru nú veittar til löggæzlu á Siglufírði yfír sumar- tímann. Kostnaðaraukinn yrði því einar 1.000 krónur. En það skal ég taka fram, að jafnvel þótt launaupp- hæðin yrði lækkuð lítið eitt, þá mundi það engan veginn hindra það, að frumvarpið væri gert að lögum, þvi að aukatekjur væntan- legs bæjarfógeta á Siglufirði nema óefað svo að skiptir þúsundum króna. En hvað svo sem er að segja um hans tekjur út af fyrir sig, þá hygg ég engan vafa á því, að lands- sjóður muni vinna á breytingunni mikla peninga fyrir betra og stöð- ugra eftirlit á löggæzlunni. Sjálfsagt er að geta þess, að engin yfírlýsing frá sýslunefnd Ey- fírðinga liggur enn fyrir um þessa breytingu. En nú þessa dagana mun sýslunefndin halda fund með sér í tilefni af þessu máli, eða á annan hátt láta álit sitt í ljós, og hefí ég lagt ríkt á, að fundargerðir eða álit nefndanna berist hingað sem fyrst. Að lokum vil ég geta þess, að Siglfírðingum er nokkru meira kappsmál að fá þessu framgengt nú, vegna þess að á næsta vori er aldarafmæli Siglufjarðarkaup- túns...“ Að síðustu óskaði framsögumað- ur þess, að frumvarpinu yrði vísað til allsheijamefndar deiídarinnar, sem hann kvaðst treysta, að sýndi Siglfírðingum þá velvild og sann- gimi að taka ástæður þeirra til greina. Jón Magnússon, þáverandi for- sætisráðherra, tók fremur dræmt í mál þetta og sagði, að þótt flutn- ingsmanni væri sýnd sú kurteisi að láta málið ganga til nefndar, teldi hann það vart geta verið tilgang hans, að það næði fram að ganga á því þingi, svo óundirbúið sem það væri. Þótt sýslunefndarálitið kæmi fram, geti hann sagt sér það sjálf- ur, að ekki yrði stofnað svona undir- búningslítið til jafnstórs landssjóðs- embættis. Öðm máli gegndi, ef kauptúnið ætlaði sér að bera sjálft kostnaðinn, sem af lögreglustjóra eða bæjarfógeta leiddi, þá kæmi auðvitað til mála, að það fengi framgang á þinginu. Stefán Stefánsson svaraði þess- um athugasemdum forsætisráð- herrans á þá leið, að kannski væri það ekki að undra, þótt stjómin tæki svona í þetta mál. En kæmi álit sýslunefndarinnar um, að hún væri þvi meðmælt, að skiptingin yrði gerð, þá fengi hann ekki séð, hvað vantaði á góðan undirbúning málsins. Ennfremur taldi hann, að sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu gæti ekki gert kröfti til að halda þessu kauptúni, því að samkvæmt lögum frá 1875 yrðu sýslumenn að sætta sig við hvaða breytingar, sem gerðar væm á lögsagnarumdæmum þeirra. Loks ítrekaði Stefán, að kostnaðurinn fyrir landssjóð yrði ekki svo vemlegur, að nokkuð væri úr því gerandi, enda enginn vafí á, að landssjóður mundi vinna miklu meira fé en hann þyrfti út að leggja, umfram það sem hann hefði gert. Meðan þessu fór fram á Alþingi, var mikil hreyfíng á mönnum heima í héraði að vinna að framgangi kaupstaðarmálsins, enda er aug- ljóst, að Stefán Stefánsson hefur lagt mikið upp úr því, að takast mætti að fá meðmæli eða samþykki sýslunefndar Eyjafjarðarsýslu fyrir skiptingu lögsagnammdæmisins. Áður en hann og Einar Ámason lögðu frumvarpið fram á þinginu, munu þeir hafa verið búnir að kanna undirtektir allmargra þing- manna og orðið það ljóst, að þeir mundu ekki treysta sér til þess að stuðla að afgreiðslu málsins, nema því fylgdu meðmæli sýslunefndar- innar. Frá þessu skýrði Stefán Stef- ánsson séra Bjarna Þorsteinssyni símleiðis, nokkmm dögum áður en fmmvarpið kom til fyrstu umræðu. Sagði hann þá, að samkvæmt við- tölum, er hann hefði átt við ein- staka þingmenn bæði í efri og neðri deild, byggist hann við góðum und- irtektum, en þó teldi hann víst, að málið strandaði, ef samþykki sýslu- nefndar skorti. Eftir þetta símtal brást séra Bjami hratt við og kvaddi saman Séra Bjami Þorsteinsson, tónskáld, sóknarprestur Siglfirðinga 1888—1935, fyrsti