Morgunblaðið - 20.05.1988, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.05.1988, Blaðsíða 37
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1988 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1988 37 Útgefandi Framkvœmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakið. Deilt í álverinu Idag ræðst, hvort kjara- deila leiðir til þess að starf- semi stöðvast í álverinu í Straumsvík eða ekki. í allan vetur hafa aðilar vinnumark- aðarins setið á rökstólum um kaup og Igör og gengið mis- jafnlega vel að ná sáttum eins og kunnugt er. Nokkrir samn- ingar eru enn lausir. í viðræð- um ríkisstjómarinnar við aðila vinnumarkaðarins núna eftir gengisfellingu hefur því verið hreyft af hálfu stjómvalda, hvort ekki sé unnt að binda enda á óleystar kjaradeilur með ásættanlegri viðmiðun við það, sem um hefur verið samið hingað til í vetur. Til- laga um þetta efni sýnist ekki hafa nægan hljómgrunn í ál- verinu. Hér verður ekki staldrað við þessa hlið kjaradeilunnar í Straumsvík heldur litið á hana frá öðru sjónarhomi. Um sérstöðu álversins í íslensku atvinnulífí hefur svo oft verið rætt, að ástæðulaust ætti að vera að minna á þá staðreynd, að fyrirtækið er alfarið eign svissneska fyrirtækisins Alusuisse. Hið svissneska stórfyrirtæki hefur átt undir högg að sækja heima fyrir undanfarin ár og hefur verið unnið að miklum breytingum á rekstri þess. Hluthafar í fyrirtækinu hafa gert harða hríð að stjómendum þess og krafíst meiri arðsemi af þeim fjármunum, sem þeir hafa lagt í það. Hefur þessari gagnrýni meðal annars verið svarað með því að draga úr starfsemi á borð við þá, sem rekin er í Straumsvík. Engin áform eru uppi um það hjá stjómendum Alusuisse að hætta starf- rækslu verksmiðjunnar hér, þvert á móti hefur verið um það rætt að álverið verði stækkað og standa fyrir dyr- um flóknar og erfiðar viðræð- ur um það efni. Sú spuming hlýtur að vakna, hvort það sé besta veganestið í þær við- ræður að álverinu sé lokað um hríð vegna verkfalla. Allir hljóta að vera sammála um svarið við þessari spumingu, að sjálfsögðu er það neikvætt. Orkusala til útlendinga hef- ur verið ofarlega á dagskrá um langt árabil. Reynslan af því þegar Hjörleifur Gutt- ormsson sat í stól iðnaðarráð- herra og lagði stund á stefnu Alþýðubandalagsins, sem miðar að því að reka fleyg í samstarf Islendinga og Alu- suisse, ætti að hafa kennt okkur að það er fleira en verð á orku, sem ræður afstöðu þeirra er við þarf að semja um orkumál. Starfsöryggi skiptir jafnvel meira máli, það er að segja að allar aðstæður séu þannig, að ólíklegt sé að starfsemina verði að stöðva vegna óvæntra atvika og ytri aðstæðna. Þegar verkfall lam- aði flugið, var því strax haldið á loft af þeim, sem við ferða- iðnað starfa, að sú stöðvun hefði miklu víðtækari áhrif en aðeins þá daga, sem verkfallið stóð. Þeir sem hygðu til dæm- is á ráðstefnur hér eftir nokk- ur misseri vildu ekki að löng undirbúningsvinna væri gerð að engu með verkfalli. Vinnu- stöðvun í álverinu getur haft svipuð áhrif á þá, sem við vilj- um selja orku. Mikilvægi álversins fyrir íslenskan þjóðarbúskap er óumdeilt. Á síðasta ári voru vörur fluttar út alls fyrir 53.053 milljónir króna og þar af ál fyrir 5.080 milljónir. Útflutningur áls nemur þann- ig tæpum 10% af útflutningi alls. Til