Morgunblaðið - 20.05.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.05.1988, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1988 Könnun á við- horf i almennings: Ofdrykkja talin sjálf- skaparvíti MEIRIHLUTI íslendinga virðist telja að ofdrykkja sé ekki sjúk- dómur heldur sjálfskaparviti. Fólk með áfengisvandamál, eink- um þeir sem leitað hafa með- ferðar, eru í meirihluta þeirra sem telja ofneyslu áfengis sjúk- dóm, sem viðkomandi ræður engu um. Þessar voru niðurstöður könnunar sem Geðdeild Land- spítalans gerði á viðhorfi almenn- ings árið 1984. Hildigunnur Ólafs- dóttir skýrir frá þeim í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin flokkar drykkjusýki sem geðsjúk- dóm. AA-samtökin og Samtök áhugamanna um áfengisvandamálið ganga út frá því að um sjúkdóm sé að ræða en þó ekki geðsjúkdóm. Meðferðarstofnanir SAA taka við 92% allra sem leita aðstoðar vegna ofdrykkju hérlendis. Árið 1985 höfðu 3,6% íslendinga eða 6400 manns farið í meðferð að minnsta kosti einu sinni. í könnun sem gerð var árið 1984 á drykkjuvenjum íslendinga var meðal annars spurt hver Qögurra staðhæfinga lýsti drykkjusýki best. Tæpur þriðjungur taldi að um væri að ræða „sjúkdóm sem fólk ræður miklu um hvort það fær eða ekki“. Aðeins færri, eða 28%, töldu að það væri „ekki raunverulegur sjúkdómur heldur sjálfskaparvíti". Um 12% sögðu að þetta væri „sjúkdómur sem fólk ræður litlu um hvort það fær eða ekki“ og 9% að sjúkdómurinn gerði engin boð á undan sér og fólk réði engu um hvort það fengi hann. Fimmtungur aðspurðra kvaðst ekki vita svarið og 16% svöruðu ekki. Hópurinn sem tók ekki afstöðu er stærstur en þeir sem telja drykkjusýki sjálfskaparviti eða sjúk- dóm sem menn fá um ráðið eru í meirhluta svarenda. Marktækur munur er á viðhorfí karla og kvenna. Fleiri karlmenn álíta að drykiq'usýki sé ekki sjúkdómur en konumar eru í meirihluta á hinum vængnum. Þá virðist langskólagengið fólk eiga auðveldast með að gera upp hug sinn og taka flestir þá afstöðu að fólk ráði miklu um hvort það ánetj- ist áfengi. Hildigunnur dregur þá ályktun af niðurstöðum könnunarinnar að SÁÁ hafí ekki tekist að breyta hefð- bundinni skoðun á drykkjusýki. Fólk vilji almennt láta meðhöndla of- drykkjumenn á stofnunum en líti ekki á þá sem sjúklinga. Hinsvegar fínnist þeim sem leita meðferðar nokkur bót í því að þjást af skil- greindum sjúkdómi. Landsspítalinn: Eldur í þvottahúsi Snarráð starfsmaður forðaði stórbruna ELDUR kom upp í þaki þvotta- húss Landsspftalans á sjöunda tfmanum á miðvikudagskvöld. Þegar slökkvilið kom á staðinn hafði starfsmaður í þvottahúsinu heft útbreiðslu eldsins. Til þess notaði hann vatnsslöngu sem var til staðar í húsinu. Að sögn varð- stjóra slökkviliðsius kom snarræði hans í veg fyrir, að stórtjón hlyt- ist af eldinum. Tilkynning um eldinn barst slökkviliðinu kl. 18:30. Eldurinn kom upp við viftu f þakinu og er talið að hann hafí orsakast af bilun í raf- búnaði. Eldurinn læsti sig í klæðn- mgu í þakinu og þurfti að rjúfa hana til að ráða niðurlögum hans. Siökkvi- tarf tók rúmlega hálfa klukkustund. Þessi mynd var tekin í gær við aðalhllið álversins f Straumsvfk, en Morgunblaðið hefur ftrekað óskað eftir því undanfaraa daga að fá að heimsækja álverið og lýsa þvf, sem þar gerist við þær aðstæður sem þar hafa ríkt. Þessum beiðnum hefur verið hafnað. Blaðafulltrúi Alusuisse: „ÍSAL hornsteinn í fram- leiðslustefnu Alusuisse“ Ekki komið til tals að hætta starf seminni á íslandi Zilrich, frá önnu Bjaraadóttur, fréttaritara Morgunbladsins. STJÓRNENDUR Alusuisse í ZUrich vonuðu f gær að samn- ingar við starfmenn ÍSALs næðust og það kæmi ekki til þess að straumur yrði tekinn af álkerum. „Undirbúnings- starf fyrir yfirvofandi verkfall hefur þegar haft neikvæð áhrif á framleiðslu verksmiðjunnar," sagði Hanspeter Held, blaða- fulltrúi álsviðs. „Það hefur þurft að minnka álmagnið f kerunum og hraða störfum f steypuskála. Gæði og álsins hafa minnkað við það og verðið lækkað. Skaðinn verður enn meiri ef straumurinn verður tekinn af. Það mun kosta verk- smiðjuna að minnsta kosti hráálsins eru einnig mikilvæg. Álverksmiðjur Alusuisse fram- leiða hágæðaál. „Við álítum ÍSAL homstein í framieiðslustefnu okk- ar,“ sagi Held. „Stöðugt framboð þaðan er því mjög mikilvægt." Held sagði að það væri .