Morgunblaðið - 20.05.1988, Síða 49

Morgunblaðið - 20.05.1988, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1988 49 stjóri féll frá. Páll var síðan skóla- stjóri skólans þar til að hann lét af störfum fyrir aldurs sakir árið 1976. Bamaskóli Akureyrar var á þessum árum mjög fjölmennur og vandasamt að stjóma honum svo vel færi. Páll skilaði því starfí vel og kom glöggt í ljós sú vandvirkni og natni, sem er honum eðlislæg og ætíð kom fram í kennslustörfun- um. Páll kvæntist 1944 Guðrúnu Margréti Hólmgeirsdóttur „Gígju“ frá Hrafnagili. Hún var prýðis kona og Páli stoð og stytta. Þau eignuð- ust tvö böm; Gerði Jónínu, sem er kennari í Reykjavík og gift Einari Ragnarssyni, tannlækni og Hólm- geir Þór, sem er kjötiðnaðarmaður og býr með Ástríði Erlendsdóttur að Árbæjarhjáleigu í Rangárvalla- sýslu. Guðrún dó 1983 og síðan hefur Páll búið í húsinu þeirra á Akureyri nema í vetur að hann dvaldi hjá dóttur sinni í Reykjavík. Páll hefur ætíð verið höfðingi heim að sækja og alltaf jafn skemmtilegt að ræða við hann um málefni líðandi stundar, hesta- mennsku eða liðnar ánægjustundir. Á þessum tímamótum í dag minnist hann þess líka að 50 ár eru liðin síðan hann útskrifaðist frá KÍ. Eg flyt honum og fjölskyldu hans kær- ar kveðjur og ámaðaróskir með þökk fyrir gott og skemmtilegt samstarf á liðnum ámm. I.Ú. Mjmdir þeirra, sem við mætum á lífsleiðinni, lýsa misvel í minning- unni. Mér er þó nær að halda, að þegar litið er til bemskunnar, þá komi mynd kennarans upp í hug- ann, samhliða hugsunum um ást- vini. Kennarinn er í huga bamsins, sá sem ræður og stjómar og orð hans eru lög. Það er því mikils um vert, að kennarinn sé einlægur og samkvæmur sjálfum sér, því bamið er fundvíst á ónákvæmni. Margir eru þeir, sem notið hafa leiðsagnar Páls Gunnarssonar, sem um langt árabil kenndi í Bama- skóla Akureyrar. Flestum nemend- um sínum fylgdi Páll gegnum allan bamaskólann. Á sex áram era sam- verastundimar margar og margt ber þar á góma. Bamið breytist og þroskast á þessum tíma og kennar- inn hefur það vandasama verkefni að laða það besta fram í fari hvers og eins. Einmitt í þessu birtist ein- lægni og metnaður Páls gagnvart nemendum sínum. Hann var óþijót- andi í því að fínna ný og spennandi verkefhi, innan dyra sem utan. Það var ekki spurt um vinnutíma og trúi ég því, að margar stundir hafi hann gefíð okkur nemendum sínum, sem hann annars hefði eytt með fjölskyldu sinni. Umhyggja hans var slík, að hann lagði á sig ómælda vinnu til þess að hveijum og einum mætti líða sem best í skólanum. Eftir getu hvers og eins var verk- efnum úthlutað, þannig að hver og einn gæti í senn sýnt framför og árangur. Þannig leið okkur nem- endunum vel. í minningunni var þetta skemmtilegur tími og minningar þessara daga líða oft gegnum hug- ann. Ef til vill kunna menn ekki að meta gjafír æskunnar fyrr en á fullorðinsáram. Svo er mér einnig farið gagnvart kennslunni hjá Páli. Þetta var allt svo spennandi, sjálf- sagt og eðlilegt meðan það stóð yfir, að enginn leiddi hugann að því, að þetta gæti verið