samanburðar má geta þess, að á síðasta ári var saltsíld flutt út fyrir 838 millj- ónir króna og öllum er okkur ljóst, hve mikið kapp er lagt á, að markaðurinn fyrir þá ágætu afurð lokist ekki. Og enn til samanburðar þá voru humar, rækja og hörpudiskur flutt út fyrir samtals 4.703 milljónir á síðasta ári. Deilan í álverinu verður auðvitað leyst með einum eða öðrum hætti að lokum eins og allar kjaradeilur. Öllum sem hlut eiga að máli er fyrir bestu að það gerist án fram- leiðslustöðvunar, sem kostar jafnvel hundruð milljóna í beinhörðum peningum og get- ur haft enn víðtækari og al- varlegri áhrif í bráð og lengd. Skipulagning’ og fjármögnun ræð- ur úrslitum í forsetakosningunum Rætt við Samuel Shipley, einn leið- toga bandaríska Demókrata- flokksins ÞÓTT forkosningum sé enn ekki lokið í Bandaríkjunum vegna forsetakosninganna, sem fram fara þann 8. nóv- ember næstkomandi, er orðið Ijóst að Michael Duk- akis, ríkisstjóri Massac- husetts, verður í framboði fyrir Demókrataflokkinn og keppir um það háa embætti við repúblikanann George Bush, núverandi varafor- seta Bandaríkjanna. Um all- an heim fylgjast menn grannt með kosningabarát- tunni enda hlýtur það að vekja athygli er einn valda- mesti maður heims er val- inn ílýðræðislegum kosn- ingum. Öruggt má heita að kosningarnar í haust verða ákaflega spennandi og þeir sem sérfróðir mega teljast um bandarísk málefni eru flestir þeirrar skoðunar að mjög mjótt verði á munun- um. Einn þeirra er Samuel Shipley, formaður Demó- krataflokksins í Delaware- ríki. Hann telur að úrslitin kunni hugsanlega að ráðast á 100.000 atkvæðum. Ship- ley var staddur hér á landi á dögunum til að kynna stjórnmála- og fræðímönn- um kosningakerfið í Banda- ríkjunum. Af þessu tilefni var hann tekinn tali og sner- ust umræðurnar einkum um kosningakerfið, helstu kosningamál og möguleika einstakra frambjóðenda. Samuel Shipley hefur í 14 ár ver- ið leiðtogi Demókrataflokksins i Delaware-ríki og er einnig umdæm- isstjóri flokksins í norðausturhluta Bandarfkjanna. Starfíð í Delaware er ólaunað en í nokkrum ríkjum svo sem New York og New Jersey þiggja formenn flokksins laun fyrir störf sín og nema þau um þremur milljón- um íslenskra króna á ári. „Ég rek auglýsingastofu og hef framfæri mitt af því. Að jafnaði fara 30 klukkustundir á viku í störf fyrir flokkinn og það gæti ég ekki gert hefði ég ekki fastar tekjur annars staðar frá,“ segir Shipley. Hingað til lands kom Shipley frá Ítalíu þar sem hann flutti fyrirlestra um bandaríska kosningakerfíð en þar áður hafði hann sótt Dani heim í sömu erindagjörðum. „Áhuginn fyrir forsetakosningunum er mjög mikill í þessum löndum og ég hef einnig orðið var við það hér á landi að menn fylgjast óvenjuvel með gangi mála. Þeir hafa því áhuga á að fá upplýsingar um kerfið, sem er að hluta til mjög flókið. Ég hef einnig lært mikið um kerfí ykkar og hvemig þið farið að. Það var fróðlegt að ræða við fram- kvæmdastjóra þingflokkanna og bera saman framkvæmd kosninga hér á landi og í Bandaríkjunum og hvemig starfi flokkanna er háttað dag frá degi. Kosningaþátttaka er mjög mikil hér á landi og skipulag baráttunnar gjörólíkt. Viðhorf kjós- enda er einnig annað og málefni skipta meira máli hér en í heima- landi mínu.