Morgunblaðið - 20.05.1988, Page 32

Morgunblaðið - 20.05.1988, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MAÍ1988 Olympíuleikarnir: Suður-Kórea hefur ekkert að óttast af okkar hálfu - sagði sérlegur sendiherra Norður- Kóreu, sem staddur er hér á landi HÉR Á landi er nú staddur sérlegur sendiherra Norður-Kóreu, Chon Yong Jin og átti hann óformlegar viðræður við Steingrím Hermanns- son utanríkisráðherra síðastliðinn þriðjudag. Á blaðamannafundi, sem sendiherrann boðaði til, var hann meðal annars spurður um Ólympíu- leikana, sem haldnir verða í Seoul f Suður-Kóreu I haust. Hafa Suður- Kóreubúar af þvf nokkrar áhyggjur, að útsendarar kommúnistastjórn- arinnar f Norður-Kóreu kunni þá að grfpa til hryðjuverka, en fáleikar eru með Kóreuríkjunum tveimur. Sagði sendiherrann Suður-Kóreu- menn ekkert hafa að óttast f þeim efnum, enda Norður-Kórea friðsemd- arríki. Vfsaði hann á bug öllum ásökunum um að Norður-Kórea hefði staðið að baki hryðjuverkum. Á fundinum, sem haldinn var í Hótel Sögu, varð blaðamönnum tíðrætt um þær ásakanir, sem fram hafa komið á hendur Norður-Kóreu- mönnum um aðild þeirra að hryðju- verkum gegn Suður-Kóreu. í máli Chon Yong Jin, sem dóttir hans túlk- aði, kom fram sú skoðun, að vald- hafar í Suður- Kóreu hefðu sjálfir staðið að baki þeim hryðjuverkum, sem Norður-Kóreumönnum hafa ver- ið kennd. Sagði hann tilgang Suður- Kóreustjómar vera þann að þjappa þjóðinni saman gegn Norður-Kóreu og bæla þær raddir, sem hvettu til endursameiningar ríiq'anna. Færðar voru í tal þær breytingar, sem átt hafa sér stað í Sovétríkjunum og Kína að undanfömu og sendiherr- ann spurður hvort slíkt væri á döf- inni í Norður-Kóreu. Sagði Chon að stióm sinni litist ekkert á slíkar HITACHI VANDAÐIR ÖRBYLGJUOFNAR Á GÓÐU VERÐI Pantið tíman■ lega fyrir % sumarfríið Listinn ókeypis. B.MAGNÚSSONHF. HÓLSHRAUNI 2 - SÍMI 52866 - P.H. 410 - HAFNARFIRÐI breytingar — í efnahagslegu tilliti væri áhersla á það lögð að Norður- Kórea væri sjálfri sér næg, en ut- anríkisviðskipti aukaatriði. Hins veg- ar benti hann á að mikið væri flutt út af hráefnum og rakti helstu út- flutningstölur ýtarlega því til stuðn- ings. Hvað „glasnost" — breytingar í átt til opnari umræðu — áhrærði, sagði sendiherrann enga þörf á slíku, tjáningarfrelsi hefði ávallt verið í hávegum haft í heimalandi sínu. Blaðamenn drógu það í efa og bentu á skýrslur Amnesty Intemational, Freedom House og Mannréttinda- nefndar Sameinuðu þjóðanna um hið gagnstæða og önnur mannréttinda- brot í Norður-Kóreu. Svaraði sendi- herrann því til að vissulega væri ekki hvað sem væri prenthæft, en í Norður-Kóreu fengist allt birt „svo ffamarlega sem það væri í samræmi við vilja alþýðunnar." Blaðamaður spurði Chon Yong Jin hvort persónudýrkun á Kim II Sung, einræðisherra landsins, litaði ekki mjög allt þjóðlíf í Norður-Kóreu. Sendiherrann sagði það rétt, enda ættu Norður-Kóreubúar leiðtoganum óendanlega mikið að þakka. Hann hefði varpað oki japanska heimsveld- isins af landinu og komið „hinu mikil- fenglega alþýðulýðveldi" á legg. Morgunblaðið