Morgunblaðið - 20.05.1988, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 20.05.1988, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1988 55 Gömul mynd af síldarbát, hlöðnum silfri hafsins. er hann hafði gegnt lögreglustjóra- störfum á Siglufirði á sumrin. Nefndin hafði stefnt að því, að frumvarpið yrði lagt að nýju fyrir Alþingi, þannig að afgreiðslu þess gæti verið lokið fyrir 20. maí um vorið, þegar minnzt yrði hundrað ára afmælis verzlunarstaðarins. En nú var tíminn orðinn naum- ur, — komið fram í miðjan marz, og taldi hreppsnefndin því tilgangs- laust að fela öðrum lögfræðingi nyrðra samvinnu við sýslumann um frumvarpið, fyrst að svona hafði tekizt til með Bjöm Líndal. Virtist nefndinni tiltækilegast, úr því sem komið var, að kalla að nýju saman borgarafund á Siglufírði og fara fram á heimild til að ganga endan- lega frá frumvarpinu í samráði við sýslumann, svo og fullt umboð til þess fyrir hönd sveitarfélagsins að semja um fjárskipti milli hreppsins og sýslunnar, ef breytingin næði fram að ganga. í framhaldi af þessu var almennur fundur atkvæðis- bærra íbúa Sigluijarðarkauptúns haldinn 16. marz, og mættu þar og greiddu atkvæði 126 atkvæðis- bærir menn og konur, en ályktun fundarins var á þessa leið: „Fundurinn heldur fast og ein- dregið fram þeirri ósk, að frum- varpið til laga um bæjarstjóm á Siglufírði nái sem allra fyrst fram að ganga í sömu eða mjög líkri mynd og það var borið fram á Al- þingi í fyrra, þó með þeirri breyt- ingu, að hið nýja lögsagnarumdæmi nái yfír allan Hvanneyrarhrepp. En fáist þessi breyting ekki fram, óskar fundurinn þess að það nái yfir jafn- stórt svæði og tiltekið var í fmm- varpinu." Tillaga þessi var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum fundar- manna, og einnig veitti fundurinn hreppsnefndinni ótakmarkað um- boð til þess að gera bindandi samn- ing við sýslunefnd Eyjafjarðarsýslu um öll fjárskipti milli sýslunnar og hins nýja lögsagnarumdæmis, hvort heldur sá samningur yrði gerður fyrr eða síðar. Þá var hreppsnefnd- inni heimilað að gera þær breyting- ar á frumvarpinu sem nauðsynlegar þættu, áður en álits sýslunefndar um málið væri leitað að nýju, en hvor tveggju þessi umboð gat hreppsnefndin veitt öðrum fyrir sína hönd. Samkvæmt þessari heimild veitti svo hreppsnefndin, hinn 30. marz, þeim séra Bjama Þorteinssyni og cand. juris Júlíusi Hafsteen, fullt umboð til þess að ganga frá frum- varpinu og gera samning um fjár- skiptin. Sýslufundur stóð nú fyrir dyrum á Akureyri, en hann var haldinn dagana 4,—12. apríl. Hafði þá við- horf sýslunefndarmanna og einnig sýslumanns sjálfs breytzt mikið frá því árið áður, því að 11. apríl sam- þykkti sýslunefndin í einu hljóði, að frumvarpið um bæjarstjóm á Siglufírði mætti ganga fram með því skilyrði, að þing og stjóm legðu fram nægilegt fé til starfrækslu sýslumannsembættis Eyjafjarðar- sýslu framvegis. Sama dag var undirritaður samn- ingur um alger fjárskipti milli Hvanneyrarhrepps og Eyjafjarðar- sýslu, sem taka átti gildi um leið og fmmvarpið yrði að lögum. Sam- kvæmt þessum samningi skyldi Hvanneyrarhreppur greiða sýslunni kr. 15.843,75 í eitt skipti fyrir öll, um leið og skipting lögsagnamm- dæmisins færi fram, eða kr. 950,60 á ári í 28 ár. Þar með var þetta mikla baráttu- og hagsmunamál Siglfirðinga til lykta leitt heima í héraði, en eftir var þáttur Alþingis að fjalla um fmmvarpið að nýju og lögfesta það. Eftir heimkomu séra Bjama Þor- steinssonar