Morgunblaðið - 20.05.1988, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 20.05.1988, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1988 DýrleifÞ. Árna- dóttir — Minning Faðir Dýrleifar var séra Arni Jónsson á Skútustöðum. Hann hafði í desember 1894 misst fyrri konu sína frá tveim ungum börnum þeirra hjóna. Hét hún Dýrleif Sveinsdóttir og var frá Hóli í Höfða- hverfi. Þessi missir hefur verið séra Áma mikill. Hann lætur tvær elztu dætur sínar af síðara hjónabandi bera nafn hennar. Og rösku ári áður en séra Ami andazt, stofnaði hann sjóð, sem ber nafnið „Dýrleif- ar minning". Af litlum efnum reiðir hann fram jafnvirði eins og hálfs árs verkamannalaun. Tilgangur sjóðsins: Að gleðja böm í Mývatns- sveit. Dýrleif Þorbjörg Ámadóttir, sem í dag er kvödd, lagði ætíð ríka rækt við minningu nöfnu sinnar frá Hóli. Sagði hún undirrituðum, að sem bam hefði hún helzt kosið að líkjast nöfnu sinni um flest. Hafi sú von ræst, fer ekki á milli mála, að Dýrleif á Hóli hefur verið rismik- il kona. í marz 1896 kvæntist séra Ámi á Skútustöðum Auði Gísladóttur frá Þverá í Dalsmynni. Hún var dóttir Gísla Ásmundssonar, hreppstjóra, sem var bróðir Einars í Nesi, og Þorbjargar Olgeirsdóttir frá Garði. ÖU bmtust bömin frá Þverá til mennta með tilstyrk foreldra sinna. Sjálf hafði Auður verið í Kvenna- skólanum í Reykjavík. Bræður hennar vom þeir Ásmundur pró- fastur á Hálsi, Ingólfur læknir í Borgamesi, Garðar stórkaupmaður í Reykjavík og Haukur prestur í Kaupmannahöfn. Sópa þótti að Auði móður Dýr- leifar. í minningum, sem Guðmund- ur skáld Friðjónsson á Sandi hefur ri^að upp frá vem sinni í Möðm- vallaskóla, segir hann, að hjartslátt- ur sumra „kavalera" hafi orðið tíðari en ella, þegar Auður systir Þverárbræðra gekk í danssal skól- ans. Séra Ámi faðir Dýrleifar var ættaður úr Mývatnssveit, og þar stóð frændgarður hans af Skútu- staða- og Reykjahlíðarættum. Systkini hans, sem á legg komust, vom Jón á Skútustöðum, sem dmkknaði tæplega þrítugur, Sig- urður ráðherra í Yztafelli, Guðrún í Haganesi, Helgi hreppstjóri á Grænavatni, Hjálmar búfræðingur á Ljótsstöðum, Hólmfríður í Skóg- um, Vilhjálmur í Máskoti og Júlíana á Akureyri. Séra Ámi var í áraraðir prestur og þingmaður á Skútustöðum í Mývatnssveit. Jafnframt ráku þau Auður mikinn búskap á jörðinni. Heimilið var mannmargt og gleði- ríkt. Víða er í ferðaritum, erlendum og innlendum, rómuð gestrisni og alúð hjónanna á Skútustöðum. Þau vom hjúasæl, og heimilið var sem ein samhuga §ölskylda. Þama ólst Dýrleif upp í hópi systkina sinna, sem ávallt litu fyrst og síðast á sig sem Mývetninga. Systkinin frá Skútustöðum vom auk Dýrleifar: Þuríður hjúkmnar- kona í Seattle gift Gustav Berg- ström; Jón læknir í Seattle kvæntur Önnu Einarsdóttur, og ber elzta dóttir þeirra Dýrleifarnafnið; Þor- björg Dýrleif, sem fyrst íslenzkra kvenna lauk háskólaprófi í hjúkr- unarfræðum; Gísli bóndi á Hellu- vaði kvæntur Sigríði Sigurgeirs- dóttur; Þóra gift Kristni Armanns- syni rektor; séra Gunnar kvæntur Sigríði Stefánsdóttur; Inga gift Vil- hjálmi Þ. Gíslasyni útvarpsstjóra og Ólöf gift Hákoni Guðmundssyni yfirborgardómara. Þapr systur Inga og Ólöf fylgja í dag Dýrleifu síðasta spölinn. Dýrleif lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1918. Um langt árabil starfaði Dýrleif hjá lögmanni og síðar borgarfógeta í