Morgunblaðið - 20.05.1988, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 20.05.1988, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1988 3S Fj ölmiðlakönnun Félags vísindastofnunar: Vaxandi gengi Stjöni- unnar og Stöðvar 2 FJÖLMIÐLAKÖNNUN sem Félagsvísindastofnun Háskóla íslands framkvæmdi dagana 14. og 15. maí sýnir vaxandi gengi Stjörnunnar og Stöðvar 2, frá því i marsmánuði. Þá fór fram sams kónar könn- un. Allar ríkisreknu stöðvarnar, Rás 1, Rás 2 og Sjónvarpið koma lakar frá þessari könnun heldur en í mars. Þó eru hádegis- og kvöld- fréttir RUV enn það útvarpsefni, sem langmest er hlustað á, sam- kvæmt könnuninni. Alls voru i úrtakinu 924 manns á aldrinum 9 til 80 ára. Þar af svöruðu 691, eða 74,8%. Spurt var um hvern dagskrár- lið, hvort fólk hefði hlustað eða horft á hann. Markmið könnunarinn- ar var að mæla hlustun á alla dagskrárliði í útvarpi föstudaginn 13. maí og notkun sjónvarps frá og með miðvikudegi 11. maí til föstu- dagsins 13. Af útvarpsstöðvum hefur Stjam- an jafnasta hlustun yfir daginn. Hún nýtur 9% - 13% hlustunar frá kl 8.00 til kl 19.00 þennan dag. Á sama tímabili sveiflast hlustun á Rás 2 frá 6% upp í 10% á hádegis- fréttatíma. Rás 1 nær mestri hlust- un á hádegisfréttir, 26%, en fellur niður í 2% til 8% utan hádegis fram að kvöldfréttum, sem njóta 23% hlustunar. Bylgjan hefur 3% til 7% hlustun á þessum tíma. Af hlustendum Stjömunnar em flestir í aldurshópnum 15 til 24 ára. Hlustendur Bylgjunnar em flestir úr báðum aldurshópum, 15 til 24 ára og 25 til 45 ára. Hlustend- ur Rásar 2 em dreifðir nokkuð jafnt á aldurshópana. Áberandi er, að elsta fólkið, yfir 60 ára aldri, híust- ar einkum á Rás 1. Úr yngsta hópn- um, 9 til 14 ára, hlusta flestir á Stjömuna og Bylgjuna. Könnunin var unnin fyrir Hljóð- varp hf, íslenska sjónvarpsfélagið, íslenska útvarpsfélagið, Ríkisút- verpið og Samband íslenskra aug- lýsingastofa. Umsjón og fram- kvæmd önnuðust Elías Héðinsson, Stefán Ólafsson og Þóra Ásgeirs- dóttir. Söluverðið dug- ar ekki fyrir fóðri SÖLUVERÐ refaskinna er áætlað 1.500 krónur að meðaltali á næsta sölutímabili samkvæmt spá Sambands íslenskra loðdýraræktenda. Miðað við útkomu síðustu uppboða er söluverðið ekki of Lágt reiknað því meðalverðið var rúmar 1.330 krónur á nýlegu uppboði í Kaup- mannahöfn. SÍL áætlar framleiðslukostnaðinn hins vegar meira en tvöfalt meiri, eða 3.125 krónur, eins og fram hefur komið. Sam- kvæmt því er útlit fyrir 1.625 króna tap af hveiju framleiddu refa- skinni. Hlutfall þeirra sem stilla einhvern tima á hverja stöð Föstudagur Rás 1 Rás 2 Bylgjan Stjarnan maí 88 mars 88 mal 88 mars 88 mai 88 mars 88 mai 88 mars 88 40% 41% 17% 23% 23% 24% 35% 29% 28% 19% 20% 29% 24% Samanburðarsv. Landið allt 41% 43% 25% Sjónvarp, samanburðarsvæði RÚV Landið alit Stöð 2 RÚV Stöð 2 Miðvikud. Fimmtud. 63% 58% 61% 56% 60% 49% Miðvikud. Fimmtud. 67% 62% 65% 47% 50% 42% Föstud. 60% 65% 51% 47% Föstud. 63% 69% 43% 40% Laugard. 70% 52% Laugard. 