Morgunblaðið - 20.05.1988, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 20.05.1988, Blaðsíða 59
59 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1988 Steinunn Þ. Braga- dóttir - Minning Fædd 18. april 1945 Dáin 21. aprU 1988 Þann 21. apríl sl. lést Steinunn Þóra Bragadóttir á Landspítalanum í Reykjavík. Þegar ríki vetrarins er á undan- haldi og bjartir daga gáfu okkur til kynna að vorið væri á næstu grös- um, vorið, þegar náttúran öll vitnar hvað ljósast um mátt lífs og moldar, hvarf hún frá okkur svo skjótt sem hendi væri veifað. Þegar óviðráðanlegur sjúkdómur hrífur mann svo skyndilega um ald- ur fram hafa slíkir atburðir víst gjaman verið taldir ofan mannlegum skilningi og víst er áfallið mikið fyr- ir þá sem eftir standa að sjá á eftir svo kærum vini á vit hins ókomna. Þegar ég nú kveð æskuvinkonu mína detta mér fyrst í hug orð Sig- valda Hjálmarssonar. Þú sveipar um þig sólskininu eins og svartnættið notar myrkur til að dyljast. Hvaða birta er svo bjðrt að hún fölni ekki í þeirri birtu sem er þú? hvaða myrkur svo dimmt að þú Ijómir ekki íþví? Steinunn fæddist 18. apríl 1945 á Akureyri. Hún var annað tveggja bama hjónanna Guðnýjar Lofts- dóttur og Braga Svanlaugssonar. Þau hjón em nú bæði látin, en bróð- ir hennar Stefán Bragi er búsettur hér á Akureyri. Strax á þriðja ári fluttist Steinunn með foreldmm sínum í Hlíðargötu 9 og varð þannig nágranni minn. Alla tíð síðan þá eða í 40 ár hef- ur vinátta okkar haldist. Eins og hjá öðmm ungum „mömmum" var það okkar mesta yndi að leika við dúkkumar okkar og sauma dúkku- föt. Allur heimurinn var í þá daga gatan okkar með mörgum leikfélög- um. Mestu hátíðisdagamir vom þegar einhver átti afmæli. Þá var glatt á hjalla í götunni okkar. Inn í þessar ljúfu æskuminningar flétt- ast minningar um Steinunni óaf- máanlega. Að lifa er að elska, allt hitt er dauði og allt sem lifir er fætt af ástinni því veröldin er sköpun hennar. (Gunnar Dal) Að loknu venjulegu skyldunámi hóf Steinunn nám í landsprófsdeild Menntaskólans á Akureyri. Snemma vaknaði áhugi Steinunnar á hús- stjóm og matargerðarlist. Draumur hennar um frekari menntun á því sviði varð að vemleika þegar hún árið 1965 varð nemandi og útskrif- aðist frá Húsmæðraskóia Reykjavík- ur. Á næstu ámm einkenndust störf hennar af áhuga og hæfni á þessum sviðum. Það var því ekki óeðlilegt þegar Steinunn þann 10. maí 1969 réðst sem ráðskona að Bláhvammi í Reykjahverfi. Það urðu hennar gæfuspor. Þar hitti hún sinn „ridd- ara“ eins og móðir mín spáði fyrir henni áður en hún fór. Hún sagði: Steinunn, þama í sveitinni munt þú hitta þinn riddara. Þann 8. nóv. 1969 giftist Steinunn Jóni Frímann, bónda í Bláhvammi. Steinunn reyndist Jóni einstaklega traustur og góður lífsfömnautur, og þau reyndar hvort öðm. í Bláhvammi fann Steinunn ham- ingjuna, hjá manni sínum og böm- um. Steinunn og Jón eignuðust 4 böm, þau em: Guðný Hólmfríður fædd 8. júní 1971, Böðvar fæddur 18. júlí 1972, Guðrún Hulda fædd 5. október 1975 og Þórður Bragi fæddur 17. febrúar 1979. Áður átti Steinunn soninn Ólaf Skúla Guðjóns- son fæddan 14. ágúst 1961. Öll em bömin vel af guði gerð og mann- vænleg og bera góðu uppeldi og ástríki foreldra glöggt vitni. Steinunn umvafði böm sín og eig- inmann þeirri hlýju og kærleik sem hún átti svo mikið af. Hún kunni þá list að gefa af sjálfri sér. Þessa Anna C. Þorgríms- son - Minning Fædd 17. desember 1898 Dáin 7. mai 1988 Margs er að minnast margt er hér að þakka Guði sé lof fyrir liðna