Reykjavík. Jafnframt tók hún virk- an þátt í ýmsum félagsmálum og þýddi bækur um heilsufræði, sem út komu á ámnum 1923—1928. Fyrri maður Dýrleifar var Skúli Guðjónsson prófessor. Þau skildu árið 1931. Árið 1948 giftist Dýrleif eftirlif- andi eiginmanni sínum Ásgeiri Pét- urssyni verkstjóra frá Eyrarbakka, bróður Péturs útvaijisþular og fleiri kunnra systkina. Ásgeir er sonur Péturs Guðmundssonar skólastjóra, sem féll frá um aldur fram og Elísa- betar Jónsdóttur konu hans, sem þau Dýrleif og Ásgeir önnuðust af alúð seinustu æviár hennar. Sambúð þeirra Dýrleifar og Ás- geirs var einlæg og innileg. Mann- bætandi var að sækja þau heim, hvort sem var á heimili þeirra í Kópavogi eða í veglegu sumarhúsi í Traustholtshólma í Þjórsá. Eftir að þau fluttu að Bámgötu í Reykjavík og Dýrleif hafði orðið fyrir alvarlegum heilsubresti, misst mál og líkamsmátt, bar Ásgeir hana beinlínis á höndum sér. Var hjúkmn Ásgeirs slík, að heilsa Dýrleifar fór dagbatnandi. Virtust hugir þeirra orðnir það samofnir, að Dýrleif náði vart að gefa óskir sínar til kynna, áður en Ásgeir hafði látið það rætast. Hætt er þó við, að hann hafi ekki ætíð gætt eigin heilsu sem skyldi. Þóm móður minni og Þor- björgu, systmm Dýrleifar, reyndist Ásgeir einstök hjálparhella á elliár- um þeirra,- og em honum færðar þakkir fyrir það. Enda þótt aldur Dýrleifar væri orðinn hár og heilsan skert, nutu þau Ásgeir hverrar samvemstundar í ríkum mæli. Fráfall Dýrleifar var því sárt og ótímabært, lífsviljinn sterkur og andinn ungur. En enginn getur betur óskað en falla frá á hápunkti hamingjuríkrar ævi. Veri Dýrleif Þorbjörg Ámadóttir móðursystir mín kær kvödd. Ármann Kristinsson Sé skoðuð mynd stúdentahóps, er fagnar vorprófi árið 1918, kemur í ljós að 25 nemendur ljúka prófi. Piltamir em 23. í þeirra flokki em verðandi læknar, lögmenn, skáld, náttúmfræðingar, klerkar og kirlq'ufeður, sagnfræðingar og stjómmálamenn. En þar em einnig tvö vorblóm, sóleyjar á þjóðlífsvori, Dýrleif Amadóttir og Guðrún Tul- inius. í flokki dökkklæddra alvöru- gefinna sveina, á örlagatímum heimsbyggðar koma þær á vorljós- • um klæðum og boða nýja tíð. Það vom mikil og stöðug funda- höld í félögum nemenda Lærða skólans í Reykjavík á ámm fyrri heimsstyijaldar. Þegar blaðað er í ritum nemenda og fundargerðum verður ljóst að engin mannleg vandamál em nemendum óviðkom- andi. Réttindi kvenna, kúgun þeirra og staða í þjóðfélagi fortíðar og samtíma em umræðuefni sem skipa nemendum í fylkingar. Svo mjög bera menn fyrir brjósti að komast að réttri niðurstöðu að einn fundur nægir hvergi til umræðu. Fram- haldsumræður em ákveðnar. Nöfn þeirra sem vakið hafa konur til vit- undar um nýtt hlutverk þeirra á sviði bókmennta og stjómmála em skráð í fundargerðir. George Sand, héimskunnur franskur rithöfundur í þeirra hópi. Það vekur athygli að námsmeyjar taka ekki til rnáls. Þær sitja enn, að boði Páls postula og em hljóðar í samkunduhúsinu. En þess verður þó vart að þær búa sig undir afskipti af málum. Dýrleif Ámadóttir, prestsdóttir frá Skútu- sstöðum í Mývatnssveit er kosin í dómnefnd, að dæma ritgerðir í Skinfaxa, blaði nemenda. Það markar á sinn hátt tímamót í af- skiptum kvenna og upphefð þeirra í Lærða skólanum. Stallsystumar í stúdentahópi 1918 töldust í hópi framvarða, kyndilberar í menningarsókn ungra kvenna, er hlýddu kalli tímans og