Morgunblaðið - 20.05.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.05.1988, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1988 sem miður fer. Það verður líka að segjast eins og er, að það er ekki hlaupið að því, að standa í rekstri af þessu tagi héðan frá Islandi. Stundum fannst okkur, að við þyrft- um að hlaupa 110 m á meðan keppi- nautamir hlupu aðeins 100. í byijun síðasta árs stóð NESCO Manufacturing frammi fyrir gífur- legum reksturs- og fjárhagsvanda. Var þá annað hvort að gefast upp, nánast skilyrðislaust, leggja upp laupana og láta allt fara í rúst, eða að reyna að koma við skipulegum vömum og undanhaldi og bjarga því sem bjargað varð. Var síðari kosturinn valinn. Voru fyrst tvö ný fyrirtæki stofnuð um innanlands- reksturinn, sem kominn var í strand; NESCO-Laugavegur hf. sem annast skyldi innflutning, heildsölu og smásölu á Laugavegi 10 og NESCO-Kringlan hf. sem taka skyldi við smásöluverkefnum í Kringlunni, sem NESCO Manufac- turing réði ekki við. Vom þessi fyr- irtæki stofnuð í sameign með nokkrum elztu og beztu starfs- mönnum NESCO Manufacturing, en með því að greina þessa rekst- ursþætti frá NESCO Manufactur- ing vandræðahítinni, sem orðin var, fá inn nýtt ij'ármagn og persónuleg- ar ábyrgðir aðila, reyndist unnt að tryggja nauðsynlega bankafýrir- greiðslu og brautargengi þessara nýju fyrirtækja. Lengst af var þó meiningin að bjarga NESCO Manufacturing og framhalda er- lenda rekstrinum í því félagi, en þegar myndbandstækjaverkefni fyrir alla V-Evrópu, sem við höfðum unnið að í heilt ár og gefið hefði af sér stórfelldar tekjur, strandaði seint á árinu 1987, vegna refsiað- gerða, sem Evrópubandalagið ákvað að beita þá verktakaverk- smiðju, sem framleiða átti fyrir okkur tækin, og, þegar fjármagns- kostnaður fór síhækkandi og komst á ógnvekjandi stig hér að nýju, kom þar í desember að við sáum ekki fram úr málum lengur. Var þá NESCO-Xenon iðnfyrirtæki > hf. stofnað, líka með lykilstarfsmönn- um og fyrir tilstyrk dansks banka, til að taka við leifum hins erlenda rekstursþáttar NESCO Manufac- turing og hasla sér nýjan völl á alþjóða vettvangi. Fórum við sjálf með NESCO Manufacturing í skiptameðferð þann 6. janúar sl. 2. Nafngiftir Fyrirtækið gekk alltaf undir nafninu NESCO Manufacturing hf. þó að það hafi upphaflega verið skráð undir íslenzka nafninu NESCO framleiðslufélag hf. Það verður því að teljast sjálfsagt ná- kvæmnisatriði og skylda frétta- manna, að þeir fjalli um málið á grundvelli þeirrar nafngiftar (NES- CO Manufacturing). Eins og fram kom hér að fram- an, er um fjögur önnur NESCO- fyrirtæki að ræða, auk NESCO Int- emational hf. sem fékkst við hefð- bundinn innflutning og heildsölu á Norðurlöndum á árunum 1975— 1979, en hefur ekki verið með starf- semi síðan. Fyrirsagnir eins og „Tap vegna gjaldþrots NESCO 200 milljónir", „Gjaldþrot NESCO: Rift- unar krafíst“, „Gjaldþrot NESCO: Kröfur upp á hálfan milljarð", „Skiptafundur í NESCO“ o.s.frv. verða því að teljast ónákvæmar og óvandaðar og til þess eins fallnar, að villa um fyrir fólki og varpa rýrð einkum á nýju NESCO-fyrir- tækin þijú. Það er þó óverðskuldað, því þeim hefur öllum gengið vel að hasla sér völl — þrátt fyrir margvís- legar truflanir og andbyr — og ganga þau vel og standa traustum framtíðarfótum. 3. Stærðargráða krafna í fyrrahaust töldust skuldir NESCO Manufacturing vera um 250—300 milljónir króna, og upp- lýsti ég fréttamenn hreinskilnislega um það, þegar félagið var sett í skiptameðferð. Það er nú, hins veg- ar, blásið upp, að kröfur hafí reynzt allt að helmingi hærri. Hér gætir misskilnings. „Krafa" undirritaðs í búið að fjárhæð um 124 milljónir króna er t.a.m. að hluta til ágrein- ingur um hlutaíjáraukningu, en þó 'að mestu leyti „tæknileg krafa“ Óli Anton Bieltvedt „Var þá annað hvort að gefast upp, nánast skil- yrðislaust, leggja upp laupana og láta allt fara í rúst, eða að reyna að koma við skipulegum vörnum og undanhaldi og bjarga því sem bjargað varð.