Morgunblaðið - 20.05.1988, Síða 53

Morgunblaðið - 20.05.1988, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1988 53 Skólaslit Bænda- skólans á Hólum Sauðárkróki. SKÓLASLIT Bœndaskólans á Hólum fóru fram í íþróttasal skólans laugardaginn 14. mat stðastliðinn. Er nú brugðið út af áralangri hefð, að skólasetning og skólaslit fari fram í dómkirkju staðarins, en á kirkjunni er nú unnið að viðamiklum endurbótum, og því er þessi háttur á hafður nú. Athöfnin hófst með því að vígslu- biskup sr. Sigurður Guðmundsson ávarpaði gesti og flutti helgistund, þar sem hann hvatti það unga fólk sem nú útskrifast til þess að varð- veita í hjarta sér og viðhalda þeim vorhug, sem þessa daga fylgir birtu og ljósi. Þá söng kirkjukór Hóladóm- kirkju, en síðan flutti ræðu Jón Bjamason skólastjóri. í ræðu Jóns kom fram að Bændaskólinn á Hól- um er nú tveggja ára skóli og nú útskrifast á þessu vori 24 nemendur eftir tveggja vetra nám á tveim brautum. Af búfræðibraut útskrif- ast 10, en af fiskeldisbraut 14. Nám á fyrra ári stunduðu 20 nemendur. Þá kom einnig fram að enn getur skólinn tekið við stúdentum sem með því að taka verklega hluti námsins í sumar, geta lokið náminu á styttri tíma eða á einu ári, og í haust sest í seinni áfanga. Símenntun, endurmenntun — nýjung í starfi bændaskólanna í Hólaskóla hafa ýmis námskeið verið í gangi seinnihluta vetrar, og hefur skólinn í auknum mæli beitt sér fyrir allskonar námskeiðahaldi, sérstaklega í nýbúgreinum, loð- dýra-, fiski- og hrossarækt. Þessi endurmenntun bænda er nú viður- kennd á þann hátt, að hið opinbera greiðir ferða- og uppihaldskostnað þeirra er þetta nám stunda, og einn- ig hefur Bændaskólanum verið falið að gera áætlun til fjögurra ára um þetta skipulagða endurmenntunar- starf. Með þessu væri, sagði skóla- stjóri, sinnt öðru og ekki síður mikil- vægum þætti í menntun bænda, þar sem fengin væri viðurkenning á símenntun, en áður hefði eingöngu verið um undirbúningsmenntun að ræða. Fiskeldið aukið og sérhæft Nám við Hólaskóla var { vetur með hefðbundnum hætti, þó sniðið að þeim nýjungum sem fram koma í landbúnaði hveiju sinni. Skólinn sérhæfir sig í loðdýra- og hrossa- rækt og sagði skólastjóri að ætlun- in væri að efla þessa þætti enn frek- ar. Þá hefði fískeldisnámið verið aukið og sérhæft, og það skilið frá hinu eiginlega búfræðinámi. Skól- inn útskrifar nú búfræðinga eins og áður sagði, af tveim brautum fiskeldis- og búfræðibraut, en þar sem nám á fískeldisbrautinni hefur nú farið fram eftir skilgreindri námsskrá, hafa þeir nemendur sem ■ þar útskrifast heimild til þess að bera starfsheitið fískeldisfræðingar. Aðkallandi að endurnýja gripa-og útihús í máli skólastjóra Jóns Bjarna- sonar kom fram að í janúar síðast- liðnum var tekin í notkun ný tengi- bygging milli íþróttahúss og skóla- húss, hið glæsilegasta mannvirki, sem er til mikils hagræðis fyrir nemendur og allt starfslið skólans. Ekki væru aðrar stórframkvæmdir í gangi þessa stundina, en nú mundi höfuðáhersla verða á það lögð að ganga frá og fegra ytra útlit skól- ans, nýrra húsa og einnig hinna eldri. Hins vegar væri helsti vankantur við rekstur tilraunabús, hversu mjög skorti á að útihús búsins full- nægðu þeim kröfum sem gera