Morgunblaðið - 20.05.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.05.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1988 1 Siglufförður - 70 ára kaupstaðarafmæli -170 ára verzlunarafmæli: BARATTA FYRIR BÆJARRÉTTENDUM Kafli úrbókinni Siglufjörður eftir Ingólf Kristjánsson, rithöfund Siglufjörður var löggiltur verzlunarstaður 20. mai 1818. A100 ár verzlunarafmæli Siglufjarðar, 20. mai 1918, fær staðurinn síðan kaupstaðarréttindi. Arið 1888, fyrir hundrað árum, hóf séra Bjarni Þorsteinsson, tónskáld, prestsstarf í Siglufirði. Hann fór fyrir Siglfirðingum í flestum framfaramálum þeirra í hálfa öld og leiddi sjálfstæðisbaráttu þeirra fyrir kaupstaðarréttindum. Það verður þrefalt stórafmæli í Siglufírði 1988:1) 170 ára verzl- unarafmæli, 2) 70 ára kaupstaðarafmæli, 3) 100 ár eru liðin frá því að séra Bjami Þorsteinsson, fyrsti heiðursborgari Siglufjarðar, hóf prestsstarf í Siglufírði. Bæjarstjóm Siglufjarðar efnir til hátíðarfundar á afmælisdag- inn, fostudaginn 20. mai, í nýjum fundarsal bæjarstjómar klukkan 17 síðdegis. Hátíðardagskrá verður í Siglufjarðarkirkju klukkan 20,30 samadag. Hátíðarræðu flytur Siguijón Sæmundsson, fyrr- verandi bæjarstjóri. Sverrir Páll Erlendsson, menntaskólakennari, flytir frumsamið efni tengt Siglufírði. Fjölmörg önnur atriði prýða dagskrána. Leikfélag Siglufjarðar frumsýnir Galdrakarlinn í Oz eftir L. Frank Baum í Nyja bíói. Nemendur grunnskólans standa fyrir nemendasýningu í skólahúsinu við Hlíðarveg. í tengslum við kaupstaðarafmælið verður guðsþjónusta í Siglu- fjarðarkirju á hvítasunnudag klukkan tvö miðdegis. Bæjarfulltrúar lesa ritningarorð. Stefán Friðbjamarson, fyrrverandi bæjarstjóri, predikar. Síðar um daginn verður guðsþjónusta í sjónvaiysútsend- ingu. Þar predikar sóknarpresturinn, séra Vigfús Þór Amason. Sérstök afmælisvika verður haldin í tilefni af þessu þrefalda afmæli í ágústmánuði næstkomandi. Á 50 ára kaupstaðarafmæli Siglufjarðar, 1968, gaf Siglufjarðar- kaupstaður og Sögufélag Siglufjarðar út bókina Siglufjörður, eft- ir Ingólf Kristjánsson, rithöfund, sem hefur að geyma sögu byggð- arlagsins. í bókinni eru einnig þættir úr sögu Siglufjarðar eftir Kristin Halldórsson, kaupmann. Forlagið Myllu-Kobbi hefur ný- sett á markað endurútgáfu þessarar bókar. I nýju útgáfunni em viðbótarkaflar eftir þá Guðmund Ragnarsson og Benedikt Sigurðs- son meðal annars um síðustu tuttugu árin í sögu Siglufjarðar. í hinni nýju útgafu eru og um 150 myndir sem ekki vóm í fmmútgáfu. Hér fer á eftir kafli úr bókinni Siglufjörður, eftir Ingólf Kristj- ánsson rithöfund. Kaflinn ber yfirskriftina „Barátta fyrir bæjarréttindum“: íðasta og stærsta málefnið, sem hreppsnefnd Hvanneyrarhrepps hafði afskipti af og leiddi fram til sig- urs, var það að fá setta löggjöf um bæjarstjóm og kaupstaðarréttindi fyrir Siglufjörð, en með því batt hún jafnframt enda á tilveru sína, því að í stað hreppsnefndarinnar tók þá við bæjarstjóm. Þó að heimsstyrjöldin hefði þrengt kosti Siglfírðinga á margvís- legan hátt, eins og lýst hefur verið, — jafnvel svo að þeir þurftu í fyrsta sinn að leita til landsstjómarinnar um atvinnubótafé, vegna þess að færri erlend og innlend síldveiðiskip komu þangað en venjulega, — já, eins fyrir þetta, var bjartsýni þeirra og framfarahugur óslævður, og ein- mitt þá tóku þeir að bera fram kröf- una um sjálfsijóm sinna mála, hófu baráttu fyrir kaupstaðarréttindum Siglufírði til handa. Forystu í kaupstaðarréttindamál- inu heima í héraði hafði frá upp- hafí oddviti