ótíma- bært að gefa út stórorðar yfírlýs- ingar um ástandið í ÍSAL að svo komnu máli. „Hér er fylgst náið með samningaviðræðunum en ÍSAL er sjálfstætt fyrirtæki og stjómendur þess sjá um rekstur þess.“ Hann sagði að verkfallið væri litið alvarlegum augum, en ekki hefði komið til tals að Alusu- isse hætti starfsemi á íslandi. „Verkfallshótunin hefur þegar skaðað rekstur ÍSALs og það mun taka sinn tíma að ná aftur upp fullri framleiðslu, hvort sem verk- fallið skellur á eða ekki," sagði hann. Landsvirkjun: Missir 22% tekna stöðvist framleiðsla í álverinu 10.000 tonn í framleiðslu. Það er stór hluti af 88.000 tonna ársframleiðslu." Alusuisse hefur skorið hrááls- framleiðslu sína verulega niður á undanfömum ámm. Mikilvægi ÍSALs hefur aukist við það. Verk- smiðjan framleiðir nú tæpan Qórð- ung af heildar hráálsframleiðslu svissneska móðurfyrirtækisins, en hún er um 360.000 tonn. Gæði HALLDOR Jónatansson for- stjóri Landsvirkjunar segir að komi til framleiðslustöðvunar i álverinu við Straumsvík muni tekjutap Landsvirkjunar vegna minnkaðrar raforkusölu nema um 2,8 miiyónum króna á dag. ÍSAL er þriðji stærsti viðskipta- vinur Landsvirkjunar, á eftir RARIK og Rafmagnsveitu Reykjavíkur, og nema telgur af viðskiptunum við álverið 22% af heildartekjum Lands- virkjunar. Halldór Jónatansson sagði að álverið hefði þegar dregið úr ra- forkunotkun um 12% miðað við það sem eðlilegt telst, úr um 3.950 mHz stundum á dag í um 3.540 mHz stundir á dag. Samkvæmt rammasamningi íslenska álfé- lagsins og Landsvirkjunar eru vinnudeilur taldar til óviðráðan- legra orsaka rekstrarstöðvunar og er ÍSAL ekki skuldbundið til að greiða raforkukostnað meðan framleiðslan stöðvast af þeim sök- um. Halldór sagði að framleiðslu- stöðvun í álverinu muni engin áhrif hafa á rekstur og starfsemi Landsvirkjunar nema það dragist verulega á langinn. lÍHIHKíg j'jt i Slökkviliðsmenn glima við eldinn i þaki hússins. MorgunbiaðiS/Svemr Atvinnumálafulltrúi ráðinn í Dalasýslu Búðardal. 9/ SVAVAR Garðarsson frá Hríshóli í Reykhólahreppi, sem búið hefur í Búðardal frá 1976, hefur verið ráðinn atvinnumála- fulltrúi Dalasýslu. Verkefnis- stjórar eru tveir, tilnefndir af atvinnumálanefnd Dalasýslu, þeir Kristján Gíslason skólastjóri á Laugum, tilnefndur sem sveit- arstjómarmaður, og Sæmundur Kristjánsson framkvæmdastjóri Fóðuriðjunnar i Ólafsdal, til- nefndur úr atvinnumálanefnd. Tengiliður við Byggðastofnun er Sigurður Guðmundsson for- stöðumaður þróunarsviðs. Atvinnumálanefnd Dalasýslu var komið á fót á árinu 1986 en þá voru fyrir atvinnumálanefndir í hreppum. Atvinnumálanefnd Lax- árdalshrepps gekkst fyrir ráðstefnu 'og þar kom fram tillaga um stofnun nefndar fyrir sýsluna. Þá var óskað eftir því við Byggðastofnun að hún kostaði starfsmann til allt að tveggja ára sem ynni að atvinnu- og byggðamálum í sýslunni. Atvinnumálafulltrúi Dalasýslu hefur aðsetur í stjómsýsluhúsinu í Búðardal. Starfssvið hans er meðal annars að aðstoða fólk sem hefur hugmyndir um arðbæran atvinnu- rekstur eða annað það sem bætt gæti afkomu íbúa héraðsins, safna saman upplýsingum og öðm sem að gagni kemur við mat á hvort hugmyndir séu álitlegar til fram- kvæmda. Komi til þess mun hann hjálpa fólki við að grisja þann fmm- skóg stofnana sem á vegi þess verð- ur á framkvæmdastiginu. Honum hafa borist um 30 beiðnir um margvíslega athugun mála. - Kristjana
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.