71% 44% Með samanburðarsvæði er átt við það svæði þar sem allar stöðvar nást. Þegar búið er að draga sölukostn- að og sjóðagjöld frá söluverðinu, sem SÍL áætlar 135 krónur á skinn, og kostnað við skinnaverkun 420 kr., vantar rúmar 250 krónur upp á að hægt sé að greiða fóðurkostn- aðinn, sem áætlaður er 1.200 kr. á skinn. Og eftir er svo allur annar kostnaður. Vextir af afurðalánum eru áætlaðir 120 krónur og annar kostnaður 60 krónur, og breytilegur kostnaður alls 1.935 krónur. Ef söluverðið verður 1.500 krónur vantar því 435 krónur upp á að bóndinn fái fastan kostnað við fram- leiðslu hvers skinns borinn uppi í söluverðinu. Til viðbótar föstum kostnaði áætl- ar SÍL að vextir séu 200 krónur á hvert framleitt skinn, fymingar 390 krónur og launakostnaður 600 krón- ur. Framleiðslukostnaður við hvert skinn er því 3.125 krónur og 1.625 króna tap af hverju skinni. Vísitala byggingar- kostnaðar HAGSTOFAN hefur reikn- að visitölu byggingar- kostnaðar eftir verðlagi um miðjan maímánuð 1988 og reyndist hún vera 111,9 stig, eða 1,0% hærri en i apríl. Þessi vísitala gildir fyrir júni 1988. í frétt frá Hagstofu íslands segir að síðastliðna tólf mán- uði hefur vísitala byggingar- kostnaðar hækkað um 14,1% og síðustu þrjá mánuði um 4,3%, sem samsvarar 18,3% árshækkun. Af hækkun vísitölunnar frá apríl til maí stafa um 0,2% hækkun á verði innihurða, um 0,1% af hækkun á gatnagerð- argjaldi og um 0,7% stafa af hækkun á verði ýmissa vöru- og þjónustuliða. Áhrif gengis- breytingarinnar 16. þessa mánaðar eru komin fram í vísitölunni að því marki, sem þeirra var farið að gæta í vöru- verði er upplýsingasöfnun lauk að kvöldi 17. maí, segir í frétt Hagstofunnar. Langhærð skínn á und- anhaldi í tískuheiminum Skipulagsstjórn ríkisins: Byggingarlcyfi ráð- hússins standi óhaggað MEIRIHLUTI skipulagsstjórnar ríkisins hefur komist að þeirri niðurstöðu, að byggingarleyfi fyrir ráðhúsið við Tjömina skuli standa óhaggað. Hefur félags- málaráðherra verið send sam- þykkt meirihlutans en ráðherra leitaði umsagnar skipulagsstjórn- Skák: Grunnskóla- keppni stúlkna SVEIT Hvassaleitisskóla sigraði með 13,5 vinningum í grunnskóla- keppni stúlkna, sem haldin var sunnudaginn 15. maf sl., á vegum Skáksambands íslands og Taflfé- lags Reykjavíkur. í öðru sæti varð sveit Engidalsskóla í Hafnarfirði og sveit Seljaskóla í þvi þriðja. Teflt var á flórum borðum, fimm umferðir. í sigursveit Hvassaleitis- skóla tefldu Hrund Þórhallsdóttir, Anna S. Þórhallsdóttir, Berglind Aradóttir og Vaka Rögnvaldsdóttir. Stefnt er að því að halda keppni sem þessa árlega, en áhugi stúlkna á skáklistinni fer nú ört vaxandi. Næsta stúlknamót verður haldið í haust og er það íslandsmót. Núver- andi íslandsmeistari er Hrund Þór- hallsdóttir. Skákæfíngar fyrir drengi og stúlkur eru á hveijum laugardegi kl. 14 að Grensásvegi 44 — 46, en hié verður gert á æfíngum í júlí og ágúst. (Úr fréttatilkynningu) ar vegna kæru íbúa við Tjaraar- götu, sem kærðu veitingu bygg- ingarleyfisins. Tveir varamenn sátu fundinn þeir Helgi Hallgrí- msson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son en hann vék af fundi þegar fjallað var um byggigarleyfið. í umsögn meirihluta skipulags- stjómar til félagsmálaráðherra kem- ur fram að: „Skipulagsstjóm telur að ekkert atriði í bréfi kærenda sé það þungvægt, að það réttlæti aftur- köllun byggingarleyfísins fyrir ráð- húsi sem samþykkt var á fundi bygg- ingamefndar