“ Höfðað til óháðra kjósenda — Nú er því stundum haldið fram að í raun sé munurinn á flokkunum tveimur í Bandaríkjunum óverulegur og að kosningar snúist frekar um menn en málefni? „Þessir flokkar eru ólíkir en mun- urinn kemur hins vegar ekki fram í kosningabaráttunni," segir Shipley. „Báðir flokkamir reyna að höfða til óháðra kjósenda, sem eru þriðjungur þeirra sem hafa kosningarétt. í þess- um hópi er einnig að finna fyrrum demókrata og repúblikana, sem hafa gerst fráhverfír flokkunum fyrir ein- hveijar sakir. Þama er að fínna bæði frjálslynda og íhaldsmenn og til þeirra reyna flokkamir að ná. I mínum flokki þarf frambjóðandi til forsetaembættis að vera fijálslyndur til að hljóta útnefningu og miðju- maður til að ná kjöri. Hjá repúblikön- um er þessu öfugt farið. Sá sem sækist eftir útnefningu flokksins þarf að gefa sig út fyrir að vera íhaldsmaður í forkosningunum en miðjumaður þegar sjálf kosninga- baráttan hefst," segir Shipley og segir þetta eiga sérlega vel við Ge- orge Bush. Hann hafi orðið að ger- ast íhaldsmaður sem varaforseti stjómar Ronalds Reagans en margir íhaldsmenn treysti honum ekki og muni að líkindum aldrei gera það. Shipley kveðst líta á Bush sem miðjumann og telur grundvallarstef- numið hans ekki svo mjög ólík hug- myndum Demókrata. Embætti varaforseta — Nú þykir ljóst hveijir verða frambjóðendur flokkanna í forseta- kosningunum í haust og því hefur athyglin að undanfömu einkum beinst að líklegum frambjóðendum til embættis varaforseta. Hveijir koma helst til greina, að þínu viti? „Val flokkanna mótast af ólíkum aðstæðum þeirra. Bush mun þurfa á manni að halda frá mið-vesturríkj- unum vegna þess að stjóm Reagans forseta á í miklum erfiðleikum í þess- um hluta landsins. Geti flokkurinn ekki boðið fram mann sem þekkir vanda bænda í þessum ríkjum þá em repúblikanar í vanda staddir. Nixon, fyrrum forseti, hefur lagt til að Bush fái Robert Dole, sem keppti við Bush í forkosningunum, til að bjóða sig fram. Þetta tel ég að kæmi sér vel fyrir Bush. Jú, það er talað um að þeim líki ekki hvor um við annan en það skiptir engu. Þama ráða sem sé landfræðilegar aðstæð- ur valinu. Demókratar munu leggja á það áherslu að Michael Dukakis sé frjáls- lyndur vinstri maður, sem hann er raunar ekki því hann er í raun miðju- maður. Hann þarf því að öllum likindum að leita eftir fylgi í Suð- urríkjunum til að ná jafnvægi í kosn- ingabaráttuna. Hann gæti annað- hvort fengið Sam Nunn, formann hermálanefndar öldungadeildarinn- ar, eða Lloyd Bentsen, öldungadeild- arþingmann frá Texas, í lið með sér,“ segir Shipley og bætir við að með þessu sé ekki verið að ganga framhjá blökkumannaleiðtoganum Jesse Jackson, sem veitt hefur Duk- akis mesta keppni í forkosningum flokksins. „Það væri fífldirfska af Jackson að bjóða sig fram sem vara- forseta. Ég tel og vona að hann verði beðinn um að bjóða sig fram. En tapi flokkurinn með Jackson sem frambjóðanda verður honum kennt um ófarimar og þá mun hann glata þeim áhrifum sem hann nú hefur," segir Shipley. Hann kveðst telja að sigur Dukak- is í forsetakosningunum verði einnig sigur Jacksons því demókratar geti ekki sigrað án stuðnings Jacksons og fylgismanna hans, sem eru eink- um í Suðurríkjunum. „Ég tel að Jackson hafi í rauninni sigrað. Kosn- Morgunblaðið/Þorkell Samuel Shipley, leiðtogi Demó- krataflokksins í Delaware-ríki