Morgunblaðið - 20.05.1988, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 20.05.1988, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1988 Óssurína Bjama- dóttir — Minning Fædd 17. nóvember 1906 Dáin 8. maí 1988 Össurína Bjamadöttir móður- systir mín er dáin. Það verða marg- ir tii að sakna hennar og minnast sem gömlu góðu ínu frænku. _En eitt sinn skal sérhver deyja og ína var orðin 81 árs. Það var í Bolungarvík sem Ina ólst upp. Foreldrar hennar voru Kristín Ingimundardóttir og Bjami Bárðarson frá Hóli í Bolungarvík. Hún var fjórða elst 12 systkina. Af þessu stóra systkinahóp eru að- eins þijú eftirlifandi. Ásta ekkja eftir Georg Siguijónsson, Steingrímur físksali kvæntur Kristínu Kristjánsdóttur og móðir mín Jóna Bjamadóttir gift Jóni Hjaltalín Gunnlaugssyni lækni. Um tvítugt fékk Ina berkla en naut þeirrar gæfu umfram tvær af sínum systrum að lifa berklasýking- una af. Sjálfsagt grunaði þá fáa að hún ætti eftir að lifa flest sinna systkina og verða þeim öllum mik- ill stuðningur. En sjúkdómurinn tók sinn toll. Fáar umgangspestir létu hana óáreitta og alltaf átti hún erf- itt með gang vegna mæði. Ég var sjö ára þegar við flutt- umst frá Siglufírði hingað suður. Steingrímur móðurbróðir minn bjó þá á Sogaveginum ásamt Kristínu konu sinni og átta bömum sem áttu eftir að verða fleiri. Hjá Steingrími bjuggu amma, afí og ína frænka eftir að þau fluttu að vest- an. Við vomm ijögur systkinin er þessir flutningar stóðu yfír og eitt á leiðinni. Steingrímur gerði sér lítið fyrir og bætti einni hæð ofan á húsið á Sogaveginum til að geta hýst þessa fjölskyldu sem ætlaði að freista gæfunnar fyrir sunnan. Þau fjögur ár sem við nutum gestristni Steingríms og Kristínar konu hans vom það Kristín amma og ína frænka sem vom miðpunkt- urinn hjá þessum tveim stóm fjöl- skyldum. Ég minnist enn kolaeldavélarinn- ar. Mesta friðarstund dagsins var ef það náðist að vakna nógu snemma. Þá var læðst niður í eld- hús og sest í hlýjuna við eldinn. Á eldavélinni kraumaði kaffíð, bætt með exporti. Á þeirri stundu var auðvelt að trúa því að aldurinn væri hærri en árin sögðu til um. Því alltaf var smáfólkinu sem vakn- aði snemma skenkt kaffitár í morg- unsárið ásamt mjólkurkexi til að dífa í kaffílitinn. Þótt ína hafí veið bamlaus sjálf em sjálfsagt fáir sem hafa haft hönd í bagga með uppeldi jafn- margra bama og hún. Öll eigum við frændsystkinin ljúfar minningar tengdar henni. Það sést best á því hvað hópurinn hélt mikilli tryggð við hana eftir að hún fluttist af Sogaveginum í Álftamýrina. Það kom ósjaldan fyrir að ína væri kölluð til ef erfíðleikar steðjuðu að eða ef einhver þurfti á aðstoð að halda eins og oft gerist á bam- mörgum heimilum. Þá var gaman að sitja hjá henni og hlusta. Hún gat það sem flest böm kunna að meta, segja sögur. í mínum huga var Ina alltaf sam- einingartákn ættarinnar. Hun hafði yfírsýnina. Vissi hvar hver fjöl- skyldumeðlimur var staddur í heim- inum hveiju sinni og hvað hver og einn hafði fyrir stafni. Þetta gilti ekki aðeins um systkinabömin held- ur einnig systkinabamabömin sem nú em að nálgast sjötta tuginn. Hún þekkti þau öll með nafni, fór nærri um skaplyndi þeirra og vissi hvað þau tóku sér fyrir hendur. Fyrir mánuði hélt Steingrímur upp á sjötugsafmælið sitt af mikilli rausn. Þar vpru samankomnir flest- ir ættingja ínu. Okkur er sjálfsagt flestum ofarlega í huga þakklæti fyrir að hafa fengið tækifæri til að vera öll saman með henni svo skömmu áður en hún lést. Nu er ína frænka mín heillum horfin og eftir er tóm sem aldrei verður fyllt. Ættbogi þeirra Kristín- ar og Bjama verður aldrei hinn sami. Kristín Jónsdóttir Föðursystir okkar, ína Bjama- dóttir frá Bolungarvík, er dáin. Mig langar að kveðja þessa góðu frænku mína nokkmm orðum, því fáar ef nokkur manneskja hefur reynst okkur systkinunum af Sogavegi 158 betur í lífínu. ína fæddist í Bolungarvík 