“ vegna veðheimilda, sem undirritað- ur veitti NESCO Manufacturing í einkafjármunum sínum. Veðtrygg- ingar þessar eru í höndum gamla Útvegsbankans og Búnaðarbank- ans og munu lækka skuldir NESCO Manufacturing við þessa banka, þegar á þær verður gengið. Þeir hafa þó gert ýtrustu kröfur í búið og ekki dregið þessar veðtryggingar frá. Svo er um fleiri mál. Ymislegt er því tvítalið í kröfugerð á hendur búinu, annað er ágreiningsmál en ekki almenn skuldakrafa, auk þess, sem ýmsar kröfur eru þandar yfír eðlileg og hæfileg mörk. Að öllu athuguðu stendur því það, sem ég upplýsti í upphafi. Almennar skuldakröfur voru um 250—300 milljónir króna, en hafa hækkað vegna vaxtaálags um einhveija milljóna-tugi síðustu mánuðina fyr- ir gjaldþrotið. Þetta þýðir þó alls ekki, að tap vegna gjaldþrots NESCO Manufacturing hlaupi á þeim fjárhæðum, því veð í einka- fjármunum mínum, fjölskyldu minnar og félaga míns, lager veð- settur gamla Utvegsbankanum og aðrir fjármunir vega með veruleg- um þunga á móti. 4. Tap gamla Útvegsbank- ans (Ríkissjóðs) Almennt hefur því verið haldið fram í fjölmiðlum, að tap gamla Útvegsbankans vegna gjaldþrots NESCO Manufacturing nemi um eða yfír 200 milljónum króna. Þetta er rangt. Ýtrustu kröfur bankans í búið nema um 209 milljónum króna, en til frádrags koma veð á eignum og einkafjármunum okkar eigenda NESCO Manufacturing svo og verðgildi lagers, sem veðsettur er bankanum. Er því nær að ætla, að endanlegt tap bankans verði um 100—120 milljónir króna. Rétt er að skoða og meta tölur í því talna- umhverfi og samhengi, sem þær standa í. Til samanburðar skal því nefnt, að velta NESCO Manufac- turing 1986 var um 6—700 milljón- ir króna, eða nær milljarður á nú- virði. Nemur endanlegt tap bankans þannig um 10—15% af ársveltu fyr- irtækisins síðasta heila og eðlilega rekstursárið. Þess má einnig geta, að gamli Útvegsbankinn hafði ríflegar teiqur af fjármálaþjónustu við NESCO Manufacturing í alla vega 7 ár. 5. Riftunarmál Því hefur verið haldið fram, að til stæði að „slíta" hinum þremur nýju NESCO-fyrirtækjum: NESCO-Laugavegi hf., NESCO- Kringlunni hf. og NESCO-Xenon Iðnfyrirtæki hf. eða „rifta stofn- samningum" þeirra, eins og það Greinargerð vegna gjald- þrots og skiptameðferðar NESCO Manufacturing hf. eftír Óla Anton Bieltvedt Eins og eðlilegt má teljast, hafa fjölmiðlar fjallað allnokkuð um mál þetta að undanfömu. En þar sem málið er óvenju margþætt og flók- ið, hefur það vafízt nokkuð fyrir fréttamönnum og hefur þeim geng- ið misvel að átta sig á hinum ýmsu þáttum þess og eðli þeirra, sam- tengingu og samspili þessara þátta og koma málum á framfæri á rétt- an og skilmerkilegan hátt. A þetta ekki sízt við um þá riftunarumfjöll- un, sem orðið hefur á síðustu vik- um, og ekki verður við annað líkt en hvínandi moldviðri. Frá þessu eru, reyndar, ágætar undantekn- ingar, engu að síður er nauðsynlegt að rekja málavexti nokkuð: 1; Forsaga NESCO Manufacturing hf. var stofnað um áramótin 1979/1980. Fékkst það fyrst og eitt íslenzkra fyrirtækja við alþjóðlega fram- leiðslu- og sölustarfsemi á sviði heimilisrafeindatækja. Náði fyrir- tækið á ýmsan hátt verulegum ár- angri. Var markaðshlutdeild þess t.a.m. um 10% á Norðurlöndum 1984, hvað varðar myndbandstæki og ferðalitsjónvarpstæki. Og á ár- unum 1986—1987 færði NESCO Manufacturing út kvíamar í sölu- starfsemi sinni og náði 3—4% mark- aðshlutdeild í V-Evrópu á sviði geislaspilara. Fyrirtækið hafði ýms öflug iðnfyrirtæki í Japan á bak við sig, til vöruþróunar og framleiðslu, og náði það viðskiptasamningum við ýmsa sterka dreifíngaraðila og nokkrar helztu verzlanakeðjur og -samsteypur V-Evrópu. Af hag- kvæmnisástæðum yfírtók NESCO Manufacturing jafnframt innan- landsreksturinn um áramótin 1982/83, en hann hafði verið í höndum NESCO hf. frá stofnun þess fyrirtækis (1968). Það sem fyrst og fremst varð NESCO Manufacturing að falli, var, annars vegar mikil gengiskollsteypa 1985—1986 — þar sem bandaríski dollarinn hrundi og japanska yenið fór upp úr öllu valdi — og stórfellt gengistap, sem af þessu leiddi, en NESCO Manufacturing fjármagn- aði framleiðslu sína og birgðahald að mestu í japönskum yenum, og, hins vegar, að gamli Útvegsbankinn sagði fyrirtækinu upp viðskiptum um svipað leyti, vegna þrengri stöðu bankans í kjölfar nýrra bankalaga, sem tóku gildi um áramótin 1985/1986, og áfalla vegna Haf- skips-málsins. Til viðbótar kom það, auðvitað, að okkur, eigendum og stjómendum NESCO Manufactur- ing, varð ýmislegt á í messunni, en lengst af fórum við ótroðnar slóðir í starfsemi Nesco Manufacturing, þar sem menn læra einkum af því, Opið laugardaga ■AUSTURSTRÆTI U • S 12345- BAUMLER NÝ SENDING 1,- 9*3*9 HERRADEILD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.