Morgunblaðið - 20.05.1988, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 20.05.1988, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1988 Sljórn Granda hf.: Samþykkt að selja Ragnari bílinn STJÓRN Granda hf. samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær beiðni stjórnarformanns félagsins, Ragnars Júlíussonar, um að fá að kaupa Saab-bifreið fyrirtækisins, sem honum var fengin til afnota. Stjórn in gerir Ragnari að greiða kostnaðarverð bifreiðarinnar, 1.445.580 krónur, fyrir lok júní. Ragnar vék af fundi meðan málið var á dag- skrá. Bréf Ragnars til stjómarinnar var svohljóðandi: „Vegna breyttra forsendna óska ég hér með eftir að fá að leysa til mín á kostnaðar- verði bifreið þá sem ég hef haft til afnota frá fyrirtækinu. Mér þykir mjög miður ef umræða, sem blásin hefur verið upp í fjölmiðlum, hefur skaðað álit fyrirtækisins út á við.“ Brynjólfur Bjamason, fram- kvæmdastjóri Granda hf., segist telja að bílamál stjómarformanns- ins hafi skaðað fyrirtækið. „Ef ég sem framkvæmdastjóri hef, á þess- um tveimur árum frá því að fyrir- tækið var stofnað, unnið mér traust starfsfólksins, þá gæti það hafa rýmað," sagði Brynjólfur. „Tíminn verður að leiða það í ljós hvort tekst að byggja það traust upp aftur." Brjmjólfur sagði að pólitísk um- ræða um málefni Granda í borgar- stjóm Reykjavíkur hefði einnig skaðað fyrirtækið. „Sem hlutafélag, en ekki borgarfyrirtæki, höfum við verið að reyna að vinna okkur út úr pólitískum umræðum í borgar- stjóm og beðið um vinnufrið," sagði Brynjólfur. „Pólitískt þras í borgar- stjóm hefur fært okkur marga mánuði til baka." Málefni Granda komu til umræðu á borgarstjómarfundi í gærkvöldi. Sigrún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, boðaði þar að minnihlutinn myndi leggja fram fyrirspum um bflakaupin á borgar- ráðsfundi næstkomandi þriðjudag, meðal annars um þátt borgarstjóra í málinu. Sigrún sagði að minnihlut- inn vildi fá skýrt fram hvenær kaup- in hafi verið samþykkt og hvort borgarstjóri hafi ekki talið neina ástæðu til að fetta fingur út í þau, en hann hafi sagst hafa vitað af kaupunum þegar í desember síðast- liðnum. Þá vilja minnihlutafulltrúar fá ijósrit úr fundagerðabókum Granda til þess að fá fullar skýring- ar á málinu. Lögðu þeir á það þunga áherslu að málið yrði upplýst að fullu vegna mikillar hlutafjáreignar Reykvíkinga í fyrirtækinu. ' Trabant valt við árekstur Morgunblaðið/Sverrir TRABANT- bifreið hvolfdi við árekstur á Skeið- arvogi um kl. 15 í gær. Okumaðurinn, sem var einn i bifreiðinni, slasaðist nokkuð. Hann mun meðal annars hafa meiðst töluvert á hendi. Fiskeldismenn vilja fyrirgreiðslu til að nýta offramleiðsluseiðin Starfshópur fimm ráðuneyta hefur málið til umfjöllunar FISKELDISMENN hafa óskað eftir fyrirgreiðslu stjórnvalda til að geta hrundið í framkvæmd áformum sinum um mikla stækkun mat- fiskeldisstöðvanna og aukna hafbeit, þannig að þeir geti tekið til eldis þær 4,7 milljónir gönguseiða sem nú er ekki tryggur markað- ur fyrir. Landbúnaðarráðherra kynnti hugmyndir þeirra i ríkisstjórn- inni í gær og þær eru einnig til umfjöilunar í starfshópi frá 5 ráðu- neytum sem nýlega var skipaður i málið. Nýjustu áætlanir gera ráð fyrir að gönguseiðaframleiðsla fslensku seiðastöðvanna verði 11,5 milljónir seiða í ár. Þar af hefur 5,3 milljón- um seiða verið ráðstafað innan- lands. Möguleikar eru taldir til út- fiutnings einhverra seiða til Noregs Olíuverðshækk- unin stendur - segir lögfræðingur Verðlagsstofnunar „VIÐ álítum, að svona mjög þröng sérlög, sem varða bara reiknings- skil gagnvart sjómönnum um aflahlut þeirra, geti ekki tekið valdið af Verðlagsráði til þess að framkvæma verðlagsákvarðanir," sagði Gísli ísleifsson lögfræðingur