öðravísi. I dag snýst tilveran um greiðslu fyrir öll viðvik. í ljósi þeirrar bar- áttu kann maður að spyija um laun kennarans fyrir allar auðnustund- imar utan hefðbundinnar stundar- skrár. Þessar stundir hefðu aldrei orðið, ef kennarinn hefði ekki af einlægni og kærleika í garð nem- enda sinna veitt þær heilshugar. Fyrir þessar stundir, ekki síst, vil ég þakka vini mínum Páli á þessum tímamótum í lífí hans. Ég veit ekki hvort hann veit hve mikið hann gaf, án þess að fá þakkir okkar nemenda sinna sem skyldi. Páli tókst að gæða skólastjóra- starfið lífí, sem gerði skólann að skemmtilegum leik samhliða nám- inu og sannarlega leið okkur nem- endunum vel. Hin síðustu ár hefur Páll snúið sér að hestamennsku og hefur það stytt honum stundir eftir að hann lét af kennslu. Páll er fæddur í Garði í Fnjóska- dal en fluttist með foreldram sínum til Eyjafjarðar þar sem þau bjuggu lengst á Krónustöðum. Þaðan fluttu þau f Þverárdal í Austur-Húna- vatnssýslu og minnist ég þess að margar ævintýrasögur sagði Páll okkur nemendum sínum þaðan. Eiginkona hans var Guðrún Margrét Hólmgeirsdóttur en hún lést í desember 1983. Börn þeirra era tvö, Gerður búsett í Reykjavík og Hólmgeir búsettur í Árbæjar- hjáleigu í Rangárvallasýslu. í vetur hefur Páll dvalið á heim- ili dóttur sinnar að Lækjarási 11 í fReykjavík og fagnar þessum tíma- mótum þar. Ég bið honum blessunar Guðs og sendi honum einlægar afmælis- kveðjur. Pálmi Matthíasson Vélaverkfræðiskor H. I.: Nýr professor FORSETI íslands skipaði þann 1. mars sl. Pál Jensson, lic. techn. í stöðu prófessors við vélaverk- fræðiskor Háskóla íslands. Rann- sóknasvið og aðalkennsiugreinar þessa nýja embættis verða í tækni- legri rekstrarfræði, einkum á sviði upplýsinga- og tölvutækni og að- gerðarannsókna. Páll Jensson er fæddur 1. október 1947. Hann lauk fyrrihlutaprófi í vélaverkfræði frá Háskóla Islands 1969 og seinnihlutaprófí í rekstrar- verkfræði frá Danmarks Tekniske Hojskole vorið 1972. Páll kenndi og stundaði framhaldsnám við sama skóla í aðgerðarannsóknum og töl- fræði og lauk lic. techn. gráðu í árs- lok 1975, er hann varði ritgerð sína „Stokastisk Programmering". Páll vann sem kerfísverkfræðingur hjá IBM á íslandi 1976—77, en þá var hann skipaður forstöðumaður Reiknistofnunar Háskólans, og gegndi hann því starfí til 1. septemb- er 1987 er hann fór í rannsóknaleyfí. Páll hefur kennt við Háskóla ís- lands frá 1976. Ritstörf hans og rann- sóknaverkefni hafa flest fjallað um hagnýtingu aðgerðarannsókna og tölvutækni í íslensku atvinnulífi, eink- um í sjávarútvegi og fískvinnslu. Hann hefur haldið fjölda erinda hér- lendis og einnig erlendis. Páll er nú formaður Skýrslutækni- félags íslands. Hann hefur setið í stjóm Verkfræðingafélags íslands sem varaformaður og í Aðgerðarann- sóknafélag íslands. Páll er kvæntur Önnu F. Jens- dóttur, fóstru og eiga þau tvö böm. (Fréttatilkvnnmffl SYNIR ADAMS IIAFA N 0 EIGNAST N YTT HERRAHUS Páll Jensson lic.techn, VIÐ FLYTJUM í NÝTT HERRAHÚS AÐ LAUGAVEGI 47

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.