í Bandaríkjunum. ingabarátta hans hefur verið geysi- lega vel skipulögð. Ég held að hann hafi aðeins varið um átta milljónum dollara (um 300 milljónum ísl. kr.) en Dukakis hefur nú notað um 20 milljónir (um 760 milljónir ísl. kr.). Frambjóðendumir mega aðeins veija 22 miíljónum dollara (rúmum 830 milljónum ísl. kr.) fram að lands- fundum flokkanna, sem fram fara í sumar, og fá síðan ríkisstyrki til að fjármagna sjálfa kosningabaráttuna, sem nema um 45 milljónum dala (rúmlega 1,7 milljarðar ísl. kr.) til handa hvomm frambjóðanda," segir Shipley. Utanríkismál ekki talin mikilvæg — Richard Nixon hefur sagt að Bandaríkin þurfi sterkan forseta sem geti tekist á við Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovétleiðtoga. Telur þú þetta rétt og er líklegt að utanríkis- mál setji svip sinn á kosningabarátt- una? „Nixon segir þetta vegna þess að hann hefur einkum áhuga á utanrík- ismálum og hann nýtur virðingar sem sérfræðingur á því sviði. Hann hefur nokkuð til síns máls en Banda- ríkjamenn eiga við fjölmörg önnur vandamál að glíma. Utanríkismál skipta ekki svo miklu máli nema þegar Bandaríkjamenn eiga í stríði líkt og kom á daginn þegar barist var í Víetnam. Það er rétt að vissu- lega er við vanda að glíma í Mið- Austurlöndum og í samskiptum við írani. Þessi mál eru hins vegar ekki nógu mikilvæg í hugum manna til að fá þá á kjörstað í því skyni að koma á breytingum. Nixon er með þessu að freista þess að styrkja stöðu Bush, sem hefur komið til allra þess- ara landa og þekkir vel til utanríkis- mála. Nixon hefur í raun hafið eigin baráttu gegn Dukakis og notar sér það til dæmis að Dukakis hefur að- eins einu sinni komið til Evrópu." — Hefur ekki einmitt verið bent á að Sam Nunn gæti bætt upp reynsluleysi Dukakis á vettvangi utanríkismála? „Ég tel að það væri góð hugmynd að bjóða Nunn fram sem varafor- seta. Hann er sérfróður um utanrík- is- og vamarmál og hefur starfað mikið á því sviði. Nunn hefur sagt að hann teldi það mikinn heiður að verða útnefndur varaforseti en hefur þó ekki lýst yfir því að hann myndi þekkjast boðið. Ég tel hins vegar að hann muni gera það vegna þess að hann hefur engu að tapa.“ Vandi Bush Shipley segir Ronald Reagan for- seta njóta virðingar og vinsælda en telur sýnt að George Bush muni ekki njóta góðs af vinsældum Reag- ans. „Flestir áköfustu stuðnings- menn Reagans fella sig ekki við Bush og hann þarf því að leita inn að miðju flokksins eftir stuðningi." Hann segir að helstu ágreiningsmál flokkanna — og nefnir sem dæmi ástand mála í Nicaragua og Mið- Ameríku og gífurlegan fjárlagahalla Bandaríkjanna — skipti litlu í kosn- ingabaráttunni því almenningur láti sig slíkt litlu varða. „Kosningabar- áttan mun fyrst og fremst snúast um skipulagingu, fjármögnun og hversu vel flokkunum tekst að fá fylgismenn sína til að taka þátt. Árið 1984 var kosningaþátttakan aðeins 54 prósent. Þriðjungur kjós- enda er ekki einu sinni á skrá,“ seg- ir Shipley en bætir við að ástandið hafi breyst til batnaðar á þessu ári einkum vegna þátttöku Jesse Jack- sons. „Fyrir tilstilli hans hafa 1,2 milljónir blökkumanna látið skrá sig og 97 prósent þeirra eru yfirlýstir stuðningsmenn Demókrataflokks- ins. Styðji Jackson framboð Dukak- is, sem ég býst við að hann geri, kann það að skipta sköpum. Þá má nefna að skoðanakannanir sýna að fólk vill breytingar þrátt fyrir þá virðingu og vinsældir sem Reagan nýtur.