Morgunblaðið - 20.05.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.05.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1988 Forsetaframboð: Stuðningsmenn Sigrúnar afhenda undirskriftalista STUÐNINGSMENN Sigrúnar Þorsteinsdóttur, sem hyggur á framboð til embættis forseta ís- lands, afhentu i gærmorgun i dómsmálaráðuneytinu undirskrif- talista með nöfnum 1895 lgósenda úr öllum kjördæmum landsins. Áshildur JÓnsdóttir og Helga Gísladóttir afhentu Ólafi Walter Stef- ánssyni skrifstofustjóra í dómsmála- ráðuneytinu undirskriftalistana ásamt öðrum nauðsynlegum kjör- gögnum vegna framboðsins. I fréttatilkynningu sem stuðnings- menn Sigrúnar hafa sent frá sér segir m.a. „Þetta framboð er ekki milli persóna heldur mismunandi hugmynda um forsetaembættið. Við viljum að embættið verði mun virk- ara og virkilegt lýðræðistæki." Stuðningsmenn Sigrúnar segjast einnig vilja fara eftir hugsjónum þeirra sem bjuggu til stjómarskrá Islands og fylgja ákvæðum hennar um forsetaembættið. Hafa virkt embætti sem vemdi réttindi einstakl- ingsins og tiyggi að stjómvöld geti ekki ráðist á kjör almennings. í til- kynningunni segir:„Forseti getur haft afgerandi áhrif á afkomu fólks með því að beita neitunarvaldi sínu við lagasetningar og þannig skotið ákvarðanatöku til þjóðarinnar. Við viljum að fólkið í landinu endur- heimti í gegnum embætti forseta það vald sem fámennið hefur hrifsað til sín. Við viljum að forseti sé rödd friðar og mannréttinda á alþjóðavett- vangi. Við viljum að forseti sé skýr fyrirmynd hvað varðar aðhald í ríkis- rekstri. Við viljum að forseti sameini þjóðina og gefi henni skýra stefnu sem er nauðsynleg til að halda sjálf- stæði hennar og séreinkennum." Gjaldeyrisskýrslan afhent í dag SKYRSLA Seðlabankans um gjaldeyriskaup síðustu dagana áður en gjaldeyrisdeildum bank- anna var lokað og gengi íslensku krónunnar fellt verður afhent i viðskiptaráðuneytinu í dag, sam- kvæmt upplýsingum Tryggva Axelssonar deildarstjóra í ráðu- neytinu. Jón Baldvin Hannibalsson fjár- málaráðherra, staðgengill Jóns Sig- urðssonar viðskiptaráðherra, óskaði eftir skýrslunni. Búist var við skýrslunni í viðskiptaráðuneytinu í gær en afhending hennar frestað- ist. Tryggvi segir að skýrslan verði trúnaðarmál. VEÐURHORFUR í DAG, 20. maí 1988 YFIRLIT I GÆR: Yfir Norðaustur-Grænlandi er 1027 mb hæð og önnur álíka mikil um 1200 km suöur í hafi. 1010 mb lægð á Græn- landshafi þokast norðaustur. Á morgun fer að hlýna norðanlands og austan. SPÁ: Á morgun er gert ráð fyrir sunnan- og suðaustanátt á landinu, víðast kalda. Rigning eða suld verður víða á Suður- og Vestur- landi, en úrkomulítið fyrir norðan og austan. Hiti 7—15°. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á LAUGARDAG og HVÍTASUNNUDAG: Suðlægar áttir og fremur hlýtt. Rigning eða súld allvíða á Suöur- og Vesturlandi. Urkomulítið, en skýjað á Norður- og Austurlandi. TÁKN: x Norðan, 4 vindstig: ^ Vindörin sýnir vind- * stefnu og fjaðrirnar Heiðskírt vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. Létlskýjað / / / / / / / Rigning / / / ffSb Hálfskýjað * / * A *- f * / * Slydda / * / * * * ÍS Alskýjað * * * * Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsius ý Skurir * V El — Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld <30 Mistur Skafrenningur [~^ Þrumuveður w VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hKI voður Akureyrj +1 léttskýjað Reykjavfk 8 skýjað Bargen 8 skýjað Helsinki 15 léttskýjað Jan Mayen +2 snjókoma Kaupmannah. 14 léttskýjað Narssarssuaq 1 slydda Nuuk vantar Osló 13 skýjað Stokkhólmur 14 léttskýjað Þórshöfn 4 alskýjað Algarve 20 mistur Amsterdam 12 skýjað Aþena vantar Barcelona 20 mistur Chicago 11 heiðskirt Feneyjar 21 þokumóða Frankfurt 15 skýjað Glasgow 11 skýjað Hamborg 15 hálfskýjað Las Palmas 22 léttskýjað London 12 skúr Los Angeles 15 heiðskfrt Lúxemborg 13 skúr Madríd 17 skýjað Malaga 26 skýjað Mallorca 23 rykmistur Montreal 13 alskýjað New York 13 súld Parfs 14 skýjað Róm 17 rigning San Diego 16 léttskýjað Winnlpeg 11 alskýjað Morgunblaðið/Bj ami Áshildur Jonsdóttir og Helga Gisladóttir afhenda Ólafi W. Stefáns- syni, skrifstofustjóra í dómsmálaráðuneytinu, undirskriftalista með nöfnum 1895 stuðningsmanna Sigrúnar Þorsteinsdóttur. Byggingarfélag tví- seldi sömu húsin Gerðir voru málamyndakaupsamn- ingar við aðila er tengdust bygging- arf