Morgunblaðið - 20.05.1988, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 20.05.1988, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1988 47 Friðjón Þórðarson um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds: Mjög mikill kostnaðar- auki er af frumvarpinu Fríðjón Þórðarson fram að ganga fyrr en árið 1961. „Nú koma margar spumingar upp í hugann," sagði Friðjón. „Hver er staða okkar íslendinga í þessum málum? Stöndum við jafnfætis grannþjóðum okkar eða langt að baki? Hveiju þarf að breyta? Em breytingar gagnlegar, nauðsynleg- ar eða óumflýjanlegar? Hvað kosta slíkar breytingar? og þar fram eftir götum." í greinargerð frumvarpsins segir m.a.: „Reyndar má segja að komið hafí verið á aðgreiningu dóms- og stjómsýslustarfa í Reykjavík f vem- legum mæli.“ Það er svo rökstutt nánar. Á hinn bóginn er greint frá því að utan Reykjavíkur gegni sýslumenn og bæjarfógetar enn hlutverki lögreglusfjóra og inn- heimtumanns ríkissjóðs jafnframt því að vera dómarar. Nú er það kunnugt að komið hefur verið á fót embættum svonefndra héraðs- dómara við embætti bæjarfógeta á Akureyri, í Vestmannaeyjum, á Selfossi, í Keflavík, Hafnarfírði og Kópavogi. Það er því ljóst að hinn nýi siður, ef svo mætti segja, er kominn á í vemlegum mæli á flest- um þéttbýlissvæðum landsins." Friðjón sagði að í þeim löndum sem byggðu á reglunni um þrígrein- ingu ríkisvaldsins væm skiptar skoðanir um eitt og annað í radd- setningu laganna og framkvæmd þeirra. Við íslendingar vildum eflaust allir sem einn standa við gerða samninga, búa í réttarríki og virða mannréttindi. „En við verðum líka að sníða okkur stakk eftir vexti og fara eigin leiðir í ýmsum efnum vegna sérstöðu okkar, fámennis og landshátta. Ekki vantaði að ráða- menn þjóðarinnar væm hvattir til þess seint og snemma að spara í ríkisrekstrinum og sýna aðhald og fyrirhyggju í hvívetna." Friðjón sagði síðan að þetta fmmvarp myndi hafa í för með sér mjög mikinn kostnaðarauka. Það kæmi m.a. fram í ályktun Sýslu- mannafélags íslands frá 25. mars sl. Þar væri auk þessa bent á mörg fleiri atriði sem kanna þyrfti svo sem að niðurstöður úttektar þyrftu að liggja fyrir á því hver kostnaður væri annars vegar af núverandi kerfi fyrir ríkissjóð og þá er skipti ættu við embætti sýslumanna og bæjarfógeta og hins vegar hvað myndi kostað að gera breytingar á kerfinu með aðskilnaði. Jafnframt þyrftu að liggja fyrir niðurstöður rannsóknar um hvort núverandi kerfi hefði valdið þegnunum réttar- spjölium. Það væri og tekið fram að Sýslumannafélagið vissi ekki til þess að núverandi kerfí hefði komið að sök. Rétt væri að hafa þá skipan mála sem væri ódýrust og hag- kvæmust báðum aðilum í senn, al- mannasjóðum og þegnum landsins. Núverar.di embætti sýslumanna og bæjarfógeta væru hagkvæm skipan lítilli þjóð sem byggi í stóru landi. Friðjón sagði að sýslumennimir væru þeir menn sem þekktu þessi mál ofur vel og ætti a.m.k. að hlusta á þá og vega og meta störí þeirra en ekki líkja þeim við leifai frá einveldistímanum eins og fjár- málaráðherra hefði gert á forsíði Þjóðviljans nýlega. Friðjón sagði að lokum að mörj fyrirheit á verkefnaskrá ríkisstjóm- arinnar væru mjög aðkallandi og mætti nefna sem dæmi að takasl þyrfti á við byggða- og atvinnumá og brýnan vanda af ýmsu tagi héi og hvar í byggðum landsins. „Ég leyfí mér að treysta því að þetta mál verði vandlega athugað, vegið og metið að bestu manna yfirsýn á þeim tímum sem í hönd fara.“ MMAGI Níu manna þingmannanefnd: Athugar stefnu gagnvart EB FRIÐJÓN Þórðarson (S/Vl) sagði í umræðum á Alþingi fyrir skömmu um frurnvarp dóms- málaráðherra um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds að hann teldi hyggilegt að flýta sér hægt í þessiun efnum og rasa ekki um ráð fram þegar gera skyldi breytingar á þeim málum sem væru landsmönnum mikils virði. Frumvarpið myndi meðal annars hafa í för með sér mikinn kostnaðarauka. Friðjón Þórðarson sagði að það væri fjarri sér að láta í ljós ein- hverja óánægju yfír að þessum málum væri hreyft. Það væri sjálf- sagt að skoða þau með opnum huga og ræða þau