“ Fjármagn og fjölmiðlun — Því er stundum haldið fram að forsetakosningar í Bandaríkjun- um — og ef til vill bandarísk stjóm- mál almennt og yfirleitt — stjómist einkum af tvennu; sjónvarpi og pen- ingum. Er þetta rétt? „Þetta er ekki fjarri lagi. Þess er hins vegar að gæta að frambjóðend- umir hafa verið að undirbúa kosn- ingabaráttuna undanfarin tvö til þijú ár en almenningur fer hins veg- ar ekki að gefa forsetakosningunum gaum fyrr en í október. Því má held- ur ekki gleyma að Bandaríkin em gríðarlega víðáttumikil og frambjóð- endur munu að öllum líkindum ekki sækja öll ríkin heim. Þeir beina eink- um kröftum sínum að þeim ríkjum þar sem tvísýnt er um úrslit. í þeim ríkjum sem þeir heimsælqa ekki verða þeir að treysta á sjónvarpið og auglýsingar eru geysilega dýrar. 30 sekúndna auglýsing, sem sýnd er um öll Bandaríkin, kostar 300.000 dollara (um 11,4 milljónir ísl. kr.). Af þessu sést að fjársöfnun er geysi- lega mikilvæg". Samuel Shipley kveðst telja að í ár muni flokkamir til samans veija 500 til 600 milljónum dala (19 til 22 milljörðum ísl. kr.) til kosninga- baráttunnar. „60 prósentum þessar- ar upphæðar verður varið til kynn- ingar í íjölmiðlum og um 20 prósent munu fara í kostnað við að ná til kjósenda og fá þá á kjörstað. For- setakosningar fara fram á þriðju- dögum. í flestum ríkjum opna kjör- staðir klukkan 7 að morgni og loka klukkan 19. Fólk er í vinnu og greið- ir því yfírleitt atkvæði áður en hald- ið er til vinnu eða þegar heim er komið. Hins vegar eru menn gjaman þreyttir að afloknum vinnudegi eða einfaldlega áhugalausir. Því þurfa báðir flokkar að ráða mannskap til að hringja í fólk og hvetja það til að kjósa og eins til að aka því á kjörstað. Þetta kostar gífurlega mik- ið fé.“ Tvísýnt um úrslit — Nú höfum við rætt skipulag kosningabaráttunnar en hvemig lyktar þessu? Hver verður næsti for- seti Bandaríkjanna? „í mínum huga er auðvitað enginn efi! Richard Nixon hefur sagt að kosningamar í ár verði sérlega spennandi og hann spáir því að munurinn á frambjóðendunum verði hinn minnsti í sögu Bandaríkjanna á þessari öld. Nixon sigraði Hubert Humphrey árið 1968 með 100.000 atkvæða mun og hefur munurinn aldrei verið minni. Nixon býst við jafnspennandi kosningum í ár og ég er sammála honum. Nú er Demó- krataflokkurinn sameinaður og sag- an sýnir að þegar flokksmenn standa saman vinnur flokkurinn yfírleitt. Árið 1968 var flokkurinn í rúst vegna Víetnam-stríðsins og hver höndin upp á móti annarri. í ár gegn- ir öðm máli og ég tel vinningslíkur okkar góðar ekki síst vegna þess að greinilegt er að almenningur vill breytingar." Viðtal: Asgeir Sverrisson. Hvað er bindi- skylda í seðlabanka Japans mikil? eftirEyjólf Konráð Jónsson Fyrirspum til Jóhannesar Nor- dals: Fréttaviðtal í Morgunblaðinu í gær hefst á þessum orðum: „Lækk- un bindiskyldu myndi þýða aukinn viðskiptahalla, sagði Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri í samtali við Morgunblaðið. Bindiskylduféð stendur gegn gjaldeyrisvarasjóðn- um og myndi hann minnka um 650 milljónir króna fyrir hvert prósentu- stig sem bindiskyldan yrði lækkuð." Þessum fullyrðingum er síðan fylgt eftir með röksemdafærslu sem ég