Verðlagsstofnunar. Hann var inntur álits á þeirri staðhæfingu Kristjáns Ragnarssonar framkvæmdastjóra LÍÚ, að ekki mætti hækka olluverð til fiskiskipa nema um mánaðamót. Hækkun oUuverðsins var til umræðu á ný hjá verðlagsráði í gær og var henni ekki brevtt. en óvíst er með hve mikið. Búist er við að þau mál skýrist um næstu mánaðarmót en fiskeldismenn gera nú ráð fyrir að geta selt 1,5 milljón seiði þangað sem er mun minna en þeir hafa áður reiknað með. Mögu- leikar á flutningi til Noregs tak- markar útflutningsmagnið. Efþetta gengur eftir er offramleiðslan um 4,7 milljónir seiða og leggja fískeld- ismenn til að uppbyggingu fískeldis á íslandi verði flýtt til að stöðvam- ar geti nýtt sér þessi seiði. Verð- mæti þeirra skiptir hundruðum milljóna og ef ekki tekst að selja þessi seiði innanlands eða utan má telja fullvíst að fjöldi nýrra og full- kominna seiðastöðva verði gjald- þrota, samkvæmt upplýsingum for- svarsmanna Landssambands fisk- eldis- og hafbeitarstöðva. Þeir héldu blaðamannafund í gær til að kynna hugmyndir sínar. Áætlaður stofnkostnaður við að stækka strandeldis- og sjókvía- stöðvar þannig að þær geti tekið við 5 milljón seiðum í eldi í stað 3,3 sem nú er áætlað er um 900 milljónir kr. Þá telja þeir mögulegt að auka sleppingu í hafbeit úr 2 miiljónum gönguseiða í 5 milljónir, ef ákvörðun um það verður tekin strax. Eldi þessara 5 milljón seiða sem talað er um að bæta í ’eldið gæfi af sér 11 þúsund tonn af laxi á næstu þremur árum. Rekstrar- kostnaður við eldi 10 milljón göngu- seiða er áætlaður 2,1 milljarður kr. Fiskeldismennimir hafa lagt til að fjárfestingalánasjóðunum verði gert kleift að lána til uppbyggingar- innar og að Ríkisábyrgðasjóður veiti ábyrgðir vegna afurðalána ásamt því að hlutfall þeirra verði hækkað. Einnig er' lagt til að söluskattur verði felldur niður af raforku til sjó- og vatnsdælingar og söluskatt- ur verði endurgreiddur til fiskeldis- fyrirtækja lfld og hjá öðrum út- flutningsatvinnugreinum. Benda þeir á að framleiðsla úr offramleiðsluseiðunum myndi skapa 1750—2000 ársverk í landinu og að áætlað útflutningsverðmæti fiskeldisafurða með þessari viðbót; væri 3 milljarðar króna sem svarar til 75 þúsund tonna þorskafla upp' úr sjó. Verðlagsráð: Tillaga um 30% regluna felld ÁSMUNDUR Stefánsson forseti ASÍ lagði fram tillögu á fundi Verðlagsráðs í gær. I tillögunni var gert ráð fyrir að koma í veg fyrir hækkun álagningar, farm- gjalda og birgða í kjölfar gengis- fellingarínnar. Tillagan gerði ráð fyrir að tekin yrði á ný upp svokölluð 30% regla um þessi atriði. „Ég óskaði eftir því að afgreiðslu á tillögu Ásmundar yrði frestað, en það var fellt fyrir mér,“ sagði Sveinn Bjömsson formaður Verð- lagsráðs í samtali við Morgunblaðið í gær. Þá voru greidd atkvæði um tillögu Ásmundar og var hún einnig felld. „Það er talað þama um gasolíu- verð til fiskiskipa sem' er ekki til. Það er bara einn hluti af gasolíu- verði, sem er líka til húsahitunar og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar: 5,5% vextir af orlofsfé Reykjavíkurborg og Starfs- mannafélag Reykjavíkurborgar ■ hafa undirrítað samning við Sparísjóð Reykjavíkur og ná- grennis um ávöxtun orlofsfjár starfsmanna. Náðist samkomulag um 5,5% vexti, sem bundnir eru Iánskjaravísitölu. „Frá og með nýju orlofsári 1. maí síðastliðinn hófst samvinna okkar við sparisjóðinn um ávöxtun á oriofsfé," sagði Haraldur Hannesson formaður starfsmannafélags Reykjavíkurborg- ar. Orlofsfé er greitt af yfírvinnu og vaktaálagi og verður lagt mánaðar- lega inn á reikning hvers starfs- manns. Á fjögurra mánaða fresti verður sent út reikningsyfirlit. Samningurinn gerir ráð fyrir að hann megi endurskoða ef þess er óskað með mánaðar fyrirvara og honum er hægt að segja upp