frá ýmsum hliðum. En það væri margs að gæta í þess- um efnum og engin furða þó að menn vildu gefa sér nægan tíma til að hugleiða viðfangsefnið, svo stórt sem það væri, áður en ráðist væri í viðamiklar og kostnaðarsam- ar breytingar á þeirri skipan sem lengi hefði dugað og reynst vel í öllum aðalatriðum að hans dómi. En að sjálfsögðu er jafn rétt og skylt að skoða allar tillögur, sem horft gætu til réttarbóta og bættrar skipunar í þessum efnum einum. I stefnuyfirlýsingu og starfsáætl- un ríkisstjómarinnar væri rætt um stjómkerfisbreytingar. Segði þar að ríkisstjómin myndi beita sér fyr- ir heildarendurskoðun dómsmála- skipunar er fæli í sér aðskilnað dómstarfa og stjómsýslustarfa. Það væri því ekki nema eðlilegt að ein- hveijum hugmyndum af þessu tagi væri ýtt á flot nú þegar í upphafi kjörtímabils til kynningar og seinni ákvörðunar. Fmmvarp þetta hefði verið samið af níu manna nefnd sem dómsmála- ráðherra hefði skipað í lok septem- ber í fyrra svo að það yrði ekki annað sagt en að hún hefði haft allskamman tíma til að athuga svo margþætt og flókið mál. Friðjón sagði það vera fróðlegt að kynna sér störf nefndar frá árinu 1916 sem fjallaði um fullan aðskiln- að dómsvalds og umboðsvalds. Meirihluti hennar, þrír af fímm, lagði til að landinu yrði skipt upp í sex lögdæmi með einum héraðs- dómara í hveiju umdæmi. Héraðs- dómaramir skyldu vera sem sjálf- stæðastir og óháðastir bæði um- boðsvaldinu og almenningi. Á hinn bóginn skyldi sýslumannsembætt- um fækkað verulega. Minni hluti nefndarinnar, tveir af fímm, segði m.a. í álitsgerð sinni að í sjálfu sér væri það mikilsverð og æskileg framför ef fundið yrði ráð til þess að greina umboðsvald frá dómsvaldi svo að hagkvæmt væri fyrir alla hlutaðeigendur, en lagði samt til að ekki yrði ráðist í slíka breytingu að svo stöddu þar eð hvorki hefði komið í ljós þörf á slíkri breytingu né óskir um hana. Meðan svo væri þótti minnihluta nefndarinnar of snemmt að gera tillögur um að ráðast til slíkrar gjör- breytingar á stjómarfari landsins. Að þessu sinni sigraði minnihluta- álitið á Alþingi, sagði Friðjón. Eigi að síður hefðu ýmsar breyt- ingar orðið á þessari öld og mál þessi komið á dagskrá alltaf öðm hveiju. Og sumar hefðu gengið allt- of hægt. Mætti til dæmis nefna og mætti merkilegt heita að lungann úr þessari öld skyldum við hafa búið við það að ákæruvaldið væri í hendi pólitísks ráðherra. Sem dæmi um hvað breytingar í þessum efnum væm hægfara nefndi þing- maðurinn að fyrsta málið sem Gunnar Thoroddsen flutti á Alþingi var fmmvarp um opinberan ákær- anda árið 1934. Það hefði ekki náð ALÞINGI hefur kosið níu þing- menn í nefnd er taki til sérstakr- ar athugunar stefnu íslands gagnvart Evrópubandalaginu. I nefndina vom eftirtaldi þing- menn kosnir: Eyjólfur Konráð Jóns- son, Páll Pétursson, Kjartan Jó- hannsson, Ragnhildur Helgadóttir, Hjörleifur Guttormsson, Júlíus Sól- nes, Guðmundur G. Þórarinsson, Kristín Einarsdóttir, Guðmundur H. Garðarsson. Nefndin er kosin samkvæmt þingsályktun er flutt var af Kjart- ani Jóhannssyni og er hlutverk hennar að taka til sérstakrar athug- unar þá þróun sem fyrir dymm stendur í Evrópu, einkanlega með tilliti til ákvörðunar Evrópubanda- lagsins um sameiginlegan innri markað. Nefndin á að kanna áhrif þessara ákvarðana og líklegrar þró- unar í Evrópu á íslenskt efna- hagslíf og meta þær leiðir sem álit- legastar em til þess að laga íslenskt efnahags- og atvinnulíf að þeim breytingum sem fram undan em. Nefndin á að hafa samráð við sam- tök atvinnulífsins og skila skýrslu um athuganir sínar og tillögur fyrir 1. apríl 1989. íslenskorðsnilld Ingibjörg Haraldsdóttir ritstýrði. Spakmæli, smeilin orðtök, skemmtilegir orðaleik- ir, djúpvitrar hugleiðingar um ástina, trúna, sam- félagið og listina frá Agli Skallagrímssyni til Ein- ars Más Guðmundssonar. Bók sem er ótrúlega gaman að fletta upp í. Tilval- in gjöf handa öllum sem áhuga hafa á íslenskum bókmenntum og íslenskri hugsun. Síóumúla 7-9. Sími 688577. Laugavegi 18. Sími 15199-24240.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.