botna ekkert í. Þess vegna verð ég að geta nokkurra staðreynda og spyija spuminga. Samkvæmt árs- skýrslu Seðlabankans er binding sparifjár um áramót 9.440 milljónir á núll (0%) vöxtum, útlán bankans 5.150 milljónir til annarra fjármála- stofnana og 6 milljarðar til ríkis- sjóðs. Því spyr ég: Hver er munur- inn á því að Seðlabanki láni þetta fé út eða einhveijir aðrir t.d. eigend- ur ijármunanna, sparifjáreigendur? Hagstæður viðskiptajöfnuður í Japan árið 1987 var talinn vera 3,7% af þjóðartekjum. Hve mikil er bindiskyldan í seðlabanka Jap- ans, ef það hugtak þekkist þá í því landi? Hve mikil er bindiskyldan í Þýskalandi, Belgíu, Sviss, Hollandi eða Lúxemborg svo að nokkur lönd með hagstæðan viðskiptajöfnuð séu nefnd? Eyjólfur Konráð Jónsson Þá er þess að geta að fyrrum var bindiskylda Seðlabanka réttlætt með því að hann annaðist afurða- lán, en eftir að því var hætt komu skýringamar um gjaldeyrisvara- sjóðinn og nú viðskiptajöfnuðinn. Því miður er þetta allt ofvaxið mínum skilningi og því óska ég þessara einföldu skýringa á sam- bandi milli bindiskyldu og viðskipta- jafnaðar. Vonandi fæ ég skjót og greið svör við spumingunum því að ein- mitt nú ríður mjög á að stjóm- málamenn og raunar alþjóð fái rétt- ar upplýsingar og dregnar séu af þeim réttar niðurstöður. Höfundur er þingmaður Sjilf- stæðisflokksins í Reykjavik. Búðardalur: Nýtt fyrirtæki annast viðgerðir a Búðardal. STOFNAÐ hefur verið í Búðar- dal fyrirtæki sem hlaut nafnið Plast hf. Tilgangur félagsins er lengingar og alhliða viðgerðir á plastbátum og skyld verkefni. Fyrirtækið er til húsa í fyrrver- andi áhaldahúsi Vegagerðarinnar sem það hefur fengið til afnota. Með tilkomu þessa fyrirtækis flutti hingað plastfagmaður, Stígur Ein- arsson, sem er viðurkenndur í þessu fagi. Fyrsta verkefnið var lenging og viðgerð á Brimrúnu frá Stykkis- hólmi sem var lengd um 1,3 m. Tókst sú vinna vel og var báturinn plastbátum sjósettur 14. maí sl. Nú þegar eru tveir aðrir bátar komnir til sam- setningar og viðgerða. Það er von heimamanna að þetta geti útvegað smá atvinnu í byggðarlagið því samfara sam- setningum á bátum kemur til ýmis önnur vinna eins og raflagn- ir og fleira sem þessu fylgir. Stofnendur hlutafélagsins eru Stígur Einarsson, Benedikt Ketil- bjamason, Ágúst Magnússon, Kristjón Sigurðsson, Bjarki Jónas- son, Ólafur Sveinsson og Jóhanna Benediktsdóttir. - Kristjana Ríkisstjórnin hefur stefnu eftir Magnús Óskarsson Mér þykir ástæða til að fara nokkrum lofsorðum um ríkisstjóm- ina, því þó að hún eigi það skilið, er ég einhvem veginn ekki viss um að aðrir hrósi henni, þessa dagana. Stjómin er ennþá að jafna sig eftir erfiða helgi og framundan er önnur löng og ströng. Allir eru vondir við ■þessa menn, en hvað hafa þeir svo sem gert? Því er auðsvarað. Þeir hafa ekkert gert. Um helgina fjölluðu þeir um „stærðir" efnahagslífsins, sem þeir svo nefna. Ekki verða þeir sakaðir um að spilla þessum stærðum því allar voru þær látnar kyrrar liggja nema ein, en hún var líka „afgangs- stærð“ eins og þeir kalla gengis- fellinguna. Aðrar stærðir voru látn- ar mæta afgangi. Vegna þessa heyrast menn nú gaspra um það, að ríkisstjómin sé stefnulaus, en það er nú eitthvað annað eins og ég vil hér vekja athygli á. í Morgunblaðinu sl. þriðjudag var frétt frá ríkisstjóminni „um manneldisstefnu stjómarinnar" eins og sagði í myndarlegri fyrir- Magnús Óskarsson. sögn. Á eftir fylgdi frásögn um „mótun opinberrar manneldis- stefnu" samkvæmt „starfsáætlun ríkisstjómarinnar". Svo er að sjá sem ríkisstjómin standi einhuga að baki matarstefnuskránni og mun ekki af veita því áherzla er á það lögð, að hún snerti „mörg svið stj ómsýslunnar". Mér þótti vænt um að frétta af þessari samstöðu í ríkisstjóminni um svo mikilvæga stefnu og vildi ekki láta hjá líða að vekja athygli á því hvað þessi ríkisstjóm getur verið stefnufost, þegar hún hittir á rétta stærð. Ég vona líka að menn fyrirgefi stjóminni, þótt einhveijar stærðir verði afgangs meðan „samræmdar verða aðgerðir til að framfylgja neyslu- og manneldisstefnunni" einsog segir í fréttatilkynningu ríkisstjómarinnar. Sjávarútvegur- inn hlýtur að geta dokað við rétt á meðan og Alverksmiðjan beðið þangað til iðnaðarráðherra kemur frá Kína með austurlenzkan mann- eldismatseðil og pijóna til að hræra í storknandi álinu. Höfundur er borgariögmaður. Borgaraflokkurinn: ÁVALLT VIÐBÚNIR eftirAlbert Guðmundsson Alþingi hefur lokið störfum, og þingmenn stjómarandstöðu sendir heim, en þingmenn stjórnarliðsins sitja áfram langa flokksfundi í Al- þingishúsinu. Á lokadögum Alþingis voru samþykkt viðamikil lög, t.d. lög um virðisaukaskatt o.fl., með minni- hluta atkvæða í nafnakalli, þótt meirihluti stjómarliða á Alþingi sé mikill. Ríkisstjómin rasður ekki við stuðn- ingslið sitt, og hefur veika málefna- stöðu gegn stjómarandstöðu og f ráðleysi sínu grípur ríkisstjómin til þeirra einræðiskenndu aðgerða að losa sig við andstæðinga með því að beita þá ofurvaldi, svo sem þingslit- „Borg-araflokkurinn verður að vera á verði um hagsmuni þjóðar- innar, og fyrirvaralaust tilbúinn til átaka, ef það getur orðið til lausnar aðsteðjandi vanda.“ um, þegar mest reið á að efnahags- umræður héldu áfram til lausnar aðsteðjandi vanda, sem er afleiðing af rangri stjómarstefnu frá myndun þessarar ríkisstjómar. Þrátt fyrir ríkisstjómarfundi, sam- ráð við aðila vinnumarkaðarins og þingflokka stjómarliða, dag eftir dag, varð árangurinn enginn. Seðla- banki íslands gerði tillögu um 10% gengislækkun; Ríkisstjómin sam- Albert Guðmundsson þykkti. Hvað er að gerast? Stjóm- málaástandið í þjóðfélaginu er þann- ig að leggja verður niður tímabundið stjómarandstöðu og skiptingu fólks- ins í stjómmálaflokka, og skipu- leggja einskonar þjóðvarðsveit fólks- ins í landinu til að veija lffsafkomu þjóðarinnar gegn afleiðingum af stefnu ríkisstjómarinnar. Við verðum að skipuleggja okkur gegn efnahags- vandanum, á sama hátt og stríðsað- ili ver landamærí sín gegn óvinaárás- um. Þegar hagsmunir þjóðarinnar kreQast, eru allir bræður í leik. Borg- araflokkurinn hefur tekið þátt í öllum umræðum mála á nýafstöðnu Al- þingi, og verið einn af málefnale- gustu stjómarandstæðingum þessar- ar ríkisstjcmar, en svo aumur getur andstæðingur orðið, að maður sjái hættuna sem það skapar, og framtíð sinni betur borgið í lífgjöf, án stjóm- arþátttöku þó. Borgaraflokkurinn verður að vera á verði um hagsmuni þjóðarinnar, og fyrirvaralaust tilbúinn til átaka, ef það getur orðið til lausnar aðsteðj- andi vanda. Höfundur er formaður Borgara- flokksins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.