élaginu og þeim komið í verð SAMKVÆMT upplýsingum sem Morgunblaðið hefur aflað sér hefur byggingarverktaki hér i borg orðið uppvís að því að hafa tvíselt einbýlis- og raðhús í Árbæ á byggingarstigi og aflað framkvæmdafj- ár með þeim hætti. Gerðir voru málamyndakaupsamningar við aðila er tengdust byggingarfélaginu og þessum samningum komið í verð hjá Fjárfestingafélaginu. Skyndileg veikindi eins starfsmanns Fjár- festingafélagsins urðu þess valdandi að tafir urðu á þinglýsingu kaupsamninganna og notaði byggingaraðilinn það tækifæri til að selja sömu eignirnar afur. Morgunblaðið sneri sér til Gunn- ars Helga Hálfdánarsonar, fram- kvæmdastjóra Fjárfestingafélags- ins og staðfesti hann þessar upplýs- ingar. Að sögn Gunnar er forsaga málsins er sú að Byggingafélagið Þverás, og fyrirrennari þess, byggðu einbýlishús í Árbæ til end- ursölu. Framkvæmdimar voru að hluta fjármagnaðar með sölu á kaupsamningum þeim sem bygg- ingarfélagið gerði við kaupendur að húsunum og keypti Fjárfestinga- félagið þessa samninga, líkt og hver önnur verðbréf. Gunnar segir að byggingarfélag- ið hafí hins vegar orðið fyrir því áfalli að fjármálastjóri þess dró sér umtalsvert fé og fyrirtækið lenti í erfíðleikum af þeim sökum. Á sama tíma hafí skyndileg veikindi eins starfsmanns Fjárfestingafélagsins orðið til þess að dregist hefði að þinglýsa kaupsamningum sem fé- lagið hafði keypt og aðilar innan Byggingarfélagsins orðið þessa áskynja, þvi að á daginn hefði kom- ið að í nokkrum tilfellum seldi bygg- ingafélagið sum sömu einbýlishúsin aftur með nýjum kaupsamningi. í þeim tilfellum væri ljóst að eldri kaupsamningurinn var málamynda- gjömingur, því að uppvíst væri að þeir sem gerðu þessa kaupsamn- inga væru tengdir forsvarsmönnum byggingarfélagsins. Strax og upp komst um þetta athæfí kærði Fjárfestingafélagið það til Rannsóknarlögreglu ríkisins. Egilsstaðir: Að sögfn Gunnars Helga Hálfdanar- sonar var hins vegar að athuguðu máli ákveðið að draga kæm þessa til baka. Þá var orðið ljóst að um vemlegar vanefndir var að ræða af hálfu byggingarfélagsins gagn- vart mörgum kaupendum húsanna og því hætta á riftun margra sam- aninganna. Sá kostur var því talinn betri að Fjárfestingafélagið yfír- tæki hluta eigua Þveráss og m.a. eitt einbýlishúsanna og gerði því kleift að standa við ákvæði kaup- samninganna, svo að kaupendur húsanna hefðu ekki tjón af. Gunnar Helgi segir, að með þess- ari lausn muni Fjárfestingafélagið í mesta lagi tapa 5-6 milljónum króna á þessum viðskiptum. Höfuð- máli skipti að kaupendur húsanna verði ekki fyrir tjóni meðan fjár- málafyrirtæki á borð við banka og Fjárfestingafélagið yrðu jafnan að gera ráð fyrir áföllum í starfsemi sinni og tryggi sig fyrir slíku með viðhlítandi hætti. Hið Jjárhagslega tjón sem Fjárfestingafélagið hafí þama orðið fyrir hafí því ekki nein áhrif að daglega starfsemi félagsins og snertu viðskiptamenn þess ekki á neinn hátt. Rannsóknarlögreglan staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gær að þessi kæra hefði verið dregin til baka en eðli málsins samkvæmt hefði það verið sent ríkissaksóknara til ákvörðunar um hvort frekari aðgerða væri talin þörf gagnvart byggingarfélaginu. Nýjar aðferðir við frönskukennslu Engar kennslubækur notaðar VIÐ Menntaskólann á Egilsstöð- um er starfandi svissneskur frönskukennari að nafni Jean Marc. Hann hefur óvenjulegar kennsluaðferðir, notar engar kennslubækur og tveim vikum eftir að nám hefst útvegar hann nemendum pennavini í Sviss, að eigin sögn til að sýna þeim strax fram á tilgang námsins. Jean Marc sagði, í samtali við blaðið, að nemendumir væm mjög áhugasamir og eftir sex mánaða nám sömdu þeir bækling á frönsku, sem þeir sendu skólum bæði í Sviss 'og FYakklandi. í bæklingnum em ritsmíðar nemenda og úrdráttur úr ýmsum íslenskum' þjóðsögum og sögnum. Þar má meðal annars finna þátt um landvættir íslands, Skúla- skeið og þætti um tröll og álfa. Jean Marc sagði þau einnig komin í samband við útvarpsstöð í París, sem eingöngu flytur efni fyrir ung- linga og em allir starfsmennimir á aldrinum 13 — 20 ára. Jean sagði það draum sinn að næsta vetur gætu nemendur ME sent þessari stöð efni og fengið því útvarpað. Jean Marc sagðist einnig hafa kynnt aðferðir sínar á þingi frönskukennara nýlega og hefðu þær vakið mikla athygli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.