heiðursborgari Siglufjarðarkaupstaðar. almennan hreppsfund, sem haldinn var 30. júlí. Skýrði hann fundinum frá því; hvemig sakir stæðu í kaup- staðarréttindamálinu, og að álit sýslunefndar væri nauðsynlegt, tit þess að málíð fengi framgang á Alþingi. Af þessu tilefni hefði hann beðið sýslumann Eyfírðinga að kalla saman aukafund í sýslunefnd- inni, en þar eð sýslumaður væri málinu andvígur, vildi hann ekki kalla saman neinn slíkan fund. Að lokum lagði séra Bjarni fyrir fund- inn tillögu, undirskrifaða af öllum hreppsnefndarmönnum, og var hún svo hljóðandi: „Þar sem Alþingi hefur þá skoð- un, að frumvarpi til laga um bæjar- stjóm í Siglufirði verði ekki ráðið til lykta nema hlutaðeigandi sýslu- nefnd láti í ljós álit sitt sitt um málið, — og þar sem á hinn bóginn hreppsnefnd Hvanneyrarhrepps er það hið mesta áhugamál, að nefnt frumvarp nái fram að ganga á þessu þingi, og vill ekki að jafnlítið atriði og vöntun þessa álits verði málinu að fótakefli eða tefji framgang þess um óákveðinn tíma, — þá vill hreppsnefndin hér með fastlega skora á oddvita sýslunefndar Eyja- fjarðarsýslu að kalla sýslunefndina saman á aukafund hið allra fyrsta til þess að greiða þar atkvæði um þetta mál. En tillaga sú og ósk, sem vér viljum, að rædd sé þar og borin undir atkvæði, er f sem fæstum orðum svo hljóðandi: Hreppsnefnd Hvanneyrarhrepps óskar þess, að hin hátttvirta sýslu- nefnd Eyjaflarðarsýslu veiti sam- þykki sitt til þess, að frumvarp til laga um bæjarstjórn í Siglufírði, sem nú er fyrir Alþingi, nái fram að ganga á þessu þingi. Við væntum þess fastlega, að sýslunefndin sam- þykki þetta, en gjöri hún það ekki, vilji hún ekki unna okkur þeirrar sjálfsstjórnar, sem er algjörlega nauðsynleg fyrir okkur og við höf- um svo miklar sanngimiskröfur til — þá viljum við þó heldur, að málið strandi á mótmælum sýslunefndar að þessu sinni, en á mótmælum oddvita gegn því að bera málið nú þegar undir álit nefndarinnar. Hreppsnefndin óskar símsvars yðar, herra sýslumaður, sem fyrst." Þessi ályktun var svo símsend oddvita sýslunefndar, Páli Einars- syni, sýslumanni á Akureyri, og bar það upp á sama dag og frumvarpið um bæjarstjóm á Siglufirði var tek- ið til fyrstu umræðu á Alþingi, en það var 2. ágúst. Strax daginn eft- ir kom svohljóðandi svarskeyti frá sýslumanni: „Treysti mér ekki með svo stutt- um fyrirvara að fá lögmætan sýslu- nefndarfund. Mun því ekki kalla saman aukafund nema meirihluti sýslunefndar óski þess. Aukafundur auk þess tilgangslaus nú. Fmm- varpið á Alþingi fer fram á annað og meira en kaupstaðarréttindi Siglufjarðar, sem sé skipting lög- sagnarumdæmisins, en sú breyting getur ekki orðið án víðtækari undir- búnings af hálfu stjómarráðsins, sem ekki verður gjörður meðan núverandi Alþingi situr á ráð- stefnu." Eftir að þetta svar barst frá sýslumanni, skaut hreppsnefndin á skyndifundi 4. ágúst til þess að ræða símskeyti hans. Vildi nefndin ekki una þessari afgreiðslu málsins af hendi sýslumanns, en samþykkti í einu hljóði að senda mann þegar í stað í alla eða flestalla hreppa Eyjafjarðarsýslu til þess annað- hvort að fá skriflegt samþykki sýslunefndarmanna við frumvarpið eða undirskrift að áskorun um, að aukafundur yrði haldinn í sýslu- nefndinni. Til þessarar sendiferðar valdist Jón Jóhannesson, málaflutn- ingsmaður, og sagði hann síðar svo frá í grein, er hann ritaði í blaðið Siglfirðing: „Séra Bjami er maður kapps- fullur og fylginn sér í hveiju máli, sem hann hlutast um . . . Mér er enn í minni, er hann á túnaslætti 1917 kom heim til mín og dreif mig á stað frá orfinu til þess að fara dagfari og náttfari um alla Eyjafjarðarsýslu í þeim erindum að knýja fram aukafund í sýslunefnd til að fá í gegn aðskilnað Siglufjarð- ar frá sýslunni." í för þessari