Morgunblaðið - 20.05.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.05.1988, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C 113. tbl. 76. árg. FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1988 Prentsmiðja Morgimblaðsins Bandaríkín: Hafin smíði á hreyfanlegu eldflaugakerfí Washington. Reuter. Bandarikjamenn stigu i gær fyrsta skrefið i átt til smíði hreyfanlegs kjarnorkuvopna- kerfis á landi. Var þá samið við tvö fyrirtæki um gerð stjóm- búnaðar og skotpalla fyrir MX- eldflaugarnar en þær geta borið 10 kjarnaodda. Verður unnt að aka skotpöllunum eftir jára- brautarteinum og flytja hvert á land sem er á hættutímum. Bandaríkjamenn ráða ekki yfír kjamorkuvopnakerfí á landi, sem unnt er að færa og forða frá árás á stríðstímum, en Sovétmenn hafa komið upp tveimur slíkum kerfum, öðru fyrir SS-24-eldflaugar með tíu kjamaoddum og hinu fyrir SS-25- eldflaugar, sem em búnar einum kjamaoddi. Bandaríkjastjóm ráð- gerir að láta smíða 25 hreyfanlega skotpalla og verði tvær MX-eld- flaugar á hveijum. Þeim er hægt að skjóta 9.600 km. Á Bandaríkjaþingi er ekki ein- hugur um þetta mál. Vilja ýmsir þingmenn fremur koma upp hreyf- anlegu kerfi Midgetman-eldflauga en þær em með einn kjamaodd og yrði komið fyrir á skotpöllum, sem aka má eftir vegum líkt og er með SS-25-eldflaugamar sovésku. Þrátt fyrir ákvörðun Bandaríkjastjómar frá í gær er ekki alveg ljóst hvort kerfíð verður endanlega fyrir val- inu. Danmörk: Fær Schliiter stgórn- armyndunarumboðið? Kaupmannahöfn. Reuter. TILRAUNIR Niels Helvegs Pet- ersens, formanns Radikale Venstre, til að mynda ríkisstjóra i Danmörku, meirihlutastjórn á breiðum grundvelli, ganga illa og er búist við, að hann afhendi Margréti Danadrottningu um- boðið í dag. Niels Helveg fékk umboðið á þriðjudag eftir að Svend Jakobsen, forseti þjóðþingsins, hafði gefíst upp við milligönguna og kvaðst þá ætla að reyna að mynda stjóm þriggja flokka, radikala, jafnaðar- manna og annars borgaraflokks, Venstre eða íhaldsflokksins. í gær sagði hann hins vegar, að tilkall jafnaðarmanna jafnt sem borgara- flokkanna til forsætisráðherraemb- ættisins kæmi í veg fyrir skynsam- lega lausn. Búist er við, að Poul Schluter forsætisráðherra fái nú að spreyta sig en eftir sem áður em radikalar með sín 10 þingsæti það litla lóð, sem ræður því hvor metaskálin sígur, sú vinstri eða sú hægri. Lokka- fagurt fljóð Þegar hún Diane Witt, sem býr í Worcester í Massachusetts í Bandaríkjunum, slær frá sér hár- inu safnast það saman í væna hrúgu á gólfinu. Lokkamir henn- ar em nefnilega þeir lengstu í heimi, nokkuð á fjórða metra eins og skilmerkilega er skráð í Guin- ness-metabók- ina. Bob, eigin- maður Diane, hjálpar henni jafnan við hadd- blikið eða hár- þvottinn og síðan tekur það §órar klukkustundir að setja hárið upp aftur. Reuter Reuter Liggja 15.000 menn í valnum? Ifyrstu sovésku hermennimir em nú famir frá Afganistan og hefur þeim verið fagnað vel við heimkomuna eins og sjá má þessari mynd. Finnst fólki sem það hafí heimt ungu mennina úr helju og ekki að ófyrirsynju því að starfsmaður Novostí- fréttastofunnar sovésku gaf í skyn i gær, að allt að 15.000 sovéskir hermenn hefðu borið beinin í Afganistan frá því í desember árið 1979. Er þá ótalinn allur sá fjöldi, sem hefur særst og örkuml- ast. Azerbajdzhan: 