kvaðningu til mikilla verka. Þótt Dýrleif sæti hljóð á fyrstu fundum nemenda átti hún til þeirra að telja, sem kunnu vel að koma fram og tala máli sínu og annarra. I bókum erlendra ferðamanna, sem sótt höfðu ísland heim og komið að Skútustöðum var þess víða getið að þar væri rausnargarður. Séra Ámi Jónsson sóknarprestur og frú Auður Gísladóttir kona hans kunnu að fagna gestum af góðvild og hjartahlýju og þeirri kurteisi, sem verður minnisstæð öllum sem kynntust. Við, sem minnumst frú Auðar og bróður hennar, Ingólfs læknis Gíslasonar, geymum í minni höfðinglegan og tiginn svip þeirra og fágaða framkomu. Um séra Áma Jónsson á Skútustöðum var sagt að hann væri höfðingi heim að sækja. Skáld, sem ritaði um Skútustaði í tíð séra Áma, sagði staðinn sveitarprýði, sveitina sýslu- grýði og sýsluna landsprýði. Séra Ámi var talinn gleðimaður og hag- mæltur vel. ' Mývatnssveitin hefur löngum verið rómuð fyrir fegurð. Þar átti Dýrleif sín bemsku- og æskuspor. Frá Skútustöðum fluttist Qölskyld- an að Hólmum í Reyðarfírði, en við því prestakalli tók séra Ámi árið 1913 og hélt til dauðadags árið 1916. Þar eystra mun fagurt. Um Hólma sótti Jónas Hallgrímsson á sinni tíð. Braut Dýrleifar var nú ráðin. Menntaþrá og æskuþróttur réðu ferð hennar á framtíðarbraut. Dýr- leif varð fjölmenntuð kona og tók snemma þann kost að deila mennt- un sinni og fróðleik með alþýðu. Hún lét sér ei nægja að safna ver- aldarvisku í sérhagsmunasjóð, en kaus að miðla þekkingu er hún afl- aði sér og eyða með því fordómum, en bregða á loft blysi þekkingar. Við dvöl sína í norrænum háskóla og ritstörf í stórblöð hafði hún aflað sér fróðleiks er hún taldi að ætti erindi við íslenskan almenning. Tók hún að sér að þýða fræðirit er komu út hvert af öðru, hið fyrsta árið 1923, „Heilsufræði ungra kvenna" eftir Kristian Skjerve. Síðan fylgdu önnur rit eftir sama höfund og fjölluðu um mál er viðkvæm þóttu og Vandmeðfarin. Um útgáfuna og þýðingu Dýrleifar sagði Jakob Jó- hannesson Smári í ritdómi: „Bók þessi er verðlaunarit, enda hefír hún marga ágætis kosti til að bera.“ Síðan lýsir Jakob Smári andrúms- lofti samtímans, sem hann kveður „svart af vanþekkingarmyrkri“ og segir svo: „í þessum efnum sem öðrum þurfum við meira ljós, meiri þekkingu og meiri hreinleik, en minna af fordómum og hleypidóm- um.“ Dýrleifu var ljóst að til þess að svo mætti verða var eitt nauðsyn- legt. Að skipa sér í framsækna sveit og „kenna til í stormum sinnar tíðar". Þrá mannkynsins að lokinni fyrri heimsstyrjöld stefndi að friði og farsæld. Omældar þjáningar, hervirki og hungursneyð nýliðinnar tíðar kölluðu hvem þann er eyru hafði að heyra og augu að sjá og kröfðu um svör við vanda framtíð- ar. Val Dýrleifar var augljóst. Hún tók þann kost að beijast tiL ljóss og til lausnar. í söng framsækinnar verkalýðsstéttar er ómaði á þessum árum segir: Bræður til ljóss og til lausnar laðar oss heillandi sýn, fögur mót fortíðarmyrkrum framtíðin ljómandi skín. Endalaus miljónamóða máttug úr nóttinni brýst, þrár okkar himninum hærra hrópa, uns nóttin er lýst. Dýrleif Ámadóttir fór ekki dult með það hvar í sveit hún skipaði sér. Þeir sem minnast hennar frá baráttuárum fyrri tíðar geyma í hugskoti lýsingu Halldórs Laxness: „Undir rauða merkinu sem tákn- aði lífsblóð mannkynsins, stóð ung stúlka björt og hrifín með háan sterkan barm og sumarmálavindinn í lokkum sínum.