Reykajvíkur 28. apríl s.l. og ályktar að samþykktin skuli óhögguð standa. Jafnframt vill skipulagsstjóm vekja athygli á því að bílastæði fyr- ir almenning, sem áður vom hugsuð í kjallara ráðhúss hafa borgaiyfír- vöid hætt við. Skipuiagsstjóm telur rétt að Reykjavíkurborg geri grein fyrir því hvar annarstaðar þessum bílastæðum verði fyrir komið." Guðrún Jónsdóttir arkitekt, greiddi atkvæði á móti meirihlutan- um og lagði fram bókun þess efnis að framkvæmdir við ráðhúsið séu ekki í samræmi við staðfest deili- skipulag og þvl beri að fella bygging- arleyfíð úr gildi. Á fundinum lagði Guðrún jafn- framt ffarn tillögu um að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson yrði látinn víkja af fundi þegar fjallað yrði um veitingu byggingarleyfísins. Tillagan var felld með þremur atkvæðum gegn einu. Vilhjámur Þ. Vilhjámsson ák- vað þrátt fyrir þessa niðurstöðu að víkja af fundi en lagði jafnframt fram eftirfarandi bókun: „Ég tel að Guðrún Jónsdóttir sé vanhæf til að taka þátt í atkvæðagreiðslu um þetta mál. Hún er yfirlýstur andstæðingur ráðhússbyggingar og hefur auk þess undirritað mótmælaskjöl varðandi byggingu ráðhússins og auk þess haft sig mjög í frammi í því.“ Ekki útlit fyrir að jafnvægi komist á fyrr en eftir 2—3 ár FORYSTUMENN loðdýrabænda eru ekki bjartsýnir um sölu refa- skinna á allra næstu árum. Lang- hærð skinn virðast vera á undan- haldi i tískuheiminum og telur Saga-fyrirtækið, sem er sölu- og kynningarfyrirtæki norrænna loðdýrabænda, að meira en 20% framleiðslunnar í ár verði óseld í byrjun næsta sölutímabils og kemur það til viðbótar þeirri framleiðslu sem nú er unnið að og kemur á markað í vetur. Framleiðslan þarf þvi að dragast mikið saman til að jafnvægi kom- ist á á milli framboðs og eftir- spurnar og þar með eðlilegt verð. Jón Ragnar Björasson fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra loðdýraræktenda telur i samantekt um stöðu loðdýra- ræktar að búast megi við að jafn- vægi náist vart fyrr en að 2—3 árum liðnum. Mun betri afkoma hefur verið í minkarækt, eins og fram hefur komið, og yfírleitt minni tískusveifl- ur i eftirspum á stutthærðum skinnum. Blikur eru þó á lofti. Ragnar telur að ekki liggi beinlinis fyrir að um offramleiðslu á minka- skinnum sé að ræða en hins vegar sé reiknað með 3—5 milljón skinna aukningu á þessu ári. Danir auki til dæmis framleiðsluna um 2 millj. skinn, auk framleiðsluaukningar hjá í Bandaríkjunum, Kína og fleiri löndum. Að óbreyttu sé þvi hætt við að aukið framboð haldi verðinu niðri. Tillögur Sambands íslenskra loð- dýraræktenda um afkomutrygg- ingu refabænda næstu 2—3 árin og stuðning við búháttabreytingu innan loðdýraræktarinnar, það er að menn geti tekið upp minkarækt í stað refaræktar, byggist m.a. á þessum horfum á heimsmarkaði sem Jón Ragnar tók saman. Tvö í einu! Rétta rafsuðu- tækið fyrir bændur og minni verkstæði Magma 150 er ekki einungis afar öflugt jafnstraums-rafsuðutæki fyrir pinnasuðu heldur einnig kröftugt mig/mag suðutæki með rafknúinni þráðstýringu (EFC). Hafðu samband við sölumenn okkar sem veita þér faglega ráðgjöf. = HÉÐINN = SEUAVEGI 2,SlMI 624260 pinnasuða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.