100.000 nianns mót- mæla á götum Bakú Moskvu, Reuter. UM EITT hundrað þúsund manns gengu á miðvikudag um götur í miðborg Bakú, höfuðborgar Azerbajdzhans, og vildu með því mót- mæla brennu á húsi í eigu Azerbajdzhana i Ararat-héraði í Armeníu. í kjölfar brennunnar, sem átti sér stað á miðvikudag i fyrri viku, flýðu um 1.000 Azerbajdzhanar þaðan yfir til Azerbajdzhan. Kom þetta fram í viðtali Reuter-fréttastofunnar við talsmann utanríkis- ráðuneytis Azerbajdzhans í gær. undanfömu, og lýst yfír megnri óánægju með fimmtán ára þrælk- unardóm yfír azerbajdzhönskum unglingi, sem fundinn var sekur um morð í Súmgajt. Unglingurinn er hinn fyrsti í hópi 80 manna, sem ákærðir voru eftir óeirðimar í Súmgajt. Mikil þjóðemisólga hefur verið við rætur Kákasus á þessu ári og Músa Mamedov, yfírmaður upp- lýsingadeildar utanríkisráðuneytis Ázerbajdzhan, sagði í símtali við fréttamann Reuters frá Bakú, að yfirgangur Armena hefði valdið mótmælunum. „Mótmælendumir æsktu þess af miðstjóm armenska kommúnistaflokksins, að hún tæki mál þetta til athugunar." Ararat-hérað er skammt suður af Jérevan, höfuðborg Armeníu, og liggja suðurlandamæri héraðsins að Tyrklandi og íran. Að sögn Mamedovs lagði hópur Armena eld að húsi azerbajdzh- anskrar fjölskyldu og sigldu átök milli Azerbajdzhana og Armena í kjölfarið. Kvað hann nokkum fjölda manns hafa særst í eijunum, en enginn hefði þó látið lífíð. I febrúar sló síðast í brýnu með þjóðunum, en þá féllu rúmlega 30 Armenar í borginni Súmgajt í Az- erbajdzhan þegar hópar Azer- bajdzhana geng^u berserksgang í hverfum Armena, eltu þá uppi, lemstraðu og drápu. Mamedov sagði að mótmælend- umir, sem söfnuðust saman á Leníntorgi í Bakú, hefðu ennfremur mótmælt hástöfum atvinnuofsókn- um, sem Azerbajdzhanar í héraðinu Nagomo-Karabakh hefðu sætt að deila Armenar og Azerbajdzhanar hart um landamæri Sovétlýðveld- anna, sem verið hafa umdeild allt frá borgarastyijöldinni, sem sigldi í kjölfar valdaráns bolsévikka árið 1917. Hafa armenskir íbúar Nag- omo-Karabakh, sem era í yfírgnæf- andi meirihluta, krafíst þess að héraðið verði innlimað í Armeníu á ný. Azerbajdzhanar fengu Nagomo- Karabakh að launum árið 1918 eft- ir að þeir buðu út her til aðstoðar Rauða hemum við innrás í Armeníu og Georgíu, sem lýst höfðu yfír sjálfstæði. Noregur: Gleyminn á gimsteinana Ósló. Frá Rune Timberlid, fréttaritara JO Benkow, forseti norska Stórþingsins, viðurkenndi í gær, að hann hefði haft með sér þrjá demanta frá ísrael án þess að greiða af þeim toll við komuna til Noregs. Segist hann einfaldlega hafa gleymt því. Benkow, sem er gyðingur, kom frá ísrael um fyrri helgi og var kona hans með í för, Annelise Höegh, en hún er þingmaður fyr- ir Hægriflokkinn. í ísrael keypti Benkow þijá demanta, sem hann gaf konu sinni í afmælisgjöf, og Morgnnblaðsins. sýndi hún samferðafólkinu stein- ana. Segir Benkow það vera til marks um, að þau hafí ekkert ætlað að fela. Þegar kom á flugvöllinn í Ósló fóra þau hjónin rakleiðis í gegnum heldrimannahliðið en þar era eng- ir tollverðir. Benkow segist leiður vegna þessa athugunarleysis og kveðst vona, að fólk trúi útskýr- ingum sínum. Hann hefur nú greitt tollinn, 16.150 kr. ísl., en steinamir kostuðu tæpar 80.000 kr. í Israel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.