til Siglufjarðar af þess- um örlagaríka sýslufundi, var kall- aður saman borgarafundur hinn 18. apríl, og þar skýrði séra Bjami frá úrslitum málsins á sýslufundinum, og var máli hans tekið af miklum fögnuði meðal fundarmanna og honum þökkuð einörð framganga hans í baráttunni fyrir kaupstaðar- réttindunum. Hið sama gerði hreppsnefndin á fyrsta hrepps- nefndarfundinum, sem haldinn var eftir sýslunefndarfundinn, en þar vakti Guðmundur T. Hallgrímsson, héraðslæknir, máls á því, að til- hlýðilegt væri, að hreppsnefndin vottaði sýslunefndarmanni hrepps- ins verðugt þakklæti fyrir störf hans í sýslunefndinni, og þó sér- staklega undanfarið í þarfír sjálf- stjómarmáls Siglfírðinga. Tóku allir nefndarmenn undir þetta í einu hljóði með því að standa upp, en oddvitinn þakkaði hin hlýju um- mæli og undirtektir hreppsnefndar- manna. Hér að framan hefur verið rakin nokkuð sjálfstæðisbarátta Siglfírð- inganna á árunum 1917—18, en síðan fékk málið hina þinglegu meðferð, og var frumvarpið flutt að nýju af sömu þingmönnum og árið áður. Frumvarpið var lagt fram í neðri deild 20. apríl og tekið til fyrstu umræðu þrem dögum síðar, og var Stefán frá Fagraskógi enn framsögumaður málsins. Greinar- gerð þessa frumvarps var að mestu samhljóða greinargerðinni með hinu fyrra, nema hvað íbúatölur, tekju- og eignatölur sveitarfélagsins höfðu breytzt frá árinu áður. í greinar- gerðinni með siðara frumvarpinu segir, að íbúatalan í Sigluljarðar- kauptúni sé orðin freklega 900 og telqur sveitarfélagsins fardagaárið 1916—17 taldar 45.500 krónur og þar af útsvör rúmlega 40 þúsund krónur. Þá voru eignir hreppsins, arðbærar og óarðbærar, taldar í lok reikningsársins 144 þúsund kr., en skuldir 44 þúsund krónur. Aðalbreytingin sem gerð hafði verið á frumvarpinu frá árinu áður, var sú, að Siglfirðingar höfðu fært sig upp á skaftið, og nú var gert ráð fyrir því, að hið nýja lögsagnar- umdæmi næði til hreppsins alls en í fyrra frumvarpinu sagði: „Siglufj arðarverslunarstaður, þar með talin verzlunarlóðin öll, höfnin, landeign hafnarsjóðs og allt land jarðanna Hafnar og Hvanneyr- ar, skal vera lögsagnarumdæmi út af fyrir sig með kaupstaðarréttind- um.“ í báðum frumvörpunum var aftur á móti gert ráð fyrir því, að í Siglu- fjarðarkaupstað skyldi vera bæjar- fógeti, skipaður af konungi, og hafa á hendi auk stjómar kaupstað- armálefna, dómstjóm, lögreglu- stjóm, gjaldheimtu fyrir landssjóð í kaupstaðnum og önnur störf, er sýslumönnum og bæjarfógetum voru falin hveijum í sinu umdæmi. Að þessu sinni urðu meiri um- ræður um frumvarpið en í fyrra skiptið, eins og Alþingistíðindi frá þessum tíma bera vott um. Þó lá nú fyrir samþykki sýslunefndar og sýslumanns um framgang málsins, ef tiltekin skilyrði varðandi tekjur sýslumannsembættisins yrðu upp- fyllt. Enn sem fyrr hélt forsætisráð- herrann uppi nokkru andófí gegn frumvarpinu, og mun það einkum hafa stafað af varfæmi stjómarinn- ar að stofna til embættis, sem kynni að baka landssjóði ný útgjöld. Við fyrstu umræðu um málið í neðri deild taldi hann það „býsna athuga- vert“, ef deildin færi að ijúka til og stofna nýtt embætti, án þess að það væri nákvæmlega athugað. Hins vegar fannst honum, að svara mætti því mjög vel, „að leyfa þessu bæjarfélagi að fá kaupstaðarrétt- indi“. Og þrátt fyrir rökstuðning flutn- ingsmanna fyrir því, að kostnaðar- aukinn vegna bæjarfógetans yrði léttvægur, en tekjur landssjóðsins vegna breytingarinnar að líkindum margfaldast, þá