hreppsnefndarinnar, séra Bjami Þorsteinsson, en hann var jafnframt sýslunefndarmaður fyrir hreppinn og átti því hægast um vik að reifa málið innan sýslu- nefndar Eyjafjarðarsýslu. Þar mætti hann þó í fyrstu harðri mót- spymu í þessu máli, ekki hvað sízt af hendi sýslumanns, sem að sjálf- sögðu taldi sig þurfa að gæta hags- muna sýslufélagsins í heild, en aug- ljóst var, að sýslusjóðurinn hlaut mikils að missa við það, að Hvann- eyrarhreppur, og þar með Siglu- fjörður, yrði limaður frá sýslunni. Þar við bættist, að aldagömul, hefð- bundin og söguleg tengsl voru milli Sigluflarðar og Eyjafjarðarsýslu, og þess vegna var það sumum nokk- urt tilfínningamál, að þessi tengsl væru rofin. En þrátt fyrir öll slík rök og til- fínningamál, létu Siglfírðingar eng- an bilbug á sér fínna í skilnaðarmál- inu, eftir að oddviti þeirra og hér- aðshöfðingi hafði tekið upp baráttu fyrir kaupstaðarréttindunum. í þessu máli stóð bæði hreppsnefndin og allur almenningur sem einn maður að baki séra Bjama Þor- steinssyni. Þetta kom meðal annars fram í fundarsamþykkt vorið 1917, þar sem rætt var ítarlega um „frumvarp til laga um bæjarstjóm á Siglufirði", sem hreppsnefndin hafði samið. Hinn 4. júní þetta vor héldu þingmenn kjördæmisins, þeir Stefán Stefánsson frá Fagraskógi og Einar Amason á Eyrarlandi, þingmálafund á Siglufirði, og var þess þá óskað, að þeir bæru frum- varpið fram á Alþingi um sumarið, og í samræmi við það var svofelld ályktun samþykkt einróma: „Fundurinn óskar þess, að þing- menn kjördæmisins beiti sér fyHr því á næsta þingi, að Siglufjarðar- kauptún fái kaupstaðarréttindi, á sama hátt og Hafnarfjörður hefur þegar fengið. Sérstaklega leggur fundurinn áherzlu á, að hér verði skipaður lögreglustjóri með dóms- valdi.“ Um sumarið, þegar þing kom saman, var svo frumvarpið flutt af þeim Stefáni Stefánssyni og Einari Ámasyni, og var Stefán fyrri flutn- ingsmaður þess, og mælti hann fyr- ir því á þessa leið á fundi í neðri deild 2. ágúst: „Fmmvarp þetta er flutt eftir ósk Siglfirðinga, og er samið af þeim með hliðsjón af lögunum um bæjar- stjóm í Hafnarfírði. En af hálfu okkar flutningsmanna er það flutt með það fyrir augum, að hér sé þarft mál og sanngjamt, og með því að kynna sér greinargerðina við frumvarpið hygg ég, að það sé nokkum veginn ljóst, að þetta sé eðlileg krafa og hin affarasælasta fyrir Siglufíörð. Ég þarf varla að fara að lýsa afstöðu Siglufjarðar til Akureyrar, þar sem sýslumaðurinn hefur aðset- ur. Leiðin milli Sigluflarðar og Ak- ureyrar mun vera sem næst 8—10 mflur, og yfír haf að sækja nokkum hluta leiðarinnar, en á landi yfír fjöll eða heiðar að fara. Ferðir til sýslumanns em því mjög erfíðar. En til hans þarf auðvitað oft að leita. íbúar kaupstaðarins em nú yfír 800 að tölu; og þar að auki sækja þangað bæði útlendir og inn- lendir menn, svo að hundruðum og jafnvel þúsundum skiptir, á hveiju sumri. Verzlun og veiðiskapur era þar aðalatvinnuvegir, reknir af miklu kappi og atfylgi, og er því ekki óeðlilegt, þótt þráfaldlega komi fyrir, að mönnum beri sitthvað á milli. En þá er það öllum sjáanlegt, hvert óhagræði af því getur leitt, að langt er til sýslumanns, svo að það þurfí að taka langan tíma að ná til hans. íbúum Siglufjarðarkauptúns fjölgar árlega, og þarf enginn að ímynda sér, að það sé nein augna- bliksbóla, sem hjaðnar áður en var- ir. íbúatalan hefur einmitt aukizt stöðugt nú um mörg ár og allra mest hin síðustu, um 100 árlega. 1910 var hún rúmlega 400 manns,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.