Morgunblaðið - 08.06.1988, Síða 5

Morgunblaðið - 08.06.1988, Síða 5
5 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ1988 Finnlandsheimsókn forsætisráðherra: Skoðar skipasmíðastöð og dag- blað og skreppur til Álandsejrja Flytur fyrirlestur hjá Paasikivi-f élaginu Helsinki, frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgfunblaðsins ÞORSTEINN Pálsson, forsætis- ráðherra, og Ingibjörg Rafnar kona hans halda til Finnlands í opinbera heimsókn í dag og formleg dagskrá hefst þar á morgun, fimmtudag og lýkur á föstudag. Síðan verður farið til Alandseyja og dvalist þar fram á sunnudag en á mánudag verður fundur forsætisráðherra Norð- urlanda í Stokkhólmi. Á meðan á dvölinni í Helsinki stendur ræðir Þorsteinn Pálsson við Mauno Koivisto, forseta Finnlands, Harri Holkeri, forsætisráðherra og aðra ráðamenn. Mauno Koivisto, forseti Finnlands, tekur á móti gest- unum forsetahöllinni í hádeginu á fimmtudag og þar verður snæddur hádegisverður. Ingibjörg Rafnar ætlar meðal annars að kynna sér starfsemi lögfræðiskrifstofu í Hels- inki, á meðan ráðherrar funda. Spurningakeppni um frímerki: Góður ár- angur ísl- enskra unglinga Heisinki, frá Jóni Aðalsteini Jónssyni, fréttaritara Morgnnblaðsins. ARIÐ 1986 var tekin upp á frimerkjasýningunni Stockholm- iu í Svíþjóð spurningakeppni unglinga innan tvítugs um alls- kyns hluti sem snerta frímerki; útgáfur, lit ákveðinna merkja, yfirprentanir og margs konar afbrigði. Keppa þrír unglingar fyrir hvert land. Fyrir tveimur árum höfnuðu islensku ungling- arnir i 3. til 4. sæti eftir geysi- spennandi keppni. Hér á Finlandiu 88 var nú aftur efnt til svipaðrar keppni, en þó var spumingum nú hagað á heppilegri hátt. Allar sveitimar fengu sömu spumingar en síðan varð að velja um einn kost af fimm sem settir vom fram. Gat því bmgðið til beggja vona um rétt svar. Af hálfu ungra íslenskra frímerkjasafnara tóku nú þátt í þessari skemmtilegu spuminga- íþrótt Kjartan Þórðarson, Magnús Helgason og Valdimar Tómasson. Keppnin fór fram bæði laugardag og sunnudag. Fyrri daginn vom 20 spumingar um finnsk frímerki. EMnnar urðu þá efstir og svömðu öllu rétt. íslensku keppendumir stóðu sig frábærlega vel og svömðu 19 spumingum rétt og vom því í 2. sæti. Daginn eftir vom spurning- amar einnig 20, en segja verður eins og er að of margar þeirra vörð- uðu enn fínnsk eða álensk frímerki. Drengjum okkar gekk nú ekki eins vel og fyrri daginn. Þeir svömðu 13 spumingum rétt, eða samtals 32 áf 40, og lentu í 3.-4. sæti með Svíum. Finnar sigmðu með 37 stig- um og Danir urðu næstir með 36 stig. Norsku drengimir fengu 27 stig. Þessi keppni fór annars mjög vel fram og við megum vel við una, ekki síst þar sem hinir drengimir munu flestir hafa verið valdir eftir harða keppni í heimalöndum sínum. Síðdegis á fimmtudag skoða íslensku gestimir skipasmíðastöð- ina Warsilá, sem hefur sérhæft sig í smíði skipa til siglinga í ís og við erfiðar aðstæður. Þar hafa meðal annars kjamorkuknúnir ísbijótar Sovétmanna verið smíðaðir. Síðar á fimmtudag flytur Þorsteinn Pálsson erindi í Paasikivi-félagjnu, sem er félagsskapur finnskra áhrifamanna og var síðasti ræðumaður félagsins Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti. Þorsteinn Pálsson. Fjallar Þorsteinn um stefnu íslands í utanríkis- og öryggismálum. Að loknum þessum fundi efnir Harri Holkeri til hádegisverðar. Á föstudaginn verður þinghúsið skoðað og dagblaðið Uusi Suomi sótt heim, en það er „óháð borgara- legt“ dagblað. Um kvöldið verður farið í kynnisferð út í Svíaríki (Sveaborg) sem nú hýsir að hluta til Norrænu listamiðstöðina. ís- lensku myndlistarmennimir Kristj- án Guðmundsson, Halldór Ásgeirs- son og Erla Þórarinsdóttir taka þar meðal annarra á móti forsætisráð- herrahjónunum. Meðal annars verð- ur skoðuð sýning á verkum Hreins Friðfinnssonar. Sjá frekar á bls. 28. RENTIIBOKIN RENTAR SIG Á ÞÚ NÝTUR IÍFSINS! «*// Þú veist best hvernig þú vilt haga lífi þínu og ekki síður hvernig þú vilt haga sparnaði þínum. Það er hlutverk okkar og metnaður að bjóða þér sem fjölbreyttasta möguleika til ávöxtunar sparifjár. Þess vegna eru innlánsform okkar bæði mörg og mismunandi. Það nýjasta er RENTUBÓKIN. Bók með ávöxtunarkjörum sem gera þér kleift að njóta lífsins á meðan hún rentar sig. RENTUBÓKIN ber háa nafnvexti og tekur samanburði við verðlagsþróun. Þannig tryggir hún eiganda sínum raunvexti, hvað sem verðbólgunni líður. Hámarksávöxtun næst á RENTUBÓKINNI ef innstæðan stendur óhreyfð í 18 mánuði. Hún er þó að formi til óbundin. Engin þóknun er reiknuð af útteknu fé, sem staðið hefur óhreyft á bókinni í 18 mánuði eða lengur. Skoðaðu kosti RENTUBÓKARINNAR nánar og fáðu sendan bækling. Þetta er örugg og arðvænleg ávöxtunarleið. RENTUBÓK - hún rentor sig, þú nýtur lífsins! UERZLUN8RB9NKINN -vúutav <Keá fcét! Bankastræti 5, Þarabakka 3, Þverholti 6, Mosfellsbæ, Laugavegi 172, Umferðarmiðstöðinni, Vatnsnesvegi 14, Keflavík. Grensásvegi 13, Húsi verslunarinnar,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.