“ Vinir Dýrleifar muna hana á sögufrægri mynd undir þessu merki. Þeir kveðja hana nú að leiðarlok- um með virðingu og þökk um leið og Maístjaman ómar: En í kvöld lýkur vetri sérhvers vinnandi manns, og á morgun skín maísól, það er maísólin hans, það er maísólin okkar, okkar einingarbands, fýrir þér ber ég fána þessa framtíðarlands. Ekki veit ég aðrar konur eiga fremur orð Bjama Thorarensens, þau er hann kvað um Rannveigu Filippusdóttur: Kurteisin kom að innan sú kurteisin sanna, siðdekri öllu æðri af öðrum sem lærist. 0g þó hún kvala kenndi af kvillum í elli, brúna jafn heiðskír himinn hugarró sýndi. Pétur Pétursson þulur. í dag kveðjum við móðursystur okkar, Dýllu frænku, eins og við kölluðum hana ævinlega. Hún var elsta systirin í hópi sjö systkina, þar sem móðir okkar, Ólöf Dag- mar, var yngst. Dýlla var nítján ára þegar faðir hennar, séra Ámi Jóns- son frá Skútustöðum, féll frá og móðir hennar, Auður Gísladóttir, stóð ein uppi með hópinn. Betri stórusystur hafa víst fáir átt. Og móður sinni reyndist hún stoð og stytta alla tíð. Allir í fjölskyldunni elskuðu Dýllu vegna hlýju hennar og mannkosta. En ólíkt mörgum öðrum konum sinnar tíðar takmarkaði hún ekki starfsvettvang sinn við eigin bæjar- dyr eða ættgarð. Hún þráði að breyta heiminum, draga úr böli og styðja lítilmagnann. Um áratugi tók hún virkan þátt í stjómmála- og kvenréttindabaráttu. En í upphafi lá nærri að vetr- arríki og læknisskortur hindruðu að hún kæmist heil á húfí inn í okkar veröld. Hún er fædd um há- vetur, í byijun janúar, á Skútustöð- um við Mývatn. Fæðingin mun hafa gengið erfiðlega, læknir hvergi nær en á Breiðumýri, og þá vom engir bflamir. Móðir okkar hefur sagt okkur hvemig ekki dugði minna en senda hinn fræga Fjalla-Bensa eftir lækninum. Hann braust áfram af miklum dugnaði og hafði hesta- skipti þar sem honum sýndist. Fór hann þá rakleitt inn í hesthúsin og tók þar óþreytta hesta traustataki án þess að te§a sig á að spyija um leyfí. Enda kom hann aftur með lækninn í tæka tíð. Tveimur ámm seinna geysaði Hótel Saga Siml 12013 Blóm og skreytingar við öll tœkifœri t Ástkær móðir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, MARGRÉT GfSLADÓTTIR, SkúlaskelAi S, Hafnarfiröi, andaðist aðfaranótt 19. maí á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Jarðarför auglýst síðar. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, STEINUNN ÓLAFSDÓTT1R frá Mörk á Síðu, andaöist í Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi mánudaginn 16. þ.m. Jaröarförin fer fram frá Prestbakkakirkju laugardaginn 21. maí kl. 14.00. F.h. ættingja, vina og annarra vandamanna, Ólafur Friöriksson, Ragnhlldur Friðrlksdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR VIÐAR GUÐSTEINSSON, Efstasundl 67, lést á heimili okkar að morgni 18. maí. Salvör Jakobsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Eiginkona min, móðir okkar og tengdamóðir, GUÐBJÖRG EIRÍKSDÓTTIR, Smjördölum, Sandvfkurhreppi, verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugardaginn 21. maí kl. 15.00. Jarðsett veröur frá Laugardælakirkju. Sigurjón Jónsson, Eirikur Sigurjónsson, Guðbjörg Hulda Albertsdóttir, Jón Kristinn Sigurjónsson, Kristfn Alda Albertsdóttir, Grétar Sigurjónsson, Margrét Sigurjónsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.