þyrfti. Myndi lögð á það höfuð- áhersla að úr þessu yrði bætt á næstu árum, enda yrði mun meiri áhersla lögð á kennslu og rannsókn- ir í hrossa- og fískirækt þegar á næsta skólaári. Það væri auk þess fyrirséð að í þessum tveim kennslu- greinum yrði mikil fjölgun á næstu árum. Að lokum ávarpaði skólastjóri nýútskrifaða búfræðinga og afhenti þeim prófskírteini. Þá voru veittar ýmsar viðurkenningar þeim nem- endum sem fram úr hafa skarað í námi, verklegum og bóklegum Morgunblaðið/Bjöm Bjömsson Nýútskrifaðir búfræðingar og fiskeldisfræðingar. Gamli Hólabærinn í eigu Þjóðminjasafns í baksýn. greinum, bæði frá skólanum og ýmsum þeim stofnunum sem tengj- ast námi því sem fram fer við skól- ann. Hæstu einkunn á búfræðibraut hlaut Guðrún Jóhanna Stefánsdótt- ir 9,51, sem jafnframt er hæsta einkunn við skólann. Hæstu ein- kunn á fískeldisbraut hlaut Hreinn Sigmarsson, 8,49. Þá flutti Hjörtur E. Þórarinsson formaður Búnaðarfélags íslands ávarp og ámaðaróskir til nýútskrif- aðra búfræðinga og skólans, og afhenti viðurkenningar frá Búnað- arfélagi íslands. Jóhann Guð- mundsson deildarstjóri í Landbún- aðarráðuneytinu flutti kveðjur land- búnaðarráðherra Jóns Helgasonar, sem ekki átti þess kost að vera við- staddur. Guðmundur Guðmundsson framkvæmdastjóri afhenti verðlaun gefín af Trésmiðjunni Borg á Sauð- árkróki. Þá tók til máls fulltrúi nemenda Hreinn Sigmarsson og ræddi hann um nám við skólann frá sjónarhóli nemenda og benti hann á nokkra þætti í náminu sem betur mættu fara. Þá þakkaði Hreinn skólastjóra og kennurum fyrir ágæta dvöl við skólann og ámaði skólanum heilla í öllu starfi. Að síðustu þakkaði Jón Bjarna- son gestum komuna og nemendum ánægjulegan vetur og ámaði þeim allra heilla og sagði skóla slitið. - BB MYNDLISTASKÓLINN í REYKJAVÍK, Tryggvagötu 15. Umsóknir um námskeið fyrir næsfa vetur 1988-89, þurfa að berast skriflega fyrir 1. júlí. Umsóknareyðublöð liggja frammi í myndlistadeild Pennans í Austurstræti. Skólastjóri. PFAFF h.l. tilkynnir veigamikla breytingu á viðskiptaháttum: REYKJAVÍKURVERÐ UNI LAND ALLT! Héöan í frá mun Candy þvottavélin, PFAFF sauma- vélin, HORN saumavélaborðið, STARMIX ryksugan og BRAUN hrærivélin kosta það sama í Reykjavík og á Þórshöfn, Höfn í Hornafirði, ísafirði eða Vest- mannaeyjum svo dæmi séu nefnd. Hvaða breyting er þetta? Hingað til hefur landsbyggðarfólk orðið að greiða ofan á „Reykjavíkur- verð“ flutningskostnað, vátrygging- arkostnað og jafnvel fleiri auka- gjöld af CANDY þvottavél eða PFAFF saumavél ef keypt var af umboðsmanni í héraði. Nú tökum við á okkur flutnings- kostnaðinn og aukagjöldin. Þú kaupir þína Candy þvottavél eða PFAFF saumavél af næsta um- boðsmanni á Reykjavíkurverði. Verslunin er heima í héraði og um- boðsmaðurinn sér um hina góðu PFAFF-þjónustu á sanngjörnu verði. Ef enginn umboðsmaður er nálæg- HORN sáumavélaborð ur, eða hann á ekki þá vörutegund sem þú vilt kaupa, hafið þá sam- band beint. Við sjáum eftir sem áð- ur um allan aukakostnað ef um stærri hlut er að ræða. Við hækkum enga vörutegund fyrr en nýjar sendingar koma. Ótrúlega góð kaup í PFAFF saumavélum og BRAUN hrærivélum. H.F. Borgartúni 20 - sími 2 67 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.