tið. (V. Briem) Okkur langar til að minnast Önnu Cathriné Þorgrímsson með nokkmm orðum. Katý var eiginkonan unga, sem Sigmundur frændi okkar kom hreykinn með heim frá Færeyjum árið 1920. Þau hófu búskap í Hafn- arfirði, en fluttust fljótlega til Reykjavíkur. Þeim varð engra bama auðið, en pabbi, frændi og nafni Sigmundar átti sitt annað heimili hjá þeim, enda litu þau á hann sem sinn son. Þær vom því ófáar og ánægjulegar ferðimar sem við systkinin fómm til „afa“ og Katýar í Þingholts- stræti 28 og síðar í litla húsið Mel- gerði 19, með fallega garðinum sem var þeirra stolt. Snyrtimennska, alúð og hógværð einkenndu öll störf Katýar og hjá henni var snyrtimennskan í fyrir- rúmi. Katy var gefandi manneskja og lét sig ekki muna um að koma og annast stóran og oft óstýrilátan bamahópinn í fjarveru foreldra okk- ar, eða veita allra hjálp þegar á þurfti að halda. Eftir lát Sigmundar, árið 1964, bjó Katý áfram í Melgerðinu. Hún var virkur þátttakandi í starfi Fær- eyingafélagsins meðan heilsan leyfði. í fjölmörg ár var hún ritari félagsins, en einnig gegndi hún ýmsum öðmm trúnaðarstörfum f þágu þess. Seinustu þrjú árin var Katý farin að tapa heilsu og kröftum. Dvaldist hún þá tvö ár á Blesastöðum á Skeiðum, við frábæra umönnun Ingibjargar húsfreyju og var henni tíðrætt um hve vel hún undi hag sínum þar. Síðasta árið dvaldi hún svo í Hátúni 10, Reykjavík við góða að- hlynningu. Að leiðarlokum hrannast upp ljúfar minningar liðinna ára og geymast þær best hið innra. Við vonum að óskir Katýar ræt- ist, að hún hitti nú ástvini sína og dýrmætu eiginleika sem Steinunn hlaut í vöggugjöf varðveitti hún, ávaxtaði og miðlaði öðmm af. Allt sem hún tók sér fyrir hendur gerði hún af heilum hug og eld- móði. Hún var ávallt tilbúin til þess að takast á við ný verkefni og gera þau heillandi. Fyrir nokkmm ámm hóf fjölskyld- an að reka ferðamannaþjónustu í Bláhvammi. Engan sem þekkir þau hjón undraði að sú þjónusta yxi hratt og yrði fljótt vinsæl. Það er nú vin- sæll áfangastaður ferðamanna jafnt innlendra sem erlendra, ekki síst vegna sundlaugar og gufubaðs, sem þau létu reisa við bæjardymar. Steinunn var mikil áhugamann- eskja um alla heilsurækt. Hjá fjöl- skyldunni í Bláhvammi hafa margir ungir sem gamlir fundið í fyrsta sinn hvað eðlilegt og heilbrigt sveitalíf er. Gestrisni Steinunnar var rómuð. Hún hafði yndi áf því að taka á móti gestum og vílaði ekki fyrir sér að fá nokkra tugi gesta í kaffi á dag. Steinunn unni sínu byggðarlagi, hún var glöð og félagslynd og tók mikinn þátt í lífi og starfi fólksins. Svo sem vænta mátti hlóðust á hana ýmis félagsstörf og var hún um tíma formaður kvenfélagsins. Hún vildi hag kvenna sem mestan. Þegar slíkrar konur er minnst, dettur mér í hug: Það skilur ekki augnablikið fyrr en það er farið. Það skilur engin nýja sköpun, fyrr en henni er lokið. Og enginn þekkir stund hamingjunnar, fyrr en hún er liðin. Hér hefur verið stiklað á stóru. Það var heldur ekki ætlun mín að hafa hér mörg orð, hvað þá að segja ævisögu Steinunnar Þóru Braga- döttur. Slíkt verður ekki gert í stuttri blaðagrein. Til þess eru minningamar sem nú hrannast upp í huga mínum of margar frá fyrstu kynnum. Steinunn átti fjölda vina og fannst okkur hveiju um sig við eiga ömgg- an sess í hjarta hennar. Enginn fyll- ir það skarð, sem hún átti í hjörtum vina sinna. Nú þegar leiðir skiljast um sinn, bið ég af heilum hug algóðan Guð að blessa hana og halda sinni vemd- arhendi yfir henni um alla eilífð. Að lokum sendi ég þér Nonni