Morgunblaðið - 20.05.1988, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 20.05.1988, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1988 „Hvar eru allir þess- ir talkennarar?“ eftir Grétu E. Pálsdóttur Fyrirsögn þessarar greinar er setning sem hent var á lofti úr sam- tali á foreldrasamkomu fatlaðra bama á síðastliðnum vetri. Þótti okkur talkennurum von að spurt væri, því við höfum haft vaxandi áhyggjur af þeirri þróun sem er að vera innan stéttarinnar, að sífellt fleiri flýja talkennsluna og leita sér annarra starfa. Stjóm Félags tal- kennara og talmeinafræðinga (hér eftir nefnt FTT) tók sig til í skamm- deginu og gerði lauslega könnun á þvi meðal félagsmanna hvert væri viðhorf þeirra til starfs síns. Öllum félagsmönnum var sent eyðublað og þeir beðnir að svara nokkmm spum- ingum, mismunandi eftir því hvort þeir voru starfandi í faginu eða ekki. Ég held að það sé ekki úr vegi að birta ykkur, ágætu lesendur Mbl. sem áhuga kunnið að hafa, niður- stöður þessarar könnunar nú á vor- mánuðum. Ekki síst þar sem þær koma heim og saman við það ástand sem virðist ríkja í málefnum kennara og skólamálum yfírleitt um þessar mundir. En víkjum nú að könnun- inni. Skráðir félagar í FTT eru 46. (Það er fjöldi þeirra sem lokið hafa námi í talkennslu.) Fjöldi svara sem bárust: 22. Af þeim sem voru starf- andi við talkennslu: 15. í öðrum störfum: 9. Tveir svara bæði játandi og neitandi, annar er í námi, en hinn kennir bekk í Heyrnleysingjaskólan- um. Starfsaldur var frá V2 ári til 18 ára. Meðalstarfsaldur: 7,8 ár. Hæstu uppgefín grunnlaun: 62.167.00 kr. (Eftir 18 ára starf!) Ánægðir með starfíð: 14. Óánægðir með starfíð: 2. Ánægðir með starfs- aðstöðuna: 7. Óánægðir með starfs- aðstöðuna: 5. Einn segir ,já og nei“ annar „sums staðar" (Athyglisvert, það er hluti af „starfsaðstöðu" tal- kennara að starfa á fleiri en einum stað.) Ánægðir með launin: 2. Óán- ægðir með launin: 13. Þá var svarendum gefínn kostur á að koma að athugasemdum sínum varðandi þessar spumingar. Til nán- ari útlistunar verða nokkrar þeirra látnar fylgja með hér. * „Ég hef ágæta starfsaðstöðu og vildi gjama nýta hana meira. Hins vegar fæ ég aðeins stöðu sem al- mennur kennari við minn skóla og hef því lítinn tíma til að sinna talkennslu. Þarfnast það ein- hverra skýringa að ég skuli vilja hærri laun?" * „Kennaralaun eru almennt of lág, sémám eftir kennarapróf of lágt metið." * „Varðandi launin er regla í gildi sem bitnar mest á talkennurum, þ.e. að sé yfírvinna unnin í öðru fræðsluumdæmi en þeir eru fast- ráðnir hjá, fæst hún ekki greidd sem yfírvinna. Ekki er að mínu mati komið nægjanlega til móts við það hve mikill tími fer í sam- starf við fjölda aðila, lestur til að halda sér „á jour“, greiningu og mat ofl. ofl ...“ * „Aðstaðan sem ég hef er lítið og loftlaust herbergi. Það býður ekki upp á að unnið sé með fleiri en tvö böm i einu, eða foreldravið- töl. Þetta finnst mér mjög slæmt. Launin eru lág fyrir eins krefjandi starf og talkennslan er.“ * „Of margir vinnustaðir (2 skólar, 3 dagvistarheimili, 1 sjúkrahús). Þetta orsakar mikinn þeyting milli staða og stress. Ákveðin félagsleg og fagleg einangrun. Launin eru allt of lág miðað við mikla ábyrgð og undirbúningsvinnu." * „Starfíð getur verið skemmtilegt, en bæði krefjandi og lýjandi, sérs- taklega þar sem vantar faglega samvinnu. Starfsaðstaðan er lé- leg, þar sem tveir kennarar eru saman í stofu, hvor með sinn hóp. Fagleg endumýjun er mikilvæg í þessu starfí." * „Ég gæti ekki framfleytt flöl- skyldu minni af þessum launum, og er þó í fullu starfí." * „Ánægð með aðstöðuna á vinnu- stað (húsnæði og búnað) en óánægð vegna mikillar félagslegr- ar einangrunar. Nei-ið við spum- ingunni um launin hlýtur að