spurði Chon að lok- um álits á breytingum í lýðræðisátt í Suður-Kóreu, en þar fóru fyrir skömmu fram þingkosningar þar sem flokkur Roh Tae Woo missti þingmeirihluta. Chon sagði að Suð- ur-Kórea gerðist æ fasískari. Kvað hann Roh Tae Woo vera fasista, margfaldan morðingja og handbendi CLA, sem hefði að auki stuðlað að hryðjuverkum. Reuter Símasjálfsali til sölu! Fyrirtækið Southwestern Bell Telephone í Bretlandi hefur nú hafið sölu á símasjálfsölum til einkanota. Síminn kostar um það bil sextán þúsund íslenskar krónur og tekur hann við 10, 20 og 50 pensa smámynt. Er þetta í fyrsta skipti sem breskum símnot- endum býðst að kaupa sinn eigin símasjálfsala. Suður-Kóreumenn flýta klukkunni: Tímabreytingin er landráð - segja Norður-Kóreumenn Tokyo, Reuter. NORBUR-Kóreumenn sögðu í gær að sú ákvörðun Suður- Kóreumanna að flýta klukkunni um eina klukkustund i sumar væri landráð og svívirða. „Þetta eru landráð sem aðeins fleðulegum föðurlandssvikurum eins og Roh Tae-woo, forseta Suð- ur-Kóreu, er trúandi til, en hann leggur sig niður við svívirðuna til að þóknast bandarískum húsbænd- um sínum," segir í frétt sem opin- bera fréttastofan í Norður-Kóreu útvarpaði í gær. í fréttinni segir ennfremur að suður-kóresk stjómvöld hafi ákveð- ið að flýta klukkunni á tímabilinu frá 8. maí til 9. október til að auka auglýsingatekjumar af beinum út- sendingum bandarískra sjónvarps- stöðva frá ólympíuleikunum. „Þessi tímabreyting, gerð til að þóknast bandaríska húsbóndanum og til að græða nokkra dollara, sýnir að klíka forsetans er ekkert annað en hópur svívirðilegra þjóðníðinga," segir ennfremur í fréttinni. Líbýa: Kaddafí slakar á klónni Observer KLUKKAN er 2.30 að nóttu. í rústum heimilis Kaddafis, lítt áber- andi þriggja hæða húsi inni i Bab al Aziziyeh-herbúðunum miklu við þjóðveginn að flugvelli TripoU, skoða fulltrúar á alþjóðaráð- stefnu um hryðjuverk eyðilegginguna sem varð i loftárás banda- rískra flugvéla fyrir réttum tveimur árum. Fundur stendur yfir utan dyra, og æskufólk kyrjar lofgjörð um byltingarleiðtoga sinn. En Kaddafi getur verið ánægður með fleira en að hafa tekizt að sitja sem fastast þrátt fyrir hemaðar- og efnahagsþvinganir Banda- ríkjanna. Meiriháttar pólitískar og efnahagslegar umbætur, sem kynntar voru í marz, hafa gjör- breytt ástandinu í landinu. Erfiðleikar Líbýu að undanfömu stafa að verulegu leyti af hruninu á heimsmarkaðsverði olíu. Tekjur ríkisins af olíusölu minnkuðu úr 22,6 milljörðum dollara (um 880 milljörðum kr.) árið 1980 f aðeins 4,5 milljarða dollara (um 175 millj- arða kr.) í fyrra. Dregið hefur ver- ið verulega úr ríkisútgjöldum og innflutningi, og svo til allar fram- kvæmdir hafa verið stöðvaðar. Kaupmenn bannaðir Áhrif verðhrunsins á olíu urðu enn meiri vegna þess að f byijun þessa áratugs var kaupmönnum bannað að reka verzlanir. Var því þá lýst yfír að kaupmenn væru afætur og einskisnýt snílq'udýr sem arðrændu alþýðu landsins. Komið var upp keðju nýrra og glæstra „alþýðu-stórmarkaða" sem reknir voru undir ströngu verðlagseftir- liti. Frá fyrsta degi báru