Morgunblaðið - 20.05.1988, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.05.1988, Blaðsíða 11
MOKGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1988 11 Ljósmynd/Björgvin Pálsson Hrefna og félagar hennar bera sama bækur sínar um framhaldsnám í einu atriða myndarinnar. Fræðsluvarpið: Háskólinn frumsýnir fræðslumynd um námsval Morgunblaðið/Sverrir Tveir af námsráðgjöfum Háskólans, Ásta K. Ragnarsdóttir og Ragna Ólafsdóttir. HÁSKÓLI íslands hefur gert sjónvarpsmynd um námsval sem sýnd verður almenningi i Fræðsluvarpinu á laugardag. Myndin, sem nefn- ist „Hvað vil ég?“ getur meðal annars nýst þeim fjölda nemenda sem útskrifast í vor og þurfa að taka ákvörðun um framhaldsnám. Námsr- áðgjöf Háskólans stóð að gerð myndarinnar. „Það er þekkja allir áætlanagerð og markaðssetningu í fyrirtækjum en ráðgjöf varðandi persónulegar ákvarðanir situr á hakamun. Flestir gera sér grein fyrir að leita þurfi réttra upplýsinga en leiðbeiningar um úrvinnslu þeirra hefur oftast orðið útundan,“ sagði Ásta K. Ragnarsdóttir námsráðgjafi Háskólans í samtali um myndina. Um eitt þúsund manns leita námsrágjafar í Háskólanum á hverju ári. Helmingur hópsins biður um hjálp við námsval en aðrir leita leiðbeininga um námstækni og per- sónulegrar ráðgjafar. Þá er algengt að nemendur úr framhaldsskólun- um notfæri sér aðstoð námsráðgjaf- ar Háskólans að sögn Ástu. Undanfarin ár hefur brottfall þeirra sem hefja nám í Háskóla Islands verið um 45%. Ekki er vitað hversu stór hluti þessa hóps skráir sig en sest ekki á skólabekk eða flytur sig á milli deilda. En eftir stendur að tæpur helmingur nema er ekki fyllilega ánægður með þá námsbraut sem þeir velja sér í upp- hafi. Nýleg könnun leiddi í ljós að mikill meirihluti háskólanema velur sér námsbraut á síðustu stundu, eða nokkrum mánuðum fyrir innritun. Fræðslumyndin er byggð á kyrr- myndum af stúlku sem leitar að- stoðar námsráðgjafa og fleira fólks þegar hún er að velja sér náms- braut. Hún hefur áhuga á listum og viðskiptanámi en veitist erfítt að gera upp á milli þessara ólíku greina. Þulartexti fylgir ljósmynd- unum auk leikinna atriða sem byggð eru á samtölum stúlkunnar við jafnaldra sína og leiðbeinendur. Ljósmyndimar tók Björgvin Pálsson en Guðmundur Ragnar Guðmunds- son hjá kvikmyndagerðinni Sýn sá um samsetningu. Hljóðið var unnið í Stúdíó Glaðheimum. Bankamenn semja SAMKOMULAG hefur tekist um endurskoðun launaliðs kjara- samnings Sambands banka- manna og viðsemjenda þeirra í samræmi við endurskoðunará- kvæði þar um. Formannafundur Sambandsins hefur þegar sam- þykkt breytinguna, en samning- ur bankamanna gildir til næst- komandi áramóta. Samkomulagið felur í sér 8,15% hækkun 1. júní, 2,5% áfangahækk- unu 1. september og 1,5% áfanga- hækkun 1. desember. Þá hækkaði viðmiðunargrunnur orlofsútreikn- ings um tvo launaflokka. Þá tókst samkomulag hjá ríkis- sáttasemjara á miðvikudag um laun við löndun á Fáskrúðsfirði, en vegna kjaradeilunnar hefur ekki verið landað þar undanfarið. „Við höfum gengið með þessa hugmynd í maganum lengi að gera fræðslumynd um námsval sem nýst gæti framhaldsskólanemum. Það eru ýmis tæknilega atriði sem öllum er hollt að læra til að geta byggt ákvarðanir sínar á hlutlægu mati,“ sagði Ásta. „Fæstum er tamt að setiast niður og skilgreina eigin persónu. Það er ekki hlutverk námsráðgjafa að segja við þá sem til þeirra leita hvaða leið þeir eigi að velja. En það eru ákveðin skref sem hægt er að grundvalla ákvörð- un á, aðferðir til að draga fram í dagsljósið forsendumar og komast að ígrundaðri niðurstöðu," sagði Ásta. Ásta sagði að Háskólinn biði myndina fram en það yrði síðan ákvörðun framhaldsskólamanna hvemig hún skyldi notuð. „Með þessari mynd vill Háskólinn koma til móts við þarfír framhaldskól- anna. Hún er hugsuð sem stoðefni fyrir þá sem leiðbeina nemendum við námsval í tengslum við umræð- ur og frekari ráðgjöf," sagði Ásta K. Ragnarsdóttir. - * 1 'J a \ i | “ w Ljósmyn<j/Björgvin Pálsson Hrefna Tynes leikur nemanda í fræðslumynd námsráðgjafar Háskól- ans. FEGURÐARDROTTIMIIMG ISLANDSl 988 verður krýnd í Islandi 23. maí nk. Kynnar verða: Að vanda verður mikið um dýrðir: Matseðill: FORRÉTTUR: Villíbráðasúpa með sherrystaupi AÐALRÉTTUR: Heilsteikt nautapiparsteík m/koniakssteiktum sveppum EFTIRRÉTTUR: Ferskur ananas með ávöxtum Bergþór Pálsson og Sigrún Waage Magnea Magnúsdóttir - 4. sæti í Miss Europe keppninni og Sigríður Guðlaugsdóttir - 3. sæti í Miss Wonderland krýna nýja fegurðar- drottningu íslands 1988 ★ Þátttakendur koma fram í pelsum, baðfötum og samkvæmiskjólum ★ Dans, saminn af Ástrósu Gunnars- dóttur, við verk Gunnars Þórðar- sonar „Tilbrigði við fegurð“ ★ Einar Júliusson syngur ★ Dansflokkur Auðar Haralds sýnir Karnivaldansa ★ Módel '79 sýna fatnað frá Tísku- húsi Markus ★ ÐE LÓNLÍ BLÚ BOJS leika fyrir dansi fram eftir nóttu. Heiðursgestir kvöldsins: Richard Birtchenell frá Top Shop í London, Davíð Oddsson borgarstjóri og Krish Naidoo frkvstj. ungfrú frlands keppninnar Miðaverð er kr. 4.500.- Miða- og borðapantanir í Hótel íslandi í síma 687111. Landsbyggðarfólk athugið! [ tilefni keppninnar hefur Ferðaskrifstofa Reykjavíkur ákveðið að efna til hvítasunnu- helgarferðartil Reykjavíkur. Innifalið: flug, gisting í 2 nætur (2ja manna herb.) að- göngumiði og aksturfrá hótelinu á skemmtunina. FRAAKUREYRIKR. 11.975 FRÁEGILSSTÖÐUMKR. 13.745 FRÁ ÍSAFIRÐIKR. 11.630 FRÁ VESTMANN AEYJUM KR. 10.130 iiöTijb IgEMÖ V\lELL/\ STÖDTVÓ Kari K. Karisson og Co 5NYKTI blómouol W Siglun S 36770 86340 FLUGLEIDIR i &ull & &ilfitr u/t NINARICCI P A R I S IIRDASKRIFSTOIA REYKJAVÍKUR tkáá r< l aritu ORLANE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.