Morgunblaðið - 20.05.1988, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 20.05.1988, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1988 53 Skólaslit Bænda- skólans á Hólum Sauðárkróki. SKÓLASLIT Bœndaskólans á Hólum fóru fram í íþróttasal skólans laugardaginn 14. mat stðastliðinn. Er nú brugðið út af áralangri hefð, að skólasetning og skólaslit fari fram í dómkirkju staðarins, en á kirkjunni er nú unnið að viðamiklum endurbótum, og því er þessi háttur á hafður nú. Athöfnin hófst með því að vígslu- biskup sr. Sigurður Guðmundsson ávarpaði gesti og flutti helgistund, þar sem hann hvatti það unga fólk sem nú útskrifast til þess að varð- veita í hjarta sér og viðhalda þeim vorhug, sem þessa daga fylgir birtu og ljósi. Þá söng kirkjukór Hóladóm- kirkju, en síðan flutti ræðu Jón Bjamason skólastjóri. í ræðu Jóns kom fram að Bændaskólinn á Hól- um er nú tveggja ára skóli og nú útskrifast á þessu vori 24 nemendur eftir tveggja vetra nám á tveim brautum. Af búfræðibraut útskrif- ast 10, en af fiskeldisbraut 14. Nám á fyrra ári stunduðu 20 nemendur. Þá kom einnig fram að enn getur skólinn tekið við stúdentum sem með því að taka verklega hluti námsins í sumar, geta lokið náminu á styttri tíma eða á einu ári, og í haust sest í seinni áfanga. Símenntun, endurmenntun — nýjung í starfi bændaskólanna í Hólaskóla hafa ýmis námskeið verið í gangi seinnihluta vetrar, og hefur skólinn í auknum mæli beitt sér fyrir allskonar námskeiðahaldi, sérstaklega í nýbúgreinum, loð- dýra-, fiski- og hrossarækt. Þessi endurmenntun bænda er nú viður- kennd á þann hátt, að hið opinbera greiðir ferða- og uppihaldskostnað þeirra er þetta nám stunda, og einn- ig hefur Bændaskólanum verið falið að gera áætlun til fjögurra ára um þetta skipulagða endurmenntunar- starf. Með þessu væri, sagði skóla- stjóri, sinnt öðru og ekki síður mikil- vægum þætti í menntun bænda, þar sem fengin væri viðurkenning á símenntun, en áður hefði eingöngu verið um undirbúningsmenntun að ræða. Fiskeldið aukið og sérhæft Nám við Hólaskóla var { vetur með hefðbundnum hætti, þó sniðið að þeim nýjungum sem fram koma í landbúnaði hveiju sinni. Skólinn sérhæfir sig í loðdýra- og hrossa- rækt og sagði skólastjóri að ætlun- in væri að efla þessa þætti enn frek- ar. Þá hefði fískeldisnámið verið aukið og sérhæft, og það skilið frá hinu eiginlega búfræðinámi. Skól- inn útskrifar nú búfræðinga eins og áður sagði, af tveim brautum fiskeldis- og búfræðibraut, en þar sem nám á fískeldisbrautinni hefur nú farið fram eftir skilgreindri námsskrá, hafa þeir nemendur sem ■ þar útskrifast heimild til þess að bera starfsheitið fískeldisfræðingar. Aðkallandi að endurnýja gripa-og útihús í máli skólastjóra Jóns Bjarna- sonar kom fram að í janúar síðast- liðnum var tekin í notkun ný tengi- bygging milli íþróttahúss og skóla- húss, hið glæsilegasta mannvirki, sem er til mikils hagræðis fyrir nemendur og allt starfslið skólans. Ekki væru aðrar stórframkvæmdir í gangi þessa stundina, en nú mundi höfuðáhersla verða á það lögð að ganga frá og fegra ytra útlit skól- ans, nýrra húsa og einnig hinna eldri. Hins vegar væri helsti vankantur við rekstur tilraunabús, hversu mjög skorti á að útihús búsins full- nægðu þeim