skýra sig sjálft." —Ég get tekið það fram hér að þegar ég hætti kennslu í ágúst 1987, semsagt fyrir tæpu ári, hafði ég í grunnlaun á mánuði kr. 52.546.00, eftir 12 ára starf og tveggja ára sémám eftir kennarapróf. Auðvitað hafa þessi laun hækkað eitthvað á þessu tímabili sem liðið er síðan, hversu mikið veit ég ekki. Aðalatrið- ið er sú stefna sem viðgengst hér á landi að halda grunnlaunum svo lág- um að fólk þurfí að vinna yfírvinnu til að hafa í sig og á er auðvitað alröng. Sérstaklega tel ég hana óheppilega hvað varðar kennara og skaðlega skólakerfínu, þar eð kenn- arar eiga skv. samningum að skila töluverðum hluta vinnu sinnar utan kennslutíma. Þar á ég við þann tíma sem ætlaður er til undirbúnings og úrvinnslu verkefna. Aukin kennsla kallar á aukinn undirbúning og minnkar um leið þann tíma sem kennarinn hefur til að búa sig undir skyldukennsluna. Ég fæ hreinlega ekki séð hvemig sólarhringurinn endist kennurum til að vinna t.d. 10 aukavinnustundir á viku, sem er þó líklega algengt að þeir geri. Hjá einhveijum hlýtur það að bitna á gæðum starfsins. Þá var spurt hvort fólk gæti hugs- að sér að stunda annað starf ef það byðist. Svörin við þeirri spumingu voru á þá leið, að 7 vildu gjama skipta um starf, 2 gáfu ekki afger- andi svar, og 5 vildu halda sínu striki við talkennsluna. Þá er komið að svörum þeirra sem ekki eru starfandi við talkennslu í vetur. Þau eru ekki síður fræðandi um ástandið í þessum málefnum inn- an skólakerfísins. Það voru sem fyrr segir níu manns sem svöruðu og vom i öðmm störfum. Aðspurðir hvers vegna þeir hefðu valið önnur störf svömðu þeir á ýmsa lund, sum- ir vom í annars konar kennslu, vænt- anlega til að komast út úr hinni fé- lagslegu einangmn sem svo margir kvarta undan, aðrir í störfum tengd- um kennslu, (stjómun ofl.) enn aðrir vom í allt öðrum störfum. Svörin við spumingunni um hvort þeir hugsi sér að taka til við talkennslu á ný vom einnig margvísleg, sumir höfðu það í huga, aðrir ekki. Eitt svarið er kannski eftirtektarverðast, einn vildi „gjaman byija aftur, að upp- fylltum vissum skilyrðum, því að talkennsla er skemmtilegasta starf sem ég get hugsað mér“. Einhvers staðar er eitthvað athugavert þegar fólk hrekst úr skemmtilegasta starfi sem það getur hugsað sér, þegar skorturinn á fólki til einmitt þess starfs er jafn geigvænlegur og raun ber vitni. Þá var þessi hópur spurður að því, hvaða breytingar þyrftu að verða á til þess að hann fengist til starfa við talkennslu aftur. Nokkur svaranna við þeirri spumingu fylgja hér á eftir. * 1. Betri laun. 2. Minna álag. 3. Góð starfsaðstaða—vinnuskil- yrði.“ * „Betra kaup. Aukin réttindi og viðurkenning. Betri aðstaða. Auk- ið faglegt samstarf og örvun.“ * „Breytt starfsviðhorf, möguleikar á rannsóknarvinnu, markviss prófun þjálfunar- og kennslu- áætlana. Betri starfsaðstaða, hvað varðar kennslugögn ofl. ofl.“ * „Hærri laun (allmiklu hærri!) Auk- inn skilningur viðkomandi stjóm- valda á þörf fyrir þessa þjónustu og gildi hennar. Áukin tækifæri til endurmenntunar. Lækkun kennsluskyldu og ætlaður verði tími til kennslugagnagerðar og samstarfs við ýmsa hlutaðeigandi „Einhvers staðar er eitthvað athugavert þegar fólk hrekst úr skemmtilegasta starfi sem það getur hugsað sér, þegar skorturinn á f ólki til einmitt þess starfs er jafn geigvæn- legur og raun ber vitni“ aðila. Bætt starfsaðstaða að ýmslu leyti.