tókst Jóni Jóhannes- syni að fá helming sýslunefndar- manna -til þess að óska eftir auka- fundi í nefndinni, og var áskorun jeirra send sýslumanni. Lét hann )á tilleiðast að kveðja sýslunefndina saman til aukafundar, og var fund- urinn haldinn á Akureyri 16. ágúst. Niðurstaða þess fundar varð sú, að meiri hluti sýslunefndarinnar synj- aði um samþykki sitt fyrir fram- gangi frumvarpsins með svofelldri ályktun, sem samþykkt var með sjö atkvæðum gegn fjórum: „Sýslunefndin er mótfallin því, að frumvarpinu verði til lykta ráðið á þessu Alþingi, en gjörir ráð fyrir, að hreppsnefnd Hvanneyrarhrepps, sýslunefnd og stjómarráð búi málið í hendur löggjafarvaldinu síðar." Ályktun þessi var borin fram af þriggja manna nefnd, sem sýslu- fundurinn kaus, meðan á fundinum stóð, og segir blaðið Fram um þessa nefndarskipun: „En svo ókurteis var sýslunefnd- in, að hún kaus sér ekki séra Bjama í nefndina, sem þó var sjálfsögð kurteisisskylda og algeng venja að kjósa fyrst og fremst einmitt mann- inn, sem málið flytur, auk þess sem hann var eða virtist sá eini á fundin- um, sem þekkti málið til hlítar og sagði rétt frá. í stað þess kýs hún í nefnd þessa þá Kr. H. Benja- mínsson, Stefán Bergsson og Pál Einarsson, einmitt þann mann, sem bæði við þingið og sýslunefndar- mennina lagði sig í framkróka til að spilla málinu." Blaðið segir ennfremur, að sýslu- maður hafí bæði við þingmenn og sýslunefndarmenn haldið því fram, að auktekjumar frá Siglufirði væru ómissandi, til þess að unnt væri að starfrækja embættið. Úrslit málsins á sýslufundinum urðu Siglfirðingum sár vonbrigði, en strax eftir heimkomu séra Bjama Þorsteinssonar af fundinum boðaði hreppsnefndin til almenns borgarafundar, og mótmælti hann harðlega afstöðu meiri hluta sýslu- nefndar til kaupstaðarréttindamáls- ins. Á þessum fundi var samþykkt í einu hljóði af öllum viðstöddum kosningabærum kauptúnsbúum svofelld ályktun: „Meirihluti sýslunefndar Eyja- fjarðarsýslu hefur á nýafstöðnum aukafundi synjað um samþykki sitt til þess að frumvarp til laga um bæjarstjóm á Siglufírði, sem lagt var fyrir Alþingi, næði fram að ganga á þessu þingi, en með lögum þessum var Siglufirði ætlað að verða sérstakt lögsagnarumdæmi með kaupstaðarréttindum. Þessu harðræði og óbilgimi meiri hluta sýslunefndar og einkum odd- vita hennar mótmælum vér á kröft- ugasta máta, og teljum þessar und- irtektir undir hið mesta velferðar- mál og áhugamál vort, enn eina • sönnun — og hina kröftugustu sönnun þess — hversu algjörlega óviðunandi samband Sigluíjarðar við Eyjafjarðarsýslu er að verða. Vér erum allir sem einn sannfærðir um réttmæti kröfu vorrar um kaup- staðarréttindi og sjálfstjóm, og hvílík lyftistöng það mál yrði öllum vorum framförum. Og í því trausti, að vér megum vænta vaxandi sann- gimi af hálfu sýslunefndar í þessu máli, samþyklqum vér í einu hljóði, að sjálfstjómarmáli voru skuli hald- ið fram með festu og áhuga, unz það hefur verið leitt fram til full- komins sigurs." Eftir að málið hafði þróazt í þessa stefnu og sýslunefndin tekið nei- kvæða afstöðu til þess að frum- varpið næði fram að ganga, var öllum ljóst, að málið myndi stranda eða daga uppi á Alþingi. Það kom þó til annarrar umræðu þar 5. sept- ember um haustið, og hafði alls- heijamefnd þá haft frumvarpið til meðferðar í rúman mánuð. Fram- sögumaður allsheijamefndar var Pétur Ottesen, og sagði hann meðal annars, er hann talaði fyrir nefnd- arálitinu: „Nefndinni virðist öll sanngimi mæla með því, að Siglufjörður fái kaupstaðarréttindi, en sér sér ekki fært að mæla með því, að það verði samþykkt á þessu þingi, sökum þess að málið er ekki undirbúið sem skyldi." Þegar hér var komið, lýsti Stefán Sjá bls. 54.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.