tók frumvarpið samt þeim breytingum í meðfömm þingsins, að í stað þess, að á Siglu- fírði yrði bæjarfógeti skipaður af konungi, gerðu lögin ráð fyrir því, að þar yrði lögreglustjóri skipaður af dómsmálaráðherra, og skyldi , hann hafa á hendi auk stjómar kaupstaðarins dómstjóm í almenn- um lögreglumálum, lögreglustjóm, innheimtu á skipagjöldum fyrir sýslumanninn í Eyjafjarðarsýslu í kaupstaðnum og önnur störf, er hreppstjórum vom falin. I þessu fólst það, að Siglufjörður yrði ekki aðeins áfram í kjördæma- sambandi við Eyjafjarðarsýslu, heldur yrði hann ekki sérstakt lög- sagnarumdæmi nema í almennum lögreglumálum. Hins vegar héldust óbreytt þau ákvæði fmmvarpsins, að lögsagnammdæmið tæki til alls Hvanneyrarhrepps og að stofnuð skyldi bæjarstjóm á Siglufirði, en samkvæmt lögunum, eins og þau vom afgreidd, skyldi málefnum kaupstaðarins stjómað af bæjar- stjóm, sem í væm lögreglustjórinn og sex bæjarfulltrúar, kosnir af kaupstaðarbúum eftir lögum um kosningar til borgarstjóma í kaup- stöðum. Eftir að flutningsmenn höfðu heyrt undirtektir við frumvarpið í neðri deild, var þeim ljóst, að þeir yrðu að slá nokkuð af fyllstu kröf- um um málið, einkum er varðaði ákvæðið um bæjarfógetann, því að í áliti allsheijamefndar kom það fram, að hún lagði til, að fmm- varpinu yrði vísað til stjómarinnar, en það þýddi, að málið næði ekki fram að ganga á þinginu. Þess vegna bám þeir sjálfír fram breyt- ingartillögu til samkomulags eða málamiðlunar um, að ákvæðið um bæjarfógeta á Siglufírði yrði fellt niður, en í staðinn yrði þar lögreglu- stjóri með dómsvaldi í almennum lögreglumálum, að öðm leyti jrrði samband hins nýja kaupstaðar og sýslunnar óbreytt. í framsögu fyrir nefndaráliti alls- heijamefndar sagði Einar Amórs- son meðal annars, að nefndin hefði ekki getað ráðið til þess, að fmm- varpið yrði samþykkt með því inni- haldi, sem það hafði, er það var lagt fram, og þess vegna lagt til, að málinu yrði vísað til ríkisstjóm- arinnar. En síðan nefndarálitið var samið og undirskrifað, hafí flutn- ingsmenn frumvarpsins borið fram breytingartillögur við það og yrðu þær samþykktar, væri aðalgnúinn sniðinn af frumvarpinu, sem sé sá, að sýslumaður Eyjaijarðarsýslu og bæjarfógeti á Akureyri gæti haft nokkuð á móti því, að ef breyting- artillögumar yrðu samþykktar og síðan fmmvarpið með þeim breyt- ingum, þá væri í engu skert laun hans, að því er kæmi til þeirra tekna, er hann hafí haft af Siglu- fírði, — og gæti allsheijamefnd eft- ir atvikum sætt sig við, að fmm- varpið yrði samþykkt með þessum breytingum. Jón Magnússon, forsætisráð- herra tók í sama streng og kvaðst geta sætt sig við, að fmmvarpið yrði samþykkt. Hins vegar taldi hann nauðsynlegt, að áður en end- anlega yrði gengið frá málinu, lægi fyrir yfirlýsing frá hreppsnefndinni á Siglufirði um, að hún gerði sig ánægða með afgreiðslu málsins á þessum gmndvelli, en að þeirri yfir- lýsingu fenginni kvaðst hann ekki geta séð neina sanngimi í því að neita Siglfirðingum um bæjarrétt- indj. I þessu sambandi upplýsti Einar Ámason á Eyrarlandi, að þeir flutn- ingsmenn hefðu talað í síma við „þann mann á Siglufirði, er fremst- ur hafi staðið um þetta mál“, þar, og hafi hann tjáð, að Siglfirðingar mundu sætta sig við það fyrirkomu- lag, sem fmmvarpið gerði ráð fyrir. Þrátt fyrir þesa yfírlýsingu mun þó fremur hafa mátt líta á hana sem staðfestingu á því, að Siglfírð- ingum þætti betri hálfur sigur en enginn, — enda kom það í ljós strax