“ * „Meiri áhugi hjá sjálfri mér. Spennandi starfsaðstaða. Bætt launakjör." Svo mörg vom þau orð. Að lokum var öllum svarendum gefínn kostur á að bæta við athugasemdum frá eigin bijósti, og hér skal nokkram þeirra komið á framfæri. * „Ég held að til þess að hamla gegn flótta úr talkennarastétt þurfí ýmislegt að koma til, m.a. þetta: Veraleg hækkun launa. Stytt- ing kennsluskyldu — allt í lagi þótt þurfí að „borga" hana með lengri bundnum viðveratíma. Fag- leg styrking. Auka þarf möguleika á endurmenntun og það þarf að gera talkennuram kleift að sækja námskeið erlendis (liprari styr- kveitingar frá hinu opinbera). Hið sama á við ef talkennari vill fara utan og vinna um hríð við tal- kennslu þar í endurmenntunar- skyni.“ * „Ég held að það séu mjög margir þættir sem spila inn í þreytu tal- kennara í starfí. T.d.: Óöragg staða talkennslu innan grannskólans. (Ómörkuð stefna.) Of mikil yfírgripsvinna (þ.e.a.s. of mörg athugunartilfelli, of fáir meðferðartímar). Starfsaðstaða víða bágborin. Fagleg samvinna of lítil. Fagleg örvun lítil sem engin. Faglega endurmenntun vantar." * „Starfíð er í sjálfu sér mjög gef- andi, en það vantar í þessari könn- un að athuga fleiri þætti, s.s. tengsl talkennara við annað starfsfólk skólans. Neikvæðasti þátturinn að mínu mati er hvað talkennarinn er einn á báti í sínu starfi. Lesverskennari hefur strax meira samstarf við alm. kennara m.a. vegna þess að bekkjarkenn- ari hefur yfírleitt meiri áhuga á því hvort bam verður læst en hvort það kann að segja s aðeins skýrar. Sem gamall bekkjarkenn- ari sakna ég þessa og hef velt því fyrir mér að fara kannski aftur í almenna kennslu eingöngu." * „Það þarf að endurbæta og breyta þeirri litlu löggjöf sem fyrir hendi er um talkennslu." * „Þar sem engin talkennarastaða er veitt við einstaka grannskóla, vinn ég sem sérkennari og „stel“ undan tímum til að sinna talgöll- uðum bömum við skólann. Ég tel það alls óviðunandi að til þess að geta stundað talkennslu sem aðal- starf verði maður að ráða sig til að sinna mörgum skólum og þar með að vera á stöðugum flæk- ingi. Enginn endist við slíkt til lengdar. Ég held að það eigi að vera unnt að ráða sig sem talkenn- ara og sérkennara við sama skóla og sem talkennari geri maður út- tekt á talkennsluþörfinni innan skólans og stöðuhlutfallið verði þá í samræmi við það. Eins og málin standa í dag er eingöngu hægt að ráða sig sem sérkennara og þá undir því heiti við einn ein- stakan grannskóla." Já, þetta er hluti af því sem tal- kennarar hafa við starf sitt og að- stæður að athuga. Svo er bara stóra spumingin: Hvemig verður úr bætt þannig að þeir sem hrakist hafa úr starfi, fáist aftur í það? Það veitir svo sannarlega ekki af öllu því menntaða fólki sem til er til starfa. í svöram hér að framan hefur aðal- lega verið minnst á vandann innan grannskólans, en hann er síst minni innan dagvistarkerfísins, sérskól- anna og sjúkrahúsanna. Það hefur líklega enginn þeirra sem svöraðu könnuninni verið starfandi innan þeirra stofnana, því þeir era víst teljandi á fíngram annarrar handar, sem það gera. Það er bersýnilegt að til að koma þessum málum í við- unandi horf þarf að koma til sam- starf margra aðila, ráðuneyta, fræðslustjóra, e.t.v. foreldra og síðast en ekki síst talkennara sjálfra, til að skipuleggja málin svo að allir geti við unað. FTT er ekki stéttarfé- lag, heldur aðeins fagleg samtök talkennara og getur því ekki annað gert í málinu en að vekja athygli á því. Hins vegar sjá félagsmenn sennilega manna best hvar vandinn liggur og væra án efa tilbúnir í sam- starf til að koma á úrbótum sem duga til að nýta starfskrafta þeirra og kunnáttu á sem bestan hátt. Vonandi rankar einhver við sér og efnir til slíks samstarfs. Núverandi ástand er áhyggjuefni öllum þeim sem til þekkja. Höfundur er talkennari, ekki I starfi sem slíkur. HELSINKI lxíviku FLUGLEIÐIR -fyrirþíg- * * Hefjið veiðiferðina hjá Veiðimanninum HAFNARSTRÆTI 5 SÍMAR 16760 og 14800 Opið í dag til kl. 19.00. Laugardaga frá kl. 10.00-16.00 —aamati
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.