Morgunblaðið - 20.05.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.05.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1988 31 Lánasjóður íslenzkra námsmanna: 35% af sumartekjum koma til lækkunar á hámarksláni Morgiinblaðinu hefur borizt fréttatilkynning frá Lánasjóði íslenzkra námsmanna um að stjóm sjóðsins hafi endurskoðað úthlutunarreglur sjóðsins fyrir skóiaárið 1988—89 og mennta- málaráðherra staðfest þær. í fréttatilkynningunni segir: „Meginbreyting frá fyrri reglum varðar tekjumeðferð: Eins og áður er gert ráð fyrir að námsmaður sé í leyfi í 3 mánuði og afli tekna á þeim tíma sér til framfærslu. 35% af tekjum umfram framfærslu í leyfi koma nú til lækk- unar á hámarksláni í stað 50% áður. Sá sem naut ekki aðstoðar sjóðs- ins á síðasta ári telst í leyfi 3 síðustu mánuði áður en nám hefst á skóla- árinu. Hann getur fengið tekjur, sem staðfest er að hann hafi aflað á tímabilinu 1. janúar og þar til leyfi hefst, felldar niður. Öll fjárhagsaðstoð til greiðslu kostnaðar vegna framfærslu á námstíma tekur mið af kostnaðar- tölum frá 1.6.88—31.5.89 vegna grunnframfærslu á íslandi, sem sjóðurinn ákveður. Sú fjárhæð er kr. 30.585 fyrir hvem mánucvfrá 1. júní til 31. ágúst 1988. Lán reiícn- ast sem ákveðið hlutfall af grunn- framfærslu miðað við tekjur og fjöl- skylduhagi umsækjandans. Dæmi um mánaðarframfærslu mið- að við fjölskylduhagi: Einstaklinguríleiguhúsnæði 30.585 Einstaklinguríforeldrahúsum 21.410 Námsmaður í hjónabandi með 1 bam 38.231 Námsmaðuríhjónabandimeð2böm 45.878 Námsmaðuríhjónabandimeð3böm 53.524 Einstætt foreldri með 1 bam 45.878 150.000 254.879 33.740 250.000 680.948 77.579 Einstætt foreldri með 2 böm 61.170 200.000 237.379 36.448 300.000 663.448 80.287 Einstætt foreldri með 3 böm 76.463 250.000 219.879 39.156 Dæmi um upphæð láns 300.000 202.379 41.865 Einstætt foreldri með 1 bam: miðað við tekjur: 100.000 412.898 42.741 Einhleypur í leiguhúsnæði: Hjón með 1 bam, bæði í námi: 150.000 408.569 46.667 Ráðstfé. 100.000 688.163 65.680 200.000 391.069 49.255 Tekjur Lán mán. 150.000 688.163 68.847 250.000 373.569 51.964 100.000 271.142 30.928 200.000 688.163 74.013 300.000 356.069 54.672 Rflásstjórmn neitaði viðræðum - segir í fréttatilkynningu Alþýðusambands íslands MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi fréttatilkynning frá Alþýðusambandi íslands: „Vegna ummæla Þorsteins Páls- sonar í fjölmiðlum um ástæður fundaslita í gær er óhjákvæmilegt að taka eftirfarandi fram: 1. Það var Þorsteinn Pálsson, en hann talaði nánast einn fyrir hönd samráðherra sinna, sem hafnaði viðræðum um allt annað en kaup- liði samninga. Hann staðfesti hins vegar að kaupliðirnir væru ekki orsök vandans, heldur væri ástæð- umar að finna á öðrum sviðum. Hann aftók þó með öllu að ríkis- stjómin ræddi þau mál við verka- lýðshreyfinguna. 2. Þorsteinn vildi ræða um rauð strik í samningum. Hann viður- kenndi jafnframt að hliðarráðstaf- anir í kjölfar gengisfellingar mundu ráða úrslitum um verðlagsþróunina og stöðuna gagnvart rauðu strikun- um og umræða um þau efni væri því ekki tímabær meðan þær að- gerðir hafa ekki verið ákveðnar. 3. Þorsteinn vildi ræða um ófrá- gengna samninga. Fulltrúar þeirra landssambanda sem nú standa í samningaviðræðum tjáðu Þorsteini að viðmiðun þeirra viðræðna væru þær hækkanir sem almennt hefði orðið á vinnumarkaði. Þorsteinn viðurkenndi að þó tekið væri mið af þegar gerðum samningum væri ein prósenta fyrir alla ekki ófrávíkj- anlega rétt viðmiðun. Hann gat til dæmis ekki gefíð einhlítt svar við því hvort meta ætti það sem kaup- hækkun ef taxtar hækkuðu í átt að greiddu kaupi án þess að greidda 'kaupið hækkaði við það. Hann sagði ríkisstjómina ekki vilja taka að sér samningagerð við hina ýmsu aðila sem nú eiga ósamið. Af framansögðu. er ljóst að það var ekki ASÍ sem neitaði viðræðum. Það var ríkisstjómin. Hún vill ekki ræða óráðsíu efnahagstífsins. Hún hefur engar forsendur fram að færa sem gera umræður um rauð strik möguleg og hún veit ekki í einstök- um atriðum til hvers hún ætlast gagnvart þeim samningum sem ólokið er. Því verður ekki annað séð en ríkisstjómin sé ASÍ sammála um það að best fari á að samningagerð verði haldið áfram þar sem hún fer nú fram og að um rauð strik verði rætt samkvæmt ákvæðum kjara- samninga þegar þar að kemur. Hnútukast hans í garð ASÍ af þessu tilefni virðist því í litlu sam- ræmi við það sem fram kom á fund- um_ ríkisstjómarinnar og fulltrúa ASÍ. Tilhæfulausar ásakanir Þor- steins um að ASÍ vilji ekki veija kaupmátt eru lítilmannleg tilraun til þess að ýta frá sér umræðu um þau raunverulegu vandamál sem að steðja." <3 LÆS / L.EG S R/\RI !=ÖT A GÖÐU VERÐI (Ath. verslun okkar í Glæsibæ hefur verið breytt - verið velkomin) Bonaparte . Austurstræti 22 Blue Coral Super Wax er sannkallað ofurbón. Bónið er borið á og síðan þurrkað yfir með hreinum klút. Ekkert nudd, ekkert puö, tekur enga stund. Samt er árangurinn jafnvel betri en með venjulegu puðbóni. . SVONA GERUM VIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.