með árs fyrirvara. fleira," sagði Gísli. Hann sagði að þetta ákvæði sem Kristján vitnar til eigi að vera til einföldunar við upp- gjör til sjómanna, en virki þó ekki þannig í raun. „Ef verðið hækkar um miðjan mánuðinn þá njóta sjó- menn góðs af, því þá var verðið lægra um síðustu mánaðamót. Ef verðið lækkar í mánuðinum, þá nýtur út- gerðin góðs af, því þá gerir hún upp við sjómennina nniðað við hærra verð sem var um mánaðamótin. Þannig jafnast þetta sitt á hvað. Enda var ekki deilt við Kristján um það og sjómenn eru alveg sáttir við þetta. Ef Verðlagsráð ætti að vera bundið miðað við hvenær reikningsskil væru hjá hinum og þessum aðilum á*ein- hveijum tímabilum og kannski einu sinni á ári eða eitthvað svoleiðis, þá væri verðlagsráð orðið óstarfhæft. Ég vil taka það fram að einn verð- lagsráðsmaður vildi leita álits Laga- stofnunar Háskólans. Það fékk ekki beinlínis hljómgrunn, að þyrfti alltaf að leita út fyrir ráðið. Ég er lögfræð- ingur stofnunarinnar og það er lög- fræðingur tilnefndur af Hæstarétti í ráðinu og hann var alveg inni á þess- ari skoðun. Þess vegna var Verðlags- stofnun falið að gera álitsgerð um þetta og kalla þá til aðra óháða lög- fræðinga ef verkast vildi. Við vildum þó ekki viðurkenna að við værum neitt háðir sjómönnum eða olíufélög- um. Við horfum bara kalt á þetta út frá lagalegu sjónarmiði," sagði Gísli ísleifsson. Sauðárkrókur: M-hátíðin er veruleg upplyfting fyrir okkur - segir Snorri Björn Sigurðsson, bæjarstjóri Sauðárkróki. Frá Urði Gunnarsdóttur, blaðamanni Morgunblaðsins. BIRGIR ísleifur Gunnarsson, menntamálaráðherra, setti í gær M- hátíðina í safnahúsinu á Sauðárkróki og opnaði við sama tækifærí sýningu á verkum Ásgríms Jónssonar, listmálara, en verkin eru í eigu Listasafns íslands. Hátíðin er nú haldin á vegum menntamála- ráðuneytisins í þriðja sinn, að þessu sinni í samvinnu við bæjarstjóm Sauðárkróks. Áður hafa verið haldnar menningarhátíðir með svip- uðu sniði á ísafirði og Akureyri. M-hátíðin stendur fram á laugar- og er fjölbreytt dagskrá í boði þá daga sem hún stendur. ávarpi menntamálaráðherra Bærinn er fagurlega skreyttur í kom fram, að tilgangur M-hátíðar tilefni hátíðarinnar og er aðalgata sé að efla íslenska menningu og tungu og vekja athygli á þeim menningararfi sem byggðalögin hafa að geyma, en M stendur fyrir mál, menningu og menntun. Á eftir menntamálaráðherra talaði Snorri Bjöm Sigurðsson, bæjarstjóri, og Lúðrasveit Tónlistarskóla Sauðár- króks )ék nokkur lög. Þá héldu Sin- fóníuhljómsveit íslands og karla- kórinn Heimir tónleika í íþróttahús- inu fyrir fullum sal áhorfenda. bæjarins og Nafímar fyrir ofan hann prýddar fánum. Hafði einn gestur á orði að Sauðárkrókur minnti helst á Moskvuborg á 1. maí. Snorri Bjöm Sigurðsson, bæj- arsljóri, sagðist í samtali við blaða- mann vonast til að Skagfírðingar nytu þess sem boðið væri upp á þá þijá daga sem hátíðin stendur. „Framtak menntamálaráðherra er lofsvert og veruleg upplyfting fyrir 'okkur, því það er ekki á hveijum degi sem við fáum eins góða gesti og nú. Hátíðin flytur okkur vonandi hluta af því besta í íslenskri menn- ingu og dregur einnig fram hvað fólk hér er að fást við,“ sagði Snorri. Hann sagði engan vafa leika á að Skagfirðingar hefðu ætíð verið skemmtanafíknari en aðrir lands- menn, það sýndu best ýmsar skemmtanir og aðrir viðburðir í bæjarlífinu. M-hátíðin væri til dæm- is einungis viðbót við hina árlegu sæluviku Skagfírðinga. Menntamálaráðheira dvelst á Sauðárkróki hátíðardagana og mun meðal annars vera viðstaddur opn- un sýningar á ýmsum minjum, sem Andrés Valberg hefur safnað. Þá mun ráðherra flytja ávarp á hátíð- ardagskrá á morgun, laugardag, er hátíðinni lýkur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.