17. nóvember 1906. Foreldrar hennar vom Bjami Jón Bárðarson frá Hóli í Bolungarvík og Kristín Salóme Ingimundardóttir frá Vogum í fsafírði. ína bjó í Víkinni til ársins 1950 er hún flyst til Reykjavíkur ásamt foreldmm sínum og þau setj- ast að á Sogavegi 158. Þar bjó fyr- ir Steingrímur bróðir hennar og fjöl- skylda hans. Á Sogaveginum býr ína til ársins 1983 er hún flytur til systur sinnar Lilju. Eftir að Lilja dó 1985 bjó ína ein. ína frænka giftist ekki og eign- aðist engin böm sjálf. Fyrir okkur frændsystkini hennar var þetta mikið happ því með þessu móti varð hún okkur ennþá nákomnari. En þó að örlög ínu hafí komið okk- ur vel, er enginn vafí á að ína hef- ur sem ung manneskja haft aðrar væntingar til lífsins en örlögin bjuggu henni. Ina smitaðist af berklum sem ung stúlka. Á þeim tíma vom engin þekkt lyf við þessum skæða sjúk- dómi sem gekk undir nafninu „hvíti- dauði". Trúlega hefur ína smitast af systmm sínum Karitas eða Jó- hönnu en báðar þessar konur létust úr berklum. Á Vífilsstöðum virtist ína fá góðan bata en nokkmm ámm síðar eftir að hún var komin vestur aftur tóku berklamir sig aftur upp í henni og var hún þá send á Krist- neshælið í Eyjafirði. Fyrir norðan var ína „höggvin" og auk þess þind- arskorin. Var hún með þeim síðustu sem gengust undir þessar hrotta- legu aðgerðir, því brátt komu lyf sem eyddu á skömmum tíma þess- um áður algengasta sjúkdómi á ís- landi. Þetta mikla mótlæti hefur reynt á viljastyrk frænku minnar og hennar meðfædda létta skap. En hún lét ekki bugast enda var slíkt hugtak ekki til í hennar orðasafni. Ég minnist þess ekki að hafa nokk- um tíma heyrt ínu tala um þetta erfíðleikatímabil í lífí sínu nema þá til að segja frá einhveiju skemmti- legu sem hún mundi frá því. ína þoldi ekki uppgjöf og virti lítils það fólk sem sífellt var að kvarta yfír erfiðleikum sem það lenti í. Hefur hún fengið í arf sterkan vilja móður sinnar og ömmu minnar Kristínar. Til að lýsa viljastyrk ömmu heit- innar ætla ég að segja litla sögu. + Faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN LEÓS, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 24. maí kl. 10.30. Kristján P. Kristjánsson, Laila I. Kristjánsson, Leó Kristjánsson, Elfn Ólafsdóttir og barnabörn. t Þökkum hlýju og vinarhug við andlát og útför EINARS EINARSSONAR, Selási 10, Egilsstöðum. Fyrir hönd aðstandenda, Bergur Ólason, Svanhildur Sigurðardóttir. + Eiginkona mín, dóttir, fósturdóttir, móðir, tengdamóðirog amma, GUÐRÍÐUR KARLSDÓTTIR, Brœðraborgarstfg 3, andaðist í Landspítalanum 18. maí. Jaröarför auglýst síðar. Fyrir hönd okkar ættingja, Ragnar Sigurðsson. + DAGBJARTUR GUÐMUNDSSON, Garðbæ, Eyrarbakka, sem andaöist 15. maí, verður jarðsunginn frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 21. maí kl. 14.00. Olga Ingimarsdóttir, Erla Karlsdóttir. + Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdafööur og afa, GUÐMUNDAR J. GfSLASONAR múrara, Grensásvegi 46, Reykjavlk. Kolbrún Skaftadóttir, Stefanfa Guðmundsdóttir, Jóhannes Guðmundsson, Kjartan Þór Guðmundsson, Erna Björk Guðmundsdóttir, Sigurbjörg Sigurðardóttir, og barnabörn. Hörður Felixson, Ágúst Bergsson, Ana C. L. Guðmundsson, Þórunn Oddsdóttlr, Ragnar T ryggvason + Innilegar þakkir fyrir vináttu og hlýhug við andlát og jarðarför bróður okkar og mágs, ARNÞÓRS INGVARSSONAR, Bjalla, Landsveit. Ragnheiður Ingvarsdóttir, Guðríður Ingvarsdóttir, Magnús Magnússon, Svanfrfður Ingvarsdóttir, Sæmundur Jónsson, Þurfður Jónsdóttir, BJörgvln Kjartansson. + Þökkum öllum er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför RANNVEIGAR HULDU MOGENSEN frá Árnanesi. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks Vífilsstaðaspítala. Guðný J. G. Vilmundsdóttir, börn og barnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og jarðarför litlu dóttur okkar, systur og barnabarns, HREFNU BJARGAR HAUKSDÓTTUR. Haukur Kr. Eyjólfsson, Guðrún Vllhjálmsdóttir, Vera Björt Hauksdóttir, Vilhjálmur Valdimarsson, Slgfrfður Slgurðardóttir, Eyjólfur Jónsson, Guðbjörg Ásgelrsdóttir. Þegar amma var níræð veiktist hún af inflúensu sem lagði hana alveg í rúmið. Amma var vön að rísa mjög snöggt upp í rúminu þegar hún vaknaði enda vönust því að verkin ynnu sig ekki sjálf. Meðan amma var veik hélt hún þessu áfram en nú gekk þetta ekki leng- ur, því það leið yfír hana í hvert sinn sem þetta gerðist. Eitthvað fannst henni heilsan láta standa á sér svo hún greip til sinna ráða frekar en að leggjast í kör. Hún skreið fram úr rúminu sínu og skreið fyrsta daginn einn hring í kringum borð sem hún hafði á miðju gólfí í herberginu sínu. Eins veik og amma var, að maður tali ekki um aldurinn á henni, hefði hún aldr- ei getað þetta nema vegna þess að hún rak sig áfram með óbugandi vilja. Næsta dag tókst henni að gera heldur betur og með tímanum tókst henni að rétta sig upp og ganga óstudd um gólf. Maður fylgd- ist orðlaus með þessum sigri ömmu á dauðanum, en hann hefði getað unnið auðveldan sigur þama ef mótspyman hefði engin verið. Miklu fleiri sögur væri hægt að segja frá þessari konu. Allt hennar líf var ein samfelld sigurganga andans yfír efninu. Mótlæti ínu frænku í lífinu hefði reynst veikbyggðari sál skeinuhætt, enn ína var enginn aukvisi frekar en móðir hennar. Þær aðgerðir sem hún gekk í gegnum rýrðu svo líkamsþrek ínu, að Jiún varð alla ævi að gæta þess að ofbjóða sér ekki. Það hefur ekki alltaf verið auðvelt fyrir hana jafn drífandi og dugleg og hún var að eðlisfari. Enda sagði hún oft þegar henni þótti seint ganga með eitt- hvað sem henni þótti mikilsvert, að hefði hún fulla burði yrði hún ekki lengi að framkvæma hlutinn. En þótt líkamsþrek frænku hafí verið lítið þá gerði hún betur en að vinna það upp með andlegu atgerfí. Hún var bæði gáfuð og skemmtileg mannesiqa sem hægt var að tala við um alla skapaða hluti. ína hafði gaman af góðum bókum og þá sér- staklega að ræða um þær við ein- hvem sem einnig hafði lesið þær. Um nokkurt skeið rákum við ína einskonar tveggja manna leshring. Við lásum bæði sömu bókina og ræddum svo um efni hennar og innihald. Um þetta gátu spunnist fjörugar umræður og hvaða stefnu þær tækju var aldrei vitað fyrir- fram. Við sem ólumst upp í stómm systkinahópi á Sogaveginum teljum það eitt okkar mesta lán í lífínu að hafa fengið tækifæii til að alast upp með ömmu og Inu í húsinu. Inni hjá þeim ríkti kyrrð og reglu- semi með alla hluti og þar var hægt að eiga góðar stundir annað hvort við spjall eða lestur. Ekki spillti fyrir, að maður átti oftast vísan kandís hjá þeim, ekki síst ef maður skaust út í búð fyrir þær. Þessar konur tóku frá því að þær fluttu á Sogaveginn þátt í lífi fjöl- skyldunnar og höfðu ómæld áhrif á okkur systkinin. Frá þeim fómm við ávallt betri manneskjur en yið komum. ína hélt alla tíð mikilli tryggð við Sogaveginn og fjölskyldu sína þar. Það gerði hún einnig við aðra ættingja sína og vini. Margir urðu til að heimsækja hana bæði á Sogaveginn og til Lilju eftir að hún flutti þangað, enda var hún ávallt hrókur alls fagnaðar. Þótt ína yrði nokkuð öldmð lifði hún alltaf í nútíðinni. Hún undi sér vel innan um ungt fólk og nútíma- legar skoðanir hennar á málefnum líðandi stundar gerðu þeim oft skömm til. Ina naut þess að fá ættingja sína og vini í heimsókn en tryggð hennar við fólkið sitt var mikil. Má segja að með henni sé gengið mikilvægt sameiningartákn þess. Frænka var elskuð af öllum sem kynntust henni og það vildi allt fyrir hana gera vegna þess að því fannst hún gefa sér svo mikið á móti. Fyrir hönd okkar systkinanna kveð ég elskulega frænku okkar og þakka enn og aftur fyrir allt það sem hún gerði fyrir okkur og þær minningar sem við geymum um hana. Hvíli hún í friði. Steinþór Steingrímsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.