minn og bömum ykkar innilegustu samúðarkveðjur mínar og fyölskyldu minnar og bið ykkur Guðs blessunar. Leggðu því sál þín að fótum jarðarinnar, í læknandi hendur himinsins og í faðm hins mikla djúps. Þegar stund mannsins er komin, mun lífið sjálft leiða hann heim. (Gunnar Dal) Hafi Steinunn þökk fyrir allt og allt. Fjölskyldan Hlíðargötu 6, Margrét Guðmundsdóttir. kunningja í fyrirheitna landinu. Katrín verður jarðsungin frá Fossvogskapellu föstudaginn 20. maf kl. 3. Far þú í friði friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Börn Davíðs Sigmundar, tengdaböm og bamabörn. Minning: Olga L. Þorbjörns- dóttir Hafnarfirði Fædd 14. mars 1910 Dáin 16. mai 1988 Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðasta blund. í dag verður jarðsungin amma okkar Olga Laufey Þorbjömsdóttir. Okkur systkinunum þykir sárt að horfa á eftir Olgu ömmu sem hvarf frá okkur svo snögglega. Minningamar sem leita á hugann á svona stundum em margar og allar góðar. Hún átti sína erfiðu tíma sem ung kona en lét aldrei hugfallast. Aldrei munum við eftir ömmu í vondu skapi, við munum hana sem geðgóða, hjálpsama og óþreytandi við að tala við okkur og bamabamabömin. Amma var mjög félagslynd, hún var í stúku Daníels- hers nr. 4 í Hafnarfirði og sótti þar ófáa fundi, ennfremur starfaði hún mikið með eldri borgumm í Hafnar- firði. Amma var létt á fæti, hún gekk ekki, heldur hljóp allar sínar ferðir. Þótt hún væri komin langt yfir sjötíu árin dró hún ekkert af. Það er skrýtið til þess að hugsa að við munum aldrei aftur sjá ömmu. Við viljum að lokum þakka elsku ömmu allar þær góðu stundir sem hún gaf okkur. Guð blessi minningu hennar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.Briem) Jonni, Maja, Hafdis og Ásthildur. Kveðja til Iangömmu Þitt bros og blíðlyndi lifir og bjarma á sporin slær, það vermir kvöldgöngu veginn, þú varst okkur stjama skær. Þitt hús var sem helgur staður, hvar hamingjan vonir ól. Þín ástúð til okkar streymdi sem ylur frá bjartri sól. Þín milda og fagra minning sem morgunbjart sólskin er. Þá kallið til okkar kemur, við komum á eftir þér. (Síðustu sporin F.A) _ Eir, Hlín, Eva Rut, Guðrún Ágústa ogOlga. Þegar dóttir mín hringdi í mig og sagði, „Hún Olga okkar í Hafn- arfirði er dáin,“ hrökk ég ónotalega við. Þó að alltaf megi búast við svona fregn þegar árin nálgast átta- tíu, þá var þessi elskulega kona ekki í mínúm huga með svona mörg ár að baki, svo geðgóð og léttstíg sem hún var. Hún var fædd í Hafnarfirði, for- eldrar sæmdarhjónin Ágústa og Þorbjöm Klemensson, sem Fjörður- inn er stoltur yfir að hafa átt, þau eru látin fyrir nokkuð mörgum árum. Frá því að ég var bam var Hafn- arfjörður alltaf tengdur þessu góða fólki. Mig skortir orð til að þakka alla þá tryggð sem Olga sýndi móður minni og okkur í gegnum tíðina, hún var ómetanlegur vinur. Þetta var kona sem ekki var mulið undir, ef þannig má að orði komast, en þakklátari og heiðar- legri manneskju var vart hægt að finna. Þessi vinkona okkar dansaði f gegnum lífið, já, dansaði, það var stórkostlegt að sjá hana á dans- gólfinu, dansinn átti svo stóra hlut- deild í henni. Nú er hún horfin, því miður, ég sendi ástvinum Olgu hugheilar sam- úðarkveðjur frá mér og minni fjöl- skyldu. Góð kona er kvödd. Sína Lokað Lokað verður í dag frá kl. 14.00-17.00 vegna jarðarfar- ar JÓNS J. FANNBERG. Kúlulegasalan hf., Suðurlandsbraut 20. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfund- ar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.