Morgunblaðið - 20.05.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.05.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1988 Beint á gríllið Grillpylsur. Úrvalsvara, eigin framleiðsla. ■ LUXUS grillpylsa .... kr./kg. 279,- ■ ÖNDVEGIS grillpylsa. kr./kg. 279.- ■ Myllu pylsubrauð 5 stk. í pk. 39.- ■ Svínakjöt, nautakjöt, kryddlegnarlamba- lærissneiðar, kótilettur, rif og framhryggsneiðar. ■ Kockenssteik-,og . .. grillolía 400 gr........ kr. 199«“ ■ Allt grillkrydd á tilboðsveröi. Grænmeti og ávextir Allt nýttogferskt. Vínber, kiwi, melónur, appelsínur, ferskjur, bananar, hvítkál, blómkál, tómatar, agúrkur. a ■ Rauðepli............. kr./kg. I ■ Salatbarinn vinsæli og Ijúffengu Heildelberg salatsósumar. jarðarber, epli, Tilbúinn matur Til að taka með sér heim. Pakkað í tilbúna bakka eða í kílóavís. ■ Heil lambalæri, kótilettur, lærissneiðar, kjúklingar, svínasteikur, hamborgarar, samlokuro.fi. Grillkol ■ Royal Oakgrillkol 2,27 kg. kr. 109.- ■ Royal Oakgrillkol 4,54 kg. kr. Öl og gos ■ PEPSI2I......... kr. ■ DIETPEPSI2I...... kr. 99,00 I ■ PEPSI dós........ kr. 29,00 ■ DIET PEPSI dós . kr. 29,00 I ■ Sanitas DIET GRAPE dós kr. 29,00 ■ DAUERbjór450ml. ... kr. 29,90 l Opið: Föstudag til kl. 20:00 og laugardag kl. 10:00-16:00 Kaupstadarkokkurinn grillar í dag og á morgun. Komið, smakkið. KAUPSTADUR Sími: 73900 ÍMJÓDD Fæðingum virð- ist fara fjölgandi SVO virðist sem fæðingum farí heldur fjölgandi hér á landi. Á Landspítalanum hefur fæðst um 230 börnum fleira en á sama tíma í fyrra. Það sem af er þessu ári hafa fæðst 1033 böm á Fæðingardeild Landspítalans, miðað við 17.þ.m., en á sama tíma í fyrra voru fædd þar 793 böm. í samtali við Guðrúnu Eggertsdóttur aðstoðar yfirljós- móður kom einnig fram að af þeim 1033 bömum sem fæddust á Fæð- ingardeildinni voru 478 sveinböm en aðeins.423 meyböm. Á Fæðingarheimili Reykjavíkur hafa fæðst 127 böm á þessu ári. Þar er að sögn Guðjóns Guðnasonar yfírlæknis alltaf mikil aðsókn og komast oft færri að en vilja en á Fæðingarheimilinu em 10-13 rúm og þijár fæðingarstofur. Að sögn Guðjóns hefur fæðingum á fæðing- arheimilinu ekki fjölgað á þessu ári frá því sem var í fyrra en einhver aukning hefur þó orðið nú á síðustu tveimur mánuðum. Ekki er enn víst hvort eða hversu lengi Fæðingarheimilið verður lok- að í sumar en Guðjón taldi líklegt að því yrði lokað í júlí og fram í ágúst. Samkvæmt tölum frá Hagstofu íslands fæðast að meðaltali rúm- lega fjögur þúsund böm hér á landi á hveiju ári. Ekki er mikill munur á fæðingartíðni eftir mánuðum, en þó er merkjanleg lægð yfír hávetur- inn, í desember og fram í febrúar en svo aftur aukning fyrri part sum- ars með flest böm fædd í júlí. Yfír- leitt fæðast á milli þijú til fjögur- hundmð böm í hveijum mánuði; í kring um þijú hundmð yfír vetrar- mánuðina en um og yfír fjögur- hundmð oftastnær á vorin og fram á sumar. Norðurlandamótið í brids: Svíar senda mjög sterkt lið á mótið SVÍAR og Finnar hafa tilkynnt landslið sín á Norðurlandamót- inu í bríds sem verður Jhaldið hér á landi í lok júní. Áður hafa landslið Dana, Norðmanna og íslendinga veríð tilkynnt. F0UNTAIN TÖLVUR ÁGAMLA VERDINU TAKMARKAÐAR BIRGDIR moQnus B0LH0LTI 6 68 1 94 ■ 20 - Lið Svía í opnum flokki er skipað Anders Morath, Sven Áke Bjer- regárd, Bjöm Fallenius, Magnus Lindqvist, Anders Wirgren og Mats Nilsland. Þetta er mjög sterkt lið, til dæmis em Fallenius og Lindqvist nýbúnir að vinna Cavendishboðs- mótið í New York sem er eitt sterk- asta tvímenningsmót sem haldið er í heiminum árlega. Þetta er í fyrsta skipti í 14 ára sögu mótsins sem bandarískir spilarar vinna það ekki. Flodqvist og Fallenius em núver- andi Evrópumeistarar í sveita- keppni, og ásamt Wirgren og Nils- land urðu þeir í 3. sæti í Rosen- blumsveitakeppninni 1986, en það er eitt af þremur heimsmeistara- mótum sveita í brids. Því má bæta við að Nilsland var í opna sænska liðinu á Ólympíumótinu 1968 og varð þá yngsti Svíi til að spila í landsliði. Þá er Morath gamalreynd- ur landsliðsmaður þótt hann hafí ekki haft sig mikið í frammi á síðustu ámm. Kvennalið Svía verður skipað Jill Mellström, Bim Ödlund, Kerstin Strandberg, Mari Ryman, Lindu Lingström og Pytzi Flodqvist. Færeyingar senda aðeins lið í opna flokkinn, þá Trygve Verst- ergaard, Aka Mouritsen, Joannes Mouritsen, Rune Mouritsen, Per Kallsberg og Niels Nielsson. Koddar á Esjubergi PR-búðin kynnir um þessar mundir nýja tegund skyndibita á veitingastaðnum Esjubergi. Hefur bitinn veríð kallaður „koddi“ í samræmi við útlit hans en hann er upprunninn í Þýskalandi og kallast þar „do- orknocker". í frétt frá PR-búðinni segir að koddinn sé þríhymdur, 12 sm. á kant og 2 sm. og í hann settar ýmis konar fyllingar. Þar megi nefna; rækjur, ost og skinku og epli. Koddinn sé síðan bakaður og ýmist borinn fram einn sér eða með léttri máltíð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.