þessir risa- markaðir glögg merki þess, að skrifflnnar eru lítt til þess fallnir að veita viðunandi þjónustu. Við- skiptavinir gátu aðeins með höpp- um og glöppum fengið þann vam- ing sem þeir vildu. Almenningur hóf þá að stunda viðskipti á svört- um markaði, þar sem allt fékkst en kostaði líka sitt. Allt leiddi þetta til mikillar óán- gægju. Við hana bættust svo að- farir Byltingarráða Líbýu. Þau voru skipuð á áttunda áratugnum, og var aðeins ætlað að kynna hugsjón- Kaddafi, einræðisherra í Líbýu, er heldur að slaka á klónni. Hann hefur til dæmis leyft kaupmönnum að starfa á ný landsmönnum til mikils léttis. ir byltingarinnar. Raunin varð önn- ur og þessi ráð eða nefndir töldu sig hafnar yflr lög og rétt. Ráðin kváðu upp „dórna" að eigin geð- þótta og kyntu undir ótta og öiygg- isleysi. Örþrifaráð í byijun marz áttaði Kaddafi sig loks á þvf, að við svo búið mátti ekki standa og greip til örþrifar- áða. Kaupmenn voru hvattir til að opna verzlanir sínar á ný. Flestir pólitískir fangar voru látnir lausir, og öllum útlendingum f líbýskum fangelsum voru gefiiar upp sakir. Landsmönnum var tryggt frelsi til að ferðast til útlanda, og líbýski leiðtoginn reif sjálfur í tætlur list- ann með nöfnum þeirra sem áður voru í ferðabanni. Byltingarráðin voru svipt heimild til handtöku og .fangelsana. Og Kaddafl lýsti þvf yflr að Líbýa væri nú „land frelsis- ins“. Áhrif þessara umbóta í fijáls- ræðisátt urðu gífurleg. Um alla Trípólíborg opnuðu verzlanir dyr sínar á ný, og viðskiptavinir fylltu á ný gangstéttimar í verzlunar- hverfunum. Framleiðsla hófst á ný í smiðjum og vinnustofum, sem nú höfðu tryggingu fyrir að koma af- urðum sínum á markað. Dregið hefur úr stöðugum vöruskorti eftir að rekstur löglegra einkaverzlana er hafinn á ný, og svarti markaður- inn blómstrar ekki lengur. Og borg- in er iðandi af lífi. Áhrifa pólitískra umbóta er einn- ig farið að gæta. Ættingjar fyrrum fanga segja, að þeir sem látnir hafa verið lausir séu á engan hátt vaktaðir eða ofsóttir. Sumir hafa farið utan og snúið heim á ný af- skiptalaust. Byltingarráðin, sem áður voru mjög áberandi, láta nú lítið fara fyrir sér. Vaknaðiraf svefni Mest sláandi breytinguna er sennilega að flnna í framkomu al- mennings. Áður voru menn niður- dregnir og þrúgaðir. Nú eru þeir upplitsdjarfari og brosmildari. Það er rétt eins og þeir hafi vaknað upp af löngum svefni. Þótt Kaddafi eigi sannarlega sök á fyrra ástandi, virðast landsmenn, yflr sig ánægðir með umbætumar, reiðubúnir til að fyrirgefa honum fyrri misgjörðir. Margir hafa harma að hefna, en spjótin beinast aðallega að einstaklingum i Bylt- ingarráðunum sem vitað er að fförndu verstu óhæfuverkin. „Til að fullnægja réttlætinu bæri að draga þá fyrir dómstóla," sagði ættingi manns sem nýlega var lát- inn laus eftir að hafa setið fjögur ár í fangelsi fyrir upplognar sakir. Líbýuleiðtoginn er þekktur fyrir fljótfæmi, og margir landsmenn taka umbótunum með varfæmi, vilja bíða og sjá hvort þetta aukna fijálsræði fær að haldast.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.