kröfum sem gera þyrfti. Myndi lögð á það höfuð- áhersla að úr þessu yrði bætt á næstu árum, enda yrði mun meiri áhersla lögð á kennslu og rannsókn- ir í hrossa- og fískirækt þegar á næsta skólaári. Það væri auk þess fyrirséð að í þessum tveim kennslu- greinum yrði mikil fjölgun á næstu árum. Að lokum ávarpaði skólastjóri nýútskrifaða búfræðinga og afhenti þeim prófskírteini. Þá voru veittar ýmsar viðurkenningar þeim nem- endum sem fram úr hafa skarað í námi, verklegum og bóklegum Morgunblaðið/Bjöm Bjömsson Nýútskrifaðir búfræðingar og fiskeldisfræðingar. Gamli Hólabærinn í eigu Þjóðminjasafns í baksýn. greinum, bæði frá skólanum og ýmsum þeim stofnunum sem tengj- ast námi því sem fram fer við skól- ann. Hæstu einkunn á búfræðibraut hlaut Guðrún Jóhanna Stefánsdótt- ir 9,51, sem jafnframt er hæsta einkunn við skólann. Hæstu ein- kunn á fískeldisbraut hlaut Hreinn Sigmarsson, 8,49. Þá flutti Hjörtur E. Þórarinsson formaður Búnaðarfélags íslands ávarp og ámaðaróskir til nýútskrif- aðra búfræðinga og skólans, og afhenti viðurkenningar frá Búnað- arfélagi íslands. Jóhann Guð- mundsson deildarstjóri í Landbún- aðarráðuneytinu flutti kveðjur land- búnaðarráðherra Jóns Helgasonar, sem ekki átti þess kost að vera við- staddur. Guðmundur Guðmundsson framkvæmdastjóri afhenti verðlaun gefín af Trésmiðjunni Borg á Sauð- árkróki. Þá tók til máls fulltrúi nemenda Hreinn Sigmarsson og ræddi hann um nám við skólann frá sjónarhóli nemenda og benti hann á nokkra þætti í náminu sem betur mættu fara. Þá þakkaði Hreinn skólastjóra og kennurum fyrir ágæta dvöl við skólann og ámaði skólanum heilla í öllu starfi. Að síðustu þakkaði Jón Bjarna- son gestum komuna og nemendum ánægjulegan vetur og ámaði þeim allra heilla og sagði skóla slitið. - BB MYNDLISTASKÓLINN í REYKJAVÍK, Tryggvagötu 15. Umsóknir um námskeið fyrir næsfa vetur 1988-89, þurfa að berast skriflega fyrir 1. júlí. Umsóknareyðublöð liggja frammi í myndlistadeild Pennans í Austurstræti. Skólastjóri. PFAFF h.l. tilkynnir veigamikla breytingu á viðskiptaháttum: REYKJAVÍKURVERÐ UNI LAND ALLT! Héöan í frá mun Candy þvottavélin, PFAFF sauma- vélin, HORN saumavélaborðið, STARMIX ryksugan og BRAUN hrærivélin kosta það sama í Reykjavík og á Þórshöfn, Höfn í Hornafirði, ísafirði eða Vest- mannaeyjum svo dæmi séu nefnd. Hvaða breyting er þetta? Hingað til hefur landsbyggðarfólk orðið að greiða ofan á „Reykjavíkur- verð“ flutningskostnað, vátrygging- arkostnað og jafnvel fleiri auka- gjöld af CANDY þvottavél eða PFAFF saumavél ef keypt var af umboðsmanni í héraði. Nú tökum við á okkur flutnings- kostnaðinn og aukagjöldin. Þú kaupir þína Candy þvottavél eða PFAFF saumavél af næsta um- boðsmanni á Reykjavíkurverði. Verslunin er heima í héraði og um- boðsmaðurinn sér um hina góðu PFAFF-þjónustu á sanngjörnu verði. Ef enginn umboðsmaður er nálæg- HORN sáumavélaborð ur, eða hann á ekki þá vörutegund sem þú vilt kaupa, hafið þá sam- band beint. Við sjáum eftir sem áð- ur um allan aukakostnað ef um stærri hlut er að ræða. Við hækkum enga vörutegund fyrr en nýjar sendingar koma. Ótrúlega góð kaup í PFAFF saumavélum og BRAUN hrærivélum. H.F. Borgartúni 20 - sími 2 67 88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.