árið eftir, að þeir óskuðu breytinga á lögunum í þá stefnu, sem frum- varpið gerði uppmnalega ráð fyrir — það er algjörum skilnaði milli sýslunnar og Siglufjarðarkaupstað- ar og að þar yrði stofnað bæjarfóg- etaembætti, enda var svo gert árið 1920. Niðurstaða málsins í neðri deild varð svo sú að þessu sinni, að fmm- varpið var samþykkt þar með öllum greiddum atkvaeðum og afgreitt til efri deildar hinn 13. maí. Strax daginn eftir var málið tek- ið til fyrstu umræðu í efri deild, og sigldi frumvarpið hraðbyri gegnum þá deild, þar eð þingdeildarmenn vom einhuga um það að ljúka af- greiðslu þess fyrir héraðshátíð Sigl- firðinga, sem halda átti 20. maí í tilefni af 100 ára verzlunarafmæl- inu. Þar mætti málið engri and- stöðu, nema hvað þeir Jóhannes Jóhannesson og Magnús Torfason fundu helzt að því, að framvarpið hefði verið aflagað í meðfömm neðri deildar, en vildu þó ekki bera fram breytingartillögur við það, þar eð slíkt mundi tefja afgreiðslu þess. Jóhannes Jóhannesson talaði fyrir áliti allsheijamefndar deildarinnar og sagði, að nefndinni virtist, að eins vel eða betur hefði farið á því að samþykkja þegar fullkomin bæj- arstjómarlög fyrir Sigluflörð, en mælti síðan á þessa leið: „Atvik þau, er liggja að því, að nefndin samt sem áður ræður til þess, að fmmvarpið verði samþykkt óbreytt, em þau, að 20. þ.m. em liðin full 100 ár síðan SigluQörður var löggilt'ur verzlunarstaður, og er þegar mikill undirbúningur hafð- ur til þess að minnast þessa merki- sviðburðar með hátíðahaldi á Siglu- fírði. Þykir nefndinni því vel við eig- andi og rétt, að Alþingi gefí verzl- unarstaðnum bæjarréttindi í af- mælisgjöf, og leyfí ég mér að vænta þess, að háttvirt deild verði nefnd- inni sammála í því efni og hafí sam- þykkt frumvarpið til fulls fyrir 20. þ.m. en þá getur ekki verið um neinar breytingar á því að ræða. En lögunum má breyta, hvenær sem þurfa þykir, og það er trúa mín, að þess verði ekki langt að bíða..." Sama sinnis var Magnús Torfa- son, sem taldi, að þegar á næsta þingi mundi „verða að samþykkja viðaukalög við þessi bæjarstjómar- lög Siglufjarðar...“ Það má því segja að þegar hafí verið hafínn áróður fyrir undirbún- ingi að endurbótum á löggjöfínni og að vilji ýmissa þingmanna hafí verið fyrir hendi til þess að færa lögin í það horf, sem Siglfírðingar helzt kusu. Eins og að framan getur, virðast þingmenn efri deildar hafa fullan skilning á baráttu Siglfirðinga fyrir kaupstaðarréttindunum og viljað greiða fyrir því, að sem minnstar tafír yrðu á afgreiðslu málsins í deildinni, enda urðu engar umræður um það, er framvarpið var tekið þar til þriðju umræðu. Það var gert laugardaginn 18. maí, og var fmm- varpið þá samþykkt með 12 sam- hljóða atkvæðum og þar með af- greitt sem lög frá Alþingi. Þegar þennan sama dag sendu þingmenn Eyfírðinga oddvita Hvanneyrarhrepps svohljóðandi símskeyti: „Fmmvarpið um bæjarstjóm á Siglufírði og þingsályktun um stofnun Landsbankaútibús á Siglu- fírði, var hvort tveggja afgreitt í dag frá Alþingi". Má nærri geta, að þetta símskeyti hafí vakið mikinn fögnuð meðal hreppsnefndarinnar, en ekki var þó efni þess kunngert opin- berlega á Siglufírði fyrr en tveim dögum síðar, 20. maí, og var það hámark hátíðarhalda dagsins, þeg- ar séra Bjami Þorsteinsson skýrði manníjöldanum frá því, að á þess- um hundrað ára afmælisdegi verzl- unarstaðarins hefði Sigufjörður öðlazt kaupstaðarréttindi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.